Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Útsalan er hafin Leður– Loðfóður Stamur gúmmísóli Nike Court B gh Mid uverð 998 ur 9.995 35,5-40 orou tsöl 4. erð áð Stærðir V 30-70% afsláttu r Ú 4. janúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 116.36 116.92 116.64 Sterlingspund 147.48 148.2 147.84 Kanadadalur 85.33 85.83 85.58 Dönsk króna 17.814 17.918 17.866 Norsk króna 13.417 13.497 13.457 Sænsk króna 13.008 13.084 13.046 Svissn. franki 118.23 118.89 118.56 Japanskt jen 1.0672 1.0734 1.0703 SDR 161.8 162.76 162.28 Evra 133.03 133.77 133.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 161.3788 Hrávöruverð Gull 1287.2 ($/únsa) Ál 1868.5 ($/tonn) LME Hráolía 54.12 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Rangt var farið með útlánareglur Festu Í frétt á forsíðu ViðskiptaMoggans í gær var því haldið fram að lífeyris- sjóðurinn Festa væri með stífustu viðmið allra lífeyrissjóða um veð- hlutföll þegar kemur að lánum til sjóðfélaga vegna kaupa á húsnæði. Þar var sagt að hámarks veðsetning- arhlutfall hjá sjóðnum væri 60%. Það er rangt. Hið rétta er að sjóður- inn metur áhvílandi, umreiknaðar veðskuldir, að viðbættu láni sjóðsins, mega við lánveitingu ekki vera um- fram 75% af fasteignamati eða 70% af söluverði fasteignar samkvæmt kaupsamningi. Upplýsingarnar um veðsetningarhlutfall Festu, sem og annarra lífeyrissjóða sem minnst var á í fréttinni, voru sóttar á vefsíð- una www.herborg.is, sem heldur ut- an um lánamöguleika fólks þegar kemur að kaupum á húsnæði. Skv. upplýsingum frá Festu hefur for- svarsmönnum vefsíðunnar verið bent á villuna er varðar lánareglur Festu en ekki verið brugðist við þeim ábendingum. LEIÐRÉTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Viðræður um samruna ferðaþjón- ustufyrirtækisins Arctic Adventures og fimm félaga í eigu Icelandic Tour- ism Fund, sem er í rekstri Lands- bréfa, eru á lokastigi og unnið er að því að binda lausa enda varðandi við- skiptin. Þetta herma heimildir Morg- unblaðsins. Stefnt var að því að til- kynna um viðskiptin í gær opinberlega en ekki tókst að standa við það. Yrði stórfyrirtæki á sviðinu Með samrunanum gæti orðið til eitt stærsta afþreyingarfyrirtækið í ís- lenskri ferðaþjónustu. Arctic Advent- ures hefur á síðustu árum tekið for- ystu í skipulagningu afþreyingarferða, bæði dagsferða og einnig lengri ferða um landið. Heim- ildir Morgunblaðsins herma að meðal þeirra fimm félaga sem stefnt sé að því að sameina Arctic Adventures séu félagið Into the Glacier sem rekur ís- göngin í Langjökli og afþreyingarfyr- irtækið The Lava Tunnel sem býður upp á ferðir í Raufarhólshelli í Leita- hrauni í Ölfusi. Morgunblaðið leitaði viðbragða forsvarsmanna Landsbréfa og Arctic Adventures við fréttum af fyrirhug- uðum samruna en þeir vörðust allra frétta. Milljarða velta Arctic Adventures rekur starfsemi sína í gegnum tvö dótturfélög, Straumhvarf ehf og Extreme Iceland ehf. Ekki liggja fyrir veltutölur fyrir nýliðið ár en heildarvelta félaganna tveggja á árinu 2017 nam ríflega 5 milljörðum króna. Bókfært verð fé- laganna í reikningum Arctic Advent- ures nam ríflega 4,2 milljörðum í lok árs 2017. Hagnaður félagsins nam 437 milljónum króna í fyrra. Stærstu eigendur þess eru Jón Þór Gunnars- son og Styrmir Þór Bragason með tæplega 24% hlut hvor, Davíð Más- son, Lilja Ragnhildur Einarsdóttir, Halldór Hafsteinsson og Sigurlaug S. Hafsteinsson með um 12% hlut hvert. Icelandic Tourism Fund var stofn- aður að frumkvæði