Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 20

Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 Í einum þætti Kveiks var útskýrt að tré væri kolefni og allur vöxtur þess binding kolefnis. Sagt var frá aukinni trjárækt næstu áratug- ina í viðbót við endur- heimt votlendis. Ég velti fyrir mér hvort þessar aðgerðir haldi í við mengun frá kísilverum. Á Bakka hefur fyrri hluti 66.000 tonna kísilvers verið tekinn í notkun og í Helguvík á að framleiða 90.000 tonn. Samtals eru þetta 156.000 tonn af kísilmálmi á ári. Í skýrslu Eflu um Bakka segir að til framleiðslu á 66.000 tonnum kísil- málms þurfi að flytja til landsins 390.000 tonn af efni til framleiðsl- unnar. Þar af eru 170.000 tonn kvarsít og rafskaut. Mismuninum, samtals 220.000 tonnum, er brennt við framleiðsluna. Það eru skv. skýrslu Eflu 84.000 tonn sérstakra kola frá Kólumbíu, 90.000 tonn við- arkurl, 30.000 tonn koks, 16.000 tonn viðarkol. Í viðbót við mengun af brennslunni er flutningur á 390.000 tonnum til landsins með skipum, sem brenna olíu. Þar af 84.000 tonn af kolum frá Kólumbíu. Þetta hér að ofan á við báða áfanga Bakka. Í Helguvík var fyrir- huguð 90.000 tonna framleiðsla, sem gerir um 510.000 tonna efnisflutn- inga til landsins. Samtals væru þá flutt inn 900.000 tonn til landsins á ári fyrir Bakka + Helguvík. Í viðbót við það er enn eitt kísilver í pípunum í Helguvík. Steingrímur og Jó- hanna gáfu leyfi fyrir þessu öllu og meira til. Umhverfisráðherra úr röðum VG ber að leggja sig allan fram við að lágmarka skað- ann af gjörðum fyrr- verandi formanns VG. Í opnu bréfi til umhverfisráðherra í Morgunblaðinu í byrjun árs spurði ég hann hvert væri kolefnisspor kísilmálmsverksmiðju og hvort það hefði áhrif á Parísar-samkomulagið? Ekki von að hann hafi svarað mér, þar sem hann hefur ekkert tjáð sig um mengun frá kísilverum ólíkt fyrri umhverfisráðherra, sem hafði kjark til að loka verksmiðju United Silicon (UNsi). Í Helguvík var hannað og byggt áður en tilskilin framkvæmdaleyfi voru veitt. Síðar kom í ljós að ekki var byggt samkvæmt teikningum. Byggingar eru bæði stærri og hærri en byggingarreglugerð leyfir. Um- hverfisskýrslur voru falsaðar, þegar farið var í tilraunaframleiðslu. Það er borðleggjandi að UNsi hefur fyr- irgert rétti sínum til framleiðslu kís- ilmálms og ber að afturkalla rekstr- arleyfi kísilverksmiðjunnar í Helguvík strax. Arion banki reynir nú að selja verksmiðjuna. Í Vestur-Evrópu og víðar er svona mengandi framleiðsla ekki leyfð. Bankinn er því fyrst og fremst að selja framleiðslurétt líkt og gömul skip eru seld með kvóta. Ekkert hefur verið greitt til þjóðar- innar fyrir rekstrarleyfið. Þvert á móti fékk UNsi allskonar undan- þágur frá gjöldum. Fyrri eigendur stimpluðu verk- smiðjuna út. Arion banki hyggst nú stimpla sig inn með endurbótum á verksmiðjunni svo hægt sé að selja hana. Helstu endurbæturnar er bygging yfir hráefni svo það fjúki ekki út í veður og vind og hækkun stromps, sem þá dreifir menguninni yfir stærra svæði. Allt sem fer upp kemur niður aftur og mengar sjó og land. Það verður því að afturkalla rekstrarleyfi strax svo Arion geti ekki farið fram á bættan útlagðan kostnað eftir að verksmiðju var lok- að. Verði verksmiðjan tekin í notkun mun hún vera svo skuldsett að ekki verður greiddur tekjuskattur, en við sitjum uppi með mengunina. Mikil vinna hefur verið lögð í að að sanna að eldislax, sem sleppur úr sjókvíum blandist villtum laxi. Ekki þarf að sanna að laxinn skítur og mengandi kúkurinn sekkur til botns í kvíunum. Svo er það lúsin sem vex og dafnar í sjó en drepst í ferskvatni. Í Noregi eru leyfi til laxaeldis