Fréttablaðið - 27.04.2019, Qupperneq 43
Sölumaður á hjúkrunar og skurðstofuvörum. Rekstrarvörur óska eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa. Í boði er starf hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki.
Starfið felur í sér heimsóknir og sölu á hjúkrunarvörum og skurðstofuvörum ásamt vinnu við útboð hjúkrunar og skurðstofuvara og fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks
á vörum RV. Starfinu geta fylgt ferðalög innanlands.Leitað er að hjúkrunarfræðingi með þekkingu á skurðstofuvörum og/eða góða reynslu í heilbrigðisgeiranum.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannlegum samskiptum , geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, vera jákvæð/ur og með ríka þjónustulund.
Vinnutími er sveigjanlegur en um er að ræða 50% starf.
Leitað er að áhugasömum, ábyrgum og þjónustulunduðum aðila sem getur
hafið störf fljótlega. Rekstrarvörur er reyklaus vinnustaður
Umsjón með ráðningu er í höndum Sigurlaugar Þóru Kristjánsdóttur
Mannauðsstjóra Rekstrarvara, umsóknir skulu sendar ásamt ferilskrá
og kynningabréfi á sigurlaug@rv.is
Umsóknarfrestur er til 10.05.2019
kopavogur.is
Mannauðsráðgjafi menntasviðs
Menntasvið Kópavogsbæjar sameinar málefni grunnskóla, leikskóla, íþrótta og frístunda í Kópavogi
og skiptist í 4 fagdeildir auk rekstrardeildar, sem er stoðdeild sviðsins. Á skrifstofu menntasviðs
starfa að jafnaði um 25 starfsmenn. Starfsmannafjöldi menntasviðs er að jafnaði um 1700 starfs-
menn í um 65 stofnunum.
Mannauðsráðgjafi heyrir beint undir sviðsstjóra og starfar í náinni samvinnu við stjórnendur á sviðinu.
Hann hefur jafnframt gott samráð við aðra mannauðsráðgjafa, starfsmannadeild og lögfræðideild
bæjarins m.a. vegna framkvæmdar kjarasamninga og álitamála er varða starfsmannamál.
Viðkomandi þarf að hafa afburða hæfni í mannlegum samskiptum, vera skipulagður og umbótadrifinn
og hafa metnað til að ná árangri í starfi með það að leiðarljósi að gera betur í dag en í gær.
Meðal verkefna:
· Umsjón með mannauðsmálum menntasviðs.
· Stuðlar markvisst að auknum gæðum í mannauðsmálum innan sviðsins og styrkingu jákvæðs
starfsanda og samskipta innan stofnana.
· Vinnur að innleiðingu vinnuferla og fylgir þeim eftir innan stofnana.
· Veitir stjórnendum sviðsins stuðning og ráðgjöf í starfsmanna- og mannauðsmálum með það
að markmiði að byggja upp góða vinnustaði og vellíðan í vinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur :
· Háskólamenntun (BA, BSc) sem nýtist í starfi.
· Framhaldsmenntun (MA, MSc eða Diplóma að lágmarki) á sviði mannauðsstjórnunar.
· Reynsla af sambærilegum störfum á sviði mannauðsmála.
· Góð þekking á starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla, frístunda og íþrótta æskileg.
· Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.
· Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lausnamiðuð nálgun.
· Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar, frumkvæði og gagnrýnin hugsun.
Fekari upplýsingar:
Laun eru samkvæmt kjarasamningi BHM og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. júlí 2019 eða samkvæmt samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2019.
Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs, annabs@kopavogur.is
Tekið er á móti umsóknum/ferilskrám í gegnum ráðningarvef bæjarins.
Nú er lag!
Við í Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi,
leitum eftir starfsfólki næsta vetur
Einkunnarorð skólans eru traust, virðing og vinátta.
Laugargerðisskóli er einn af örfáum fámennum skólum
landsins þar sem hvert og eitt okkar setur svo sannarlega
mark sitt á skólasamfélagið. Skólinn er samrekinn leik- og
grunnskóli með um 25 nemendur.
Við leitum að starfsfólki til að vinna með okkur að spennandi
og fjölbreyttum verkefnum.
Við leitum að:
Umsjónarkennara fyrir eldra stig skólans (6.–10. bekk) og
íþróttakennara fyrir leik- og grunnskóladeildir. Um er að
ræða hvort heldur sem er heila stöðu eða tvær hlutastöður.
Mögulegar kennslugreinar eru:
Íslenska
Stærðfræði
Samfélagsfræði
Náttúrufræði
List- og verkgreinar (að frátalinni smíði)
Íþróttir og sund
Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna
í grunnskóla. Fáist ekki grunnskólakennari til starfsins
er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna / stöðurnar að
fenginni undanþágu.
Deildarstjóra leikskóladeildar í 100% starf
Leikskólakennara í allt að 100% starf 10 mánuði á ári.
Fáist ekki leikskólakennari til starfsins er heimilt að ráða
annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á því að búa og starfa
á landsbyggðinni að hafa samband og kynna sér þann góða
valkost að ganga til liðs við okkur í Laugargerðisskóla. Við
aðstoðum við leit á húsnæði.
Umsóknarfrestur er til 10. maí 2019. Áhugasamir hafi
samband við skólastjóra, Ingveldi Eiríksdóttur, og sendi
umsóknir í tölvupósti ásamt ferilskrá og ábendingum um
meðmælendur.
skolastjori@laugargerdisskoli.is
768 6600 / 435 6600
hagvangur.is
Náðu meiri árangri
í samningaviðræðum
Námskeið í samningatækni
ATVINNUAUGLÝSINGAR 7 L AU G A R DAG U R 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9
2
7
-0
4
-2
0
1
9
2
2
:1
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
E
0
-8
4
D
4
2
2
E
0
-8
3
9
8
2
2
E
0
-8
2
5
C
2
2
E
0
-8
1
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
9
6
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K