Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
✝ Þóra Erla Hall-grímsdóttir
fæddist á Akureyri
25. október 1930.
Hún lést 19. desem-
ber 2018 á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi.
Móðir hennar var
Þórunn Lúðvíks-
dóttir, f. 16. apríl
1900, d. 1933. Mað-
ur hennar var Hall-
grímur Kristjánsson, f. 30. okt.
1880, d. 3. apríl 1954. Faðir Gísli
Marinósson, f. 28. júní 1906, d.
17. nóv. 1995.
Systkini sammæðra: Kristján,
f. 5 mars 1923, d. 25. maí 1998,
Ásta, f. 27. febrúar 1925, Auður,
f. 5. nóv. 1926, d. 22. apríl 1991,
og Erla, f. 13. apríl 1928, d. 2.
apríl 1929.
Systkini samfeðra: Hilmar, f.
29. febr. 1936, Hreiðar, f. 31. júlí
1940, Marselía, f. 8. mars 1942,
Anna, f. 24. maí 1954.
Uppeldisforeldrar Jenný Lúð-
víksdóttir, f. 8. des. 1906, d. 13.
des. 2002, og Haraldur Leví
Bjarnason, f. 19. sept. 1909, d.
11. nóv.1990.
Uppeldissystkini: Þórunn
Haraldsdóttir, f. 25. júlí 1935,
Börn þeirra eru: Þóra María,
f. 25. febr. 1985, og Melissa
Björg, f. 15. jan. 1992, d. 6. febr-
úar 2017.
Þóra missti móður sína
þriggja ára gömul og flutti þá til
móðursystra sinna, Jennýjar og
Sólveigar í Reykjavík. Fljótlega
tóku svo Jenný og Haraldur
hana að sér. Á æskuárunum bjó
Þóra á Grettisgötu hjá Jennýju
og Haraldi. Á unglingsárum sín-
um æfði Þóra sund og náði góð-
um árangri. Þóra nam við Hús-
mæðrakennaraskóla Íslands frá
1950 og lauk þaðan námi. Að
námi loknu starfaði hún í sendi-
ráði Íslands í Ósló. Þau Árni Þór
giftust árið 1956, skömmu síðar
fluttu þau hjón í Gnoðarvog 58,
þar eignuðust þau og ólu upp
börnin sín fyrstu árin. Fjöl-
skyldan flutti síðan til Banda-
ríkjanna árið 1966 þar sem þau
bjuggu í 11 ár.
Árni vann hjá íslenska fyrir-
tækinu Iceland Products í
Harrisburg, en Þóra, sem var
húsmæðrakennari, var oft feng-
in til að taka á móti og annast
fólk sem kom í heimsókn í verk-
smiðjuna, sem og fyrir Íslend-
ingasamfélagið.
Eftir að þau fluttu aftur til Ís-
lands árið 1977 byggðu þau sér
hús í Arkraseli 13 þar sem Þóra
bjó til dauðadags.
Útför Þóru fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 4. jan-
úar 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Ingibjörg G. Har-
aldsdóttir, f. 19.
apríl 1942, og
Hrannar Garðar
Haraldsson, f. 15.
okt. 1943, d. 2. júní
1995.
Dóttir með Birni
Brynjólfi Björns-
syni Edda Björns-
dóttir, f. 10. júlí
1950, maki Halldór
Jón Sigurðsson, f.
6. nóv.1947.
Börn þeirra eru Daði, f. 5.
mars 1979, og Ívar, f. 12. sept.
1986.
Þóra giftist 22. sept. 1956
Árna Þór Árnasyni, f. 26. apríl
1930, d. 5. maí 2003. Börn Þóru
og Árna: a) Þórunn, f. 16. apríl
1957, maki Ívar Ásgeirsson, f.
15. júní 1959, barn þeirra er
Dagný, f. 30. júní 1986. b) Árni
Þór Árnason, f. 24. apríl 1959,
maki Mimmo Ilvonem, f. 23.
mars 1972, barn þeirra er Árni
Tero, f. 24. ágúst 2008. Börn
Árna frá fyrri samböndum eru:
Karólína, f. 24. júlí 1981, Krist-
ófer Logi, f. 4. okt. 1987, Ástrós
Lind, f. 15. maí 1994. c) Jenný, f.
