Fréttablaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 18
34% samdráttur var á tekjum Kynnisferða í apríl. Farþegum á Keflavíkur- flugvelli fækkaði um rúm- lega fjórðung í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Fyrirtæki munu þurfa að fækka fólki og sum munu lenda í rekstrarerfiðleikum. Það munar um eitt stórt flugfélag. Björn Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Kynnisferða Ferðaþjónustan f innur fyrir áhrifunum af falli WOW air. Samdráttar gætti víða í apríl og fram-kvæmdastjóri Kynnis-ferða segir hann hafa numið tugum prósenta. Stjórn- endur í ferðaþjónustu eru opnari en áður fyrir því að hefja samstarf sín á milli eða sameina fyrirtæki til þess að lifa af í breyttu rekstrarumhverfi. Það er tími tækifæra fyrir Eldey sem hefur það markmið að búa til stærri og sterkari einingar í greininni. Ólík- legt er að veitingastaðir geti gripið til sömu úrræða enda sjá þeir takmark- aðan ávinning af samlegð. Farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúmlega fjórðung í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en um er að ræða fyrsta heila mánuðinn eftir fall íslenska flugfélagsins. Þar af fækkaði komu- og brottfararfar- þegum um 10,4 prósent og skipti- farþegum um rúman helming. Björn Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Kynnisferða, segir í samtali við Markaðinn að rútustarfsemin hafi orðið fyrir miklu höggi í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Við erum að sjá töluverða fækkun farþega og minnkandi tekjur. Tekju- samdrátturinn í apríl var 34 prósent milli ára. Þetta hefur haft heilmikil áhrif,“ segir Björn. Spurður hvort þetta eigi við um allan rútugeirann segir Björn að hann telji svo vera. „Maður hefur heyrt í öðrum í grein- inni að apríl hafi verið þungur og að hann hafi í rauninni ekki verið svona slæmur í átta ár. Það þarf að fara aftur til 2011 til að finna jafn slakan apríl- mánuð,“ segir Björn. Kynnisferðir sögðu upp 60 manns í lok mars þegar ljóst var að íslenska f lugfélagið legði niður starfsemi. Síðan þá hefur fyrirtækið verið að draga saman seglin, og hagræða eins og hægt er að sögn Björns. „Bókunarstaðan fyrir sumarið var orðin ágæt en við höfum séð bókunarhraðann minnka á síðustu vikum þannig að fyrirséð er að sam- hald, sölu og markaðsstarf. „Það er verið að skoða leiðir til að finna samstarfsfleti og það er í sjálfu sér hið besta mál vegna þess að ferðaþjónustan, sérstaklega afþrey- ingargeirinn, samanstendur af litlum fyrirtækjum og í besta falli meðal- stórum fyrirtækjum sem hafa litla burði í sölu- og markaðssetningu. Það þarf burðug fyrirtæki til að standa undir þeim kröfum sem eru gerðar í markaðssetningu og sölu- starfi í dag.“ Hrönn segir að fjölgun flugleiða og fjölbreytileiki í framboði á flugi til Íslands á undanförnum árum hafi gert ferðaþjónustuna að heils- ársgrein. WOW air hafi spilað stórt hlutverk og nú þegar flugfélagið er fallið, að viðbættum vandræðunum í kringum Beoing-vélar, séu líkur á því að þessi árangur sem náðist í að draga úr árstíðasveiflu gangi eitt- hvað til baka. „Erlendu flugfélögin sem f ljúga hingað yfir sumarið munu draga úr framboðinu í haust og ferðaþjónustan mun koma til með að finna fyrir því. Ég held að í þessu árferði verði árstíðasveiflan meiri en áður og veikari grundvöllur fyrir heilsársstarfsemi mun koma verst niður á smærri fyrirtækjum og ég hef einnig áhyggjur af landsbyggðinni í þessu sambandi.