Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 14

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 14
14 hafa þau sýnishorn, sem eg héf safnað og sent Rannsóknar- stofu íslands, verið svo rcekilega rannsökuð, sem æskilegt væri og eg vildi. Pess vegna er það ósk mín, að í framtíðinni verði meira fé lagt fram til steina-rannsókna og steinsmíðis sé verk- inu haldið áfram; og að þá sé rannsóknar-stofa, eða vísir til rannsóknar-stofu, einnig bygð hér á Akureyri, helzt í sambandi við Gagnfræðaskólann, til að reyna kalkbrensiu og búa til sement og múrstein og auk þess réyna allar steintegundir, sem finnast hér norðan lands. Hve mikið fé þarf til þess alls, þori eg ekki að fullyrða; en eg held að fyrir einar 10 — 20 þúsund kr. mætti talsvert gera, sem gagn yrði að. Eg segi þetta í eitt skifti fyrir öll og ekki eins og dómari, eða þá heimtufrekur þjónn, heldur sem velviljaður framfaravinur. Og eg vona að menn leggi ekki illa merkingu í orð mín. Eg prenta ofanritað ekki í blöðum, sem altaf eru upptekin af flokkamál- um og borga vanaiega ekki neitt fyrir ritgerðir, hversu vand- aðar sem eru, heldur eins og áður í sérstöku riti, í þeirri von, að almenningur veiti því ekki verri viðtökur en ritinu, Fylkir, hingað til. Eg hef reynt á síðari árum að komast í samband við út- lenda fræðimenn, en þeir gera engar verulegar og nákvæmar rannsóknir borgunarlaust. Ekki heldur er maður viss um, að þeirra rannsóknir verði alveg réttar. Til þess að vissa fáist í , þesskonar prófum, þurfa helzt fleiri en einn að rannsaka sama hlut, og1|ð|það útheimtir oft svo mörgum mánuðum, jafnvel árum skiftir. Petta er það sem vissa og ábyggileg þekking í þessum efnum kostar. Hið skynsamlegasta, sem menn geta gert yfirleitt hér á landi, á meðan ekki eru tök á að byggja úr innlendum steini, límdum með innlendu kalki eða sementi er það, sem getið var um og ráðlagt var fyrir meir en 100 árum síðan, nl. að bæta sem mest torfið, sem hús og bæir eru bygðir úr, einn- ig byggingarlag þeirra og stærð, einnig ætla minst 50 tenings- álnir, þ. e. 12V2 m3 loftrýmis, á hvern heimilismann; hafa bæ- ina hœrri undir lopt og veggina vel bygða, svo að þeir geti

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.