Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
morgunmat sleppt en víða var
staldrað við hjá fólki á leiðinni.
Alls staðar var boðið upp á kaffi
en án meðlætis. Þegar vel var lið-
ið á dag og fátt benti til að frekari
næring væri í vændum örlaði á
áhyggjum. Við vissum að í
næturstað var ekki matar að
vænta. Við svo búið mátti því
ekki standa. Frá Fáskrúðsfirði
hringdi ég í Diddu og Árna og
auðvitað vorum við velkomnir til
þeirra. Síðla kvölds þegar við
renndum í hlað á Steinholtsveg-
inum beið okkar næringarmikil
kjötsúpa og í framhaldinu hófst
skemmtileg samfélagsefling og
að sjálfsögðu var okkur boðin
næturgisting.
Nokkrum árum síðar komum
við hjónin í heimsókn á Stein-
holtsveginn með eldri dætrum
okkar. Didda tók fagnandi á móti
stelpunum og áhugi hennar á
þeim var ekki síðri en gagnvart
eigin ömmubörnum. Nóg var um
áhugaverð leikföng fyrir unga
krakka. Eftir góðar veitingar og
áhugavert spjall þar sem fróð-
leiks- og ættarsögur frá Eskifirði
voru í öndvegi reyndist erfitt að
fá stelpurnar til að yfirgefa dá-
semdina.
Fyrir tveimur árum sendi
Didda mér bréf þar sem hún
sagði fréttir af börnum og barna-
börnum. Bréfinu fylgdi mynd,
ein af fáum sem til eru af Vil-
borgu ömmu minni. Þessi sanna
ræktarsemi gladdi mig mjög.
Missir Árna frænda míns er
mikill og söknuðurinn sár. Megi
bjartar og gleðilegar minningar
um elskaða eiginkonu vera hon-
um ljós í skammdeginu. Guð
blessi minningu Ragnhildar
Kristjánsdóttur og styrki Árna,
börn hans og fjölskyldur þeirra
um ókomna tíð.
Halldór Árnason.
„Við fráfall þeirra sem eru ná-
inn hluti af lífi manns kemur það
alltaf á óvart á einhvern hátt,
þrátt fyrir að vera það eina sem
er óumflýjanlegt í lífinu.“ Þannig
hófst minningargrein sem Ragn-
hildur Kristjánsdóttir, Didda,
skrifaði um móður mína 11. júní
2012 og eru það orð að sönnu.
Hann rennur mér seint úr
minni dagurinn sem Árni móð-
urbróðir minn kom austur með
kærustuna sína, hana Diddu, í
fyrsta sinn, en þá hef ég verið
svona 6-7 ára. Við fjölskyldan á
Hlíðarenda biðum svo spennt eft-
ir þeim og urðum svo sannarlega
ekki fyrir vonbrigðum. Við Didda
urðum strax góðar vinkonur.
Alla tíð síðan hefur vinskapur
okkar haldist og aldrei borið
skugga á.
Didda hvatti mig alltaf til
góðra verka og lagði mikið upp
úr því við mig að ég stæði mig vel
í námi. Hún gladdist með mér
þegar vel gekk. Íslenskan var
henni mjög hugleikin og hún var
óþreytandi í því að leiðrétta mig
og leiðbeina. Þágufallssýkin fór
sérstaklega í taugarnar á henni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Didda var mjög vel gefin kona
og víðlesin, hún lét sig miklu
varða bæjarmálin og kom oftar
en ekki sínum málum á framfæri
við bæjarfulltrúa og aðra sem
hlut áttu að máli.
Hún var sterkur persónuleiki
og það voru forréttindi að fá að
kynnast henni, alast upp með
henni og eiga hana að vinkonu.
Hennar verður sárt saknað.
Elsku Árni minn, Kristín,
Halldór, Björn, Sigrún, Guð-
mundur, Auður og fjölskyldur.
Innilegustu samúðarkveðjur og
megi góður guð styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Sólveig Halla
Kristmannsdóttir.
✝ SigurbjörgGeirsdóttir
fæddist að Hallanda
í Hraungerðis-
hreppi 10. júlí 1932.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Foss-
heimum, á Selfossi
18. desember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Margrét
Þorsteinsdóttir, f.
1896, d. 1987, og
Geir Vigfússon, f. 1900, d. 1975,
þau voru bændur í Hallanda.
Systkini Sigurbjargar eru:
Helga, f. 1923, d. 2017, Sólveig, f.
