Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 Slípivélar í úrvali Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum GLUGGATJÖLD BÝVAXKERTI Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 • Falleg kerti úr 100% hreinu býflugnavaxi • Hreinn bruni • Náttúruafurð Kíktu á netverslun o kkar bambus.is Fjórði janúar er fæðingardagur Louis Braille, mannsins sem fann upp á þeirri merku nýjung að gera blindum og sjón- skertum kleift að lesa með upphleyptu letri. Uppgötvun sem hefur alla tíð síðan haft af- gerandi áhrif á lífsgæði og eflt tækifæri blindra og sjónskertra ein- staklinga um allan heim. Punktaletr- ið er enda við hann kennt á mörgum tungumálum og einfaldlega kallað Braille þó svo að norrænu löndin nefni það punktskrift eða punkta- letur. Þann 17. desember síðastliðinn urðu þau merku tímamót að aðalþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að festa í sessi alþjóðlegan dag punkta- letursins. Tilgangurinn með Alþjóðadegi punktaleturs, þann 4. janúar ár hvert, er að vekja athygli á mikilvægi punktaletursins til að gera lesefni af allskyns tagi aðgengilegt fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga um allan heim. Þetta er einkar mikilvægur áfangi í ljósi þess að punktaletur er leið blindra að læsi og læsi er lykillinn að menntun. Mennt er máttur sem gef- ur fólki tækifæri til að ná mark- miðum sínum og láta drauma sína rætast. Menntun er einnig grundvöll- ur virkrar þáttöku í samfélaginu og þess að njóta fullrar viðurkenningar á atvinnumarkaði, sem flestir aðrir taka sem sjálfsögðum hlut. Alþjóðlegur dagur punktaletursins skapar því gott tækifæri til að minna á mikilvægi þess fyrir blinda og sjón- skerta. Lestur og aðgengi að lesefni á viðeigandi formi eru mannréttindi, en ekki lúxus í nútíma samfélagi. Bókmenntir eru mikilvægar fyrir alla, líka blinda og sjónskerta. En punktaletrið er einnig nauðsynlegt til þekkingaröflunar á öðrum sviðum, til dæmis til að tileinka sér stærðfræði, landafræði, málfræði, tónfræði og nótnalestur, svo eitthvað sé nefnt. Punktaletrið hefur einn- ig margvísleg önnur hversdagsleg not, það finnst til dæmis á lykla- kippum, kaffibrúsum, í uppskriftum, á krydd- baukum og á lyfja- umbúðum. Viðurkenning Sam- einuðu þjóðanna á mik- ilvægi punktaletursins er því fagnaðarefni um allan heim. Enda hafa fáar nýjungar haft jafn afgerandi áhrif á líf þeirra sem framfaranna njóta eins og punktaletrið þegar það kom fram á sjónarsviðið. Allt frá fyrstu tíð hefur punktaletrið eflt sjálfstæði, læsi og færni milljóna manna um allan heim. Ólíkt ýmiskonar nútímatækni sem er of dýr fyrir meirihluta blindra- og sjónskertra á heimsvísu, getur punktaletrið með einföldum tækja- búnaði verið aðgengilegt allsstaðar, óháð efnahag eða tungumáli. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, tekur heilshug- ar undir með samherjum okkar um allan heim og fagnar því að Samein- uðu þjóðirnar viðurkenni mikilvægi punktaletursins með jafn afgerandi hætti. Alþjóða dagur punktaleturs er kominn til að vera! Til hamingju með daginn. Alþjóðadagur punkta- leturs 4. janúar Eftir Sigþór Unn- stein Hallfreðsson Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson »Um allan heim fagna blindir og sjón- skertir því að Samein- uðu þjóðirnar hafa gert 4. janúar, fæðingardag Louis Braille, að Al- þjóðadegi punktalet- urs. Höfundur er formaður Blindrafélags- ins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi. suh@verkis.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.