13. júlí 1962, maki Jay Manga-
nello, f. 9. maí 1959.
Elsku amma Þóra hefur kvatt
þennan heim og það er erfitt að
sætta sig við. Ung í hjarta, grallari
og ævintýrakona eru þau orð sem
koma fyrst í huga við að reyna að
lýsa henni. Hún hafði mikinn húm-
or fyrir sjálfri sér og það var alltaf
stutt í grínið á erfiðum stundum.
Hún hafði ákaflega smitandi hlát-
ur sem gerði það auðvelt fyrir
hvern sem var að tengjast henni
og þykja vænt um fljótt.
Ég er svo þakklát fyrir þær
fjölmörgu góðu stundir sem við
áttum saman. Það var ekki hægt
að hugsa sér betri ömmu. Ég var
svo heppin að fá að búa í kjallaran-
um í Akraseli í eitt ár með for-
eldrum mínum sem barn á meðan
pabbi og afi voru að klára einbýlis-
húsið okkar í Grafarvogi. Þá átti
ég margar góðar stundir með
ömmu. Ég man hvað ég var alltaf
spennt að hlaupa upp stigann á
morgnana og sjá hana á bað-
sloppnum með kaffi að lesa Mogg-
ann í hægindastólnum sínum. Það
var eitthvað svo hlýlegt við þetta.
Amma var mikil jólakona og ég
tengi mikinn hluta af jólahaldinu
og töfrunum í kringum þau við
hana en hún skapaði alltaf mjög
hátíðlega stemmingu. Hún var
mikið fyrir hefðir og voru margir
fastir liðir sem mikilvægt var að
virða á hverju ári, nokkuð sem
mér hefur þótt vænna og vænna
um í gegnum árin. Henni þótti svo
gaman að gefa gjafir og gleðja
aðra. Á móti vildum við allt fyrir
hana gera. Amma var dugleg að
láta okkur krakkana taka þátt í
jólaundirbúninginum og gefa okk-
ur hlutverk. Ég man sérstaklega
eftir því að hafa verið falin hin
mikla ábyrgð að skreyta jólatréð
og stofuna ásamt Ívari frænda.
Yfirleitt skemmtum við okkur
konunglega við þetta verk.
Fyrir utan að vera meistara-
bakari og matreiðslukona var hún
amma virkilega flink í höndunum
og voru ótal fallegar peysur og
húfur prjónaðar á barnabörnin.
Hún var einnig dugleg að smala
okkur saman til að hittast og eyða
tíma saman þegar hún hafði heilsu
til.
Hún hafði mikinn og einlægan
áhuga á því sem barnabörnin tóku
sér fyrir hendur og var alltaf með
á hreinu hvar í heiminum hver var
hverju sinni. Hún elskaði sjálf að
ferðast og hafði gaman af ferða-
sögum. Einnig fannst henni fátt
skemmtilegra en að keyra. Ég
fann alltaf til svo mikils stuðnings
frá henni. Það er einnig ömmu að
þakka að ég byrjaði að læra á pí-
anó á sínum tíma en það var nám
og reynsla sem átti eftir að verða
mikilvægari og verðmætari en ég
hafði gert mér grein fyrir.
Eitt sem hefur alltaf staðið upp
úr, og þá sérstaklega á seinni ár-
um, er hvað hún var með ofboðs-
lega skýrt og skarpt minni. Hún
gat lýst betur minningum og at-
burðum frá því fyrir 60-70 árum
heldur en ég gæti lýst frá því í síð-
ustu viku.
Hún var dugleg að taka upp
tækninýjungar, óskaði eftir staf-
rænni myndavél um leið og þær
komu út, tölvu, farsíma, einka-
banka á netinu og hún lét sig ekki
vanta á Fésbókina.
Hún var mjög sjálfstæð og
ákveðin kona. Bar sig alltaf með
virðingu og stolti og neitaði að
sýna merki um veikleika fram á
síðustu stund. Þannig mun ég
minnast hennar að eilífu. Hvíl í
friði, elsku amma.
Dagný Ívarsdóttir.
Elsku amma.
Það er undarlegt að hugsa til
þess að þú sért ekki lengur á með-
al okkar. Það er undarlegt að
hugsa til þess að þú sért ekki leng-
ur í Akraselinu þar sem ég á svo
margar góðar minningar.