1924, d. 2015, Karítas, f. 1925, d.
2001, Óskar, f. 1928, d. 2005,
Margrét, f. 1934, uppeldisbróðir
Hörður, f. 1942, hálfbróðir sam-
feðra Reynir, f. 1921, d. 1994.
Sigurbjörg giftist 20. des. 1952
Hauki Gíslasyni bónda og hrepp-
stjóra á Stóru-Reykjum í Hraun-
gerðishreppi, f. 23. des. 1920, d.
26. júlí 2002. Foreldrar hans
voru María Þorláksína Jóns-
dóttir, f. 1885, d. 1960, og Gísli
Jónsson, f. 1877, d. 1960, þau
voru bændur á Stóru-Reykjum.
Sigurbjörg og Haukur eign-
uðust sex börn, þau eru: 1) María
Ingibjörg, f. 1953, gift Ólafi
Kristjánssyni, f. 1949, dætur
þeirra eru a) Sigurbjörg Harðar-
dóttir, f. 1971, gift Gesti Guðrún-
arsyni, f. 1977. Börn Sigur-
bjargar og fv. eiginmanns
Ingvars Ólafssonar, f. 1968, eru
Björgvin Óli, f. 1990, kvæntur
Þórunni Ástu Helgadóttur, f.
1992, dóttir þeirra Ellen Mar-
grét, f. 2018. Davíð Logi, f. 1993,
og María Björg, f. 1998. b) Auð-
björg Ólafsdóttir, f. 1979, gift Óla
Erni Eiríkssyni, f. 1979, synir
þeirra eru Eiríkur Skorri, f.
Úlfarsdóttir, f. 2017. 4) Gísli, f.
1961, kvæntur Jónínu Einars-
dóttur f. 1964, börn þeirra eru a)
Haukur, f. 1986, sambýliskona
Edda Sigurjónsdóttir, f. 1990,
börn þeirra eru Bergþóra, f.
2011, Salka, f. 2016,og Freyr, f.
2018. b) Geir, f. 1988, sambýlis-
kona Aldís Þórunn Bjarnadóttir,
f. 1993. c) Guðrún, f. 1991. d)
Gunnhildur, f. 1995, kærasti Jón-
as Guðjónsson, f. 1993. 5) Vigdís,
f. 1965, gift Þorsteini Erni Sigur-
finnssyni, f. 1964, d. 2010, þau
skildu 2002, börn þeirra a) Hlyn-
ur, f. 1993, b) Sólveig, f. 1998. 6)
Hróðný Hanna, f. 1969, gift Hró-
bjarti Erni Eyjólfssyni, f. 1966,
börn þeirra a) Óskar Örn, f. 1990,
sambýliskona hans er Tinna
Dögg Tryggvadóttir, f. 1989. b)
Dagný Hanna, f. 1992, sambýlis-
maður hennar er Hákon Garðar
Þorvaldsson, f. 1988, sonur þeirra
Heimir Örn, f. 2016. c) Karitas, f.
2005. d) Sigurbjörg, f. 2005.
Sigurbjörg ólst upp við almenn
sveitastörf og gekk í Barnaskól-
ann í Þingborg og síðan í Hús-
mæðraskólann á Laugarvatni.
Sigurbjörg og Haukur voru
bændur á Stóru-Reykjum alla
sína starfsævi. Með bústörfum
vann Sigurbjörg við sauðfjár-
slátrun á haustin hjá Sláturfélagi
Suðurlands á Selfossi. Sigurbjörg
var lífsglöð og félagslynd kona,
hún starfaði með UMF Baldri og
átti lengi félagsmet í hlaupum.
Einnig var hún bæði formaður og
síðar heiðursfélagi í Kvenfélagi
Hraungerðishrepps. Þá söng hún
í kirkjukór Hraungerðiskirkju
um árabil. Hún studdi Fram-
sóknarflokkinn og sat í stjórn
Framsóknarfélags Árnessýslu.
Sigurbjörg starfaði í nokkur ár
með eldri borgurum á Selfossi, og
söng í Hörpukórnum, einnig var
hún í leshring um Íslendinga-
sögurnar og ferðaðist á söguslóð-
ir með þeim.
Útför Sigurbjargar fer fram
frá Selfosskirkju í dag, 4. janúar
2019, klukkan 13.30.
