Fréttablaðið - 27.04.2019, Side 82

Fréttablaðið - 27.04.2019, Side 82
Þór unn Bir na K lemensdóttir er átta ára. Hún fæddist 10. október 2010, klukkan 11.11. um morgun- inn. „Kennitalan mín er 101010- 3330. Systir mömmu minnar sem er stærðfræðikennari segir að það sé flottasta kennitala í heimi!“ Hvað gerðir þú í páskafríinu? Ég fór í sumarbústaðinn sem amma mín og afi eiga og er í Svínadal. Þar voru líka systkini mín og frændsyst- kini mín. Við fórum í páskaeggjaleit og það var mjög gaman. Hver er eftirlætis námsgreinin þín í skólanum? Dans, ég elska að dansa. En mér finnst eiginlega alltaf gaman í skólanum, því ég er í skemmtilegum bekk og á besta kennara í heimi. Ég er í 3. H.H.P. í Háteigsskóla og kennarinn minn heitir Hlín Helga Pálsdóttir. Áttu önnur áhugamál en dans- inn? Já, söng. Ég er eiginlega alltaf að syngja og dansa. Svo æfi ég líka fimleika og á píanó. Er ekki erfitt að hafa tíma fyrir allt sem þú þarft að gera? Jú, þetta er svolítið mikið. Hvaða dans er f lottastur að þínu mati? Hipp hopp. Át t u þér uppá ha ldslag ? Já , Draumar geta ræst er uppáhalds- lagið mitt. Mér finnst það mjög fal- legt og gaman að syngja með því. Ég kann það utanað. En uppá ha ldstónlist ar mann eða konu? Jón Jónsson er mjög skemmtilegur. Mér finnst líka Salka Sól syngja ótrúlega fallega. Hvað heitir besta vinkona þín? Hún heitir Valentína. Hún er mjög skemmtileg og fyndin. Hver er uppáhalds liturinn þinn? Það var alltaf svartur en nú er það dökkblár. Hvaða matur finnst þér bestur? Grjónagrautur með kanilsykri og rúsínum. Svo er líka gott að hafa slátur með. Hvað finnst þér mest heillandi við sumarið? Sólin og fríið. Þá getur maður líka hitt vinkonur sínar oft og leikið allan daginn. Svo finnst mér líka mjög gaman að fara í ferða- lög. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Leikari og dansari. Draumar geta ræst er uppáhaldslagið Þórunn Birna Klemensdóttir er átta ára og með eina flottustu kennitölu í heimi. Þórunn Birna elskar að syngja og dansa og svo æfir hún líka fimleika og á píanó. Hún er líka með rólu í herberginu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vorhvöt Þú, vorgyðja, svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðum til Ísalands fannþöktu fjallanna heim að fossum og dimmbláum heiðum. Ég sé, hvar í skýjum þú brunar á braut. Ó, ber þú mitt ljóð heim í ætt- jarðar skaut. Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norð- ljósalog og ljóðin á skáldanna tungu, og aldrei, aldrei bindi þig bönd nema bláfjötur ægis við klettótta strönd. Steingrímur Thorsteinsson Fallin spýta Spýtu er stillt upp við vegg. Einn leikmaður „er 'ann“, grúfir upp við vegginn og telur upp í 50.  Á meðan fela hinir sig í kring. Þegar sá sem „er 'ann“ finnur einhvern á hann að hlaupa að spýtunni, snerta hana og segja: „Fallin spýta fyrir Nonna, 1, 2 og 3“ og þá er sá sem fannst (Nonni) úr leik. En ef sá sem fannst er á undan að spýtunni er hann hólpinn það sem eftir er af leiknum. Sá sem spýtan er fyrst felld fyrir „er 'ann“ í næsta leik. Útileikurinn Ljóð „Jæja já, tölusúpa,“ sagði Kata og virtist ekki vera par hrifin. „Hvað eigum við að gera við þessa tölusúpu?“ Lísaloppa las leiðbeiningarnar. „Við eigum að byrja á bláu tölunni tveir og með því að fylgja bara sléttum tölum lóðrétt og lárétt, finna leið upp á töluna 4 á toppi teningsins.“ „Sléttar tölur og oddatölur, það kann ég,“ sagði Kata hróðug. „Eru annars 2,4,6 og 8 ekki sléttar tölur?“ „Jú,“ sagði Lísaloppa. „Þá vindum við okkur bara í þetta,“ sagði Kata ákveðin. „Ekki eftir neinu að bíða.“ Konráð á ferð og flugi og félagar 350 Getur þú fundið leiðina í gegnum talnateninginn ?? ? 4 2 8 6 7 2 4 6 7 2 3 6 8 7 7 5 6 4 7 8 4 2 5 2 2 4 2 4 2 5 2 1 5 3 7 6 7 6 8 5 6 4 8 6 3 2 9 4 8 4 7 2 1 8 7 2 4 8 3 2 4 7 5 8 4 5 2 6 6 2 4 8 2 6 2 7 2 5 2 1 2 6 2 7 1 4 5 8 1 3 6 4 2 5 4 6 2 8 9 4 8 4 2 6 7 3 9 2 4 7 5 2 1 2 1 5 3 4 8 6 8 1 6 4 3 6 4 7 6 2 7 2 2 6 2 7 8 3 2 8 2 1 5 6 ? ? 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 2 7 -0 4 -2 0 1 9 2 2 :1 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E 0 -1 D 2 4 2 2 E 0 -1 B E 8 2 2 E 0 -1 A A C 2 2 E 0 -1 9 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.