Fréttablaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 24
Kona nokkur var á ruslahaug-unum árið 2013. Þar fann hún skemmtara sem hún hugsaði að væri nú kjörin gjöf fyrir Heklu vinkonu sína. Tveimur árum síðar ákvað Hekla af einhverjum ástæðum að taka skemmtarann í sundur og hvað kom þá í ljós inni í græjunni annað en seðlar frá árinu 1983! Um var að ræða 300 krónur sem ætlaðar voru Ólafi nokkrum á fermingardaginn. Ólafur hefur væntanlega ekki viljað leggja peningana fyrir í banka og ekki ætlaði hann að láta einhverja f ingralanga finna þá svo hann tróð þeim eðlilega inn í skemmtarann sinn. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir fermingargjöfin 2.240 krónum. Seðlarnir hafa heldur betur rýrnað að raunvirði fyrir utan að það gæti reynst erfitt fyrir Heklu að greiða með 10 krónu seðlum úti í búð. Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðla- formi. Þrátt fyrir þetta virðist nokk- uð algengt að fólk á lífeyrisaldri kjósi að geyma sparifé sitt í seðlum. Einhverjir vantreysta bönkum, aðrir krónunni og sumir sjá ekki ávinning í ávöxtun fjármuna sam- hliða dvöl á hjúkrunarheimili. En f leiri, reikna ég þó með, telja sig með þessu koma betur út gagnvart lífeyrisgreiðslum Tryggingastofn- unar (TR) og skattinum. Betra sé að fá enga ávöxtun eða vexti af sparifé þar sem TR skerði hvort eð er vegna þeirra og skatturinn hirði sitt. Þetta er bagaleg og kostnaðarsöm mýta. Frítekjumark fjármagns- tekna hjá skattinum (150.000 krónur á einstakling á ári, 300.000 krónur hjá hjónum) hefur þau áhrif að margir borga lítinn sem engan skatt af vöxtum. TR skerðir vissulega greiðslur vegna vaxta en þar munar einungis um 27 aurum á móti hverri krónu að teknu tilliti til skatta, sem er víðs- fjarri þeirri krónu á móti krónu skerðingu sem oft er ranglega sögð gilda varðandi ellilífeyri stofnunar- innar. Hjón sem ávaxta 10 milljónir á 3% vöxtum fá 300.000 krónur í vexti það árið. Þau borga engan fjármagnstekjuskatt vegna frítekju- marksins en greiðslur TR lækka um 81.900 eftir skatt. Eftir standa ríf- lega 218 þúsund krónur. Sitt getur hverjum sýnst um hvort það sé myndarleg lokaávöxtun eða ekki, en fáir ættu þó að efast um að það sé betra en ekkert og skárri kostur en að spariféð í skemmtaranum brenni upp jafnt og þétt í verðbólgunni. Eiga lífeyrisþegar að fela peninga?  Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðla- formi. Stefán Rúnar Dagsson tók nýlega  við stöðu fram-kvæmdastjóra IKEA en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 27 ár.Hver nig er morg un­ rútínan þín? Ég vakna, fer í sturtu og fæ mér bulletproof kaffi. Kem börnunum í Vatnsendaskóla og er mættur í vinnuna um klukkan átta. Í upphafi hvers vinnudags geri ég skýrslu yfir rekstrartölur gærdagsins, sem allir lykilstjórnendur IKEA fá senda. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég hef mjög gaman af því að fara í göngutúra með hundana, hvort sem það er í hverfinu eða meðfram Ell- iðavatni. Um helgar förum við oft upp í Hádegismóa eða Búrfellsgjá og leyfum hundunum að spretta úr spori. Ég hef ástríðu fyrir fiskum; er með sjávarbúr í bílskúrnum heima með kóralfiskum og kórölum. Svo er ég líka með 8.000 lítra tjörn úti í garði með koi-gullfiskum. Hér áður fyrr stundaði ég mikið golf, sem hefur setið á hakanum undanfarin ár, en hef stefnt á það lengi að taka það upp aftur. Á tímabili hjólaði ég mikið og tók þátt í WOW cyclothon fyrst sem hjólari í 10 manna liði og svo sem aðstoðarmaður í fjögurra manna liði. Í síðara skiptið datt ég því miður út sem hjólari daginn fyrir keppni sökum veikinda í baki. Bæði skiptin var ég með hjólaliði frá IKEA, sem mér fannst mjög gaman að koma á koppinn. Hvaða bók ert þú að lesa eða last síðast? Á náttborðinu núna eru tvær bækur. Ég hef verið að glugga í þær undanfarið. Önnur er Handbók athafnamannsins eftir Pál Kr. Páls- son sem góður vinur minn gaf mér í jólagjöf um seinustu jól og hin er Máttur athyglinnar eftir Guðna Gunnarsson. Ég les bækurnar hans Guðna reglulega, mér finnst þær mjög áhugaverðar og skemmtilegt hvernig hann setur viðfangsefnið fram. Hvers konar stjórnunarhætti hef­ urðu tileinkað þér og hvers vegna? Ég hef tileinkað mér að vera stjórnandi og leiðbeinandi frekar en að vera yfirmaður og ég vil taka ákvarðanir með starfsfólki en ekki fyrir