2009, Ólafur Flóki,
f. 2011, og Þorfinn-
ur Torfi, f. 2017. c)
Kristín Björg Ólafs-
dóttir, f. 1981, gift
Annasi Jóni Sig-
mundssyni, f 1979,
þau eru skilin, dæt-
ur þeirra eru Agnes
Eir, f. 2011, og
María Lovísa, f.
2015. d) Guðmunda
Þóra Björg Ólafs-
dóttir, f. 1985, sambýlismaður
Sigurjón Njarðarson, f. 1979,
dætur þeirra eru Lára Sif, f.
2012, og Edda Sjöfn, f. 2015. 2)
Margrét, f. 1955, gift Guðna
Ágústssyni, f. 1949, dætur þeirra
eru a) Brynja, f. 1973, gift Auð-
uni Sólberg Valssyni, f. 1964,
börn þeirra eru Guðni Valur, f.
2000, Salka Margrét, f. 2002, og
Óliver Tumi, f. 2005, sonur Auð-
uns er Jökull Sólberg, f. 1986,
sonur hans er Rökkvi Sólberg, f.
2010. b) Agnes, f. 1976, var í sam-
búð með Guðna Vilberg Björns-
syni, f. 1979, börn þeirra eru
Freyja, f. 2003, og Snorri, f. 2006.
c) Sigurbjörg, f. 1984, gift Arnari
Úlfarssyni, f. 1980, dætur þeirra
eru Eva, f. 2012, og Eik, f. 2015.
3) Gerður, f. 1958, var í sambúð
með Karli Bergmann, f. 1952,
börn þeirra eru a) Haukur Logi,
f. 1979, kvæntur Áslaugu Dögg
Karlsdóttur, f. 1983, börn þeirra
eru Aría, f. 2013, og Kári, f. 2015.
b) Sverrir Kári, f. 1980, sambýlis-
kona Helena Kristinsdóttir, f.
1982, börn þeirra eru Embla
Karen, f. 2004, Gerður Lind, f.
2007, og Aron Karl, f. 2016. c)
Snædís, f. 1988, sambýlismaður
Úlfar Kári Jóhannsson, f. 1992,
dætur þeirra eru Margrét Guð-
mundsdóttir, f. 2009, og María S.
Takk mamma.
Móðurást er að elska án skil-
yrða.
Móðurást er að hugga og
hvetja.
Móðurást er að sjá tilgang í öllu
sem gerist.
Móðurást er að trúa á hæfileika
án efa.
Móðurást er vissa um að allt
heppnist.
Móðurást er að gleðjast og
hlæja.
Móðurást er endalaus og
óafturkræf.
Þessa vitneskju færðir þú mér
og ég vona að ég hafi borið hana
áfram.
Takk mamma.
Gerður.
Sigurbjörg Geirsdóttir á Stóru-
Reykjum er horfin inn í eilífðina
sátt við Guð og menn. Það var
fólgin mikil hlýja og vinsemd sam-
ferðafólksins þegar það nefndi
nafnið hennar, Sigga á Stóru-
Reykjum. Hún bjó við nágranna-
sæld – öllu frændfólki,vinum og
sveitungum var hlýtt til hennar.
Hún var umtalsfróm og lét sig
varða gleði og sorg samferða-
mannanna.
Sagt er að við séum gen for-
feðra okkar, Sigga sótti marga
kosti til foreldra sinna Margrétar
og Geirs í Hallanda. En í fasi og
lund líktist hún mjög föður sínum
sem var einstaklega fjörmikill og
skemmtilegur maður.
Sigga hafði góða söngrödd,
hljómmikla og fagra og var syngj-
andi allt sitt líf í Ungmennafélag-
inu, Kirkjukórnum í Hraungerði
eða Hörpu-kórnum á Selfossi og í
öllum skemmtilegu bændaferðun-
um sem þau Haukur fóru í með
Agnari Guðnasyni um vínakra-
héruð Þýskalands og víðar.
Snemma í æsku þroskaðist fé-
lagsvitund hennar og glaðværð
með skemmtilegu fólki því það
var mikið líf og fjör í Langholts-
hverfinu þegar hún var að alast
upp, stórir systkinahópar og svo
sumarkrakkarnir. Hún sagði okk-
ur oft frá fjörinu ekki síst þegar
engjaslátturinn hófst, þá var nú líf
og fjör, heybandslestir streymdu
heim á bæina í röðum, hún og Ósk-
ar bróðir hennar bundu oftast
saman, hann vaskastur allra
manna að hverju sem hann gekk.
