Fréttablaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 2
Ég sagði að mér
fyndist 22 vikur
ansi langt gengið.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra
Hatari komst áfram upp
úr undanúrslitunum og
keppir til úrslita í Tel Avív á
laugardaginn.
Veður
Suðlæg átt, 3-10 m/s en suðaustan
strekkingur við SV-ströndina.
Skýjað að mestu en úrkomulítið
S-lands, en víða bjart veður N-til á
landinu. Þykknar upp V-til í kvöld
með rigningu, rigning eða súld S-
og V-lands í dag, en bjart NA-lands.
SJÁ SÍÐU 14
Eldvatn brúað
Stefnt er á að ný brú yfir Eldvatn í Skaftártungu verði tekin í notkun í lok sumars. Eins og sjá má á þessari mynd sem Haukur Snorrason tók eru
framkvæmdir nú í fullum gangi en sjálf brúin er smíðuð í Póllandi. Nýja brúin er stálbogabrú með steyptu brúargólfi. MYND/HAUKUR SNORRASON
Varmadælur &
loftkæling
Verð frá aðeins
kr. 145.000 m.vsk
Midea KMB-E09
Max 3,4 kW
2,65 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,85)
f. íbúð ca 40m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Virkar niður í -30°C
Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land
Wifi búnaður
fylgir með
öllum
varmadælum
meðan birgðir
endast
Umhverfisvænn
kælimiðill
STJÓRNMÁL Lilja Alfreðsdóttir
menntamálaráðherra vill ekki gefa
upp afstöðu sína til þungunarrofs-
frumvarpsins sem samþykkt var
í fyrradag þar sem konum er gert
kleift að rjúfa þungun á 22. viku
meðgöngu. Hún var annar tveggja
ráðherra sem voru fjarverandi við
atkvæðagreiðsluna, þar sem hún er
í útlöndum.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,
dóms- og iðnaðarmálaráðherra, var
einnig fjarverandi atkvæðagreiðsl-
una, en gerði grein fyrir afstöðu
sinni í færslu á samfélagsmiðlum.
„Ég studdi frumvar pið í 2.
umræðu og studdi það í anda í dag.
Tímarammi sá sami – ákvörðunin
þar sem hún á heima,“ sagði Þórdís.
Lilja segist hafa gert fyrirvara við
málið í ríkisstjórn. „Ég sagði að mér
fyndist 22 vikur ansi langt gengið.
En ég var ekki þarna og er ekki til-
búin til þess að fara yfir þetta akk-
úrat núna,“ segir Lilja. – bdj
Lilja gefur ekki
upp afstöðu til
þungunarrofs
Lilja og Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra. Katrín var mjög
áfram um að styðja frumvarpið.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK
SAMFÉLAG Félagasamtökin For-
eldrahús hyggjast fara í fjáröf lun
til að fjármagna nýtt húsnæði fyrir
starfsemina. Samtökin eru nú í Bláu
húsunum í Faxafeni en þurfa að
flytja þaðan.
„Við höfum leigt húsnæði frá því
að við hófum starfsemi okkar fyrir
þremur áratugum. Það fer alltaf
drjúgur hluti af okkar rekstrarfé í
leigu. Nú ætlum við að ráðast í fjár-
öflun til að safna fé fyrir okkar eigin
húsnæði,“ segir Berglind Gunnars-
dóttir, framkvæmdastjóri Foreldra-
húss. Stefnt verður að því að safna
áheitum í Reykjavíkurmaraþoni
Íslandsbanka sem fer fram í ágúst.
Samtökin sérhæfa sig í að aðstoða
foreldra barna sem eiga í vanda
vegna vímuefnaneyslu. „Það er allt-
af meira en nóg að gera, því miður,“
segir Berglind.
„Við viljum bara geta haldið
áfram að vinna í friði án þess að
hafa áhyggjur af húsaleigu og þá
geta ráðið inn fleira starfsfólk.“ – ab
Foreldrahús
leitar að húsi
EUROVISION Hatari kom, sá og sigr-
aði á fyrra undanúrslitakvöldinu
í Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva í ísraelsku borginni
Tel Avív. Ekki liggur fyrir í nákvæm-
lega hvaða sæti íslenska framlagið,
Hatrið mun sigra, lenti en það var
eitt þeirra laga sem komust áfram í
úrslit. Seinna undanúrslitakvöldið
fer fram á morgun en úrslitin ráðast
svo á laugardag og er aldrei að vita
nema Hatari standi uppi sem sigur-
vegari enda var frammistaðan í gær
afar glæsileg.
Samkvæmt útsendurum Frétta-
blaðsins í Tel Avív, þeim Benedikt
Bóas Hinrikssyni og Ingólfi Grétars-
syni, sem er betur þekktur sem Gói
sportrönd, var rífandi stemning á
svæðinu í gær. Miðað við æfingar
sem þeir hafa fengið að fylgjast með
þarf ekki að koma á óvart að Hatari
hafi komist áfram, enda hafa Íslend-
ingarnir staðið sig með stakri prýði.
Þeir ræddu við Eurovision-
bloggarann Deban Aderemi, sem
skrifar á aðdáendasíðuna Wiwi-
bloggs. „Hatari hefur gripið augna-
blikið og augna blikið mun ná alla
leið á loka keppnina. Ísland, vertu
til búið, þetta gæti orðið Reykja vík
2020,“ sagði Aderemi um íslenska
framlagið.
Svo virðist sem heimsbyggðin
hafi fylgst vel með framlagi Íslend-
inga í gær. Samkvæmt Communit-
360, sem tekur saman tölfræði af
samfélagsmiðlum, var ekki rætt
meira um nokkurt annað atriði á
veraldarvefnum í gær. Samkvæmt
talningu miðilsins hafði verið
minnst 7.490 sinnum á íslenska
framlagið áður en Fréttablaðið fór í
prentun. Portúgal var í öðru sætinu
með um 6.920. Íslenska lagið var svo
það næstvinsælasta samkvæmt
Communit360 en það ástralska
vinsælast.
Ástralsk i f ly tjandinn, Kate
Miller- Heidke, sagðist einmitt vera
einlægur aðdáandi Hatara í samtali
við Fréttablaðið í gær. „Þau eru öll
frábær. Atriðið sjálft er stórsnjallt
og mér finnst frábært að sjá þau í
viðtölum. Það er eins og þau séu öll
með bakgrunn í leiklist – þau gera
þetta allt alveg upp á tíu.“
Íslendingar ættu þó ekki að byrja
að fagna sigri strax enda eru veð-
bankar ekkert sérstaklega bjart-
sýnir á að Hatari taki fyrsta sætið á
laugardaginn. Samkvæmt greiningu
Eurovisionworld á þeim líkum sem
veðbankar gefa hefur Hatari um
fjögurra prósenta sigurlíkur og er
lagið talið það áttunda sigurstrang-
legasta. Það væri þó besti árangur
Íslands frá því Jóhanna Guðrún
náði öðru sætinu fyrir tíu árum.
thorgnyr@frettabladid.is
Eyðimerkurgöngu
Íslendinga loks lokið
Hatari á sviði í Ísrael í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Eftir fjögurra ára eyði-
merkurgöngu komst
framlag Íslands loks
upp úr undanúrslitum
Eurovision. Hatari stígur
á svið á laugardaginn
og keppir til úrslita en
Íslendingarnir stóðu sig
einkar vel á stóra svið-
inu í Tel Avív í gær.
1 5 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
F
-3
0
B
0
2
2
F
F
-2
F
7
4
2
2
F
F
-2
E
3
8
2
2
F
F
-2
C
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K