Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 18

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 18
18 * sem færa því hita og ljós og vinnuafl vetur jafnt sem sumar. Um leið læflr alþýða, eigi aðeins að rækta landið margfalt meir og betur en það hefur verið ræktað, heldur og að vinna málma, einkum járn, hér og þar á Iandinu eins og jornmenn gerðu, einnig Aluminium úr leir, þó Krýólit finnist hér ekki; Kalium og Jod úr þangi, Sódium og Chlórium úr sjávar- salti, Calcium og Fosfor úr beinum og kalk úr kalksteins æðum og skeljum og síðast, en ekki sízt, læra menn að hagnýta hinar aigengu steintegundir og leirtegundir langtum meir og langtum betur til húsa- smíðis, sem þolir bylvindi, frosthörkur og hretveður íslands langtum bet- ur en timburhús. Einnig treysti eg því, að svörðurinn, »Torfið«, mórinn verði unninn Iangtum betur en hingað til, og að mosaræktun verði stund- uð hér líkt og erlendis, og svörðurinn hreinsaður og pressaður með vél- um, eins og gert hefur verið svo áratugum skiftir á Þýzkalandi, Bretlandi og írlandi og á Norðurlöndum, til að spara sér kol og peningana, sem fyrir þau fara og einnig til að losast við óhreinindin, sem óverkuðum mó fylgja, og auk þess, að menn noti svörð og íslenzk kol, til m'úrsteins- brenslu, kalkbrensiu og brennisteins hreinsunar. Einnig má að líkindum vinna ýmsa Iiti úr sverði jafnt sem úr kolum, sömuleiðis Methyl alcohol, og auðvitað má nota svarðarmold og svarðarösku ásamt kalki saman við áburð, sem nú vantar víða til sveita. Þannig er mögulegt að auka áburðar fram- leiðslu til muna, hvar sem svörö og mikið af sjávarskeljum er að finna. En um leið og búið er að beizla eða »virkja« jökulár landsins eða stærri íossa, og þeir eru ekki svo fáir til hér norðanlands, fjórir í Skjálfandafljóti og þrír í Jökulsá og Lagarfoss og Laxá að auki, og ýms minni vatnsföll eins og Fnjóská og árnar í dölum Eyjafjarðar, Skagafjarðar og Húna- vatns sýslum, þá þarf ekki lcngur að brenna neinum áburði, sem er gull- vægur fyrir sveitabóndann, og þá geta sveitabændur grætt út sem því svarar meira á hverju ári og að líkindum haft með fjölgun búfjár, ætíð nægann áburð, að minsta kosti um næstu áratugi, án þess að sœkja hann til útlanda eða vinna hann úr loptinu. Með þvi að nota jökulár íslands til húshitunar, vinnur alþýða þrent: peninga sparnað, betri hýbýli og betri jarðrœkt. Líklega gerir hún það. Svona hugsaði eg fyrir 30 árum síðan, undir eins og eg hafði séð að hin nýa verkvísinda grein, rafmagnsiðjan, gat gerbreytt öllum iðnaði og gefið mönnum enn meira vald yfir jörðunni, heldur en allar aðrar atvinnu- greinar með öllum sínum vélum höfðu gefið. En ekkert Iand, sem eg hafði séð eða þekti, er að öllu töldu, betur fallið til rafmagnsiðju en ísland, og eg vissi þá, eins og íiú, að hvergi er hennar meiri þörf en hér. Að rafmagnið getur kept við kol til húshitunar, þó kol seljisí með því verði sem var vanalegt fyrir 25—30 árum, nfl. á 5—7 dollara tonnið eftir gæð- um, 20—28 kr- hér, vissi eg eins vel, eins og 2 og 2 eru 4, áður en eg fór frá Ameríku til íslands, svo framt að byggingar kostnaður og stöðvar-

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.