Eftir erfiðan dag var farið í reiðtúr
á kvöldin eða upp í Einbúa að
keppa í íþróttum. Eða þá böllin öll
í Þingborg og Brautarholti og víð-
ar – þá var nú farið á ball og dans-
að niður úr sokkunum. Þessi lífs-
glaða og skemmtilega stúlka
þurfti ekki að bíða lengi eftir sín-
um draumaprinsi. Haukur á
Stóru-Reykjum var glæsilegur
ungur maður og tókust með þeim
ástir og um tvítugt var hún komin
að Stóru-Reykjum á höfðingja- og
forystuheimili sveitarinnar þar
sem tengdaforeldrarnir Gísli og
María höfðu gert garðinn frægan
og Hannes bróðir Gísla var í heim-
ilinu alla tíð. Fljótt færðist allur
þungi heimilishaldsins á Siggu og
það sagði hún mér að aldrei fór
styggðaryrði á milli hennar og
gamla fólksins.
Alla tíð hefur verið gestkvæmt
á Stóru-Reykjum. Haukur var
hreppstjóri og þá fylgdu því starfi
skyldur og nokkur erill í sveitum
landsins. Þau hjón stóðu alltaf eins
og eitt í hverju því verki sem þau
tóku sér fyrir hendur, búskapur-
inn var í fremstu röð og jörðina
byggðu þau upp. Gísli sonur þeirra
og Jónína tengdadóttir búa nú á
Stóru-Reykjum og er þar staðar-
legt heim að líta. Sigga var á und-
an sinni samtíð og tók að stunda
heilsubótargöngur á besta aldri og
fór oft mikinn enda létt á fæti. Það
sögðu barnabörnin hennar að þau
hefðu ekki við henni á reiðhjóli og
bættu við, svona til að stríða hesta-
mönnunum á nágrannabæjunum,
að þeir yrðu að berja fótastokkinn
á gæðingunum til að hafa við
ömmu sinni. Einstaka rækt og
kærleika lagði hún í lítinn og frið-
sælan blett æskustöðvanna á Hall-
andaengjunum sem hún nefndi
Kompur, þar byggðu þau Haukur
lítið sumarhús og áttu margar
góðar stundir. Ég sé hana í anda
ganga um lundinn sinn, huga að
blómunum og gróðri vorsins, allt
var það eins og annað gert af alúð
og veisluborðið hennar stóð öllum
opið. Nú er komið að leiðarlokum,
einstök móðir og amma er kvödd
hinstu kveðju. Afkomendum sín-
um var hún leiðarljós og stórum
hópi sveitunga og vina minnis-
stæð fyrir glaðværðina sem henni
fylgdi og einstakt viðmót og vin-
arþel. Blessuð veri minning
Sigurbjargar Geirsdóttur.
Guðni Ágústsson.
Elsku amma, ég ætla að reyna
að skrifa örfá minningarorð til
þín. Það flækist þó heilmikið fyrir
mér því minningarnar okkar sam-
an eru svo ótal margar og erfitt að
velja úr til að skrifa um. Minn-
ingar sem ná aftur til þess tíma
sem ég man fyrst eftir mér og var
mikið hjá þér og afa á Stóru-
Reykjum, og fram að þeim degi
sem við áttum saman nú um miðj-
an nóvember þegar þú hittir
fyrsta langalangömmubarnið þitt,
hana litlu Ellen Margréti.
Þú hefur alltaf verið fyrir-
myndin mín í lífinu og þegar ég
var lítil ætlaði ég að verða alveg
eins og þú og hef ég reynt að hafa
gæsku þína, hlýju og góðmennsku
að leiðarljósi í lífinu. Þú hefur líka
alltaf haft mikil áhrif á mig í gegn-
um árin og þegar ég var 9 ára
sendir þú mér póstkort frá París
þar sem þið afi voruð á ferðalagi.
Kortið hófst á orðunum „sæl
nafna mín“, og svo sagðir þú mér
frá því að þið hefðuð farið upp í
Eiffelturninn en það var einmitt
mynd af honum á kortinu góða.
Þetta kort hafði mikil áhrif á mig
og ákvað ég þarna 9 ára að einn
daginn skyldi ég líka fara upp í
Eiffelturninn sem ég gerði 30 ár-
um seinna þegar við Gestur heim-
sóttum París saman. Og að sjálf-
sögðu fann ég svipað kort og ég
hafði fengið frá þér og sendi til þín
með fréttum úr Eiffelturninum.
