Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.04.2019, Qupperneq 8
Á að grilla í kvöld? Sjáðu öll grillin og aukahlutina á elko.is UMHVERFISMÁL „Það sem ég held að sé langsamlega mikilvægast í þessu máli og algjört grundvallaratriði er að skoða umhverfisáhrifin gaum- gæfilega. Það er eins með þetta og öll önnur stór framkvæmdaverkefni að það þarf að skoða vel allt sem snýr að umhverfi og náttúru,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, um hugmyndir um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að ráðherrann vildi ekki tjá sig um málið. Guðmundur leggur áherslu á að hann hafi einfaldlega ekki haft tök á því að koma í viðtal þegar eftir því var leitað skömmu fyrir páska. Aldrei hafi staðið til af sinni hálfu að neita að tjá sig. Að mati ráðherrans þarf að skoða áhrif hugsanlegra framkvæmda á alla þætti málsins. „Þar erum við að tala um áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda og mengunarhættu auk áhrifa á dýra- líf, gróður, landslag, ferðaþjónustu og samfélagið. Það er auðvitað eitt- hvað sem þarf að gera ef undirbún- ingur verkefnisins heldur áfram,“ segir Guðmundur. Í starfi sínu sem framkvæmda- stjóri Landverndar gagnrýndi Guðmundur árið 2012 áform um uppbyggingu hafnar í Finnafirði, meðal annars á þeim forsendum að hluti svæðis á náttúruminjaskrá lenti innan framkvæmdasvæðisins. „Það sem hins vegar hefur komið fram núna er að það séu ekki lengur hugmyndir um að vera inni á því svæði. Umhverfisstofnun benti á það sama og Landvernd á sínum tíma. Þannig má kannski segja að ef til vill, þó ég viti það ekki, hafi það aðhald sem þá var veitt haft þau áhrif. Það er jákvætt.“ Guðmundur segir vinnu í gangi milli ráðuneyta þar sem ákveðnir undirbúningsþættir eru skoðaðir. Hann býst við niðurstöðum úr þeirri vinnu á þessu ári. Eftirmaður Guðmundar í starfi framkvæmdastjóra Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af hugmyndunum. Verði af fram- kvæmdum muni þær hafa mikil og varanleg umhverfisáhrif. Hún hefur sérstakar áhyggjur af olíuslysum. Guðmundur segist taka undir með Landvernd að það sé nauðsyn- legt að skoða þessa þætti alla vel og vega þá og meta. Staðsetning hafnar í Finnafirði muni hins vegar ekki ráða því hvort siglingar á norður- slóðum hefjist heldur muni lofts- lagsbreytingar ráða því. „Vissulega mun auknum sigl- ingum fylgja mengunarhætta. Það er bara augljóst mál og að því þarf að hyggja. Við megum ekki gleyma því að Ísland gæti vegna staðsetn- ingar sinnar orðið mikilvægt þegar kemur að aðgerðum ef slys verða. Hvort sem um er að ræða slys á fólki eða umhverfisslys. Sigli skipin hins vegar hér að landi þá eykst hættan á því að slys verði nær landi og inni í okkar lögsögu.“ Ráðherrann segist auðvitað von- ast til þess að í framtíðinni munum við fara að sjá umhverfisvænni skip sem ekki brenni jarðefnaeldsneyti. „Þó svo það sé kannski svolítið inn í framtíðina þá er gríðarlega mikil- vægt að það verði unnið að tækni- breytingum á því sviði.“ Aðspurður hvort hann skynji togstreitu milli hagsmuna náttúru- verndar annars vegar og atvinnu- og byggðasjónarmiða hins vegar segir Guðmundur að það verði alltaf skiptar skoðanir á náttúruvernd og stórum framkvæmdum. „Það sem ég hef reynt að leggja áherslu á er að draga fram jákvæð áhrif náttúruverndar, bæði á nátt- úruna sjálfa en líka efnahagslega. Ég lét til dæmis gera rannsókn á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Hún sýndi það að fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til þessara svæða koma að meðaltali 23 krónur til baka.“ Það megi heldur ekki gleyma því að náttúruvernd sé líka ákveðin byggðaaðgerð. „Ég er allavega þeirrar skoðunar að við eigum að reyna að halda landinu okkar í byggð. Ekki bara vegna þess að ég er bóndasonur af Vesturlandi, heldur líka vegna þess að í því felast mikil verðmæti.“ Það sé oft á tíðum hlutverk þess fólks sem byggi þessi svæði að taka þátt í náttúruverndinni. „Ég get nefnt sem dæmi Jökulsárgljúfur sem ég heimsótti í fyrra. Þar sagði þjóðgarðsvörðurinn mér að það væru um fimmtán landverðir að vinna þar um sumarið og þeir væru nær allir úr sveitinni.“ Þá sé ráðuneytið í samstarfi við landshlutasambönd sveitarfélaga um rannsóknir á efnahagslegum áhrifum fyrir einstaka byggðir ef ráðist yrði í nýjar friðlýsingar í nágrenni þeirra. Mikill vöxtur í ferðaþjónustu hafi skilað sér í meiri áhuga og skilningi á mikilvægi nátt- úruverndar fyrir atvinnulífið. „Samkvæmt könnunum nefna yfir 80 prósent þeirra sem koma til landsins náttúruna sem megin- ástæðu Íslandsferðar. Það segir okkur líka að við þurfum að halda vel á þessum málum.“ sighvatur@frettabladid.is Skoða þurfi áhrif á Finnafjörð Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir mikilvægt að skoða vel alla þætti er snúa að umhverfi og náttúru í tengslum við hugmyndir um uppbyggingu hafnar í Finnafirði. Guðmundur Ingi segir að það verði alltaf skiptar skoðanir á náttúruvernd og stórum framkvæmdum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vissulega mun auknum siglingum fylgja mengunarhætta. Það er bara augljóst mál og að því þarf að hyggja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Landhelgisgæslan segist líta málið alvarlegum augum, enda sé brottkast með öllu ólíðandi. VEIÐAR Skipstjórar þriggja fiskibáta eiga yfir höfði sér kæru vegna meints brottkasts. Unnið er að rannsókn málsins en undanfarna daga hefur áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgis- gæslunnar, staðið skipverja þriggja fiskibáta að meintu ólöglegu brott- kasti. Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að við reglu- bundið eftirlit á Íslandsmiðum hafi náðst bæði myndir og myndskeið þar sem má sjá hið meinta brottkast. Landhelgisgæslan og Fiskistofa hafa tekið þessi mál til sérstakrar skoðunar að undanförnu vegna gruns um að tiltekin skip stundi ólöglegt brottkast. Landhelgis- gæslan sinnir reglulega löggæslu á hafi úr lofti með flugvélinni Sif sem hefur öf lugan myndavélabúnað sem gerir áhöfninni um borð færi á að sinna eftirliti með fiskveiðum úr töluverðri hæð. Myndskeiðin og myndirnar voru tekin í apríl. Í tilkynningu Land- helgisgæslunnar segir að þar sé málið litið alvarlegum augum, enda sé brottkast með öllu ólíðandi: „Þar sem um er að ræða grófa aðför að sameiginlegri auðlind okkar Íslend- inga,“ segir að lokum. – la Skipverjar staðnir að brottkasti Mynd sem Landhelgisgæslan náði af brottkastinu úr lofti. MYND/LHG 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 7 -0 4 -2 0 1 9 2 2 :1 5 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 0 -5 8 6 4 2 2 E 0 -5 7 2 8 2 2 E 0 -5 5 E C 2 2 E 0 -5 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.