Fréttablaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 23
Það eru mjög miklar þreifingar og við getum sagt að það sé kaupendamarkaður eins og staðan er í dag. Hrönn Greips- dóttir, fram- kvæmdastjóri Eldeyjar Alltaf til taks Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki Algjörlega hnökralaust Vodafone hentar mínum rekstri best. Þau hafa þjónustað okkur með allt sem þarf, algjörlega hnökralaust. Ísland áfram ódýrast frá Bandaríkjunum Bandaríkjamenn greiða að jafnaði minna fyrir flug til Íslands en ann- arra áfangastaða í Evrópu þrátt fyrir að WOW air sé hætt starf- semi. Þetta eru niðurstöður könn- unar sem leitarvélin Kayak fram- kvæmdi fyrir vefsíðuna Thrillist. Niðurstöðurnar voru birtar í byrjun maí, rúmum mánuði eftir fall WOW air. Skoðað var hvaða evrópski áfangastaður væri ódýr- astur frá 64 flugvöllum í Banda- ríkjunum og var Ísland ódýrasti kosturinn í 36 tilfellum. Icelandair og þrjú stærstu flugfélög Bandaríkjanna fljúga til Keflavíkurflugvallar í sumar en aðeins er flogið beint frá 15 flug- völlum í Bandaríkjunum. WOW air flutti hlutfallslega fleiri ferðamenn frá Norður- Ameríku og Mið- og Suður-Evrópu hingað til lands en önnur flug- félög og er því talið að gjald- þrot félagsins hafi, að öðru óbreyttu, mestu áhrifin á fjölda ferðamanna hingað til lands frá þessum markaðssvæðum. standa uppi í hárinu á bókunarsíð- unum, og teljum við það vera helstu ástæðuna fyrir góðri bókunarstöðu.“ Hrönn hjá Eldey tekur í sama streng. „Við höfum reynt að ná sem mestri sölu beint til okkar vegna þess að þóknanir til milliliða hafa verið yfirgengilegar. Við erum með dæmi um það að einstaka milliliðir hafa í krafti m.a. stærðar sinnar verið að taka 30-35 prósent af sölunni sem þóknun. Þetta er eitthvað sem við stefnum að því að lágmarka í öllum okkar félögum. Það má þó ekki skilja það þannig að milliliðir séu óþarfir því þeir eru vissulega ein leið í sölu- og markaðsstarfi en þóknanir þurfa að ná jafnvægi og vera stilltar í hóf þannig að báðir aðilar geti lifað af.“ Lítið að hafa upp úr samlegð Veitingarekstur hefur verið erfiður frá sumrinu 2017. Kostnaður hefur farið vaxandi en offramboð á veit- ingastöðum hefur leitt til harðrar samkeppni. Hrefna Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðar- ins, segir að gestum hafi fækkað á milli ára í maí og apríl. „Í fyrra var líka lægð eftir páska en í ár hefur lægðin verið aðeins dýpri. Við erum samt að búast við ágætu sumri. Sumrin hafa verið góð í gegnum tíðina þó að veturinn hafi verið harður,“ segir hún. Aðspurð segir Hrefna að samdrátt- ur í ferðaþjónustunni muni reynast yngri veitingastöðum erfiður. „Ég held að við munum sjá lokanir á veit- ingastöðum á næstu mánuðum. Eldri og rótgrónari staðir standa betur og hafa meiri stöðugleika en það verður erfitt fyrir yngri staði að fóta sig í þessu umhverfi.“ Jakob Einar Jakobsson, fram- kvæmdastjóri Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferða- þjónustunnar, segist einnig hafa fundið fyrir fækkun í apríl en hún hafi verið væg. Flestir viðskiptavinir Jómfrúarinnar eru Íslendingar en hlutfall erlendra ferðamanna er mest 30 prósent yfir sumarið. „Ég hugsa að gjaldþrotum muni fjölga. Ef maður horfir bara á veit- ingastaði í miðborginni þá er offramboð og menn eru mikið að keppa á verðum. Það er erfiðara að verðleggja þjónustu og gæði í umhverfinu í dag,“ segir Jakob. „Það er alltaf verið að tala um þroskaskeið ferðaþjónustunnar, að hún sé á ákveðnum stað og að fram undan sé samþjöppun í greininni. Ég held að samlegðaráhrif séu sýnd veiði en ekki gefin í veitingarekstri og það á sérstaklega við um miðbæinn. Þú nærð ekki fram neinni samlegð ef birgjar þurfa að afhenda vörur á mörgum stöðum. Allir veitinga- staðir þurfa sinn yfirkokk, yfirþjón og mannaðar vaktir og þar fram eftir götunum, þó svo menn reyni að spila með árstíðabundnum sveiflum eins og kostur er. Auk þess er veitinga- rekstur í eðli sínu mannaflafrek grein eins og ferðaþjónustan í heild raunar. Það er helst í yfirbyggingu, það er fjármálastjórn og bókhaldi, sem hægt er að finna samlegðaráhrif,“ segir Jakob. K ristófer Oliversson, f ram- kvæmdastjóri og eigandi Center- Hotels, segir óvissuna enn mikla. „Við erum að finna fyrir þessu núna í apríl og maí, og ég held að ódýrari gisting hafi orðið fyrir meira höggi. Það heyrir maður úr bransanum. Svo er spurning hvernig sumarið verður. Bókunarstaðan er ágæt en það er ekki útséð um það enn,“ segir Kristófer. Þá segir Björn hjá Kynnisferðum að rekstur bílaleigunnar Enterprise, sem er innan samstæðunnar, hafi verið í takt við áætlanir. „Bókunar- staðan fyrir sumarið er góð og hefur haldið áfram að vaxa. Það hefur verið minni fækkun en við áætluðum í hópi þeirra ferðamanna sem vilja keyra sjálfir. Ég kann ekki skýringu á því í fljótu bragði,“ segir Björn. „Reksturinn hjá bílaleigum var þungur 2017 og 2018 og þær hafa verið að fækka í flotanum, þannig að það hlýtur að hafa eitthvað með það að gera. Við erum að fækka bílum um 20 prósent frá því í fyrra og ég veit að stóru bílaleigurnar hafa einnig verið að fækka bílum.“ 7M I Ð V I K U D A G U R 1 5 . M A Í 2 0 1 9 MARKAÐURINN 1 5 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F F -5 D 2 0 2 2 F F -5 B E 4 2 2 F F -5 A A 8 2 2 F F -5 9 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.