Fréttablaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 29
Skráning á landspitali.is
Ávarp
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
Ávarp
Páll Matthíasson, forstjóri
Ársreikningur Landspítala
Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Þróun klínískrar þjónustu
- Tvö verkefni: Nýtt verklag við heilaslag
og uppbygging jáeindaskanna
SJÚKRAHÚS ALLRA LANDSMANNA
„Sjúkrahús allra landsmanna“ er yfirskrift ársfundar Landspítala
2019 sem haldinn verður föstudaginn 17. maí kl. 14:00 til 16:00
í ráðstefnusalnum Silfurbergi í Hörpu. Fundurinn er öllum opinn.
Að hefðbundnum ársfundarstörfum loknum verður niðurlag
fundarins helgað kynningu á spennandi verkefnum sem lúta
að samþættingu íslensks heilbrigðiskerfis með auknu samstarfi
og bættri verkaskiptingu.
Bein útsending frá fundinum verður á Facebook-síðu
Landspítala (www.facebook.com/landspitali).
Ársfundur 2019 / Harpa, Silfurberg / 17. maí, kl. 14:00
Heiðursvísindamaður Landspítala 2019
Ungur vísindamaður Landspítala 2019
Heiðranir starfsfólks
Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs
Sjúkrahús allra landsmanna: Samþætt heilbrigðiskerfi
- Samstarf Landspítala við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
og Heilbrigðisstofnun Austurlands
Fundarstjóri
Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs
Svandís Svavarsdóttir Páll Matthíasson Ólafur Darri Andrason Ásta Bjarnadóttir Lilja Stefánsdóttir
Dagskrá
FORMÚLA 1 Um síðustu helgi fór
fram f immti kappaksturinn í
Fomúlu 1 en keppt var í Barcelona á
Spáni. Þar fór Lewis Hamilton með
sigur af hólmi en þar af leiðandi
hafa keppendur Mercedes Benz
farið með sigur af hólmi í öllum
fimm keppnunum á keppnistíma-
bili. Hamilt on hefur komið fyrstur
í mark þris var sinnum og liðsfélagi
hans Valtteri Bottas tvisvar.
Max Verstappen, sem keppir
fyrir Red Bull, varð í þriðja sæti en
mörgum þykir hann líklegastur til
þess að veita Hamilton og Bottas
einhverja keppni um sigurinn á
tímabilinu og koma í veg fyrir að
Hamilton verði meistari sjötta árið
í röð. Fréttablaðið fékk Kristján
Einar Kristjánsson, sérfræðing um
Formúlu 1, til þess að fara yfir upp-
haf tímabilsins og rýna í hvernig
framhaldið mun þróast.
„Það kemur mér ekkert á óvart
hversu sterkur Hamilton hefur verið
en það sem hefur vakið athygli mína
er hversu sterkir Mercedez Benz-
menn hafa verið og það hversu
mikla yfirburði liðið hefur haft.
Bíllinn þeirra virðist vera í algjör-
um sérflokki og þrátt fyrir að bæði
Ferrari og Red Bull hafi lagt mikið í
bíla sína og að þeir séu til að mynda
kraftmeiri, þá er heildarpakkinn hjá
Mercedes Benz bara í öðrum gæða-
flokki virðist vera,“ segir Kristján
um fyrstu keppnir tímabilsins.
„Ferrari-menn hafa valdið mér
miklum vonbrigðum á þessu tíma-
bili og ég var að vonast til að bíll-
inn þeirra væri betri. Þeir hafa líka
verið að lenda í bilunum og þjón-
ustuhléin hafa verið taktískt léleg
og illa framkvæmd. Ég var vongóð-
ur um að Sebastian Vettel myndi
gera harðari atlögu að titilbarátt-
unni en hann virðist ekki ætla að
standast væntingar mínar,“ segir
hann enn fremur um frammistöðu
keppenda.
„Ég hef eiginlega meiri trú á Max
Verstappen, ökumanni Red Bull, og
ég er til að mynda mjög spenntur
fyrir því að sjá hvernig þeim gengur
í Mónakó í næstu keppni sem er um
þarnæstu helgi. Red Bull-menn líta
vel út í upphafi árs og virðist hjóna-
band þeirra við Honda sem vélar-
framleiðanda fara vel af stað, lítið
hefur verið um bilanir og hraðinn
aukist. Sögulega hafa Red Bull-
menn verið öflugir í Mónakó og ég
væri ekki hissa ef Max Verstappen
minnkaði forskot Hamiltons og
Bottas með sigri í Mónakó.
Einstefnan sem hefur verið í
byrjun árs hefur verið mun meiri
en nokkur bjóst við og það er nán-
ast óhugsandi að hún haldi áfram í
Mónakó. Við fengum mikla spennu
síðasta vor og vonandi verður það
aftur þannig í lok þessarar leik-
tíðar,“ segir hann um næstu keppni.
„Char les Leclerc sem keyrir fyrir
Ferrari hefur veitt Vettel mikla
samkeppni og hann hefur komið
skemmtilega á óvart og í raun grát-
legt að hann hafi ekki fengið sinn
fyrsta sigur þegar bíllinn bilaði í
Barein. Pier re Gas ly á Red Bull á
hins vegar virkilega erfitt uppdrátt-
ar, og vonandi fyrir hann að hann
fari að nálgast Max Verstappen í
hraða, annars er ég hræddur um að
það fari að hitna undir honum.
Það er mikil umræða um kepp-
endur Haas, Kevin Magn us sen og
Romaine Grosj e an, og Renault,
Daniel Ricciardo og Nico Hülken-
berg, vegna þátta sem Netflix gerði
um Formúlu 1 í fyrra og keppendur
þeirra voru þar í aðalhlutverkum,“
segir hann um þá keppendur sem
hafa komið á óvart.
Með sigr in um um síðustu helgi
tók Hamilt on for ystu í stiga keppn-
inni um heims meist ara titil öku-
manna en hann er með 112 stig í
efsta sæti. Liðsfélagi hans Bottas er
í öðru sæti með 105 stig . Í þriðja sæti
er Verstapp en með 66 stig, fjórða
sæti Vettel með 64 og Leclerc er
með 57. Í keppni liðanna er Merce-
des með 217 stig, Ferr ari 121 og Red
Bull 87. Í fjórða sæti er McLar en með
22 stig.
hjorvaro@frettabladid.is
Yfirburðir Mercedes Benz eru algjörir
Þegar fimm keppnum er lokið á tímabilinu í Formúlu 1 bera ökuþórar Mercedes Benz höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Svo
virðist sem bíll framleiðandans sé mun betri en bílar annarra liða og teymið í kringum liðið mun sterkara í öllum sínum aðgerðum.
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton fagnar sigri sínum í kappakstrinum á Spáni um síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M I Ð V I K U D A G U R 1 5 . M A Í 2 0 1 9
1
5
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
F
-3
A
9
0
2
2
F
F
-3
9
5
4
2
2
F
F
-3
8
1
8
2
2
F
F
-3
6
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K