Mosfellingur - 14.03.2019, Qupperneq 30
Lægri skattur
á hoLLustu?
Ég get ekki hægt að hugsa um matsölustaðina í Mosfellsbæ.
Líklega vegna þess að ég er á flakki
um heiminn og upplifi sterkt hvað
umhverfið hefur mikil áhrif á
heilsufar íbúa. Ég hef farið í hverfi
þar sem mikil leitun var að hollum
munnbita. Nánast allt sem hægt var
að kaupa í þeim var bæði ódýrt og
óhollt. Og fólkið sem rölti um þessi
hverfi endurspeglaði vöruframboðið.
Allt of þungt og óheilbrigt að sjá.
Ég hef líka verið í hverfum þar sem
hollustan er í fyrirrúmi. Og verðið
mannsæmandi.
Fólk sem býr í þannig hverfum lítur öðruvísi út. Hreyfir sig öðru-
vísi. Þetta skiptir máli. Mjög miklu.
Að fólki standi til boða hollur og
góður matur á verði sem það ræður
við. Ég hef líka farið inn í búðir sem
bara moldríkir hafa efni á að versla
í. Flottar búðir með hollar og góðar
vörur, maður lifandi. En það er ekki
leiðin, að hollustan sé bara fyrir þá
sem eiga sand af seðlum og að þeir
sem búa ekki svo vel verði að sætta
sig við óhollustu. Það leiðir bara til
enn meiri ójöfnuðar í samfélögum.
En hvað er hægt að gera, hvernig fáum við holla og ekki of dýra
matsölustaði í Mosfellsbæ? Getum
við prófað nýjar leiðir til þess að
fá slíka staði í bæjarfélagið okkar?
Leiðir sem ekki hafa verið farnar
áður. Ættum við kannski að bjóða
hollustustöðum lægri leigu, lægri
fasteignagjöld, skattaafslátt eða
eitthvað annað sem skiptir máli fyrir
reksturinn? Þetta er gert á ýmsum
stöðum í heiminum, af hverju ekki í
Mosfellsbæ?
Hvað segir þú, kæri lesandi? Lumar þú á einhverjum hug-
myndum? Ef svo, máttu
endilega senda mér
línu á gudjon@
njottuferdalagsins.
is og ég skal koma
þeim á framfæri.
Minni svo alla á
að taka eftir litlu
hlutunum í lífinu,
ekki æða í gegnum
það í stresskasti.
Hamingju – og
heilsukveðjur!
heiLsumoLar gaua
- Aðsendar greinar30
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
Kæru Mosfellingar!
Dagana 7.–21. er vefur samráðs-
verkefnisins Okkar Mosó opinn
fyrir tillögum íbúa. Með þátttöku
í verkefninu geta bæjarbúar haft
áhrif á forgangsröðun og úthlut-
un fjármagns til smærri nýfram-
kvæmda- og viðhaldsverkefna í
Mosfellsbæ.
Í ár er gert ráð fyrir 35 milljónum króna
í framkvæmdirnar og hækkar fjármagnið
um 10 milljónir króna milli ára en í mál-
efnasamningi Sjálfstæðisflokks og Vinstri
grænna var samþykkt að setja meira fjár-
magn í lýðræðisverkefnið Okkar Mosó.
Verkefnið byggir á hugmyndum um
umræðulýðræði, þátttökulýðræði og þátt-
tökufjárhagsáætlunargerð og því er ætlað
að virkja aðkomu almennings að ákvarð-
anatöku við framkvæmdir sem snerta nær-
umhverfi sitt.
Verkefnið gekk vonum framar árið 2017
en 14% íbúa nýttu kosningarétt sinn. Í ár
stefnum við á að gera betur og
vonumst eftir 20% kjörsókn.
Fyrsta skref verkefnisins er
áðurnefnd hugmyndasöfnun en
allir íbúar Mosfellsbæjar 16 ára
og eldri geta komið með tillögur
á því stigi. Skora ég því á íbúa að
skila inn hugmyndum á vefnum
https://okkar-moso.betraisland.is
en Mosfellsbær verður allur eitt svæði bæði
í hugmyndasöfnun og kosningu.
Árið 2017 komu margar skemmtilegar
hugmyndir frá bæjarbúum og urðu 10
þeirra að veruleika, til dæmis fuglaskoðun-
artígur meðfram Leirvoginum, blakvöllur á
Stekkjarflöt og vatnsbrunnar og loftpumpur
á hjólastígum bæjarins.
Tökum öll þátt og gerum góðan bæ enn
betri.
Una Hildardóttir formaður lýðræðis- og
mannréttindanefndar Mosfellsbæjar.
Nýtum kosningarétt okkar
www.fastmos.is
Sími: 586 8080
Örugg
og góð
þjónusta