Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 32
Fjárhagur Islands.
Velmegun þjóða byggist á þvi,
að þœr eyði minnu árlega, en
tekjur þeirra nema.
Adam Smifh.
Samkv. iandsreikningunum fyrir árið 1919, voru skuldir hins nýfædda
>ríkis« eða fullveidis orðnar rúml. 16 million kr., hinn 31. Des. 1919;
höfðu þrefaldasf síðan 1914. Hve mikið skuldirnar hafa aukist síðan fær
alþýða sð vita þegar lands-reikningarnir verða framlagðir næsta Febrúar.
Hafi þær aukist aðeins um þær 10 millionir kr., sem stjórnin tók til láns
si. Ágúst, þá nema þær nú ekki mikið yfir 26 million kr. Vera má að þær
nemi alt að 30 miilionum kr, ýmsra orsaka végna. En hvor upphæðin sem
er, nl. hvort sem sknldin er orðin 300 kr. eða 330 kr. á hvert nef, þá er
hún ekki svo ógurleg, né óborganleg, ef menn bæta nú ekki við hana,
heldur gera sitt ýtrasta til að borga haná sem fyrst,
Neiti landsmenn sér um allar munaðarvörur og allar óþarfar vörur, sem
á síðustu árum hafa tekið 10—12 miílion kr. á ári út úr landinu, ef ekki
hærri upphæð, og noti landsmenu auðlindir Islands tií lands og sjávar með
dugnaði og forsjá, þá getá þeir innan tveggja til þrfggja ára afborgað alla
þá skuld, sem á hið unga ríki er fallin og áunnið sér það traust og þá
virðingu sem þjóðfélagið harínast til þess að geta haldið verzlunar vib-
skiftum við erlendar þjóðir áfrain óhindrað og heilbrigt, þannig að
íslenzka krónan haldi fullu verði. Til þess þarf bjóðin' ekki annað en að
neita sér um allan óþarfa og Ieggja fyrir nægan málmforða í þjóðbankanum
til að.geta innleyst hvern einas x útgefinn seði', krónu fyrir krónu, með
gulli. þaö er regla, sem íslendingar geta lært af þjóðbanka Bretlands (The
Bank of Engiand),
Áætluð útgjöld árið 1922, eru 9: rniiiionir 306 þús. kr.; en áætlaðar tekj-
ur aðeins "í'h million kr. Útgjöldin þetta ár eru áætluð ferfalt hærri en
þau voru áæíluð árið 1916, og nærrf þrítugfalt hærri en þau voru áætluð
árið 1894. Þessi tekjuhalla ráðsmenska, eða »pólitík«, varð að venjn snemma
á stnðsárunum. Er vonandi að þing og þjóð taki höndum saman og Iækki
útgjöldin svo tnikið, að tekjurnar, verði þó heldur hærri en þau árlega.
Annars er hætt við að hið nýfædda fuliveldi verði ekki langlíft.
✓
PrtntsmiOja OMs Bjirnstonar AJmrtyti, 1932.