Fréttablaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 30
Okkar heittelskaði og engum líki
Kolbeinn Einarsson
frá Ísafirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
7. maí 2019 umvafinn ást og hlýju frá
sinni nánustu fjölskyldu.
Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 18. maí klukkan 14.00.
Íris Birgisdóttir
Anna Kolbeinsdóttir
Bergljót Halldórsdóttir
Einar Garðar Hjaltason Kristín Sigurðardóttir Hagalín
Hjalti Einarsson Vilborg Guðrún Sigurðardóttir
Edda Katrín Einarsdóttir Helgi Karl Guðmundsson
Viktor Máni Einarsson Hagalín
Hrafnhildur Eva Einarsdóttir Hagalín
og fjölskyldur.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigrún Jóhannesdóttir
áður Byggðavegi 88,
andaðist aðfaranótt 9. maí á
Dvalarheimilinu Hlíð. Útförin verður gerð
frá Akureyrarkirkju föstudaginn
17. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir.
Guðrún Bjarnadóttir Björn Sigmundsson
Jóhannes Bjarnason Þórey Edda Steinþórsdóttir
Unnur Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Laufey Sigurðardóttir
Espigrund 13, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, þriðjudaginn 7. maí 2019.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 17. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Þorvaldur Ólafsson
Kristjana Þorvaldsdóttir Guido D. Picus
Sigurður I. Þorvaldsson Guðrún R. Yngvadóttir
Laufey S. Sigurðardóttir Aron B. Sigurðsson
Marel T. Picus Freyja M. Picus
Hjartanlegar þakkir til ykkar allra sem
sýnduð okkur samúð og vinarþel við
andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Ingibjargar Þorbergsdóttur
Sérstakar þakkir viljum við færa
starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
í Kópavogi fyrir góða umönnun og þá alúð og umhyggju
sem Ingibjörgu var sýnd.
Guðjón Atli Auðunsson G. Jórunn Sigurjónsdóttir
Haraldur Auðunsson Sigurbjörg A. Guttormsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Baldur Ágústsson
Strikinu 12, Garðabæ,
lést 1. maí. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 28. maí 2019
og hefst athöfnin kl. 15.00.
Halla Elín Baldursdóttir
Helga Guðbjörg Baldursdóttir Gísli Baldur Garðarsson
Ágúst Baldursson
Sigurlín Baldursdóttir Guðjón Ómar Davíðsson
barnabörn og langafabörn.
Elsku hjartans eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
Gísli Halldórsson
verslunarmaður,
Lækjasmára 8,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 7. maí. Jarðsett verður
frá Digraneskirkju fimmtudaginn 16. maí kl. 13.00.
Ása Margrét Ásgeirsdóttir
Guðrún Katrín Gísladóttir Kristján Páll Ström
Ágústa Friðrika Gísladóttir Gísli Guðmundsson
Svava Halldórsdóttir Ágúst Árnason
barnabörn og barnabarnabörn.
Það var verið að taka upp einn þátt af fjórum sem fjalla um kvenkynsleiðtoga í nátt-úruvísindum hjá National Geographic og þann eina sem tekinn verður hér á landi. Þeir
munu allir fjalla um vatn í einhverju
formi,“ segir Sólveig Sveinbjörnsdóttir
sem í liðinni viku þræddi ýmsa skrið-
jökla Austur-Skaftafellssýslu með kvik-
myndaliði og vísindafólki. Hún og maður
hennar, hinn franski Guillaume, hafa
nýlega stofnað fyrirtækið Local icelander
sem sérhæfir sig í jöklaferðum.
Kvenkynsleiðtoginn sem þátturinn
fjallar um er dr. M. Jackson, land- og
jöklafræðingur, sem að sögn Sólveigar
hefur verið mikið á Suðausturlandi við
rannsóknir og meðal annars skoðað
samband fólks og jökla. Hún gaf út bók
á þessu ári sem nefnist The Secret Lives
of glaciers, og er komin í íslenskar bóka-
búðir. „Við Guillaume vorum ekki bara
leiðsögumenn heldur líka hluti af þættin-
um, því dr. M. hefur fylgst með okkur. En
það er mikið að gerast í kringum okkur
og breytingarnar eru örar. Dæmi um það
eru við Svínafellsjökul sem nú er bannað
að ferðast um vegna hættu á berghlaupi,
því jökullinn veitir ekki sama stuðning
við fjallið og áður,“ segir Sólveig.
