Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Blaðsíða 21

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Blaðsíða 21
19 Búnaðarsamböndín. Þau eru sambandsfélög hreppabúnaðarfélaganna og hafa álíka verksvið hvert í sínu umdæmí eins og Bún- aðarfélag íslands fyrir alt landið. Þau fá styrk frá Búnaðarfélaginu og úr hlutaðeigandi sýslusjóðum, Samböndin eru þessi: Ræktunarfélag NorSurlands, stofnað 1903, sem félag einstakra manna, en var síðar, 1909, breytt í búnaðar- samband fyrir Norðurland. Umdæmi þess er frá Hrút^- fjarðará að Gunnólfsvíkurfjalli. Félagið hefir stóra og fjölbreytta gróðrarstöð á Akureyri. — Gefur út ársrit. Formaður: Sigurður E. Hliðar, dýralæknir. Fram- kvæmdarstjóri: Einar J. Reynis. Umsjónarmaður garð- ræktar, blóma- og trjáræktar er ungfrú Guðrún Björns- dóttir. Búnaðarsamband Austurlands, stofnað 1903. Urn- dæmi þess er frá Gunnólfsvíkurfjalli að Skeiðarársandí, — Gefur út ársrit. — Formaður: Hallgrímur Þórarins- son, bóndi á Ketilsstöðum. — Ráðun.: Lúðvik Jónsson, Búnaðarsamband Vestfjarða, stofnað 1907. Umdæmi: Vestfirðir frá Gilsfirði að Bitru. Gefur út ársskýrslu. Form.: Kristinn Guðlaugsson bóndi á Núpi í Dýrafirði. Búnaðarsamband Suðurlands, stofnað 1908. Umdæmi: Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslur. For- maður: Guðm. Þorbjarnarson bóndi á Stóra-Hofi í Rangárvallasýslu. Búnaðarsamband Borgarfjarðar, stofnað 1910. Um- dæmi: Borgarfjarðar- og Mýrasýsla. Formaður: Jón Hannesson bóndi í Deildartungu í Borgarfjarðarsýslu. Búnaðarsamband Kjalarnessþings, stofnað 1911. Um- dæmi: Gullbringu- og Kjósarsýsla. Formaður: Magnús Þorláksson bóndi á Blikastöðum í Mosfellssveit. Bútnaðarsamband Dala- og Snœfellsness, stofnað 1913. 2*

x

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922
https://timarit.is/publication/1326

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.