Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 8

Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Staðreyndir eiga iðulega undirhögg að sækja þegar hart er tekist á. Eitt lítið dæmi um þetta eru orð fjármálaráðherra í sjón- varpsþætti á gaml- ársdag, eða öllu heldur þær umræð- ur sem um þessi orð spunnust.    Fjármálaráð-herra benti á að aðeins 1% sé með laun upp á 300.000 krónur á mán- uði. Í þessu vísaði hann til talna Hagstofunnar um heildarlaun full- vinnandi launamanna árið 2017.    Þessi orð fjármálaráðherra ollumiklu uppnámi meðal ein- stakra talsmanna og launaðra áróðursmanna verkalýðshreyfing- arinnar. Þessir menn kusu að túlka orð fjármálaráðherra á annan hátt en ástæða var til og afbaka þau svo að hentaði málstaðnum.    Og hver ætli málstaðurinn sé?Jú, svo undarlega vill til að verkalýðshreyfingin, sem ásamt öðrum hefur ástæðu til að þakka sér og fagna þeim mikla árangri sem náðst hefur í að bæta kjör al- mennings hér á landi á liðnum ár- um, virðist telja það eitt brýnasta verkefni sitt nú að tala þennan ár- angur niður.    Ekki verður annað séð en að þaðsem fyrir verkalýðsforkólfum vaki sé að byggja með þessu undir kröfur um áframhaldandi gríðar- legar launahækkanir sem atvinnu- lífið stendur engan veginn undir.    Og til að halda fram slíkum kröf-um virðist forysta sumra verkalýðsfélaga telja nauðsynlegt að hafna staðreyndum. Hvers kon- ar málstaður er það sem kallar á slík vinnubrögð? Bjarni Benediktsson Staðreyndirnar flækjast fyrir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ib Árnason Riis lést í Kaliforníu í Bandaríkj- unum í vikunni, tæp- lega 104 ára að aldri. Ib var elstur íslenskra karla. Hann var þekkt- astur fyrir að hafa ver- ið gagnnjósnari Breta á Íslandi í seinni heims- styrjöld. Ib fæddist 15. janúar 1915 í Danmörku, son- ur hjónanna Lovísu Nielsen og Árna Aðal- björnssonar. Hann ólst upp í Kaupmannahöfn og lærði til stýrimanns. Þjóðverjar sendu hann til Íslands til að njósna um umsvif breska hersins þar sem hann talaði íslensku. Eftir að hafa gengist undir þjálfun í njósnaskóla í Hamborg kom hann hingað til lands með kafbáti í mars 1942 með senditæki í fórum sínum og komst í land á sunnanverðu Langanesi eftir mikla hrakninga. Við komuna til Íslands gaf Ib sig strax fram við Breta og var í fram- haldinu sendur með skipi til Bret- lands, þar sem hann var skólaður til í gagnnjósnum. Að því búnu sneri hann aftur til Íslands og dvaldist hér á landi uns stríðinu lauk. Var honum falið að senda Þjóðverjum villandi skeyti með senditækinu sem hann hafði með sér til Íslands. Gekk hann sem gagnnjósnari und- ir dulnefninu Cobweb. Ásgeir Guðmundsson sagði sögu Ibs í bók sem nefnist Gagn- njósnari Breta á Ís- landi og kom út árið 1991. Ib flutti til Kanada árið 1949 og síðan til Bandaríkjanna árið 1955 og bjó þar til ævi- loka en hélt íslenskum ríkisborgararétti. Hann starfaði meðal annars hjá sjóminja- safninu í San Franc- isco. Helgi Felixson, sem unnið hef- ur að kvikmynd um Ib undanfarin ár, lýsti honum þannig í viðtali við Morgunblaðið á síðasta ári að hann væri ern og á róli, reykti pípu og fengi sér viskí og ákavíti. „Segir það halda sér heilbrigðum og harðneitar að taka öll lyf sem honum eru rétt.“ Einnig kom fram í viðtalinu við Helga að Ib talaði enn góða íslensku. Eiginkona Ibs var Sigrún Þórar- insdóttir en hún lést árið 2010. Þau eignuðust fjögur börn. Elstur íslenskra karla er nú Lárus Sigfússon, sem fæddist 5. febrúar 1915 og er því 103 ára. Þorkell Zak- aríasson er einnig 103 ára en hann fæddist 29. maí 1915. Andlát Ib Árnason Riis Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið hefur hætt við áform um að umreikna tollfrjálsa innflutnings- kvóta fyrir kjötvörur frá löndum ESB, yfir í ígildi kjöts með beini. Hefði slíkur umreikningur skert tollfrjálsan innflutning um allt að þriðjung. Ráðuneytið tilkynnti í maí á síð- asta ári að unnið væri að því að hrinda umreikningnum í fram- kvæmd til mótvægis við tollasamn- ing Íslands og ESB sem tók gildi 1. maí síðastliðinn, en samkvæmt samningnum eiga tollfrjálsir inn- flutningskvótar fyrir kjöt að fara mjög stækkandi næstu fjögur ár. Í kjölfarið gagnrýndi Félag at- vinnurekenda áform ráðuneytisins og benti meðal annars á að í tolla- samningum væri hvergi kveðið á um að tollfrjálsir innflutningskvótar fyrir kjötvörur skyldu miðaðir við kjöt með beini líkt og stefnt var að með umræddum umreikningi. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, segir niðurstöðuna vera mikið fagnaðar- efni og gleðitíðindi fyrir neytendur. „Nú blasir við að það aukna fram- boð á innfluttu kjöti á hagstæðu verði, sem samningurinn gaf fyr- irheit um, mun ganga eftir,“ segir Ólafur. Ákvörðunin sigur fyrir neytendur  Atvinnuvegaráðuneytið hættir við skerðingu tollkvóta fyrir kjöt frá ESB Morgunblaðið/Eggert Kjötvörur Tollfrjáls innflutningur á kjötvörum hefði skerst mikið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.