Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 44

Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 44
SÓLRÍKARI VETUR GRAN CANARIA FRÁ 12.999kr.* Tímabil: jan.–apríl TENERIFE FRÁ 16.999kr.* Tímabil: jan.–maí *Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. Tilboðið á aðeins við ef bókað er flug fram og til baka. Njóttu sólarinnar á Gran Canaria eða slappaðu af á Tenerife. Hafðu það notalegt með WOW air, allan ársins hring. Vegna mikillar eftirspurnar sýnir leikhópurinn Við viljum frí sviðs- listasýninguna Tími til að segja bless í kvöld kl. 20 í Þjóðleikhús- kjallaranum. Verkið var upphaflega útskriftarverk Lóu Bjarkar Björns- dóttur af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og fyrst sýnt í Tjarnarbíói í fyrravor. „Ég fór í það að gera þessa sýningu til að leita að svörum fyrir sjálfa mig og losa mig við kvíða,“ segir Lóa um verkið. Tími til að segja bless FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 4. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Ásgeir Sigurvinsson er fimmti besti erlendi knattspyrnumaðurinn sem nokkru sinni hefur spilað með belg- ísku félagsliði. Það er niðurstaðan í úttekt belgíska knattspyrnu- tímaritsins Sport sem birtist núna um áramótin. Ásgeir lék fyrstu átta árin á ferli sínum sem atvinnumað- ur með belgíska félaginu Standard Liege. »1 Ásgeir einn sá besti í Belgíu frá upphafi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Guðmundur Ármann fagnar 75 ára afmæli sínu með myndlistar- sýningu í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri og verður hún opin til 6. janúar kl. 14-17. Á sýningunni má sjá 29 verk, olíumálverk, vatnslitamyndir, grafík og skúlp- túra. Titill sýningar- innar, Í handrað- anum, vísar til þess að verkin voru tekin af lag- er og eru frá ýmsum tímabil- um. Fagnar afmæli með myndlistarsýningu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigvalda Friðgeirsson klæjar í lóf- ana eftir því að fara í næsta ferðalag um landið á fjallabílnum sínum, 28 ára Ford Econoline. „Ég keypti hann þriggja ára gamlan,“ segir ferðalangurinn, sem verður áttræður í næsta mánuði. Áður átti Sigvaldi um tíu ára gamlan bíl sömu gerðar. „Hann var ekki eins vel útbúinn og ég vildi hafa hann, var ekki með drifi og læs- ingum,“ segir hann. Sigvaldi segist samt hafa lært mikið á eldri bílnum, sérstaklega hvað ekki þurfti að gera. Bíllinn hafi til dæmis verið svo þung- ur að vélin hafi varla ráðið við hann. „Eftir að ég eignaðist þennan bíl gat ég farið að fara af alvöru um hálendið og yfir sprænur án þess að hafa áhyggjur.“ Snemma beygist krókurinn Sigvaldi starfaði alla tíð hjá Tollstjóraembættinu, alls í 40 ár. „Ég byrjaði 14 ára sem sumar- starfsmaður hjá Torfa Hjartarsyni tollstjóra, fyrst sem sendill. Svo fór ég í lagadeild Háskóla Íslands og eftir að ég brautskráðist sagði Torfi: „„Þú kemur bara til mín, strák- ur,“ og ég sá að það var ekki verra en hvað annað.“ Fljótlega varð hann skrifstofustjóri, var lengi starfs- mannastjóri og staðgengill forstjóra. „Á þessum árum gekk maður í öll störf.“ Friðgeir Björnsson, faðir Sig- valda, sá um jarðeignir ríkisins, og fór yfirreið um landið á hverju sumri, heimsótti bændur, sem ósk- uðu eftir styrkjum til ýmissa fram- kvæmda. „Við mamma fórum oft með honum,“ rifjar Sigvaldi upp og segir að þessar ferðir hafi verið kveikjan að útivistaráhuganum. Hann hafi notið góðvildar föður síns í garð bændanna og víða fengið kon- unglegar móttökur á ferðum sínum síðar meir. „Þeir áttu hauk í horni þar sem pabbi var og víða var hann í hálfgerðri guðatölu.“ Friðgeir var í Ferðafélagi Ís- lands og Sigvaldi segir að því hafi fjölskyldan ferðast mikið með Ferðafélaginu. „Við gistum oft í skálum Ferðafélagsins eða breið- tjöldum og fyrir vikið hljóp ég yfir það að vera með tjaldvagna eða aft- anívagna á ferð um landið heldur útbjó þessa tvo Ford-bíla mína sem húsvagna. Ég innréttaði þá báða og kemst allt sem ég vil komast.“ Margir hafa aðstoðað Sigvalda og hann nefnir sérstaklega Benna í Bílabúð Benna. „Læsingarnar í þennan bíl kostuðu eina milljón á sínum tíma en Benni sagði að með þeim kæmist ég allt. Hann sagði mér líka að besta ráðleggingin, sem hann gæti gefið mér, væri sú að nota aldr- ei allt sem væri til staðar, því ef bíll- inn stansaði óvænt væri ekkert spil eftir á hendi. Þetta heillaráð hefur reynst mér vel.“ Síðan Hólmfríður Þorvalds- dóttir, eiginkona hans, féll frá 2003 hefur Sigvaldi ferðast einn, síðast allan hringinn á fjórum vikum síð- astliðið sumar. „Maður er samt aldr- ei einn því ég hitti alltaf marga sem ég þekki á leiðinni.“ VARKÁR stendur á númera- plötu bílsins að framan og er saga á bak við nafnið. Hjónin voru í Hús- bílafélaginu og Sigvaldi segir að þar séu margir með einkanúmer. Þau eigi sex börn, hún fjögur og hann tvö, og hafi raðað upphafsstöfum nafna þeirra og gælunafna á mis- munandi vegu. „Mörg nöfn komu upp og við skemmtum okkur kon- unglega við þetta en þegar orðið var- kár varð til hitti það í mark, því við vorum alltaf svo varkár í akstrinum, fórum aldrei yfir ár nema við værum örugg með að komast yfir.“ Í því sambandi rifjar hann upp að eitt sinn hafi þau verið á leið niður í Þjórsárdal frá Gullfossi og hafi stansað við á. Hann hafi ekki lagt í að fara yfir og sem þau hafi verið að snúa við hafi Hólmfríður tekið eftir bíl hinumegin. Í kjölfarið hafi komið mun öflugri bíll yfir ána. „Ég hefði ekki farið yfir hefði ég ekki séð þig keyra áfram hinumegin,“ sagði hinn bílstjórinn. En þetta varð til þess að við snerum aftur við.“ Með ás uppi í erminni  Sigvaldi ekur 28 ára gömlum bíl um fjöll og firnindi Ferðamaður Sigvaldi Friðgeirsson.Varkár Húsbíll Sigvalda er 28 ára Ford Econoline. Saga er á bak við nafnið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.