Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 8

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 8
byggja ðli íbúðarhús í kaupstöðum og aila baeí til sveita, sem bygðir hafa verið á þessum árum, úr íslenzku grjóti eða steini. Hvers vegna það hefur ekki verið gert, er atriði, sem alþýða mætti vel íhuga. Að hús, bygð úr íslenzkum steini, nl. höggnu grágrýti óg höggnum sandsteini, gosbrendum eða óbrendum, móbergi, hraungrýti og blágrýti hamarsniðnu, séu fult eins hreinleg og falleg útlits og geti orðið fult eins hlý, já hlýrri en timbur- húsin og steinsteypu húsin eru, og langtum varaniegri en timburhúsin og ódýrari en steinsteypuhúsin, held eg ekki örð- ugt að sanna né að sannfsera menn um, þó að steinhúsin séu byggð með tvöföldum veggjum, ef hagsýnir og góðir verk- menn byggja og vinnan er ekki óþarflega dýr. Hér norðan- lands má benda á fáeina bæi, sem bygðir eru úr móbergi, hraungrýti, grágrýti og brunnum sandsteini. T. d. er bærinn Pverá í Laxárdal, bygður úr móbergi, svo einnig Grenjaðar- staður að nokkru ieyti, bærinn Svartárkot í Bárðardal úr hraun- grýti, en bærinn Stóruvellir í Bárðardal úr höggnum grásteini, Rreykjahlíðarkyrkja við Mývatn er bygð úr hraungrýti, hin þjóðfræga Hólakyrkja í Hjaltada! úr gosbrendum sandsteini ög loks, ein hin fegursta kyrkja hér norðanlands, nl. kyrkjan á Pingeyrum í Húnavatnssýsiu, úr hamar-sniðnu blágrýti, og — ekki að gleyma — eitt hús hér á Oddeyrinni, prentsmiðjuhús Björns sáluga Jónssonar, éinnig úr hamarsniðnu blágrýti. Eru steinarnir i því límdir með múrlími og lítur húsið út nú sem nýbygt væri, þó bygt sé fyrir 30 árum síðan. Hús, bygð úr aiíslenzkum steini, líkt og ofangreind hús, nl. höggnu grá- grýti eða sandsteini, meitluðu móbergi eða hraungrýti, eða hamarsniðnu blágrýti, með tvöföldum veggjum t. d. l-f-’Ai-f-l fet á þykt, eða þar um bil, með góðu tróði á milli, verða fult eins hlý og beztu timburhús eða steinsteypuhús, varaníegri en timburhús og ódýrari en steinsteypuhús. Það byggingar- efni sem ísland skortir mest, er kalkið; en fyrst um sinn má vinna kalk úr þcim kalksteins námum, sem finnast í Esjunni og vestanvert við Djúpafjörð í Barðastrandasýslu. Úr þeim

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.