Það var alltaf svo gott að koma
í heimsókn til þín og ósjaldan var
boðið upp á ömmubrúnköku sem
er sú allra besta brúnkaka sem til
er. Yfir kaffibolla og brúnköku
var svo spjallað um allt milli him-
ins og jarðar en þó oftast um fólk-
ið þitt sem allt var þér svo kært.
Þú varst alltaf vel inni í því hvað
allir í fjölskyldunni höfðu fyrir
stafni, hvað hver var að læra, hvar
var von á barni og lengi vel mund-
ir þú alla afmælisdaga þrátt fyrir
ört vaxandi fjölskyldu.
Þegar ég flutti norður til Akur-
eyrar til að fara í háskólanám
fylgdist þú vel með mér og sýndir
náminu mínu mikinn áhuga sem
og því nýja lífi sem ég var að fóta
mig í. Við María Björg minnumst
báðar með hlýju tímans þegar þú
komst í heimsókn til okkar norður
í fyrsta sinn. Þá þurftir þú að fara
í smá læknastúss á Akureyri og
við vorum svo heppnar að fá þig í
gistingu á meðan og fá að stjana
aðeins við þig. Það var okkur öll-
um dýrmætur tími og ég man
hvað mér leið vel í hjartanu þegar
þú og María Björg sátuð við eld-
húsborðið á kvöldin og spiluðuð
saman. Þú komst svo nokkrum
sinnum í viðbót í heimsókn til okk-
ar þegar við Gestur vorum farin
að búa saman og alltaf var nota-
legt að fá þig í heimsókn. Þú taldir
aldrei eftir þér að koma norður
hvort sem var í helgarheimsókn
eða til að fagna með okkur ferm-
ingu, útskriftum eða giftingu.
Elsku amma, ég á eftir að
sakna þín mikið og vildi óska þess
að þú værir enn hjá mér og tækir
á móti mér með kveðjunni „er
þetta ekki hún nafna mín komin“,
en ég veit að þú þráðir hvíldina og
ég trúi því að nú líði þér vel og
sért loksins búin að hitta elsku afa
aftur sem þú hefur saknað svo
sárt.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Þín nafna,
Sigurbjörg.
Nú er elsku amma uppi búin að
kveðja þennan heim og við minn-
umst hennar með þakklæti efst í
huga.
Það voru mjög mikil forréttindi
að fá að alast upp með hana í
næsta húsi. Það var alltaf hægt að
leita til hennar og nýttum við
systkinin það óspart, hvort sem
það var til þess að spjalla um dag-
inn og veginn, spila eða bara
brasa eitthvað með henni.
Sú skemmtilega hefð myndað-
ist að amma hafði alltaf morgun-
kaffi fyrir okkur og mömmu og
pabba eftir fjós. Þar klikkaði
amma ekki á kræsingunum og
oftar en ekki var brúnkaka og
smurt brauð á boðstólum. Í seinni
tíð reyndi maður sem oftast að ná
morgunkaffinu hjá ömmu þegar
maður var heima í fríi, því þetta
voru okkar mestu gæðastundir.
Amma var alltaf til í að létta undir
við búskapinn hvort sem það var
að kíkja í fjárhúsin á sauðburði
eða finna til kaffi og koma með út
á tún þegar heyskapur stóð sem
hæst.
Amma var mikill dýravinur og
var alltaf komin út til að hjálpa
þegar eitthvað stóð til í fjósinu eða
í fjárstússi. Hún dekraði við kett-
ina og hundana með allskonar
góðgæti og var mjög dugleg að
taka hundana með í göngu. Hún
var alltaf í essinu sínu þegar það
voru smalamennskur og verið var
að setja út kýrnar. Þá yngdist hún
upp um mörg ár og gleymdi sér
alveg í stað og stund. Það er t.d.
mjög minnisstætt þegar verið var
að setja út kýrnar fyrir nokkrum
árum og amma aðeins farin að
eldast, í öllum asanum ætlaði hún
að hlaupa fyrir og loka einni grind
en það fór ekki betur en svo að
hún féll um koll með grindinni
þegar kýrnar hlupu á hana. Hún
kippti sér þó ekkert upp við þetta
heldur hló bara að sjálfri sér og
skildi ekki hvernig henni hefði
dottið þetta í hug á gamals aldri.
Það var alveg sama hvað amma
gerði, hún gerði allt af miklum
krafti og dugnaði. Við vissum allt-
af að eitthvað mikið stóð til þegar
amma setti upp grænu derhúf-
una, en þá lá leiðin oftar en ekki út
í garð eða að sinna lóðinni við
sumarbústaðinn.
