Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Side 31
29
mélið þurkað við um ioo stiga hita, og fær það þá
sætubragð. Næringargildi þessa méls er fjórfalt við
nautakjöt. Norðmenn baka smákökur úr mélinu á þykt
við flatbrauð.
Saanen geitin.
Geitféð frá Saanen dalnum í Sviss er talið mjólkur-
best og mjólkurhæst af öllu geitfé, og hefir það nú
á síðastliðnum 20 árum breiðst út um viða veröld. í
Saanendalnum er mjólkurgeitunum beitt frá því í maí
og langt fram á haust uppi í fjallendi, sem er alt að
2100 m. yfir sjávarflöt. Þær mjólka að jafnaði eftir
fyrsta kið um 650 1. um árið, eftir annað kið 700 1., og
síðan um 800—-1000 1., og dæmi eru til, að þær hafa
mjólkað um 2000 1. Feitin í geitamjólk er mjög mis-
munandi, frá 2,5—8%. í Sviss er feitin í geitamjólk
venjulega 3—3.1% meðan þær ganga úti, en 4—5,4%
í innigjöf.
Fyrir stríðið mátti fá valdar Saanengeitur í Þýska-
landi fyrir 50—100 kr.
Lögræði.
(Útdráttur úr lögum 1917.)
Maður er sjálfrá&a 16 ára gamall, og ræður einn öðru
en fé sínu. Ráðstafanir ósjálfráða manns eru ógildar.
Foreldri ráða saman ósjálfráða skilgetnum börnum. Ó-
skilgetnu barni ræður móðir.
Maður er fjárráða 21 árs gamall, og ræður einn fé
sínu. Ekkjur eru fjárráða, þó yngri séu. Fjárráðstafanir
ófjárráða manns eru ógildar nema varði sjálfsaflafé
eða gjafafé.