Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 29
Mild birta frá stóru fiskabúri
og sögulegir minjagripir á veggj-
um umlykja, í mikilli rósemd,
minningu um góðan dreng sem
hefur kvatt þennan heim. Volla
kynntist ég í gegnum skólafélag-
ana úr MH, þá Bödda og Dodda,
en í þessum félagsskap lét ég
það átölulaust að vera kallaður
Kiddi. Annað hefði verið stílbrot.
Björk var svo órjúfanlegur hluti
af lífi Volla að þau tvö voru eig-
inlega alltaf nefnd í sömu andrá.
Hennar missir er mikill og hlut-
tekning mín er hjá henni, börn-
unum og barnabörnunum.
Þó að líf hverfi eru minning-
arnar verðmæt vonarljós.
Volli var alltaf hæglátur og
yfirvegaður og fylgdist kankvís
með þegar við hinir tókum pólit-
ískar snerrur, stundum háværar,
í líflegum matarboðum. Þó hann
væri jafnlyndur og með fast land
undir fótum var alltaf stutt í
húmorinn en hjá Volla var hann
aldrei meinlegur heldur græsku-
laus og góðlátlegur.
Virðing mín fyrir honum óx
jafnt og þétt í gegnum árin og
áratugina. Það góða við gamlan
vinskap er að þó langt líði á milli
sambands getur maður tekið upp
þráðinn eins og maður hafi nýk-
vatt.
Það er svo stutt síðan ég sendi
honum orðsendingu á spítalann
með þeirri kerskni að hætta nú
að ónáða heilbrigðisstarfsfólk.
Ekki óraði mann fyrir að hann
ætti ekki afturkvæmt. Það voru
grimm örlög en í dag og hér eftir
mun ég minnast alls þess góða
sem tengist þessum heiðurs-
manni.
Volli gerði góðlátlegt grín að
matarboðinu sem hann og hóp-
urinn átti inni hjá mér og hafði
átt lengi. Eitt það síðasta sem
okkur fór á milli var fyrirheit um
að það yrði haldið um leið og
hann fengi heilsu aftur.
Með fátæklegum orðum kveð
ég Volla með hlýju og þeirri
vissu að það verði af því boði
með honum, þótt óvíst sé um
stundina og staðinn.
Kristinn Hrafnsson.
Það er dapurlegt til þess að
hugsa að Valtýr setjist ekki aftur
við skrifborðið sitt hér hjá
Sensa. Stuttu áður en hann fór
lasinn heim úr vinnunni, um
miðjan október, ræddum við
hversu vel hefði gengið að fram-
fylgja verkefnaáætlun ársins og
að framundan væri krefjandi
verkefnaár 2019. Nú rúmlega
tveimur mánuðum síðar er þessi
öflugi liðsmaður Sensa horfinn á
braut, eins ótrúlega og það
hljómar.
Andlát hans snertir vinnu-
félaga hans hjá Sensa djúpt og
hugur okkar er hjá fjölskyldu
hans og vinum sem nú eiga um
sárt að binda. Valtýr hóf störf
hjá Símanum í júní árið 2014
þegar fyrirtækið tók við rekstri
tölvumála hjá fyrirtækinu Senu
sem hann hafði umsjón með. Síð-
ar sameinaðist rekstur tölvumála
hjá Símanum við Sensa, dóttur-
félag Símans. Það kom fyrir að
Valtýr segði Sena í stað Sensa
fyrst um sinn, en hann starfaði
lengi hjá Senu og nöfn fyrirtækj-
anna ansi lík.
Valtýr starfaði hjá Sensa sem
verkefnastjóri og hafði verkefni
upplýsingaöryggis og umsjá hús-
næðis sem meginverkefni. Val-
týr var góður samstarfsmaður
sem leysti hratt og vel úr þeim
verkefnum sem komu á hans
borð. Samviskusamur var hann,
ávallt mættur snemma til vinnu
og stóð sína vakt. Vanafastur fór
hann í göngutúr í hádeginu alla
daga og hlustaði á sögur. Hann
var einstaklega ósérhlífinn og
veigraði sér ekki við að fara upp
á þak til að hreinsa stífluð nið-
urföll eða grípa til verkfæra ef
eitthvað bilaði. Ekkert var hon-
um óviðkomandi, og „hana nú“,
eins og Valtýr átti til að enda
setningar þegar mikið lá við.
