Fréttablaðið - 27.04.2019, Side 62

Fréttablaðið - 27.04.2019, Side 62
Chapter Iceland (CI) er íslenskur félagsskapur undir merkjum Harley Owners Group (H.O.G.) og nýtur stuðnings H.O.G. Europe. Félagar íslenska „Chaptersins“ eru rúmlega 70, bæði karlar og konur, á öllum aldri. „Reyndar væri gott að fá inn fleiri félaga í yngri kantinum. Það gerir yngra fólki kannski erfitt fyrir að Harley Davidson-hjól eru frekar dýr, en þau eru svo sannar- lega þess virði,“ segir Bjarni Vest- mann, formaður Chapter Iceland. „Félagsmenn taka nýjum félögum opnum örmum. Einu skilyrðin fyrir inngöngu eru að viðkomandi eigi Harley Davidson-mótorhjól og að hann eða hún sé félagi í alheimssamtökum HOG.“ Fjölbreytt dagskrá CI fagnar tuttugu ára afmæli árið 2021 og verður því fagnað með ýmsum hætti að sögn Bjarna sem segir félagsskapinn mjög virkan. „Við erum með aðstöðu í Nethyl 2D í Reykjavík. Þar hittist fólk 1. og 3. laugardag í mánuði seinni hluta vetrar og fram á vor. Þá hefst skipu- lagður hópakstur öll fimmtudags- kvöld en einnig förum við saman í lengri ferðir, til dæmis ætlum við að hjóla um Vestfirðina í lok júní. Ekki er nein skipulögð ferð til útlanda á þessu ári, en stefnt er að hópferð um Belgíu og jafnvel Norður-Frakkland í maí 2020. Sumir félaga okkar eru þó duglegri að ferðast, hvort sem er um Banda- Í frábærum félagsskap Rúmlega 70 manns skipa Chapter Iceland sem er félagsskapur Harley Davidson-mótorhjóla- eigenda hér á landi. Félagslífið er afar fjölbreytt og skemmtilegt og við hæfi allra aldurshópa. Útsýnið er oft ótrúlega fallegt í hjólaferðum um landið. Það er nauðsynlegt að stoppa reglulega og taka létt spjall. ríkin eða Evrópu, og deila þeir gjarnan myndum úr þeim ferðum til annarra félagsmanna.“ Árlegur góðgerðarakstur Félagið skipuleggur einnig æfingaakstur til að halda félags- mönnum í góðu hjólaformi og boðið er upp á námskeið í fyrstu hjálp að sögn Bjarna. „Við heim- sækjum líka viðburði annarra mótorhjólaklúbba auk þess sem haldnir eru sameiginlegir við- burðir þar sem við hjólum og grillum saman. Annar í hvíta- sunnu er mikilvægur dagur í dagskránni, en þá er mótorhjóla- messa í Digraneskirkju. Félagar ætla einnig að taka þátt í hóp- akstri sem Sniglarnir skipuleggja 1. maí en stærsti viðburðurinn á hverju ári er góðgerðarakstur á Menningarnótt. Þá býður Chapterinn akstur í miðborg Reykjavíkur frá Alþingishúsinu gegn greiðslu. Kostnað greiða félagarnir sjálfir en tekjur af akstrinum renna óskiptar til Umhyggju – félags langveikra barna, og safnast yfirleitt um hálf milljón króna en í ár verður ekið í 19. skiptið. Fyrirtæki og stofnanir sem hafa áhuga á að styðja fram- takið, til dæmis með framlagi til að kaupa hjálma fyrir farþega, geta haft samband við formann- inn.“ Áhugasamir geta kynnt sér starf- semina, skoðað dagskrá ársins, ljósmyndir, ökuleiðir og fleira á heimasíðunni hog.is og á Fa- cebook (HOG Chapter Iceland). Einnig er hægt að hafa samband við formanninn, Bjarna Vestmann, gegnum tölvupóstinn bvest- mann@gmail.com. NIKEN Verð frá kr. 2.790,000,- Verð frá kr. 1.850,000,- TRACER 900GT Verð kr. 2.250,000,- SUPER TÉNÉRÉ RAID Verð kr. 3.290,000,- TÉNÉRÉ 700 Verð kr. 1.990,000,- Væntanlegt í júlí YS125 Verð kr. 690,000,- Gildir f. ökuskírteini A1 UPPLIFÐU FRELSIÐ! Yamaha mótorhjólin eru þekkt fyrir gæði og einstaka hönnun. Við eigum örugglega rétta hjólið fyrir þig! www.yamaha.is Kletthálsi 3 |110 Reykjavík | sími 540 4900 viÐgerÐarÞjÓnusta: bifhjÓl / krossarar bensÍn og rafvespur smÁvÉlar og fl... s 611-4141 www.gullsport.is 6 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RMÓTORHJÓL 2 7 -0 4 -2 0 1 9 2 2 :1 5 F B 0 9 6 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E 0 -7 A F 4 2 2 E 0 -7 9 B 8 2 2 E 0 -7 8 7 C 2 2 E 0 -7 7 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.