Fréttablaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 6
RÍKISSJÓ ÐUR Ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar útdeildu alls 35,6
milljónum króna af ráðstöfunarfé
sínu til styrktar hinum ýmsu verk-
efnum og málefnum í fyrra. Enginn
veitti meira af skúffufé sínu en
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp-
unarráðherra. Tveir ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins nýttu ekkert af ráð-
stöfunarfé sínu.
Þetta kemur fram í svörum allra
ráðuneyta við fyrirspurn Frétta-
blaðsins þar sem óskað var eftir
sundurliðuðu yfirliti yfir ráðstöfun
hvers ráðherra á skúffufé hans í
fyrra og það sem af er þessu ári.
Þótt til séu verklagsreglur um ráð-
stöfunarfé ráðherra í hverju ráðu-
neyti eru engar samræmdar reglur
til um þessar úthlutanir. Skúffufé
ráðherra hefur í gegnum tíðina
margoft verið gagnrýnt, meðal
annars fyrir ógagnsæi og að með
því geti ráðherrar dælt út ríkisfé að
eigin geðþótta eftir hugðarefnum.
Í hverjum fjárlögum er ákveðin
upphæð eyrnamerkt liðnum ráð-
stöfunarfé ráðherra en einnig hefur
verið heimilt að f lytja afgang frá
árinu áður til þess næsta. Hverjum
Tugir milljóna úr skúffum ráðherra
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu 35,6 milljónir króna af skúffufé sínu á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Vinnufatalagersala
15. - 22. maí
30-90%
afsláttur af
völdum vinnufatnaði
Vinnufataverslun 66°Norður – Miðhrauni 11
Opnunartímar
Virkir dagar: 08 - 18 Laugardagur: 11 - 18
Ráðherrar ríkisstjórnar
innar veittu alls 35,6
milljónir króna af
skúffu fé sínu í fyrra.
Enginn útdeildi meira fé
en ráðherra ferðamála,
iðnaðar og nýsköpunar.
LANDBÚNAÐARMÁL Forstjóri Slátur-
félags Suðurlands hafnar alfarið
málf lutningi Félags atvinnurek-
enda um að það felist tvískinnungur
í að f lytja inn kjöt og vara við inn-
f lutningi. Líkt og greint var frá í
gær gagnrýndi Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri Félags atvinnu-
rekanda, málf lutning „Hóps um
örugg matvæli“. Benti hann á þá
staðreynd að nokkrir af aðstand-
endum auglýsingaherferðarinnar
væru einnig stórtækir kjötinnflytj-
endur. „Tvískinnungur af þessu
tagi er alls ekki trúverðugur,“ sagði
Ólafur.
Steinþór Skúlason, forstjóri
Sláturfélags Suðurlands, segir Ólaf
draga ranga ályktun. „Fullyrða má
að það sé hagur afurðastöðva og
innlends landbúnaðar að Ísland
sé sjálfu sér nægt og ekki sé f lutt
inn kjöt. En svona er staðan ekki.
Ísland hefur gert tollasamninga við
Evrópusambandið sem leyfir veru-
legan innflutning á kjöti. Þetta kjöt
verður flutt inn hvort sem mönnum
líkar betur eða verr,“ segir Steinþór.
„Innf lutt kjöt er ekki allt eins.
Það er mikill munur á lyfjanotkun
og aðstæðum til kjötframleiðslu
innan Evrópusambandsins en tolla-
samningur Íslands við ESB gerir
engan greinarmun á því hvaðan
kjötið kemur.“
Hann segir þær afurðastöðvar
sem hann þekki til stunda ábyrgan
innf lutning og velja að f lytja inn
kjöt frá löndum þar sem lyfjanotk-
un er í lágmarki og því heilnæmara
kjöt en hægt væri að kaupa annars
staðar innan ESB á lægra verði.