Valtýr sagði stoltur frá fjöl-
skyldu sinni og áhugmálum en
áhugi hans á sögu heimsstyrj-
alda síðustu aldar var mikill og
fengum við samstarfsmenn að
njóta þess með ýmsum hætti.
Eftir stendur minning um góðan
liðsfélaga sem mun lifa áfram
meðal samstarfsmanna en marg-
ir þeirra höfðu þekkt Valtý lengi.
Vinnufélagar Valtýs kveðja góð-
an dreng og þakka fyrir að hafa
fengið að njóta samveru með
honum síðastliðin ár. Við vottum
aðstandendum, ættingjum og
vinum okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd vinnufélaga hjá
Sensa,
Valgerður Hrund
Skúladóttir,
Guðmundur Stefán
Björnsson,
Dúna Árnadóttir.
Góður drengur og kær sam-
starfsfélagi minn frá árum áður,
Valtýr Valtýsson, er fallinn frá
langt fyrir aldur fram. Þegar ég
hóf störf hjá Skífunni fyrir um
20 árum vann Valtýr í kvik-
myndadeild félagsins, sem þá
var að vaxa mjög hratt, með frá-
bærum starfsmönnum.
Fljótlega kom í ljós að Valtýr
var mikil tölvumaður og á þess-
um tíma var mikil þróun í tölvu-
málum með t.d. netvæðingunni.
Að sama skapi kunni fólk þá mis-
vel á tölvur og þurfti oft mikla
aðstoð. Valtý var þá falin umsjón
með öllum tölvumálum Skífunn-
ar, sem reyndist mikið heillaspor
fyrir félagið. Síðar, eftir að Skíf-
an hafði sameinast Íslenska út-
varpsfélaginu í nýtt félag, sem
hét Norðurljós, varð hann með
tímanum yfirmaður tölvumála
hjá Norðurljósum með frábær-
um árangri.
Valtýr var framúrskarandi
starfsmaður. Alltaf boðinn og
búinn að leysa úr málum hjá
starfsmönnum félagsins. Þjón-
ustulund hans var einstök, sem
og þolinmæði og rólyndi. Hann
var mjög yfirvegaður og traust-
ur og flanaði ekki að neinu held-
ur vann sín mál af nákvæmni og
festu. Valtýr var alltaf hress og
með mikið jafnaðargeð. Þægileg-
ur í umgengni og skemmtilegur í
viðræðu og þá sérstaklega um
kvikmyndir.
Ég votta fjölskyldu hans sam-
úð mína.
Ragnar Birgisson.
Valtýr hafði unnið í mynd-
bandageiranum hjá Árna Sam-
úelssyni þegar hann kom til
starfa hjá Skífunni á sínum tíma.
Skífan starfrækti myndbanda-
deild og þegar fyrirtækið gerði
samninga við stóra kvikmynda-
framleiðendur í Hollywood
þurfti að bæta við mannskap.
Valtýr var réttur maður á rétt-
um stað og vann við myndbanda-
útgáfuna á miklum vaxtartímum.
Hann sinnti starfinu af trúnaði
og gerði mjög góða hluti og bar
hag fyrirtækisins fyrir brjósti.
Þó svo að það færi ekki mikið
fyrir honum dagsdaglega, því
hann var hæglátur og lét ekki
mikið á sér bera, tókum við fljótt
eftir því hvað hann var duglegur,
kraftmikill, traustur og metnað-
arfullur. Hann var afgerandi í
öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur og skilaði góðu verki.
Valtýr var vinnusamur og það
var alltaf hægt að treysta á hann
þegar álagið var mikið og vinna
þurfti langt frameftir. Hann dró
aldrei af sér og átti létt með að
skila sínu svo sómi var að. Hann
var vel að sér í heimi kvik-
myndanna sem kom sér vel fyrir
okkur. Það var gott að hafa hann
í námunda við sig og við vorum
heppin að fá hann til starfa.
Hann var mjög vel liðinn og
hafði góða kímnigáfu sem hann
fór vel með. Eiginkona Valtýs og
börnin þeirra sjá á eftir góðum
dreng sem kvaddi allt of
snemma. Ég votta þeim og öðr-
um ættingjum og vinum innilega
samúð. Guð varðveiti ykkur á
sorgarstundu.
