Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
Bíldshöfði 9
Smáratorg 1
He 1 1lluhraun 6- 8
Fiskislóð 1
Við eru
í þínu
hverfi
m
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Á árinu 2018 luku alls 37 lögfræðing-
ar prófum til öflunar réttinda til
málflutnings fyrir héraðsdóm-
stólum, 25 karlar og 12 konur. Er
þetta fækkun frá árinu 2017, þegar
48 lögfræðingar luku slíkum prófum,
að því er fram kemur í nýútkomnu
Lögmannablaði.
Hlutfall kvenkyns þátttakenda ár-
ið 2018 var það næstlægsta frá því
núverandi kerfi réttindaöflunar tók
gildi árið 2000. Lægst fór hlutfallið í
28,8% árið 2009 en hæst fór það í
66% árið 2016.
Þá segir að sé hlutfall kynjanna
skoðað heildstætt megi sjá að það er
tiltölulega jafnt. Af þeim 1.079 lög-
fræðingum sem lokið hafa öflun mál-
flutningsréttinda fyrir héraðsdóm-
stólum, í núgildandi kerfi, eru 583
karlar eða 54% af heildarfjölda á
móti 496 konum sem eru 46%. Þeim
sem sótt hafa réttindanámskeiðin
hefur fækkað jafnt og þétt á síðustu
árum.
„Að öllum líkindum má rekja
þessa þróun til fækkunar útskrif-
aðra lögfræðinga og takmarkaðri at-
vinnumöguleika þeirra sem ljúka
laganámi. Eins og áður segir luku
aðeins 37 lögfræðingar námskeiði til
öflunar málflutningsréttinda á árinu
2018 samanborið við 90 lögfræðinga
þegar mest lét árið 2013,“ segir í
Lögmannablaðinu.
Þessi fækkun lögmannsefna end-
urspeglist svo í fjölda félagsmanna í
Lögmannafélagi Íslands en þeim
hefur fækkað nokkuð síðustu miss-
eri. Eru þeir nú 1.072 samanborið
við ríflega 1.100 þegar fjöldinn var
mestur á árinu 2016. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Færri afla sér mál-
flutningsréttinda
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
Haldið verður upp á þrettánda og
síðasta dag jóla víðsvegar um landið
um helgina. Dagskrár eru afar fjöl-
breyttar að vanda og eru álfabrenn-
ur, blysfarir, flugeldasýningar og
jólasveinar víða á meðal dagskrár-
liða.
Á Reykjavíkursvæðinu verður
sameiginleg Þrettándagleði Hlíða-
hverfis, Vesturbæjar og Miðborgar
haldin kl. 18 á sunnudag þegar geng-
ið verður með kyndla frá Melaskóla
að þrettándabrennu við Ægisíðu. Þá
hefst svipuð dagskrá í Grafarvogi kl.
17 við Gufunesbæ með vöfflusölu áð-
ur en farin verður blysför í fylgd álfa
og jólasveina kl. 17:55.
Þrettándagleði Grafarholts hefur
þetta árið verið færð fram um einn
dag og hefst því kl. 18:30 á morgun,
laugardag, þegar farin verður blys-
för frá Guðríðarkirkju með Skóla-
hljómsveit Grafarvogs í broddi fylk-
ingar. Þá verður tendruð þrettánda-
brenna og jólasveinar taka lagið
áður en þeir halda aftur til fjalla.
Í Hafnarfirði verða jólin kvödd
með dansi og söng á Ásvöllum á
sunnudag og hefjast hátíðarhöld kl.
17. Verður meðal annars boðið upp á
stjörnuljós, kakó og vöfflur. Þá verð-
ur á Álftanesi tendruð þrettánda-
brenna kl. 17:30.
Á Akureyri hefjast hátíðarhöld
með blysför í fylgd trölla og púka
kl. 16. á sunnudag og verður í kjöl-
farið boðið upp á fjölbreytta dag-
skrá söng- og dansatriða fyrir fólk
á öllum aldri.
Eyjamenn byrja í kvöld
Í Vestmannaeyjum verður haldið
í þá hefð að kveðja jólin á föstudegi
líkt og lengi hefur tíðkast, meðal
annars sökum skemmtanagleði
heimamanna. Hin árlega
þrettándaganga hefst kl. 19 og
þrettándadansleikur verður hald-
inn á miðnætti í kvöld í Höllinni. Þá
er áframhaldandi dagskrá í Vest-
mannaeyjum á morgun og sunnu-
dag og er m.a. boðið upp á jólarat-
leik og helgistund í Stafkirkju.
