Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
Útsala - Frábær tilboð
10-50% afsláttur
Ýmis sértilboð
Útsalan hefst 4.janúar kl 10:00
Örninn Golfverslun
Bíldshöfða 9
577-2525
www.orninngolf.is
Stéttarfélagið segir nokkur erindi
hafa ratað á borð sitt vegna upp-
sagna starfsmanna WOW air sem
eru í fæðingarorlofi og telur félagið
uppsagnirnar ekki nægilega rök-
studdar og vísar til laga um fæð-
ingar- og foreldraorlof. Samkvæmt
þeim er óheimilt að segja fólki í fæð-
ingarorlofi upp, nema fyrir liggi
gildar ástæður fyrir uppsögn.
Í samtali við mbl.is sagði Stefán
Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri
VR, það vera mat félagsins að
WOW air hefði ekki uppfyllt skyld-
ur sínar um rökstuðning fyrir upp-
sögnum þegar flugfélagið sagði upp
111 starfsmönnum í síðasta mánuði,
þar á meðal félagsmönnum VR sem
eru í fæðingarorlofi. Hefur VR því
krafið WOW air um frekari rök-
stuðning fyrir umræddum uppsögn-
um.
Í svari WOW air við fyrirspurn
mbl.is segir að félagið hafi talið gild-
ar ástæður liggja fyrir þeim upp-
sögnum sem um ræðir og að það sé í
góðum samskiptum við stéttarfélög
vegna þeirra. Enn sem komið er
hafa engin sambærileg mál ratað
inn á borð Flugfreyjufélags Íslands.
Miklir erfiðleikar hafa verið í
rekstri WOW air síðastliðið ár og
var flugvélum félagsins fækkað úr
20 í 11 samhliða uppsögnunum í síð-
asta mánuði. Þá var einnig hætt við
flug til tveggja nýrra áfangastaða.
Bíða svara vegna uppsagna
VR leitar svara vegna uppsagna starfsmanna WOW í fæð-
ingarorlofi Segir félagið rökstuðning vera ófullnægjandi Umhverfis- og
samgöngunefnd
Alþingis hafði í
gær fengið 239
umsagnir frá al-
mennum borgur-
um vegna fyrir-
hugaðs frum-
varps um inn-
heimtu veggjalda
og í 218 þeirra er
hugmyndum um veggjöld andmælt,
sem samsvarar 91%.
Aðeins 18 erindi hafa borist frá
einstaklingum sem styðja innheimtu
veggjalda, eða 8%. Þrjú erindi óska
eftir frekari upplýsingum eða stinga
upp á öðrum útfærslum á gjaldtöku.
Í pistli í Morgunblaðinu í gær
skorar Björn Leví Gunnarsson,
þingmaður Pírata, á almenning að
taka þátt í ákvarðanatöku um veg-
gjöld með því að senda umsögn til
samgöngunefndar í gegnum vefinn
Veggjöld, sem hann segir 800 ein-
staklinga hafa notað til þessa.
Birtum umsögnum fór hratt fjölg-
andi á vef Alþingis í gær.
Fjöldi fólks með um-
sagnir um veggjöldin
Björn Leví
Gunnarsson
Bónus hafði 27% hlutdeild á mat-
vörumarkaði í fyrra ef marka má not-
endur Meniga-appsins. Á heimasíðu
Meniga kemur fram að á eftir Bónus
kemur Krónan með 19% markaðs-
hlutdeild og þar á eftir Hagkaup með
11%. Nettó og Costco voru með um
8% markaðshlutdeild, Iceland og
Kjörbúðin með 2% og 10-11 með 1%.
Á skyndibitamarkaði var Dominos
með mesta markaðshlutdeild, 21%,
en næst kom KFC með helmingi
minni hlutdeild, eða um 10%. Þar á
eftir kemur Subway með 7%, Serrano
með 4% og American Style og Ham-
borgarabúlla Tómasar með 3%.
Meðalnotandi Meniga eyddi tæp-
lega 610.000 krónum í matarinnkaup
á síðasta ári sem er 4% aukning frá
árinu 2017.
Morgunblaðið/Hari
Bónus Þar versluðu notendur
Meniga-appsins oftast á liðnu ári.
Bónus með
27% af mat-
vörumarkaði
Dominos stærst á
skyndibitamarkaði
Félag sjúkra-
þjálfara harmar
þá ákvörðun heil-
brigðisráðherra
að skerða rétt
sjúkratryggðra
til sjúkraþjálf-
unar, eins og gert
sé með nýrri
reglugerð nr.
1251/2018 sem tók gildi nú um ára-
mót. Í yfirlýsingu telur félagið
reglugerðina vera í „hróplegri mót-
sögn“ við þá stefnu stjórnvalda að
auðvelda aðgengi að heilbrigðisþjón-
ustu. Fækkun greiddra meðferðar-
skipta um 25%, úr 20 skiptum í 15, sé
gríðarleg skerðing og hafi áhrif á
talsverðan fjölda skjólstæðinga sem
til sjúkraþjálfara leita.
Sjúkraþjálfarar segjast hafa fagn-
að nýju greiðsluþátttökukerfi, sem
tekið var upp 1. maí 2017, þar sem
ljóst var að það myndi jafna mjög
aðstöðumun skjólstæðinga og gefa
þeim efnaminni þannig tök á að nýta
sér nauðsynlega þjónustu sjúkra-
þjálfara eftir þörfum en ekki efna-
hag. Þau viðbrögð ráðuneytisins nú
að skerða þjónustuna aftur með öðr-
um aðferðum séu sjúkraþjálfurum
mikil vonbrigði.
Stjórnvöld
í „hróplegri
mótsögn“