Landsbréfa. Líf- tími sjóðsins er áætlaður til ársins 2022 og er gert ráð fyrir að líftími ein- stakra fjárfestinga vari í 3-7 ár. Stærð sjóðsins var ákvörðuð 4,1 milljarðar króna og miðað við að hámarksstærð hverrar fjárfestingar yrði ekki hærri en sem næmi 20% af heildarstærð sjóðsins. Margar fjárfestingar sjóðsins Sjóðurinn hefur m.a. fjárfest í fé- laginu Into the Glacier ehf. og á 96% hlut í því. Bókfært verð félagsins í árslok 2017 nam 1,5 milljörðum króna. Þá á félagið 70% hlut í Óbyggðasetri ehf. á Egilsstöðum, Skútusiglingum ehf. á Ísafirði, sem rekur Borea Adventures (60%), LAVA, Eldfjalla- og jarðskjálftasetri á Hvolsvelli (55%), Eignarhaldsfélag- inu Perlu Norðursins ehf. (26%), sem rekur íshelli og sýningu í Perlunni í Öskjuhlíð, Þríhnúkagíg (51%), Rauf- arhólshelli (38%) og ST Holding sem á og rekur hvalasýninguna Whales of Iceland við Grandagarð (34%). Sam- kvæmt ársreikningi Icelandic Tour- ism Fund voru hluthafar sjóðsins níu í árslok 2017. Stærstan eignarhlut átti Icelandair Group með 29,13%, Landsbankinn með 19,9%, Lífeyris- sjóður verslunarmanna með 14,56%, Gildi lífeyrissjóður með 9,71% líkt og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda átti 6,32%, Lífsverk lífeyrissjóður 5,81%, Festa lífeyrissjóður 2,43% og Íslenski lífeyrissjóðurinn 2,43%. ITF skilaði tæplega 368 milljóna hagnaði á árinu 2017 og lækkaði hagnaðurinn úr 391 milljón tæplega árið 2016. Í árslok 2017 voru eignir sjóðsins metnar á 4 milljarða króna og eigið fé var 3,9 milljarðar króna. Viðræður um stórsamruna í ferðaþjónustu á lokastigi Morgunblaðið/Styrmir Kári Afþreying Með viðskiptunum yrði ákveðin samþjöppun á markaði með afþreyingu fyrir ferðamenn hér á landi.  Arctic Adventures stefnir að samruna við fimm félög í eigu Icelandic Tourism Fund Samkvæmt athugun Viðskiptaráðs þyrfti að hækka 1. skattþrep upp í 60,54% til þess að útfæra kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar í yfir- standandi kjaraviðræðum þess efnis að skattleysismörk verði miðuð við lægstu laun. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skoðanapistli Við- skiptaráðs sem nefnist „Vinnumark- aðslegur ómöguleiki“ sem birtur var í gær en þar eru ýmsar kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar gagn- rýndar harkalega. Á meðal kröfugerða sem taldar eru „óraunhæfar og ekki í takti við efnahagslegan raunveruleika“ eru breytingar á skattkerfinu sem gera ráð fyrir skattfrelsi lægstu launa. Sem þýðir að skattleysismörk yrðu við 300 þúsund krónur á mánuði með hækkun persónuafsláttar. Það hefði í för með sér 149 milljörðum lægri tekjur ríkis og sveitarfélaga sam- kvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Sú upphæð samsvarar rekstri Landspítalans í á þriðja ár og því þyrfti að hækka skattprósentur verulega á móti. Það hefði í för með sér að 1. skattþrep yrði hækkað upp í 60,54% og annað þrepið upp í 67,25% samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Hugmyndir um að setja hátekjuskatt á tekjur yf- ir 20 milljónum á ársgrundvelli myndi skila rúmlega 5 milljörðum aukalega segir í greininni sé miðað við 75% skatt. „Staðreyndin er sú að margfalt fleiri Íslendingar eru í millitekjuhópum heldur en hátekju- hópum og því lenda byrðarnar óum- flýjanlega á millitekjuhópum.“ Morgunblaðið/Golli Skattur Viðskiptaráð gagnrýnir hugmyndir verkalýðsforystunnar. Fyrsta skattþrep yrði 60,54%  Gagnrýna kröfu- gerðir verkalýðs- hreyfingarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.