Amma var inni í allri þjóð-
félagsumræðu og hafði sterkar
skoðanir á flestum málum. Hún
hafði gaman af öllum manna-
mótum og ræktaði vel samband
við fjölskyldu og vini.
Hennar verður sárt saknað.
Haukur, Geir, Guðrún
og Gunnhildur.
Í bernskuminningunni var það
ævintýralegt að heimsækja
ömmu og afa að Stóru Reykjum
upp úr miðjum níunda áratug síð-
ustu aldar og fram á þann tíunda.
Búandi norður í landi var það
töluverð reisa fyrir okkur bræð-
urna að komast suður um heiðar
og dveljast um tíma á ættaróðal-
inu í Hraungerðishreppnum. Við
vorum gjarnan sendir einir með
rútu úr Varmahlíð á Selfoss, sem
gat orðið svaðilför í vorhretum og
vegakerfi þess tíma.
Þegar í sveitina var komið
fannst þar fyrir Haukur afi reykj-
andi pípu og leggjandi sig á eld-
húsbekknum yfir hádegisfréttun-
um á milli anna í búskapnum.
Síðan var það amma, sem ávallt
var með heimalagaðar kræsingar
á borðum sex sinnum á dag.
Morgunkaffi fyrir og eftir mjaltir,
hádegisverður, kaffi, kvöldmatur
og kvöldkaffi. Brúnkaka með
mjólk beint úr mjólkurtanknum
og heimagerðar flatkökur voru í
uppáhaldi hjá mér. Helsta iðja
okkar bræðranna í heimsóknun-
um var að dvelja langdvölum í
heita pottinum, en á þeim tíma
voru slík mannvirki ekki á hverju
strái og vorum við því oft á tíðum
vel útvatnaðir með fingur og tær
eins og sveskjur.
Nú eru þessi heiðurshjón bæði
fallin frá eftir langt og glæsilegt
lífshlaup, afi snemma á öldinni, en
amma skömmu fyrir síðastliðin
jól. Ég minnist þeirra með hlýjum
hug ekki hvað síst vegna þeirra
skemmtilegu æskuminninga sem
ég á frá heimsóknum okkar
bræðranna til þeirra að Stóru
Reykjum. Minningar sem í dag
eru sýn inn í veröld sem var. Það
er kannski tímanna tákn að ein
fyrsta bernskuminningin mín af
þeim hjónum var hvernig þau
geymdu bæði tennurnar úr sér í
glasi í eldhúsinu á nóttunni, nokk-
uð sem er sjaldgæft í dag en var
alsiða um og upp úr miðri síðustu
öld.
Haukur Logi Karlsson.
Margs er að minnast þegar
Sigurbjörg Geirsdóttir á Stóru-
Reykjum hverfur til feðra sinna
og mæðra. Hún er síðust til þess
af fyrsta ættliðnum frá afa mínum
og ömmu, Gísla Jónssyni og Mar-
íu Þ. Jónsdóttur á Reykjum.
Mér er í fersku minni þegar
Sigurbjörg giftist Hauki móður-
bróður mínum. Þau voru upp-
runnin í sömu sveit, samstillt í lífs-
viðhorfum og samhent. Þau
bjuggu rausnarbúi á ættaróðalinu
áratugum saman. Þangað var gott
að koma og við systkinin vorum
þar tíðir gestir í æsku ásamt for-
eldrum okkar, ýmist til lengri eða
skemmri dvalar. Sigurbjörg var
minnisstæð kona, hlý í viðmóti og
brosmild. Hún kippti sér svo
sannarlega hvorki upp við barna-
fjöld heima fyrir né gestanauð
fjölmennrar ættar, heldur töfraði
fram veitingar viðstöðulaust eins
og birgðirnar tækju engan enda.
Jafnframt var rætt í þaula um
landsins gagn og nauðsynjar í
samræmi við hefðir hússins og
áhugamál húsráðenda.
Ég tel mig geta fullyrt að
Sigurbjörg var okkur öllum kær,
ættmennum Hauks, og naut virð-
ingar fyrir elskulega skaphöfn
sína og dugnað. Við Svanlaug
systir mín og fjölskyldur okkar
sendum afkomendum hennar og
öðrum aðstandendum hugheilar
samúðarkveðjur. Minningin um
hana mun lifa um ókomin ár.
Þorsteinn Vilhjálmsson.
Sigurbjörg
Geirsdóttir