“ Eldey stóð að sameining u Íslenskra fjallaleiðsögumanna og okkar fyrir mörg hundruð millj- ónir króna á síðustu fjórum árum og erum að sjá það skila árangri. Það er söluaukning á fyrstu mán- uðum ársins. Hins vegar höfum við séð breytingar á vöruflokkum, einn er upp og annar niður, sem gefur til kynna að hegðunarmynstur ferða- manna sé að breytast. Sumar ódýrari vörur hafa orðið fyrir höggi en dýrari vörur ganga vel sem kemur okkur á óvart því að miðað við umræðuna hefðum við búist við að dýrari ferðir ættu erfitt uppdráttar,“ segir Jón Þór. Spurður um bókunarstöðuna í sumar segir hann að hún sé betri en á sama tíma í fyrra. „Ég segi það hins vegar með ákveðinni varkárni vegna þess að það eru miklar breytingar í umhverfinu og það verður áhugavert að sjá hvað gerist í sumar.“ Þrátt fyrir samdrátt í greininni í kjölfar gjaldþrots WOW air segist Jón Þór bjartsýnn á horfurnar til lengri tíma litið. Ekki megi gleyma því að fargjöld séu ekki eina ástæðan fyrir komu ferðamanna til landsins. „Við megum ekki gleyma því að þetta snýst ekki bara um verð á flug- sæti, þetta snýst líka um eftirspurn eftir að koma og sjá náttúruna og upplifa Ísland. Ég veit ekki hvað gerist næstu mánuðina en til lengri tíma er ég sannfærður um að ferða- þjónustan mun styrkjast. Við þurf- um að komast í gegnum þessa dýfu eftir WOW air en ferðaþjónustan mun vaxa til lengri tíma.“ Jón Þór segir að háar þóknanir sem stórar bókunarsíður heimta séu ekki til þess fallnar að létta róðurinn. „Helstu keppninautar okkar eru stórar bókunarsíður. Það er sam- keppni um að ná sölunni til sín. Þessi mikla fjárfesting í sölukerfinu sem við réðumst í er, eðli málsins samkvæmt, ekki á færi smærri fyrir- tækja, ekki nema þau sameinist um sölukerfi. Við höfum kannski verið eina fyrirtækið sem hefur náð að Gjá í framboði flugsæta Í nýrri skýrslu Íslandsbanka sem ber heitið Íslensk ferðaþjónusta kemur fram að framboð flugsæta um Keflavíkurflugvöll dragist saman um 28 prósent í ljósi gjald- þrots WOW air. Icelandair auki þó framboð sitt um 14 prósent og önnur erlend flugfélög um fimm prósent. Greinendum bankans reiknast til að meðalútgjöld ferðamanna sem komu til landsins með WOW air hafi verið níu prósentum lægri en meðalútgjöld ferðamanna hér á landi almennt. Einnig bendir tölfræðin til þess að hlutfallslega færri þeirra hafi verið með tekjur yfir meðallagi og að þeir hafi dvalið hér á landi um fimm pró- sentum skemur en ferðamenn almennt. Þá kemur einnig fram að hlut- fallslega færri farþegar WOW air nýttu sér hótelgistingu og hlutfallslega fleiri þeirra nýttu sér aðra ódýrari valkosti sem fela í sér minni þjónustu á borð við Airbnb. Þessi tölfræði bendir til þess að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni verðmæti hér á landi en farþegar annarra flugfélaga. Þyngri róður í aprílmánuði Samdráttar gætti í ýmsum kimum ferðaþjónust- unnar í apríl. Fall WOW air hafði veruleg áhrif á rútufyrirtækin að sögn framkvæmdastjóra Kynnis ferða en tekjur þess drógust saman um 34 prósent. Framkvæmdastjóri Eldeyjar segir víða rætt um samstarf og samruna. Ferðaþjónustan sé orðin kaupendamarkaður eins og staðan er í dag. dráttur verði töluverður í sumar,“ segir Björn. Hann segir óheppilegt að Boeing Max málið hafi komið upp á sama tíma og WOW air varð gjald- þrota enda hafi það aftrað Icelandair frá því að fylla í skarðið. Á endanum muni þó flugframboð taka við sér. „Ég held að þetta verði skamm- tímahögg fyrir ferðaþjónustuna og það verður sársaukafullt á meðan á því stendur. Fyrirtæki munu þurfa að fækka fólki og sum munu lenda í