mjög dýr og ekki lengur veitt leyfi til eldis í sjókvíum. Þau jafnvel lögð af. Hér hafa Norðmenn fengið leyfi til sjóeldis svo til gefins líkt og út- gerðin kvótann. Fiskieldið er rétt- lætt með því að nokkur 100 manns hafi vinnu hjá norsku eigendunum. Vinnu fyrir hvern? Fjórði hver íbúi landsins er útlendingur! Í framtíðinni gætu laxakóngarnir haft meiri gróða af að dæla laxinum úr kvíunum í verksmiðjuskip og vinna hann um borð á leiðinni í höfn, þar sem afurðirnar eru seldar. Þannig færi virðisaukinn úr landi en við mættum sitja uppi með mengun- ina, lúsina og eyðileggingu laxveiði- áa. Eigendur sjókvíaeldisins eru bún- ir að fá stóran hluta fjárfestingu sinnar til baka. það liggur beint við að gefa þeim hæfilegan frest til að leggja sjókvíaeldið af eða breyta því í eldi á landi. Lítið hefur komið frá umhverfis- ráðherra um þessi mál ef eitthvað. Ég hefi velt fyrir mér hvað hann sé að gera. Hann hlýtur að hafa mikið að gera fyrst hann gat ekki mætt stundvíslega á ráðstefnuna í Pól- landi. Umhverfismál: kísilmálmframleiðsla og sjókvíaeldi Eftir Sigurð Oddsson » Í opnu bréfi til um- hverfisráðherra í Morgunblaðinu í byrjun árs spurði ég hvert væri kolefnisspor kísilmálm- verksmiðju og áhrif þess á Parísarsam- komulagið. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. Eiga hraðahindranir rétt á sér? Helstu kostir hraða- hindrana: 1. Draga úr umferð- arhraða, en það gera hraðamyndavélar líka. 2. Fækka umferðar- óhöppum, en það er umdeilanlegt. Ein hraðahindrun við Hlemm hefur orsakað nokkra árekstra, svo dæmi sé tekið. Því miður hafa hraða- hindranir valdið alvarlegum slysum. Ungur maður lét lífið eftir fall af mót- orhjóli á einni slíkri fyrir nokkrum árum. Helstu ókostir hraðahindrana: 1. Þær hafa kostað skattgreiðendur milljarða í uppsetningu og viðhaldi. 2. Valda skemmdum og kalla á tíð- ara viðhald á ökutækjum. 3. Auka eldsneytisnotkun, þýðir peningasóun og óþarfa mengun. 4. Valda líkamstjóni, sérstaklega hjá atvinnubílstjórum. Fjölmargir vagnstjórar hjá Strætó geta borið vitni um það. Á einni vakt þarf vagnstjóri að þola álag frá hraða- hindrunum allt að 400 sinnum! Slík dagleg barsmíði tekur toll af líkamanum til lengdar. Undirritaður er vagnstjóri hjá Strætó og veit að kostnaður fyrirtækisins vegna hraðahindrana er um- talsverður, bæði við- gerðarkostnaður vagnaflotans svo og fjarvistir vagnstjóra m.a. sökum bak- verkja. Sumir hafa hlotið örorku. Strætó fjárfesti nýlega í fjórtán rafmagnsvögnum. Þegar fulltrúar kínverska fyrirtækisins könnuðu að- stæður í borginni supu þeir hveljur yfir öllum hraðahindrunum. Níð- þungar rafhlöður liggja á toppi vagn- anna. Því þurfti að styrkja burðar- grind þeirra sérstaklega, með tilheyrandi kostnaði og margra mán- aða seinkun á afhendingu. Hraðahindranir verða rafmagns- vögnunum samt erfiðar viðureignar. Þær verstu eru svo slæmar að aftur- endi vagnanna er í hættu að skella niður á þeim, jafnvel þó ekið sé hægt. Hversu mörg högg þolir vélin í rándýrum rafmagnsvagni? Það er reyndar ekkert nýtt að strætisvagnar séu rassskelltir, kostnaðurinn við hraðahindranir er mikill og margvíslegur. Er allur þessi fórnarkostnaður réttlætan- legur? Skelfilegar hraðahindranir Eftir Brynjólf G. Stefánsson Brynjólfur G. Stefánsson »Kostnaður fyrirtæk- isins vegna hraða- hindrana er umtals- verður, bæði viðgerðarkostnaður vagnaflotans svo og fjarvistir vagnstjóra m.a. sökum bakverkja. Höfundur er vagnstjóri hjá Strætó. Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Við sendum landsmönnum nýárskveðjur og þökkum viðskiptin á liðnu ári Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.