Það var svo gott að koma í
heimsókn til þín og njóta samveru
þinnar.
Ég minnist þess að hafa setið í
eldhúsinu þínu og talað við þig um
allt milli himins og jarðar, á meðan
ilmurinn af „pancakes“ fyllti eld-
húsið – með alvöru amerísku sír-
ópi.
Ég minnist þess hversu hlý og
einlæg þú varst og hversu vel mér
leið í návist þinni. Okkar stundir
saman eru mér dýrmætar og þú
átt alltaf stað í hjarta mínu.
Þín
Karólína.
Það er virkilega undarleg og
erfið tilfinning að sitja hér og
skrifa minningargrein um elsku-
lega ömmu mína. Það er svo sárt
að takast á við þann raunveruleika
að amma, sem hefur staðið mér við
hlið og verið með mér allt mitt líf,
sé virkilega farin. Ég var svo
heppinn að búa alla mína ævi í
næstu götu við ömmu og það var
svo gott að vita af henni og geta
farið til hennar hvenær sem var.
Amma hafði alltaf miklar skoð-
anir á öllum hlutum og hafði
greinilega upplifað margt í sínu
lífi. Sama um hvað maður talaði
við hana þá hafði hún skoðun eða
sögu til að segja manni frá því sem
hún hafði upplifað.
Hún hafði alltaf svo mikinn
áhuga á því sem maður var að
gera og fannst gaman að spyrja
hvað væri að frétta af mér. Það er
ekki auðvelt að rita minningar-
grein og reyna að rifja upp
ákveðnar minningar þar sem það
er engin ein minning, hún amma
var það stór hluti af lífi mínu; sama
hvaða tímamóta maður hugsar til
þá var hún þar.
Amma var sterkasta mann-
eskja sem ég hef kynnst. Alveg
sama hvað bjátaði á þá sá maður
aldrei neitt að henni og ef maður
komst að því að eitthvað var að
angra hana lét hún mann lofa því
að segja ekki sálu frá því. Sá
styrkleiki kom sennilega sterkast
fram á síðustu dögum hennar þeg-
ar sjúkdómurinn var langt kominn
en maður tók aldrei eftir því að
neitt væri að hrjá hana og virkaði
hún yfirleitt á mann þannig að hún
væri í betra standi en maður sjálf-
ur. Því er kannski enn óraunveru-
legra að hún sé í raun farin.
Það er erfitt að kveðja mann-
eskju sem var manni svo kær, en
ég er gífurlega þakklátur fyrir all-
ar minningarnar og allt sem amma
hefur gert fyrir mig. Ég veit að
þótt hún sé kannski ekki lengur
hér þá verður hún alltaf hjá mér
og í raun aldrei farin. Það er
kannski við hæfi að enda þetta á
síðustu orðunum sem ég sagði við
ömmu mína á líknardeildinni: ég
elska þig.
Ívar Halldórsson.
Það er erfitt að lýsa í orðum
hver amma var fyrir mér og svo
mörgum öðrum. Hún var ljós sem
skein skært fyrir sína nánustu,
sérstaklega á myrkum og erfiðum
tímum. Jafnvel á hennar síðustu
dögum setti hún fjölskylduna í
forgang. Hún var gjafmild og
samúðarfull.
Ég dáðist alltaf að því hvernig
hún gat fangað athygli allra við-
staddra. Stóru fallegu brúnu aug-
un hennar gátu horft djúpt inn í
sál þína og fyllt þig af ást og hugg-
un um að allt yrði í lagi. Styrkur
hennar og stuðningur var ómet-
anlegur fyrir mig á mínum erfiðu
árum en hún var alltaf til staðar
fyrir mig, skilyrðislaust.
Við amma berum sama nafn því
ég var skírð í höfuðið á henni. Það
er heiður sem ég mun bera með
mér það sem eftir er.
Síðast þegar ég sá hana, fyrir
sex vikum, þá sagði hún mér oft
hversu sterk ég væri og hversu lík
ég væri henni sem leiðtogi. Það er
erfitt að feta í þau fótspor en ég
mun reyna að vera sterk það sem
eftir er til að heiðra minningu
hennar.
Þóra Manganello,
barnabarn.