Jón Ólafsson.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
✝ Einar HjörturÞorsteinsson
fæddist á Ísafirði 7.
júlí 1935. Hann lést
á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 25. des-
ember 2018.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn Ein-
arsson frá Eyri í
Skötufirði, f. 8. mars
1910, d. 13. mars
1996, og Soffía
Karlsdóttir Löve, fædd 27. októ-
ber 1907, d. 14. nóvember 1999.
Systkini Einars eru Einar, f. 4.
maí 1932, d. 30. júlí 1935, og Guð-
rún Agnes, f. 19. júlí 1936, d. 12.
september 1958.
Einar giftist Kristjönu Sigríði
Gunnarsdóttir, f. 15. júní 1939,
sem lifir mann sinn. Eignuðust
þau fjögur börn, þau eru: 1) Þor-
steinn, f. 9.10. 1958. Giftist 11.9.
1993 Ingibjörgu Reynisdóttur, f.
8.5. 1963, börn þeirra eru Einar
Kristinsdóttir, f. 16.11. 1989. Eru
langafabörnin orðin fjögur.
Einar ólst upp á Ísafirði og þar
áttu þau hjónin heima þar til fjöl-
skyldan flutti í Garðabæ 1976 en
nokkrum árum síðar fluttu þau
til Grindavíkur þar sem hann bjó
til dauðadags. Einar lærði vél-
virkjun á Ísafirði, var meistari og
starfaði í sínu fagi fram á 79. ald-
ursár en þurfti að hætta þá
vegna heilsufars. Einar tók mik-
inn þátt í íþróttum, spilaði knatt-
spyrnu með Vestra og ÍBÍ og var
heiðraður fyrir framlag sitt til
knattspyrnu á Ísafirði á fullorð-
insárum. Einnig keppti hann á
gönguskíðum og í sundi, var mik-
ið fyrir útivist og stundaði skot-
veiði og fleira. Einnig var hann
virkur í bæjarmálum, sat í raf-
veitustjórn og tók þátt í stofnun
Samtaka frjálslyndra og vinstri-
manna.
Einar starfaði einnig með Þor-
steini syni sínum við uppbygg-
ingu fyrirtækis hans.
Útför Einars fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 4. jan-
úar 2019, klukkan 14.
Löve, f. 1.3. 1992,
og Guðrún María, f.
1.11. 1994, þau slitu
samvistum. Þor-
steinn á einnig son-
inn Elvar Orra, f.
8.10. 2010. Sam-
býliskona Þorsteins
er Hallfríður Guð-
finnsdóttir, f. 3.8.
1971. 2) Baldvin
Einar, f. 20.12.
1960. Giftist Erlu
Sjöfn Jónsdóttur, f. 9.10. 1962,
börn þeirra eru Kolbrún, f. 17.11.
1983, Rafnar Snær, f. 5.5. 1991,
og Pálmar Orri, f. 29.7. 1993. Þau
slitu samvistum. 3) Guðrún
Agnes, fædd 14.5. 1963, börn
hennar eru Einar Ingi, f. 4.10.
1983, faðir Sigmar Ingason, f.
13.5. 1958, og Pétur Axel, f. 15.5.
1986, faðir Birgir Pétursson, f.
15.5. 1962. 4) Uni Þór, f. 11.3.
1982, dóttir hans er Andrea Mist,
f. 3.6. 2015, móðir Íris Björk
Elsku afi Bói minn.
Mikið rosalega þykir mér sárt
að vera ekki heima og ná að
kveðja þig almennilega. Ég get
þó huggað mig við það að þökk sé
tækninni heyrði ég í þér og sá þig
á aðfangadag. Það huggar mig
líka að vita að þú varst í góðum
höndum starfsfólks HSS og um-
kringdur fólkinu þínu alveg þar
til í lokin.
Ég er þakklát fyrir allan þann
tíma sem við höfðum saman, og
þá eiginlega helst eftir að þú
veiktist fyrir nokkrum árum. Því
það vildi svo heppilega til að akk-
úrat þá var ég að vinna á Land-
spítalanum, sem þýddi að ég kíkti
upp á deild til þín hvern einasta
dag. Þó þú hafir getað talað um
ætt okkar og Vestfirði allan lið-
langan daginn, þá fórstu ekki
mörgum orðum um sjálfan þig
eða önnur persónuleg málefni.
