Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 12

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 12
12 hrynji ofan í hlóðrfnar. Eldiviðurinn sé kol, viður eða góður mór. Kalk úr skeljum, segir sami höf. vera unnið í Bremen við Weserfljóts mynni, með því að brenna skeljarnar í haug- um, en á Hollandi séu bygðir »hringofnar«, eins og áður er sagt og skeljarnar brendar í þeim. Ágætt kver um sement, útgefið af N. C. Rom, er, eða var, hér á bókasafni N. og A. amtsins. Einnig ensk bók eftir Rad- ford, nefnd *Cement and its Usesí. Verkvísinda ritið »Hutte« segir ögn frá tilbúningi sements en meir frá notkun þess og kalks. Segir það ýmsa steina vera tilbúna undir þrýstivélum úr sandi, blönduðum með 6 til 10% af nýleskjuðu kalki, séu steinarnir, þannig mótaðir, þurkaðir í svo nefndum þerri-kötl- um 8—10 kl.stundir við hita. Á líkan hátt, segir ritið, eru steinar, úr vikursandi eða gosösku, blandaðri við kalk 9 móti 1, búnir til þar í landi; einnig aðrar steintegundir, svo sem sag-steinar, kork-steinar o. fl., sem eru síðan notaðir í gólf, stigatröppur, þakhellur o. s. frv. (sjá 686. til 707. bls. 1. bindi Hútte útg. 1917). En um steinskurð, eða listina að höggva steina, er lítið sem ekkert í því riti fyrir alþýðu. Eitt hið bezta r>t sem eg hef séð um steinsmíði erlendis, er samið af Vitru- vius, rómverskum höfundi, um steinsmiði Rómverja á fyrstu öld fyrir kristni tímabilið. Sú bók væri meira virði hér á Ís- landi en heill skápur eða full hylla af skáldsögum og lélegum kvæðum. Annars eru bækur um steinsmíði annað hvort alt of »tekniskar< og visindalegar til að henta alþýðu, eða þá afar dýrar. En það er einmitt bók við alþýðu hæfi, um nýtilegar steintegundir, steinsmíði og húsabyggingar, sem verkfræðing- ar, steinsmiðir og skrif-finnar íslands ættu að gefa út á íslenzku. Að endingu vil eg benda á ofurlitla ritgerð eftir Helga H. Eiríksson, námufræðing, sem kom út í síðasta hefti Verkfræð- inga Tímaritsins. Hún er að því leyti eftirtektaverð fyrir alþýðu, að höf. æskir þess, að sem flestir athugi og reyni burðar-kraft steintegunda, í sinni sveit eða á sínu landi, og geri grein fyrir þvi. Pað er orð í tíma talað, og aðferðin, sem hðf. bendir á mun duga. Eg hef sjálfur notað þá aðferð, að reyna brot-

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.