Fréttablaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 22
DJASS ER EKKI AÐEINS TÓNLIST, HELDUR LEIÐ TIL AÐ LIFA, LEIÐ TIL AÐ VERA, LEIÐ TIL AÐ HUGSA. Nina Simone Söngkonan Stína Ágústs-dóttir býr og starfar í Stokkhólmi en kemur reglulega til Íslands og heldur tónleika. Hún er væntanleg til landsins ásamt einum vinsælasta gítarleik- ara Svíþjóðar, Erik Söderlin. Tilefnið er alþjóðlegi djassdag- urinn sem er þann 30. apríl. Það er Unesco, Menningarstofnun Sam- einuðu þjóðanna, sem stendur fyrir deginum. Honum er ætlað að efla vitund um það hlutverk sem djass getur leikið sem afl í þágu friðar og samvinnu á milli þjóða. Enda hefur djass verið ríkur hluti af sögu bar- áttu minnihlutahópa gegn kúgun og kynþáttafordómum. „Djassinn er svo magnaður, því maður veit ekki endilega hvað gerist. Það er alltaf möguleiki á töfrum,“ segir Stína. „Það er ekki ákveðin útkoma þegar maður spilar lag. Það er öðruvísi að spila pródú- serað popplag. Þegar þú spilar djass, þá getur allt gerst.“ Stína var tilnefnd til Íslensku tón- listarverðlaunanna árið 2017 fyrir plötu sína Jazz á íslensku og er að vinna að eigin lögum. Hún segist spennt fyrir samstarfinu með Erik. „Hann spilar svo fallega að það er erfitt að hætta. Ég gleymi mér bara. Hann var að gefa út plötu, þar sem hann spilar lög Pauls McCartney, sem er virkilega falleg, einhver myndi halda að það væri klisja. En það er það alls ekki og hann hefur fengið frábæra dóma fyrir plötuna,“ segir Stína. Hún hefur samið texta við tvö lög Eriks af þarsíðustu plötu hans. „En Allt getur gerst Alþjóðlegi djass- dagurinn verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 30. apríl. Einn vin- sælasti gítarleikari Svíþjóðar, Erik Söderlin, og Stína Ágústsdóttir söng- kona munu þá leika uppáhalds sígildu djasslögin sín. Erik Söderlind gítarleikari sem hefur heillað Svía upp úr skónum. Stína Ágústsdóttir kemur reglulega til Íslands til þess að syngja. Herbie Hancock stýrir djasstónleikum í Ástralíu á þriðjudaginn. NORDICPHOTOS/GETTY Nina Simone (1933-2003) Myndin er tekin árið 1969. NORDICPHOTOS/GETTY þess utan þá spilum við aðallega klassísk djasslög, það er í anda þessa dags,“ segir hún. Þau Stína og Erik hafa fengið Valdimar Kolbein Sigur- jónsson bassaleikara og Matthías M.D. Hemstock trommuleikara með sér í lið. Tónleikarnir verða haldnir á Múlanum, djassklúbbi í Björtuloftum í Hörpu. Á alþjóðlega djassdeg inum klukkan 3 getur fólk hitað upp fyrir tónleikana með því að horfa á tón- leika á vef Unesco og á Youtube, sem verða haldnir í tónleikahöllinni Hamer Hall í Melbourne, Ástralíu. Þeim verður stýrt af James Beasley, góðgerðarsendiherra UNESCO, djassgoðsögninni Herbie Han- cock og trompetleikaranum James Morrison. Á tónleikunum koma fram þekktir djasstónlistarmenn hvaðanæva úr heiminum, Chico Pinheiro frá Brasilíu, Tarek Yamani frá Líbanon, Eijiro Nakagawa frá Japan og Kurt Elling frá Bandaríkj- unum, svo fáeinir séu nefndir. kristjanabjorg@frettabladid.is 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 2 7 -0 4 -2 0 1 9 2 2 :1 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 0 -4 E 8 4 2 2 E 0 -4 D 4 8 2 2 E 0 -4 C 0 C 2 2 E 0 -4 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.