Við áttum margar góðar samræð-
ur þegar þú lást inná spítalanum
og ég nýtti samverustundir okkar
í það að kynnast þér betur og
spyrja þig alls kyns spurninga
um sjálfan þig sem ég veit að þér
þótti stundum pirrandi. Ég veit
líka að þú ert ekki helsti aðdáandi
þess að ég sé og hafi verið að
ferðast um Afríku. En ég tók eftir
því þegar ég kom heim í ágúst og
sýndi ykkur ömmu myndir og
sagði ykkur sögur, að þér fannst
þessi hugmynd um mig í Afríku
ekki vera svo alslæm. Þér þótti
hún auðvitað slæm en kannski
ekki alveg svo skelfileg. Þegar ég
tilkynnti þér svo að ég færi aftur
út yfir jól og áramót þá varstu
ekki alveg jafn hneykslaður og í
fyrra skiptið. Við vorum ekki allt-
af sammála en við virtum þó
skoðanir hvort annars, sem ég
kann virkilega að meta.
Þú varst góður afi og efast ég
ekki um annað en að þú verðir
góður engill. Ég er viss um að þú
verður að fylgjast með mér og
passa upp á mig þegar ég er á
ferðalögum mínum, eða að
minnsta kosti á milli þess sem þú
ert að hneykslast yfir lífsákvörð-
unum og ferðalagaáfangastöðum
mínum.
Mér þykir ofboðslega vænt um
þig, afi minn, og ég mun sakna
þín gríðarlega. Ég vona að þú
hafir fundið frið og ró, og að þér
líði vel. Ég get lofað þér því að ég
og restin af fjölskyldunni munum
passa vel upp á ömmu.
Þín afastelpa,
Guðrún María.
Mig langar að minnast hans
Bóa með nokkrum minningabrot-
um lítillar stúlku sem var þeirrar
gæfu aðnjótandi að verða honum
samferða í um 60 ár.
Ég var aðeins tveggja ára þeg-
ar Sigga systir mömmu kynntist
Bóa. Hann varð strax mikil fyr-
irmynd og föðurímynd lítillar
stúlku sem ólst upp ein með
mömmu sinni.
Bói og Sigga tóku mér strax
með opnum örmum og voru
óþreytandi við að gæta mín og
hafa ofan af fyrir mér. Þeir voru
óteljandi bíltúrarnir sem ég fór í
með þeim og í minningunni átti
Bói alltaf flottustu bílana.
Bói og Sigga fluttust með
börnin þeirra sem voru þá þrjú,
Þorstein, Baldvin og Guðrúnu
Agnesi, inn í Engidal árið 1965
þegar Bói fékk vinnu í Rafstöð-
inni. Mikill undraheimur opnaðist
þegar ég fékk að fara með Bóa í
vinnuna. Þar var svo hátt til lofts,
vítt til veggja og vélarnar svo
stórar sem heyrðust úr skrítin
hljóð. Ferðirnar inn í Rafstöð
urðu margar en hápunkturinn
var þegar mikið óveður skall á.
Það snjóaði svo mikið að vegur-
inn til Ísafjarðar tepptist og ég
var veðurteppt þar í marga daga.
Þá voru byggð snjóhús og snjó-
göng út um allt, en ekki má
gleyma þegar við renndum okkur
niður brekkurnar á plastpokum,
því engar voru snjóþoturnar þá.
Við mamma bjuggum í húsi
Bóa og Siggu á Hlíðarveginum á
Ísafirði. Bæði upp í risi og síðan í
kjallaranum. Samgangurinn var
mikill og voru börn þeirra hjóna
eins og systkini mín. Ég var alltaf
velkomin á heimili þeirra, hvort
sem það var að leika við krakk-
ana, fylgjast með Siggu baka eða
horfa á íþróttir með Bóa.
Einn veturinn tók Bói að sér að
hjúkra hesti vinar síns, sem hafði
rifið stóran skurð á læri sér á
gaddavír. Þær voru margar ferð-
irnar með Bóa upp í hesthús til að
hreinsa og skipta um umbúðir á
honum Væng, en það hét hestur-
inn. Bói sýndi mikla alúð og þol-
inmæði og hætti ekki fyrr en sár-
ið var gróið.
