Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 22

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 22
22 jafnt yfir alt iandið; bera þar á ofan hálfs til þrí-kvart fets þykt lag af mómold eða muldum svarðarruðningi og mylsnu biandaðri með skelja- kalkdufti, beinaméli og vanalegum áburði. Sá þar því næst grasfræi, og láta svo vera til næsta vors. En þá á að valta allt landið. Þriðja sumarið mun mega slá hið plægða land sem hvert annað tún. Eg vona að búfræð- ingar komi með sín ráð og að Ræktunarfélag Norðurlands og Búnaðarfél. fslands standi fyrir því, að tilraunir séu gerðar til að verja jörð kali. Eg þekki tvo eða þrjá búfræðinga, sem eg sjálfur treysti til að gera alvarlega tilraun í þá átí, ef efni þeirra væru að því skapi. Garðávextir. Árin 1918 og 1919, varð jarðeplatekja miklu minni en und- anfarin ár, aðeins 25 til 27 tn. af vallardagsláttunni. Er það talsvert minna en árið 1917, en þó heldur meira en meðaltalið á fjórum undanförnum árum. Rófur og næpur aðeins 9 tii 10 þús. tn., sem er 6 þús. tn. minna en árið 1917. Orsökin til þessa er hin sama, sem til grasbrestsins, nl. sumarfrost og hretveður sumarið 1918 en stöðug votveður sumarið 1919. Ráð til að verja garðávexti fyrir frostum og votveðrum hið sama og til að verja tún, nl. blöndun jarðvegsins með sandi helzt brennisteins kendum, því næst með mómold blandaðri kalkdufti og áburði. ■ Þetta hygg eg helztu ráðin við frosti og kali garðávaxta, nema þar sem mögulegt er að hita jarðveginn með gufu eða jarðleiðslum (lokræsum eða pípum) eins og mögulegt er við Uxahver i Reykjadal, á Reykjum í Fnjóska- dal og hvar sem heitar laugar eru eða hverir. Þegar farið er að nota raf- magn alment til húshitunar, má auðvitað einnig nota það til að hita eða verma jarðveg sáðgarða með því að leggja jarðleiðslur um þá og láta hitað vatn eða gufu hita jarðveginn. Fjöldi búpenings. í búnaðarskýrslum fyrir árið 1913, er tafla um fjölda búpenings hér á landi síðan í byrjuti átjándu aldar. Er hún prentuð orð- rétt t þriðja hefti Fylkis. Af þeirri töblu má sjá fjölgun og fækkun búpen- ings á síðustu 218 árum, eins og eftirfylgjandi útdráttur sýnir. Ár. Nautgripir. Sauðfé. Hross. 1703 35.6 þús. 279 þús. 27 j 1770 30 - 140 — 32.3 1883 20 - 236 — 36 1800 23 - 304 — 28 1834 27.7 — 399 — 39 1855 24 — 490 - 40 1871 19 — 366 — 30 1901 26 — 482 — • 43 1917 25.6 — 603 - 51 1918 24 — 644 — 53 1919 23 - 564 - 51.5 AHur búpeningur hefur fækkað árið 1919, einkum nautgripir. e

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.