Þá taka Mosfellingar einnig for-
skot á sæluna á morgun, en hátíð-
arhöld hefjast í Mosfellsbæ með
blysför kl. 17:30. Að sögn Auðar
Halldórsdóttur, forstöðukonu
menningarmála í Mosfellsbæ, er
þrettándabrennan stærsti árlegi við-
burður bæjarins og eru að jafnaði
þúsundir þátttakenda.
Lengi hefur tíðkast að halda há-
tíðlegan þennan síðasta dag jólahá-
tíðarinnar með útiskemmtunum og
brennum og var dagurinn frídagur á
Íslandi til ársins 1770. Var hann
upprunalega kallaður opinberunar-
hátíð og á rætur að rekja til 4. aldar
þegar yfirvöld í Rómaborg ákváðu
að gera 25. desember að fæðingar-
degi Jesú, en austursvæði kirkj-
unnar hafði þá í tvær aldir haldið
upp á 6. janúar sem fæðingardag
Krists. Var því ákveðið að fæðingar-
dagurinn yrði 25. desember en
minning hinnar mikilvægu skírnar í
kristinni trú yrði 6. janúar og eru
jóladagarnir 13 þannig tilkomnir.
Þá segir þjóðtrú tengd þrettánd-
anum flest hið sama og um nýárs-
nótt og má þar m.a. nefna að á þrett-
ándanum fari selir úr hömum sínum,
álfar flytjist búferlum, kirkjugarðar
rísi og kýr tali mannamál.
Jólin verða kvödd um helgina
Brennur, blysfarir og flugeldar víða um land á þrettándanum Margir taka forskot á sæluna
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Þrettándabrenna Flugeldar og bálköstur á þrettándagleði við Ægisíðu.
Aukin ferðaþjónusta og samfélags-
breytingar vegna starfa í ferðaþjón-
ustu á Suðurlandi eru mikil áskorun
fyrir almannavarnir og samfélög á
svæðinu að mati Deanne Bird, rann-
sóknarsérfræðings í landfræði við
Háskóla Íslands (HÍ), og Guðrúnar
Gísladóttur, prófessors í landfræði
við HÍ. Þetta kemur fram í grein
þeirra sem birtist í vísindatímaritinu
Palgrave Communications. Þar er
sagt frá rannsókn á því hvernig íbú-
ar í nágrenni Eyjafjallajökuls brugð-
ust við fyrirmælum um rýmingu
vegna eldgosanna árið 2010. Frá
þessu er sagt í frétt á vef HÍ.
Greinarhöfundar segja að lögregla
og almannavarnir þurfi að vera með-
vituð um að ferðaþjónustuaðilar taki
hugsanlega þátt í starfsemi sem
muni auka á varnarleysi og við-
kvæmni þeirra sjálfra og ferða-
manna vegna náttúruvár.
Þegar gaus í Eyjafjallajökli 2010
voru gefin fyrirmæli um rýmingu
vegna hugsanlegra jökul- og aur-
flóða. Að sögn Guðrúnar gafst í kjöl-
farið einstakt tækifæri til að rann-
saka hvernig íbúar á hættusvæðinu
brugðust við tilmælunum. Rann-
sóknin var gerð síðsumars 2010.
Einnig voru tekin viðtöl við lögreglu,
sveitarstjóra og fleiri 2016.
Guðrún og Deanne telja að ein til-
tekin rýmingaraðferð eins og beitt
var 2010 sé ólíkleg til að tryggja fyr-
irbyggjandi viðbrögð almennings,
ekki síst vegna þess að íbúasamsetn-
ing á Suðurlandi hefur breyst mikið
frá því að Eyjafjallajökull gaus. Þær
benda m.a. á að ekki sé víst að fyr-
irmælum um rýmingu verði hlýtt,
sérstaklega meðal ferðaþjónustuað-
ila og starfsfólks gististaða. Bent er
á að margir ferðamenn vilji sjá eld-
gos og margir illa útbúnir ferðahóp-
ar og ferðamenn á eigin vegum hafi
farið að gosstöðvum á Fimmvörðu-
hálsi við erfiðar og jafnvel hættuleg-
ar aðstæður. gudni@mbl.is
Viðbrögð við náttúruvá
Ólíklegt að ein
rýmingaraðferð dugi,
að mati vísindamanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fimmvörðuháls Fjöldi ferðamanna
fór á hálsinn til að skoða eldgosið.