Það er ekki ólíklegt að þessi
reynsla hafi stuðlað að því að ég
fékk áhuga á hjúkrun sem ég
starfa við enn þann dag í dag.
Elsku Bói minn. Með þessum
fátæklegu minningabrotum
þakka ég þér fyrir að reynast mér
svo vel og þakka þér fyrir allt sem
þú varst mér og kenndir.
Henni Siggu minni sem sér á
eftir Bóa sínum, eiginmanni og
besta vini, vottum við Stebbi okk-
ar dýpstu samúð. Elsku Þorteinn,
Baldvin, Guðrún Agnes, Uni Þór
og fjölskyldur, missir ykkar er
mikill og bið ég góðan Guð að
geyma ykkur öll og varðveita
minningu pabba ykkar og afa.
Erla.
Einar Þorsteinsson
Elsku pabbi
minn.
Það er mér sökn-
uður að þú ert farinn
frá okkur. En það er samt gott að
vita að þér líður nú vel og ert kom-
inn til mömmu sem þú saknaðir
svo mikið. Ég á margar góðar
minningar.
Fyrstu minningarnar eru eig-
inlega þegar farið var að Holti,
æskuheimili þínu, sem var þér svo
kært. Þangað var lambféð flutt á
vorin frá Nykhól og fylgdust þið
mamma með því eins vel og þið
gátuð allt sumarið og fram á
haust. Fjárglöggur varst þú,
pabbi minn, og hafðir mikla
ánægju af sauðfé og öllum
skepnum. Einu sinni þegar verið
var að smala Stór-Höfða vorum
við í fyrirstöðu svo féð færi ekki
inn í Keldudalsheiði. Svo var allt
að sleppa þegar Snati minn stökk
fyrir féð og ég var svo stolt af hon-
um. Þá sagðir þú „heppin vorum
við að mýrisspítan skyldi fljúga of-
an við féð“.
Margar ferðirnar fóruð þið
mamma á haustin til að fylgjast
með fénu og reisa úr afvelti í Nyk-
hól. Mörg hross áttir þú um tíma
og gafst mér mörg. Einu sinni var
foli í tamningu í Vík og svo þegar
Hörður
Þorsteinsson
✝ Hörður Þor-steinsson fædd-
ist 8. október 1920.
Hann lést 6. októ-
ber 2018.
Hörður var jarð-
sunginn 13. októ-
ber 2018.
átti að fara að sækja
hann lést þú mig fara
á honum að Nykhól.
Fannst sumum þetta
langt en þú sagðir
bara „ekki vil ég eiga
þann hest sem ekki
getur borið ung-
lingsstúlku frá Vík
að Nykhól“.
Þegar þú fórst á
Hjallatún til mömmu
sem var búin að vera
þar um ár fóruð þið í bíltúr saman
á meðan mamma gat. Ég dáist
alltaf að því, elsku pabbi, hvað þú
varst góður og hvað það var mikill
styrkur fyrir mömmu að fá þig á
Hjallatún. Síðan þegar mamma
kvaddi varst þú áfram á Hjallatúni
og keyrðir þinn bíl alveg fram yfir
96 ára afmælið þitt, þá ákvaðst þú
sjálfur að hætta að keyra.
Þú varst spaugsamur þegar þú
sagðir mér að þú hefðir sagt við
stúlkurnar þínar á Hjallatúni að
þú yrðir ekki við á morgun því þú
værir að fara til Keflavíkur. Þær
horfðu á þig og hugsuðu ábyggi-
lega að nú væri hann orðinn vit-
laus. En það leiðréttist svo þegar
þú sagðir þeim að þú værir að fara
með mér að sækja hana Hörpu á
Keflavíkurflugvöll. „Þá var þeim
létt stúlkunum mínum,“ sagðir þú.
Elsku pabbi minn, við fórum
æði marga bíltúra saman eftir að
þú komst á Hjallatún, þá oftast
um Mýrdalinn. Ég mun sakna
þeirra. Í sumar varst þú orðinn
þreyttu. Þegar ég spurði hvort þig
langaði ekki í bíltúr því mig
langaði að skemmta þér, þá sagðir
þú stundum „æ, ég nenni ekki“ en
svo kom stundum „en ég skal gera
það fyrir þig“.