rekstrarerfiðleikum. Það munar um eitt stórt flugfélag,“ segir Björn og bætir við að Samtök ferðaþjón- ustunnar hafi átt fundi með ráða- mönnum til að óska eftir aukinni þátttöku hins opinbera í markaðs- starfi íslenskrar ferðaþjónustu og sérstökum aðgerðum til að bæta fyrir brottfall WOW air. „Núna, rúmlega sex vikum eftir fall WOW hafa stjórnvöld enn ekki brugðist við þrátt fyrir að fyrirséð er að gjaldeyristekjur muni dragast saman um hátt í 100 milljarða króna á þessu ári,“ segir Björn. Fjárfestingarfélagið Eldey, sem er í stýringu hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka, sérhæfir sig í fjárfestingum í ferðaþjónustu. Eldey er virkur fjárfestir, á fulltrúa í stjórnum þeirra fyrirtækja sem félagið fjárfestir í og hefur því góða yfirsýn yfir stöðuna. Hrönn Greips- dóttir, framkvæmdastjóri Eldeyjar, segir að fyrirtæki í ferðaþjónustu leiti nú leiða til að auka sveigjanleika þannig að unnt verði að grípa til ráð- stafana verði samdrátturinn dýpri en spár gera ráð fyrir. „Það lítur út fyrir að apríl og maí komi verr út en á síðustu árum. Bók- unarstaðan fyrir sumarið er sem fyrr góð og hjá þeim félögum sem tengjast Eldey erum við ekki farin að sjá stórar afbókanir eða verulega minnkun á milli ára sem virðist vera vísir um að sumarið muni halda sér,“ segir Hrönn. „Við erum hins vegar að sjá fyrir- tæki ráða færri starfsmenn í sumar en upphaflega stóð til. Ferðaþjón- ustan er vinnuaflsfrek atvinnugrein og hagræðingaraðgerðir taka mið af því,“ segir Hrönn og bætir við að mörg fyrirtæki skoði nú hvernig hægt sé að samnýta mannauð, bók- Arcanum ferðaþjónustu árið 2018 og skoðar nú frekari sameiningar eða samvinnu hjá þeim fyrirtækjum sem félagið hefur fjárfest í. „Fyrir Eldey er þetta tími tæki- færanna. Það hefur verið mark- mið Eldeyjar að fjárfesta í félögum, þjappa þeim saman og búa til stærri og sterkari einingar, og nú er mjög góður jarðvegur til þess. Stjórn- endur eru tilbúnir til þess að ræða sameiningar og sjá þörfina fyrir þær. Í góðærinu sáu menn ekki tilganginn í því að steypa tveimur félögum saman sem bæði gengu vel. Það var alveg eins gott að reka þau hvort í sínu lagi,“ segir Hrönn. Auk þess hafi verðhugmyndir og væntingar tekið breytingum í takt við gang mála í vetur. „Það má segja að menn séu komnir niður á jörðina. Það eru mjög miklar þreifingar og við getum sagt að það sé kaupendamarkaður eins og staðan er í dag.“ Hefur Eldey þurft að breyta áætl- unum sínum á síðustu mánuðum í ljósi stöðunnar í ferðaþjónustunni? „Já, við höfum þurft að gera það og það hefur verið gert með því að rýna vel í vöruframboðið og taka ákvarðanir um að ferðir, sem eru ekki að skila tilætluðum árangri, fari ofan í skúffu. Síðan er verið að skoða hvernig við getum aukið sjálf- virkni í undirbúningi ferðanna. Það er lykilatriði að auka sjálfvirkni enda er launakostnaðurinn mjög hár í þessari grein og þá mikilvægt að ná jafnvægi í launahlutfallinu. Það gefur augaleið að þegar launahlutfallið er komið vel yfir 50 prósen, þá er arð- semin ekki mikil,“ segir Hrönn. Háar þóknanir eru byrði Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures, segir að fyrstu mánuðir ársins hafi gengið betur en áætlað var. „Við höfum fjárfest í sölukerfinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is 1 5 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN 1 5 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F F -5 D 2 0 2 2 F F -5 B E 4 2 2 F F -5 A A 8 2 2 F F -5 9 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.