Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 19

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 19
ió útbúnaður færi ekki fram úr 200 til 250 kr. fyrir hvert hestafl, né árieg útgjöld yfir 25—32 kr. á hestaflið; og að rafmagnið gæti eins kept við steinolíu, til ljósa, þó steinolían seldist á 10 aura pundið. En að rafstöðv- ar þyrftu ekki að verða dýrari hér á iandi en vestan hafs og i Noregi og Svíþjóð, fanst mér eðlilegt og sjáifsagt, einkum ef landsmenn vildu nokk- uð á sig leggjá og til þess vinna, að læra að nota rafmagns vélar og að breyta hinum ótömdu ám og fljótum landsins í dýrmætar auðsuppsprett- ur og ótæmandi lífslindir. Eftir margra ára íhugun og starf meðal ágætra manna, afréð eg að vekja athygli Alþingis og stjórnenda ísiands á mögu- leikum þeim, sem afl þess og efni geymdu. En fyrsta sporið til fram- kvæmda hélt eg vera það, að nota aflið til húshitunar og Ijósa, en alls ekki til stóriðju né ndmuvinnu, því þannig mátti vinna landbúnaðinum næstum ómetanlegt gagn; en landbúnaðurinn vissi eg var og verður af- farabezti atvinnuvegur þessa lands. Eg hugsaði þá, eins og eg hugsa enn, að jafn fámenn og fákæn þjóð sem íslendingar eru, ætti að byrja í smá- um stíl, og láta sér nægja með litla stöð fyrst til að lýsa göturnar í Reykja- vík, aem ekki hefði kostað þá meir en einar 50—60 þúsundir króna, síðan byggja stærri stöð til almennrar matsuðu, nokkurar húshitunar og smáiðju og því næst bæta við almennri húshitun, þegar sýnt væri, að rafhitun gæti kept við kol, en um stóriðnað hirti eg ekki, né held hann alþýðu hentan, þar til ísland er margjalt mannfleira, en það er nú. Hitt áleit eg lffs- spursmál, að fara að nota orku landsins til að hita hýbýli manna og rœkta landið Iangtum betur, byggja betri bæi og hús úr altslenzkum efnum, vefa klæði og fatnað úr uliinni, sem af fénu fæst, og sem hér hentar ólíkt betur en útlend dýrindis klæði, lín, silki o. s. frv.; í stuttu máli: feta sig áfram til að hagnýta efni og orku landsins langtum betur en gert var í mínu ungdæmi, án þess að setja sig í hættulegar skuldir, eða voga efnum sínum, nema að litlu leyti, til skipaútgerðar, þar til landsmenn hefðu lagt talsvert fé fyrir og ættu jafnvissan markað fyrir afla sinn, eins og fyrir lands afurðir sínar. Væri mögulegt að nota orku landsins til að spara alþýðu alt það fé^ sem hún fleygði út árlega fyrir kol og steinolíu, þá væri um leið fundin tekjulind, sem innan 30 ára gæti gefið henni efni til að kaupa nægan skipastól og koma nauðsynlegasta iðnaði á fót, jafnframt því að hún bætti húsabyggingar sínar, skreytti landið með nýtilegum skógum og gerði það bæði fegurra og vistlegra en það er. Þetta voru vonir mínar fyrir 27 ár- um, já fyrir 20 árum síðan. En hvenær ætli þær rætist ? Hvað á að gera nú? Hvaða stefnu skal taka? Þjóðin er í vanda. 2*

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.