Mosfellingur - 14.03.2019, Side 14

Mosfellingur - 14.03.2019, Side 14
 - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós14 MEÐ APPINU EÐA Á NETINU! Þú getur flýtt fyrir og einfaldað pöntunarferlið með því að nota appið og vefinn. Þar getur þú pantað, greitt fyrirfram og fylgst með pöntuninni. DOMINO’S APPDOMINOS.IS www.palssonco.is Náðu lengra Við aðstoðum stjórnendur við skipulagningu fjármála og verðmætasköpun Íþróttaskóli barnanna hefur verið starfrækt- ur að Varmá síðan árið 1992 og er það Svava Ýr Baldvinsdóttir sem stýrir skólanum og hefur gert frá upphafi. Svava Ýr er íþróttakennari að mennt, hún hefur þjálfað handbolta hjá Aftureldingu um árabil og starfað sem einn af öflugustu sjálfboðaliðum félagsins til margra ára. Íþróttaskólinn fer fram á laugardagsmorgn- um og er ætlaður 3, 4 og 5 ára börnum en námskeiðin standa yfir í 12 vikur bæði að hausti og vori. Frá upphafi hefur verið mikil ásókn í skól- ann og oft hafa færri komist að en viljað. Skemmtileg og heilbrigð samvera „Ég hef stýrt íþróttaskólanum í 27 ár og hef alltaf jafn gaman af því. Með mér á þessu tímabili hefur starfað fjöldinn allur af frábæru, metnaðarfullu og skemmtilegu fólki. Ég hef ekki töluna á þeim fjölda barna sem hefur sótt skólann en það er gaman að segja frá því að það er ekki óalgengt að fólk sem var í íþróttaskólanum sem krakkar er að koma með sín börn, sem hlýtur að vera hrós,“ segir Svava hlæjandi. Íþróttaskólinn hefur það að markmiði að efla bæði hreyfi- og félagsþroska, kynna reglur íþróttahússins og stuðla að skemmti- legri og heilbrigðari samveru á milli barna og foreldra. „Tímarnir eru mjög fjölbreyttir og kynni ég markvisst allar þær íþróttagreinar sem Afturelding býður upp á. Börnin öðlast góð- an grunn fyrir áframhaldandi íþróttaiðkun og ég legg mikla áherslu á að kenna jákvæð samskipti, samvinnu og held góðum aga. Svo legg ég auðvitað áherslu á að foreldr- ar taki vikan þátt og leiki sér með börnun- um í tímunum.“ Forvarnargildi hreyfingar er mikið „Uppbygging tímana er alltaf sú sama, upphitun, aðalþáttur og slökun. Ég fer inn á margt og reyni að tengja almenna fræðslu inn í leikinn bæði hvað varðar líkamann, almenn samskipti og tillitssemi og aga svo eitthvað sé nefnt. Það eru allir sammála um að forvarnargildi hreyfingar er mikið og ég er stolt af íþróttaskólanum og því starfi sem þar fer fram. Íþróttaskólinn er öllum opinn og þar ríkir alltaf gleði og kærleikur,“ segir Svava Ýr að lokum og tekur fram hversu gefandi og mikil forréttindi það séu að fá að vinna með börnunum og foreldrum þeirra. Svava Ýr Baldvinsdóttir hefur stýrt Íþróttaskóla barnanna í 27 ár • Mikið fjör á laugardagsmorgnum í íþróttahúsinu Forréttindi að vinna með börnum Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is, eða á Facebook. íþróttaskóli barnanna Svava ÝR eR SkólaStjóRi íþRóttaSkóla baRnanna

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.