Þættirnir eru framleiddir af kanadíska
fyrirtækinu Shertas Cinema. Það vinnur
þá í samstarfi við National Geographic
og Google. Sólveig segir nýja sýndarveru-
leikatækni hafa verið notaða við tökurn-
ar. „Það var allt tekið upp í 360 gráðum,
þannig að áhorfandinn fer í ferðalag um
sjóndeildarhringinn með því að setja á sig
sérstök gleraugu. Myndavélarnar eru við-
kvæmari en gengur og gerist og þola ekki
rigningu en við vorum ótrúlega heppin
með veður. Við fórum víða um jöklana og
sigldum um Fjallsárlón, vinnudagarnir
voru langir, tólf til fimmtán tímar á sólar-
hring. Við vorum alltaf að segja töku-
mönnunum að það væri nóg eftir af deg-
inum þegar þeir voru að líta á klukkuna!“
Ekki kveðst Sólveig vita hvenær þátt-
urinn verði á dagskrá. „Ég hef ekki fengið
nákvæma tímasetningu en held að það
verði einhvern tíma í haust. Hinir þrír
verða teknir upp annars staðar í heim-
inum. Þar eru ýmis umfjöllunarefni. Ég
held að ein vísindakonan sérhæfi sig í
kóralrifum.“
Sólveig og Guillaume hafa verið
saman í á fimmta ár. „Við byrjuðum
með að verja vetrunum úti og skíða
og ferðast um, bjuggum í húsbíl einn
vetur, svo komum við heim á sumrin
og unnum við leiðsögn. Nú höfum við
okkar helstu atvinnu yfir vetrartímann
hér. Við höfum aðallega sérhæft okkur í
íshellaferðum fyrir ljósmyndara. Einn-
ig getur fólk keypt kort á heimasíðunni
localicelander.is með upplýsingum og
hollráðum fyrir ferðamenn. Við erum
að reyna að gera ferðir um Ísland örugg-
ari fyrir fólk sem ferðast á eigin vegum.
Það getur líka haft samband við okkur
meðan á ferðalaginu stendur. Við erum
mjög virk á Instagram undir merkinu
localicelander.
gun@frettabladid.is
Á jöklum með tökufólki
Hornfirðingurinn Sólveig Sveinbjörnsdóttir sinnti nýlega leiðsögn hóps frá Sherts
Cinema og National Geographic sem vinnur að þáttagerð um samband fólks og jökla.
Sólveig er þrautþjálfuð í vetrarferðamennsku og fylgist með jöklunum. MYNDIR/GUILLAUME KOLLIBAY
Myndatökulið að störfum á Skálafellsjökli.
1937 Hátíð er haldin á Íslandi í tilefni af 25 ára stjórnar
afmæli Kristjáns konungs tíunda.
1941 Alþingi samþykkir að fresta alþingiskosningum um
allt að fjögur ár vegna hernámsins.
1952 Fiskveiðilögsaga Íslands er færð út í fjórar mílur úr
þremur. Auk þess er flóum og fjörðum lokað fyrir botn
vörpuveiðum.
1967 Fyrsta íslenska sjónvarpsleikritið er frumsýnt. Það
er Jón gamli eftir Matthías Johannessen.
1987 John Travolta kvikmyndaleikari kemur til Íslands
ásamt fríðu föruneyti.
1993 Niamh Kavanagh sigrar í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva fyrir Írland með laginu In Your Eyes.
Framlag Íslands er lagið Þá veistu svarið.
Merkisatburðir
1 5 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
5
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
F
-3
5
A
0
2
2
F
F
-3
4
6
4
2
2
F
F
-3
3
2
8
2
2
F
F
-3
1
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K