Við ætluðum á afmælinu þínu á
ákveðinn stað en þú kvaddir
tveimur dögum fyrir afmælið. Ég
er búin að fara þangað, elsku
pabbi minn. Það lýsir þér vel,
pabbi minn þegar starfsmaður á
Hjallatúni sagði við Þórunni syst-
ur „hann pabbi þinn kenndi mér
þakklæti og kurteisi“. Þú sagðir
líka alltaf „stúlkurnar mínar eru
alveg indælar og ekki eru piltarnir
mínir síðri á Hjallatúni“. Ég er
þakklát fyrir að hafa getað verið
hjá þér, elsku pabbi, þegar þú
kvaddir, ég vildi ekki að þú værir
einn.
Ég þakka starfsfólki Hjallatúns
og læknishjónunum Sigurgeiri og
Helgu fyrir alúðlega umönnun og
væntumþykju sem þið sýnduð
föður mínum.
Þín dóttir,
Steina Harðardóttir.
Elsku afi.
Það er erfitt að sætta sig við að
þú sért farinn frá okkur, erfitt að
átta sig á að ég geti ekki heimsótt
þig lengur og eiga ekki lengur von
á símtölum frá þér á kvöldin að
spyrja frétta. Það er þó gott að
vita að nú ert þú kominn til ömmu,
vænu þinnar, sem þú saknaðir svo
mikið. Það er sárt að sakna en
minning þín er eitthvað sem aldrei
gleymist.
Ég minnist bíltúranna um Mýr-
dalinn og upp að Holti, þangað fór
ég stundum með ykkur ömmu að
gá til kinda og eins þegar hrossin
voru rekin þangað yfir sumartím-
ann. Móskjótt merfolald sníkti ég
af þér í einni slíkri ferð, hún hefur
síðan skilað mér fallegum folöld-
um og gæðingsefnum.
Vænt þótti þér um allar
skepnur en sauðkindinni unnir þú
hvað mest. Mikill fjármaður varst
þú alla tíð og gast eytt löngum
stundum að ræða um sauðfé og
ræktun. Árið sem gaus í Eyja-
fjallajökli gáfuð þið amma mér
eina gimbur, hún varð átta vetra
gömul og á ég eina dóttur hennar
sem fæddist í vor. Sú er gæf og
auðþekkt í fjárhúsunum, ég vildi
að ég hefði haft tækifæri til að
sýna þér hana.
En þér þótti ekki bara vænt um
dýrin, þeim þótti nefnilega ákaf-
lega vænt um þig líka. Það sýndi
sig hvað best á því að allir þeir
kettir sem voru á Herjólfsstöðum í
gegnum árin vildu sitja eða liggja
hjá þér þegar þú komst í heim-
sókn. Og það voru ekki bara Herj-
ólfsstaðakettirnir sem sóttu í sam-
veru þína, húskötturinn Matt-
hildur á Hjallatúni var hjá þér
öllum stundum. Það má eiginlega
segja að Matthildur hafi ráðið
ríkjum því þú sagðir gjarnan að
það mætti alls ekki styggja kött-
inn, hún skyldi fá sitt pláss, þó svo
að oft á tíðum hefði hún meirihlut-
ann af koddanum eða sænginni út-
af fyrir sig.
Velferð dýranna skipti þig öllu
máli og gátum við eytt löngum
stundum í að ræða þau mál í þaul-
ar. Þau sjónarmið sem við deildum
er eitthvað sem ég hef tekið með
mér inn í mitt starfsumhverfi.
Ég veit að þú hlakkaðir til að ég
lyki mínu námi og tæki til starfa
sem dýralæknir því þú vissir að ég
yrði málsvari málleysingjanna
framar öllu. Ég lofa því að ég mun
framfylgja því sem við ræddum
svo oft og berjast fyrir því sem
okkur var kærast.
Elsku afi, takk fyrir samveru-
stundirnar, brosin og hláturinn.
Minning þín er ljós í hjörtum
okkar allra.
Þín dótturdóttir,
Harpa Ósk Jóhannesdóttir.