Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 6

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 6
6 leirsmfði unnið, n.l. nálægt þorpinu Beaverton við Lake Simcoe; en hvergi þar í sveit, né f þorpinu, bygði neinn, það eg til vissi, úr óbrendum leir; er þó veðráttán þar stilt og hitinn um 20° til 25OC i sumrum, til jafnaðar. í bænum Sayrville, N. J. í Banda- rikjunum, er einhver stærsta múr- steins og leirsmíðis verksmiðjá f Banda- rfkjunum; er steinninn og annað leir- smíði þaðan þjóðfrægt fyrir gæði sfn. Landið umhverfis er samfelt lag af alskonar leir og loptslag afar heitt á sumrum; en hvergi sá eg þar hús né aðrar byggingar úr sólbökuðum leir, þegar eg dvaldi þar, part úr sumri, árið 1891, að mig minnir. Fyrir 4 árum sfðan, sumarið 1917, tók eg nokkuð af leir hér í grendinni, þar á meðal »ísaldar leir*, úr Brekk- unni fyrir ofan Akureyri. Hnoðaði eg sumar tegundirnar og lét f mót, en jökulleirinn stappaði eg og mótaði og lét svo þorna um haustið. Einungis einn af þremur sýnishornum úr jökul- leir þoldi kuldann um veturinn, sem flestir muna, enda var írostið stund- um þann vetur um -f-io° til >-7-1 a°C í herbergi mfnu, þar sem eg geymdi þessi sýnishorn. Hin sprungu af frost- inu og grotnuðu sundur þcgar þyðn- aði. Sýnishornið, sem þoldi frostið, er til sýnis hér á Gagnfræða skólanum. Áf þessu og fleiru ræð eg, að óbrend- ur leir dugi ekki hér á tslandi i hús- veggl, vegna hinna miklu votveðra, sem hér ganga vor og sumar og jafnvel á öllum tfmum ársins; ennfremur, að þó hér finnist talsvert af leir, nýtilegum til múrsteins gerðar og annars leir- smfðis, þá væri alveg gagnslaust að reyna að byggja úr honum hús til sumarfbúðar hvað þá til vetrarvistar, nema hann væri hreinsaður, eltur og mótaður f þar til hentum maskínum; en þær eru hér ekki tii. Helzta ráðið við húsnæðis eklunni f kaupstöðum, annað en það, að flytja úr þeim, er það, að brenna kalk úr skeljum, þar sem mikið er til af þeim og nota kalkið til að binda blágrýti, grágrýti, móberg og annað hraungrýti, sem fólk hefir lengi notað með torfi, en stundum einsamalt, í bæar veggi og aðrar býggingar. Eg gat þess f sfðasta hefti Fylkis, að fsland sé afar fátækt af kalksteini. Ferð mfn til Vestfjarða sannfærði mig um það. Þær kalkæðar, sem hér á landi finnast, éru ekki djúpsævar mynd- anir,— hr. Guðm. Bárðarson hefir manna bezt skýrt, hvernig þær séu til orðn- ar, — er þvf Iftið á kalkbrenslu iðnað við þær að treysta til frambúðar. Leir fslands kemur þvf aðeins að notum við múrsteinsgerð og annað leirsmfði, að hann sé brendur eins og erlendis í þar til gerðum ofnum. 30. september 1931. (Endurprent úr »Degi«).

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.