Kæra systir. Með sorg í huga
drep ég niður penna og kveð þig
með fáeinum orðum. Þú varst
ætíð sú sterka sem hægt var að
leita til, fyrirmyndin á svo mörg-
um sviðum. – En hver hefur sinn
drösul að draga í lífinu, misstóran,
þinn var mörgum númerum of
stór, þótt þú kvartaðir aldrei.
Sóríasis ásamt liðagikt er ekkert
grín að kljást við. Með viljann að
vopni og góðum lyfjum tókst þér
að komast aftur á fætur og til
sæmilegrar heilsu á sínum tíma,
en eftir stóð stöðug vinna að halda
exeminu í skefjum. Þegar Bláa
lónið fyrir tilviljun reyndist hafa
lækningamátt varstu ekki sein að
nýta þér það og náðir oft miklum
árangri. En svo var tekið fyrir
það.
En snúum okkur að glaðari
hliðum lífs þíns. Þú varst alltaf
stóra flotta systirin sem gott var
að leita til, enda lærði ég margt af
þér. Þú eignaðist Eddu þína um
svipað leyti og þú aflaðir þér góðr-
ar menntunar sem hússtjórnar-
skólakennari og þótt þú ynnir
ekki við kennslu varstu vel í stakk
búin til að vera matráðskona á
ýmsum stöðum og taka að þér
veisluhöld, allt lék þér vel í hendi.
Þú eignaðist ljúfan og heima-
kæran eiginmann þar sem Árni
Þór var og voruð samhent við að
búa ykkur fallegt heimili í
Gnoðarvoginum. Börn ykkar;
Þórunn, Árni Þór og Jenný, uxu
þar úr grasi og eru öll börnin þín
vel gift í dag. Eftir nokkur ár í
Gnoðarvogi bauðst Árna vinna í
fiskverksmiðju Sambandsins í
Harrisburg, Pennsylvaníu þar
sem þið dvölduð í áratug. Heim
komin var fljótlega byrjað að
byggja í Akraseli og Gnoðarvogur
seldur. Jenný þín hvarf aftur til
Harrisburgar nokkrum árum
seinna og giftist öðlingspilti, Jay,
og eignaðist með honum tvær
dætur, Thoru Mariu og Melissu.
Sá sorglegi atburður gerðist
fyrir fáum árum, að Melissa dó í
svefni, blessuð sé minning hennar,
gullfalleg stúlka og svo miklum
hæfileikum búin. – Nokkrum ár-
um eftir að Árni Þór dó eignaðist
þú góðan vin, Gunnar Þormar,
sem var duglegur að finna upp á
leikhús- og utanlandsferðum, sem
þú hafðir mikla ánægju af.
En svo leyfði heilsan það ekki
lengur. Erfitt þótti henni að geta
ekki heimsótt dótturina og fjöl-
skyldu í Bandaríkjunum framar.
Síðustu tvö árin, eftir að hún
greindist með húðkrabba, voru
henni erfið, þótt hún bæri ætíð
höfuðið hátt og kveinkaði sér aldr-
ei.
Við systurnar töluðum oft um
að skreppa vestur að heilsa upp á
Árna son hennar, en aldrei fannst
hentugur tími fyrr en í ágúst sl., að
hún gaf grænt ljós á það og við
drifum okkur ásamt Eddu, sem
keyrði í dásamlegu veðri, og áttum
við yndislega dvöl hjá gestrisnu
litlu fjölskyldunni á Ísafirði. Þrátt
fyrir að ferðin væri systur minni
afar erfið lét hún aldrei á neinu
bera, sterk eins og henni var ætíð
eiginlegt. Blessuð sé minning
hennar.
Með orðum skáldsins F.J. Arn-
dals kveð ég þig, elsku systir:
Geiglaus að móðunni miklu ég fer,
mjúkhendur blærinn hann fylgir mér
yfir.
Andviðrin hverfa, en byrinn mig ber
blíðheima til, þar sem ástúðin lifir.
Mín heitasta þrá mun þar fullnægju
finna
í friðarins höfn meðal ástvina minna.
Ingibjörg G. Haraldsdóttir.
Elsku Þóra mín, nú ertu farin
frá okkur og ég sakna þín svo sárt.
Við vorum stjúpsystur og nánustu
vinir allt lífið.
Þóra fluttist til Reykjavíkur frá
Akureyri einungis þriggja ára
gömul eftir andlát móður sinnar
Þórunnar.
