Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 12
- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ12
Íslenska ullin er einstök
Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem
náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár.
Opið
alla daga
kl. 11-21
Þú finnur okkur hjá Atlantsolíu Mosfellsbæ
Nýtt bílalúga
Mosfellingurinn Eyrún Linda Gunnarsdótt-
ir löggiltur fótaaðgerðafræðingur útskrifað-
ist með hæstu einkunn frá Keili í janúar. Í
kjölfarið opnaði hún fótaaðgerðastofuna
Heilir fætur í verslunarkjarnanum í Hvera-
fold í Grafarvogi.
„Samkvæmt Félagi íslenskra fótaaðgerða-
fræðinga eru helstu störf fótaaðgerðafræð-
inga fyrst og fremst að viðhalda og upplýsa
almenning um heilbrigði fóta. Þeir greina
og meðhöndla algeng fótavandamál eins og
sveppasýkingar, vörtur, líkþorn, inngrónar
táneglur og siggmyndun. Einnig bjóða
þeir upp á sérsmíðuð innlegg og hlífðar-
meðferðir sem ætlað er að létta á hinum
ýmsu svæðum fótanna og þannig draga
úr verkjum eða meinamyndunum,“ segir
Eyrún Linda.
Allir gildir fyrir fótaaðgerð
„Ég tel að fótaumhirða sé mjög
mikilvæg, sér í lagi hjá fólki með
sykursýki, taugasjúkdóma, gikt,
húðsjúkdóma, íþróttameiðsli
eða sem einfaldlega á erfitt með
að sinna fótunum sjálft. Svo eru
auðvitað allir velkomnir sem vilja
gera vel við sig.
Hægt er að fjárfesta í
gjafabréfi á stofunni sem
er að margra mati mjög
sniðug gjöf fyrir þá sem
eiga allt. Opið er á stof-
unni frá 9 á morgnana
til 16 á daginn eða
eftir samkomulagi og
hægt er að bóka utan
opnunartíma.“
Við eigum bara eitt sett af fótum
„Full meðferð í fótaaðgerð felur
í sér fótabað, klipptar neglur og
þynningu ef þess þarf ásamt snyrt-
ingu niður með hliðum nagla. Einn-
ig er sigg minnkað, líkþorn fjarlægð
séu þau til staðar og fótanudd með
góðu fótakremi í lokin.
Allir eru gildir fyrir fótaaðgerð
hvort sem um er að ræða börn, ungl-
inga, ungt fólk eða eldra. Við erum
bara með eitt sett af fótum
sem þarf að huga vel
að,“ segir Eyrún Lind
að lokum en hægt
er að nálgast allar
upplýsingar um
stofuna á facebook
síðunni Heilir
fætur – fótaað-
gerðastofa.
Eyrún Linda opnar eigin stofu • Útskrifuð með hæstu einkunn
Nauðsynlegt fyrir alla
að huga vel að fótunum
SPENNANDI SUMARSTÖRF
HJÁ MOSFELLSBÆ
2019
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 23. MARS NÆSTKOMANDI
Sótt er um störfin í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar — www.mos.is/ibuagatt.
Nánari upplýsingar um störf, starfssvið, hæfniskröfur, laun og vinnutímabil
er að finna á www.mos.is.
Einnig er hægt að hringja í Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525 6700 milli
kl. 8 og 16. Þeir sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ ganga fyrir.
Opið fyrir umsóknir til og með 23. mars næstkomandi.
STÖRFIN:
• Yfirflokksstjóri í Vinnuskóla
Mosfellsbæjar
(lágmarksaldur 23 ára á árinu)
• Flokksstjóri í Vinnuskóla
Mosfellsbæjar
(lágmarksaldur 20 ára á árinu)
• Aðstoðarflokksstjóri
í Vinnuskóla Mosfellsbæjar
(18-20 ára)
• Flokksstjóri í Þjónustustöð
/garðyrkjudeild
(lágmarksaldur 20 ára árinu)
• Almenn störf í Þjónustustöð
/garðyrkjudeild
(lágmarksaldur 17 ára á árinu)
• Þjónustustörf og sundlaugar-
gæsla íþróttamiðstöðvum
(lágmarksaldur 20 ára á árinu)
• Starf í íþrótta- og tómstunda-
skóla Mosfellsbæjar
(lágmarksaldur 17 ára á árinu)
• Yfirumsjón með sumarstarfi
fyrir fötluð börn
(lágmarksaldur 23 ára á árinu)
• Aðstoð við fötluð börn
og ungmenni
(lágmarksaldur 18 ára á árinu)
FREKARI UPPLÝSINGAR
Á WWW.MOS.IS