Mikilvægt sé að innlend stjórn-
völd móti stefnu og geri kröfur um
hámark lyfjanotkunar gagnvart
erlendum aðilum sem hingað vilja
f lytja kjöt í ljósi þess að sýklalyfja-
ónæmar bakteríur séu ein helsta
heilsufarsógn mannkyns. „Eftir því
sem fólk neytir meira af kjöti eða
annarri matvöru sem inniheldur
sýklalyfjaónæmar bakteríur, þeim
mun líklegra er að viðkomandi
þrói með sér slíkt ónæmi. Það er
því ástæða til að hafa áhyggjur af
auknum innflutningi kjöts.“ – ab
Hafnar ásökunum um
tvískinnung vegna
innflutnings á kjöti
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
sem er er heimilt að senda inn
umsókn um styrk til ráðherra.
Mest á milli handanna höfðu ráð-
herrar atvinnuvega og nýsköpunar,
þess viðamikla ráðuneytis. Sam-
kvæmt svari ráðuneytisins höfðu
Kristján Júlíusson, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, og Þórdís
Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
11,5 milljónir hvort. Þórdís Kolbrún
fullnýtti skúffufé sitt í fyrra sem og
það sem af er ári og hefur því útdeilt
23 milljónum á þessu rúma ári.
Kristján Þór hefur á sama tímabili
veitt 5,9 milljónir í styrki, þar af 3,4
milljónir í fyrra. Starfshópar voru
skipaðir til að fara yfir styrkum-
sóknir í þessu tiltekna ráðuneyti.
Sem fyrr segir nýttu allir ráðherr-
ar ríkisstjórnarinnar sér heimild
sína til að útdeila styrkjum til verk-
efna nema Sigríður Á. Andersen,
fyrrverandi dómsmálaráðherra,
og Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra.
„Guðlaugur Þór ákvað á fyrstu
dögum sínum í embætti utan-
ríkisráðherra að hann myndi ekki
ganga á ráðstöfunarfé ráðherra,“
segir Sveinn H. Guðmarsson, upp-
lýsingafulltrúi ráðuneytisins. Guð-
laugur Þór hefur því ekki veitt neina
styrki frá ársbyrjun 2017. Þrátt fyrir
að tveir ráðherrar sætu hjá voru
úthlutanir hærri í fyrra en árið 2016
þegar ráðherrar veittu 31,5 milljónir
úr skúffum sínum. Nánari útlistun
á hverjum einasta skúffufjárstyrk í
fyrra má finna í töflu með þessari
frétt á vef okkar, Fréttablaðið.is.
mikael@frettabladid.is
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfis- og auðlindaráðherra
2018 2,8 milljónir
2019 1,1 milljón
Lilja Alfreðsdóttir
mennta- og menningarmálaráðh.
2018 5,2 milljónir
2019 350 þúsund
Sigríður Andersen
dómsmálaráðherra
2018 0
2019 0
Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra
2018 3,2 milljónir
2019 850 þúsund
Sigurður Ingi Jóhannsson
samgöngu- og sveitarstjórnarráðh.
2018 3,1 milljón
2019 1,45 milljónir
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra
2018 2,4 milljónir
2019 530 þúsund
Bjarni Benediktsson
fjármála- og efnahagsráðherra
2018 880 þúsund
2019 0
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðh.
2018 3,4 milljónir
2019 2,5 milljónir
Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra
2018 0
2019 0
Þórdís Kolbrún. R. Gylfadóttir
ferðamála-, iðnaðar- nýsköpunarr.
2018 11,5 milljónir
2019 11,1 milljón
Ásmundur Einar Daðason
félags- og barnamálaráðherra
2018 3,1 milljón
2019 0
Samtals
2018 35,6 milljónir
2019 18,28 milljónir
✿ Ráðstöfunarfé ráðherra Styrkveitingar 2018 og það sem af er 2019
1 5 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
F
-5
8
3
0
2
2
F
F
-5
6
F
4
2
2
F
F
-5
5
B
8
2
2
F
F
-5
4
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K