starfsfólk. Ég trúi því að árangur náist með því að vinna hlutina saman og gera hlutina sem ein heild í stað þess að einhver einn taki ákvarðanir. Hvernig var fyrsta vikan í fram­ kvæmdastjórastólnum? Fyrsti dagur byrjaði með starfs- mannafundi með öllu starfsfólki þar sem ég fór yfir stöðuna og hvernig ég sæi þetta fyrir mér á komandi tímum. Í framhaldi af því hélt ég fund með lykilstjórnendum IKEA og við fórum yfir hlutina og framhaldið næstu daga. Ég átti löngu bókaðan fund í Svíþjóð og eyddi því næstu dögum þar á fundi með átta stærstu mörkuðum IKEA og svokölluðum ROIG-mörkuðum þar sem IKEA-verslanir eru í einka- eigu og reknar á sérleyfi. Fyrsta vikan í starfi sem framkvæmda- stjóri IKEA var því ekki nema tveir dagar hér á landi. Hverjar eru helstu áskoranirnar sem IKEA stendur frammi fyrir á næstu misserum? Daglegar áskoranir eru fjölbreytt- ar, eins og að halda uppi góðu þjón- ustustigi, eiga alltaf réttar vörur og halda versluninni í því góða ástandi sem við höfum gert hingað til. Það er líka hluti af daglegum verkefnum að bjóða upp á góðan mat á besta mögulega verðinu og að sjá til þess að heimsókn viðskiptavina okkar sé eins og best verður á kosið. Þessa dagana erum við að vinna í verðlagningu og vörulista komandi árs. IKEA bindur verð í ár í senn og því er mikilvægt að vera framsýnn og vanda hlutina. Að vörulista koma margir aðilar hér innanhúss og mikilvægt að allir stígi skrefin saman. Við þurfum líka að gæta þess að vera í stöðugri endurnýj- un. Við viljum að viðskiptavinir okkar sjái í hverri heimsókn eitt- hvað nýtt og spennandi og þar sem hver Íslendingur heimsækir okkur nokkrum sinnum á ári að meðal- tali, er það mikið og stórt verkefni. Við fáum sífellt nýjungar að utan í vöruúrvalið og svo er það okkar að halda uppi gæðum og upplifun, hvort sem það er í versluninni sjálfri eða á veitingasviði. Hvað varðar utanaðkomandi aðstæður þá hefur vissulega hægst á vexti, eins og hjá f lestum fyrir- tækjum á smásölumarkaði, og það þarf að gera ráð fyrir því. Sveiflur í efnahagsmálum eru áskorun fyrir öll fyrirtæki og við erum þar engin undantekning. Það er æskilegt að sveiflurnar séu ekki of miklar en þær eru ófrávíkjanlegur hluti af svona rekstri og við erum undir þær búin. Eru breytingar eða ný tækifæri fram undan á þessum markaði? Já, tækifærin eru víða og það eru áhugaverðar nýjungar á leiðinni til okkar. Með haustinu kynnum við nýja línu af snjallhátölurum sem eru unnir í samstarfi við Sonos, sem er sennilega virtasta merkið á þeim markaði. Við kynnum líka nýjungar í snjallvörum fyrir heimilið, til dæmis ljósastýringar, rafdrifnar gardínur og f leira. Eins og alltaf gerir IKEA það á þeim for- sendum að það sé fyrir sem f lesta og sé einfalt og auðvelt í uppsetn- ingu og notkun. Framtíðin er björt og endalausir möguleikar fram undan. Með gullfiska í tjörn og kórala í búri Stefán Rúnar Dagsson framkvæmdastjóri segir að IKEA bindi verð í ár í senn og því sé mikilvægt að vera framsýnn og vanda hlutina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nám: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 1996-1998 Iðnrekstrarfræði í Tækniskóla Íslands (BS-nám – 2 ár. Kláraði ekki alla áfanga, skilaði þó lokaritgerð). Störf: 1987–1991 IKEA, unglingavinnan í Kópavogi, Hagkaup 1992–1996 IKEA ýmis störf í verslun 1997–1998 Johan Rönning lagerstarf 1998–2005 IKEA innkaupadeild 2005–2008 Sölustjóri/vörustjóri smávörudeildar IKEA 2008–2016 Verslunarstjóri IKEA 2016–2019 Verslunarstjóri og að- stoðarframkvæmdastjóri IKEA 2019– Framkvæmdastjóri IKEA Fjölskylduhagir: Kópavogsbúi í húð og hár, bý upp við Elliðavatn. Eiginkona mín, Rut Gunnarsdóttir, er launafulltrúi hjá Origo. Við eigum tvö börn, tvíbur- ana Sunnevu og Óðin, sem eru 12 ára. Við eigum tvo hunda, Húgó og Emmu, og höfum í gegnum tíðina yfirleitt átt nokkur gæludýr. Svipmynd Stefán Rúnar Dagsson Hvað varðar utan- aðkomandi að- stæður þá hefur vissulega hægst á vexti eins og hjá flestum á smásölumarkaði og það þarf að gera ráð fyrir því. Sveiflur í efnahags- málum eru áskorun fyrir öll fyrirtæki. 1 5 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN 1 5 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F F -6 2 1 0 2 2 F F -6 0 D 4 2 2 F F -5 F 9 8 2 2 F F -5 E 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.