Fréttablaðið - 27.04.2019, Side 48

Fréttablaðið - 27.04.2019, Side 48
Aðstoðarskólastjóri Stapaskóla Yngsta stig, 2 - 8 ára Reykjanesbær auglýsir stöðu aðstoðarskólastjóra Stapaskóla lausa til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla og móta stefnu hans. Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að stýra og veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi á leikskólastigi og í 1. – 2.bekk. Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 2 – 16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Næsta haust munu nemendur í 1. – 5. bekk stunda þar nám. Skólinn verður í hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Áhersla verður lögð á öflugt foreldrastarf og náin tengsl við nánasta umhverfi. Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám. Hlutverk og ábyrgð • Vera staðgengill skólastjóra og taka virkan þátt í daglegri stjórn skólans • Vinna að mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans • Vinna að skipulagi skólastarfs • Hafa faglegt utanumhald um skólanámskrárvinnu og starfsáætlun • Koma að vinnu við innra mat skólans • Hafa umsjón með vinnutilhögun starfsmanna Menntunar- og hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun áskilin • Framhaldsmenntun er kostur • Stjórnunarreynsla í leikskóla æskileg • Frumkvæði í starfi og framsýni í skólamálum • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Færni og lipurð í samskiptum • Hæfni til að skipuleggja faglegt starf og veita því forystu • Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgðarkennd og áreiðaleiki • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2019. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknum er skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar: Stjórnsýsla: Laus störf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda í leikskóla. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gróa Axelsdóttir skólastjóri í síma 824-1069 eða á netfangið, groa.axelsdottir@akurskoli.is Job.is Job.isGLÆNÝ OG FERSK STÖRF Í HVERRI VIKU Þú finnur draumastarfið á Kennsla Þú finnur draumastarfið á Iðnaðarmenn Þú finnur draumastarfið á Heilbrigðisþjónusta Veitingastaðir Ferðaþjónusta Verslun og þjónusta Náðu meiri árangri í samningaviðræðum Námskeið í samningatækni hagvangur.is 2 7 -0 4 -2 0 1 9 2 2 :1 5 F B 0 9 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 0 -7 1 1 4 2 2 E 0 -6 F D 8 2 2 E 0 -6 E 9 C 2 2 E 0 -6 D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.