Í Reykjavík átti Þórunn tvær
systur, móður mína Sólveigu og
Jennýju. Þóra bjó fyrst hjá okkur,
en eftir að Jenný giftist Haraldi
Bjarnasyni tóku þau Þóru undir
sinn verndarvæng sem sitt barn
og ólst hún upp hjá þeim í miklum
kærleika. Mikill og kær samgang-
ur var ætíð milli móður minnar og
Jennýjar.
Minningarnar hrannast upp.
Samband okkar Þóru var alltaf
mjög náið. Það leið varla sá dagur
að við heyrðum ekki hvor í ann-
arri.
Eftir að Þóra og Árni fluttu í
Akraselið, vorum við Þóra dugleg-
ar að fara í göngutúra um ná-
grennið, sem enduðu auðvitað með
fínum kaffisopa í litla, fallega eld-
húsinu þeirra og ég hafði þar fast
sæti. Þetta voru góðar stundir.
Þóra með sitt yndislega skap og
brosið fallega og svo töluðum við
náttúrlega út í eitt.
Nokkrum sinnum fórum við
norður í land og heimsóttum
frændfólkið okkar í Mývatnssveit-
inni. Í þessum ferðum komum við
alltaf við í kirkjugarðinum á Ak-
ureyri og fórum að leiði móður
hennar. Þegar Þóra var orðin full-
orðin kynntist hún blóðföður sín-
um, Gísla Ólafssyni, og konu hans
Kristínu, miklum öðlingshjónum.
Mér lánaðist að hitta þau í eitt
skipti og eiga með þeim kærleiks-
ríka stund sem mun aldrei gleym-
ast.
Já, þær voru ótal margar gleði-
stundirnar sem við áttum saman.
Nú hefurðu fengið hvíldina, elsku
Þóra mín, og söknuðurinn er mik-
ill. Ég bið góðan Guð að varðveita
þig.
Við fjölskyldan vottum elsku-
legum börnum þínum og fjölskyld-
um þeirra okkar dýpstu samúð.
Megi blessun fylgja ykkur.
Þín
Erla Sigurjónsdóttir.
Inni í blámanum
úti við ysta haf
tekur við annar heimur
þar sem þér hefur verið
búinn staður
utan efnis, tíma og rúms.
Þar ríkir fegurð og friður,
fyrirgefning og réttlæti,
sumar og sátt,
líf í fullri gnægð.
Þú gengur á skýjum himins
inn í endurnýjun lífdaga,
þar sem allt verður nýtt
og fegurðin
varir að eilífu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Blessuð sé minning mágkonu
og vinkonu minnar, Þóru Erlu
Hallgrímsdóttur, og hafðu þökk
fyrir allt.
Lára Kjartansdóttir.
Þóra Erla
Hallgrímsdóttir
Systir mín,
MARÍA BJÖRK ÞÓRSDÓTTIR,
Bakka, Öxnadal,
lést 25. desember.
Útför hennar fer fram frá Bakkakirkju
þriðjudaginn 8. janúar klukkan 13.30.
Ólöf Þórsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, sonur, pabbi
okkar, tengdapabbi, afi og bróðir,
EINAR BRAGI BERGSSON
skipstjóri,
Mosarima 8,
lést á Landspítalanum 28. desember.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 9. janúar
klukkan 13.
Guðrún Bernódusdóttir
Ágústa Einarsdóttir
Guðjón Öfjörð Einarsson Kristjana Hrund Bárðardóttir
Baldur Freyr Einarsson Barbara Hafey Þórðardóttir
Bergur Árni Einarsson Inga Kristín Kjartansdóttir
Friðgeir Rúnarsson Vilborg Anna Hjaltalín
afabörn, systkini og aðrir aðstandendur
Elsku systir mín og mágkona,
AGNES INGVARSDÓTTIR,
lést 23. desember.
Útför hennar fer fram frá St. James-kirkju, Colwall,
Herefordshire, 10. janúar.
Björn Ingvarsson Erla Margrét Sverrisdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓTTARR MÖLLER,
fv. forstjóri,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík
19. desember. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 8. janúar klukkan 13.
Emilía Björg Möller Valgeir Ástráðsson
Kristín Elísabet Möller Jóhannes Jóhannesson
Erla Möller Sigurður Kr. Sigurðsson
Auður Margrét Möller Guðmundur Már Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn