Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 32

Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 ✝ SveinbjörgPétursdóttir verkakona fæddist 12. september 1926 á Laugum í Súg- andafirði. Hún lést 13. desember 2018 á Hjúkrunarheim- ilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Foreldrar Svein- bjargar voru Pétur Sveinbjörnsson, f. 21. maí 1881 í Klúku í Súg- andafirði, d. 11. júlí 1950, og Kristjana Friðbertsdóttir, f. 24. apríl 1884 í Hraunakoti í Vatna- dal í Súgandafirði, d. 2. sept. 1981. Pétur og Kristjana eign- uðust 12 börn og var Sveinbjörg þeirra yngst. Hún fluttist ung feb. 1957 á Sauðárkróki, d. 17. maí 2017. Dætur Fróðnýjar eru Anna Guðlaug Baldursdóttir, f. 22. apríl 1976, Helga Jóna Harð- ardóttir, f. 30. sept. 1987, og Halla Björg Harðardóttir, f. 10. nóv. 1989. Fóstursonur Krist- jáns og Fróðnýjar er Viktor Daði Pálmarsson, f. 21. nóv. 2002. Birgir Sigurðsson, f. 26. des. 1960 á Akureyri, rafvirki. Bú- settur í Hafnarfirði. Sveinbjörg og Sigurður ólu upp bróðurson Sveinbjargar, Sigurð Magnús Þórðarson, f. 1. okt. 1957 á Suðureyri við Súgandafjörð. Sigurður Magnús á eina dóttur, Þóru Björgu, með barnsmóður sinni Hugrúnu Stefánsdóttur, f. 10. apríl 1968 á Akureyri. Þóra Björg er trúlofuð Andra Pétri Sævarssyni, f. 18. apríl 1984. Eiga þau eina dóttur, Áróru Sól, f. 9 júlí 2016. Útför Sveinbjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 4. janúar 2019, klukkan 13.30. suður og var meðal annars í vist hjá systur sinni Krist- jönu Petrínu Pét- ursdóttur og manni hennar, Ásgrími Jónssyni á Sels- garði á Álftanesi. Eftir það lá leiðin til Akureyrar. Hafði hún kynnst Sigurði Haralds- syni, f. 5. sept. 1925 á Akureyri, d. 23. nóv. 2000, húsasmið. Þau giftu sig 28. okt. 1949. Börn þeirra: Kristján Pét- ur Sigurðsson, f. 11. apríl 1951 á Akureyri, starfsmaður á sam- býli fyrir fatlaða. Búsettur á Akureyri. Kristján kvæntist Fróðnýju Pálmadóttur, f. 20. Með sárum trega kveð ég Sveinu frænku mína, sem í dag verður borin til grafar norður á Akureyri. Hún var yngst tólf barna afa míns og ömmu, hjónanna Péturs Sveinbjörnssonar og Kristjönu Friðbertsdóttur, sem stóðu fyrir búi á Laugum í Súgandafirði á árunum 1907-1943. Hún dó síð- ust allra þessara mörgu syst- kina. Sjálfur átti ég heima á Laug- um fyrstu sex ár ævinnar og naut þá, með Sveinu og Högna Egilssyni, frænda okkar, margra unaðsstunda bernskunnar. Við móðir mín fluttumst árið 1939 búferlum frá Laugum út í þorpið á Suðureyri. Engu að síð- ur sótti ég mjög heim að Laug- um og átti þar langar dvalir. Stundum lá ég þar veikur jafnvel vikum saman. Ég minnist þol- inmæði Sveinu við að lesa fyrir mig, þegar þannig stóð á, og gleymi víst aldrei sögu Jóns Trausta af Önnu á Stóruborg og Hjalta vinnumanni hennar, sem ég kynntist fyrst af vörum hennar. Vorið 1939 frétti ég á skot- spónum að öllum börnum, sem yrðu sjö ára á því ári, yrði boðið að ganga í vorskóla er svo var nefndur. Við þessi tíðindi greip mig yfirþyrmandi löngun til að setjast þar á skólabekk, enda taldi ég mig kunna að lesa. Þeg- ar mér var sagt að ég væri of ungur og yrði því að bíða í eitt ár brast ég í grát og reyndist óhuggandi. Móðir mín var hlédræg kona sem hvergi tranaði sér fram en loks kom Sveina, þá 12 ára gömul, og leiddi mig sér við hönd heim til skólastjórans, Guð- mundar Daníelssonar rithöfund- ar. Hann prófaði mig og bauð mig síðan velkominn í skólann. Fyrir þetta stend ég enn í ógoldinni þakkarskuld við Sveinu. Sumarið 1940 vorum við Sveina bæði heima á Laugum. Það var síðasta sumarið sem lömbin voru færð frá ánum. Fyrstu vikuna eftir fráfærurnar eða máski í tíu daga sátum við Sveina þá yfir ánum inni á hlíð, frá morgni til kvölds, til að varna því að þær rásuðu of langt í leit sinni að lömbunum, sem rekin höfðu verið á aðrar slóðir. Bæki- stöð okkar var við myndarlegan stein, sem hún kallaði Sófa. Mikið var sungið í hjásetunni en við höfðum enga klukku. Þegar degi hallaði breiddi amma mín hvítt lak á bæjarþakið og gaf okkur þannig til kynna að tíma- bært væri að smala ánum og reka þær heim á kvíabólið. Sveina fór ung út í veröldina, fyrst suður og seinna norður. Hún giftist haustið 1949 Sigurði Haraldssyni frá Akureyri og var þaðan í frá jafnan búsett þar nyrðra. Þau eignuðust tvo syni, sem báðir lifa móður sína, og ólu líka upp einn fósturson. Sveina var glaðvær og kjark- mikil, hreinlynd og upplitsdjörf. Fjölskyldan bjó lengi í litlu húsi sem stóð sunnan við Hrafnagils- stræti, örskammt frá styttunni af Stefáni Stefánssyni skóla- meistara. Í fjöldamörg ár var Sveina ein þeirra kvenna sem skúruðu húsakynni Menntaskólans á Akureyri og kom sér þá vel í snjóþyngslum að stutt var að fara í vinnuna. Á útfarardegi hennar get ég ekki látið hjá líða að þakka Þórði Harðarsyni, frænda okkar á Akureyri, og fjölskyldu hans, ekki síst Evu Þórðardóttur, alla þá manngæsku úr innstu rótum, sem þau auðsýndu Sveinu þegar krafta hennar þraut. Kjartan Ólafsson. Mín kæra föðursystir Svein- björg Pétursdóttir er fallin frá. Sveina, eins og hún var kölluð, var yngst af systkinunum, svo nú hittast þau öll í Sumarlandinu. Mín fyrsta minning um Sveinu er þegar hún kom í Botn í heim- sókn, en hún bjó allan sinn bú- skap á Akureyri. Mér fannst hún svo falleg og það var hún bæði að utan og innan. Hennar hús var ætíð opið fyrir hennar fólk. Ég fékk að gista hjá henni þegar ég fór á Húsmæðraskólann á Laugalandi og í helgarfríum. Þau Siggi leigðu út herbergi í kjallaranum til menntaskóla- stráka og benti hún mér á pilt sem kom oft þar í heimsókn og þegar við skólastelpurnar á Laugalandi buðum til okkar í veislu strákunum í 6. bekk MA var Sveina spennt að heyra hvern ég hefði fengið sem borð- herra og kom þá í ljós að það var þessi sami piltur sem hún hafði bent mér á. Þetta var upphafið að okkar kynnum því að þessi piltur var Baldur Árnason og við höfum nú verið gift í yfir 53 ár, en við giftum okkur hinn 12. september, sem er afmælisdagur okkar kæru Sveinu, án þess að út í það væri hugsað. Síðan höf- um við ætíð haft samband við hana á þessum degi. Við vorum á leið í jólafrí til Siglufjarðar 1964, ég háófrísk og eftir hræðilegt flug fengum við að gista hjá Sveinu og daginn eftir var haldið áfram með flóabátnum Drangi til Siglufjarðar og þar fæddist stúlkubarn á aðfangadag. Gestrisni, hlýja og kæti voru Sveinu í blóð borin og ekki var farið svo um Akureyri að Sveina væri ekki sótt heim, síðast í sum- ar stuttu áður en hún veiktist, og það faðmlag geymi ég í hjarta mínu. Lífið var ekki alltaf dans á rósum og mörg áföllin, en hún leit á þau sem verkefni sem þurfti að sinna og var snillingur að gera mikið úr litlu. Sveina var fædd á Laugum í Súgandafirði og hann var fjörð- urinn hennar. Þar lærði hún ung að synda og stundaði sund með- an heilsan leyfði. Sveina var mik- il hannyrðakona og margar eru prjónaflíkurnar sem börn og ættingjar hafa fengið, fallegt og vel gert. Sveina var mikill snyrtipinni og alltaf voru hennar híbýli hrein og fín. Það verður undarlegt að koma til Akureyrar og geta ekki hitt Sveinu, en ævi hennar var orðin löng og öll eigum við eftir að fara þessa leið. Blessuð sé minning hennar og vottum við Baldur fjölskyldunni og öðrum ættingjum samúð okk- ar. Ég vil ljúka þessum orðum með smástöku eftir föður minn. Þú mætir því, sem löngu liðið er það leitar þín á hvíldarstundum hljóðum og einmitt það sem átti mest í þér það eltir þig á nýjum draumaslóðum (Friðbert Pétursson) Kristín Friðbertsdóttir. Elsku Sveina frænka. Frá litlum firði og litlum bæ skín ljósið skært og gleðin frá sum- arsins blíðu og sólgylltum sæ jafnt þó svelluð sé jörð og freðin. Og birta sú ætíð barst með þér og blikaði ævina langa, því gleðina áfram gafst þú mér, sú gjöf mun æ hamingju fanga. Já, Sveina mín, það er víst óhætt að segja að þú stráðir geislastöfum yfir allan hinn stóra afkomenda- hóp hjónanna frá Laugum í Súg- andafirði. Því þó jörð væri lítil og rýr þá var lífskrafturinn og gleðin þar þeim mun meiri og náði til allra þessara einstöku mannvænlegu systkina. Og allt frá fyrstu lífsstundu til lokadags hér á jörð varst þú dáð og elskuð fyrir þinn léttleika, kjark og hlýju. Þannig muntu lifa áfram í minningu okkar er nutum þeirr- ar ómetanlegu hamingju að fá að njóta þinnar samveru. Því þó ætíð nytir þú gleðinnar vel í litla firðinum heima og þangað flygi jafnan hugur þinn þá var ætíð yndislegt þig heim að sækja á þínu hlýlega heimili á Akureyri. Sonum þínum og ástvinum öllum sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi þig, elsku frænka mín. Þín Þóra Þórðardóttir frá Stað. Sveinbjörg Pétursdóttir ✝ Ingibjörg Guð-laugsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 14. mars 1925. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Mörk 23. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðlaugur Brynjólfsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. í Kvíhólma, V-Eyja- fjallahreppi 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972, og Valgerður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 8. mars 1895, d. 29. september 1937. Systkini Ingi- bjargar voru Jóhannes, f. 1908, Sveinbjörn, f. 1914, Halla, f. 1918, Halldóra, f. 1920, Brynj- ólfur, f. 1921, Guðrún Bríet, f. Lilja, f. 2011, og Finnbogi Jök- ull, f. 2013. b) Brynjúlfur Gunnar Thorarensen, f. 4. apríl 1951, d. 17. júlí 1999. Synir hans: Ólafur Thorarensen, f. 3. mars 1976. Börn hans eru Birta Laufey, f. 2004, og Katla Kristý, f. 2012. Ingi Þór Thor- arensen, f. 28. ágúst 1978. Börn hans eru Brynjúlfur Vikt- or, f. 2004, og Hrafntinna, f. 2007. Seinni eiginmaður Ingi- bjargar var Ingimundur Ólafs- son kennari, f. 25. febrúar 1913, d. 24. desember 2005. Ingibjörg fluttist frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur með börnin sín árið 1966. Hún vann fyrir Mjólkursam- söluna bæði í Vestmannaeyjum og fyrstu árin sín í Reykjavík. Síðustu 20 ár starfsævinnar vann hún í býtibúri á kvenna- deild Landspítalans og sem að- stoðarræstingastjóri. Útför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. janúar 2019, klukkan 15. 1923, Guðmundur, f. 1929, og Þórar- inn, f. 1931. Eftir- lifandi er Ásta, fædd 1926. Fyrri eigin- maður Ingibjargar var Ólafur Thor- arensen tann- læknir, f. 31. ágúst 1908 í Reykjavík, d. 27. janúar 1969. Börn þeirra voru a) Elín Thorarensen hár- greiðsludama, f. 30. júní 1948 í Reykjavík, d. 6. apríl 1982. Börn Elínar eru Ólafur Kjart- ansson, f. 14. desember 1966, búsettur í Svíþjóð, og Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 31. ágúst 1972, búsett í Reykjavík, er í sambúð með Víði Finnbogasyni. Börn þeirra eru Elín, f. 2008, Ásta Ég kallaði Ingibjörgu ömmu mína ávallt ömmu Gögg vegna þess að þegar ég var barn reyndist mér erfitt að segja Ingibjörg og það nafn festist við hana hjá okkur í fjölskyldunni upp frá því. Ég leyfi huganum að reika og hann ber mig aftur í tímann þegar foreldrar mínir skildu að skiptum.Við systkinin og mamma fluttum frá Hall- ormsstað til Reykjavíkur í íbúð á Langholtsveginum heima hjá ömmu og Ingimundi fósturafa mínum. Þá var ég átta ára gömul og fer að eignast mínar sterk- ustu minningar um hana ömmu mína. Mamma var orðin veik og fljótlega þurfti hún að dveljast mikið á spítala. Ég get rétt ímyndað mér álagið á ömmu ver- andi í fullri vinnu, sinna okkur systkinum sem og dauðvona dóttur sinni. Ég upplifði sjaldan hjá henni sorg eða bugun fyrr en kvöldið sem móðir mín dó. Þá nótt, næstu mánuði á eftir fékk ég að sofa við hlið ömmu. Mér fannst sorgin erfið. Ég skildi ekki allar þessar stóru tilfinn- ingar þá en ég skil hana ömmu mína vel í dag. Eftir fráfall móð- ur minnar varð það úr þótt ekki væri það sársaukalaust fyrir föð- ur minn að raska högum okkar sem minnst að amma og Ingi- mundur tækju okkur Ólaf eldri bróður minn að sér. Við ólumst því upp á því heimili, í því hverfi þar sem við höfðum þá skotið rótum. Að alast upp hjá ömmu sinni hafði ýmsa kosti í för með sér. Ég fékk sögur á hverju kvöldi og morgunmat í rúmið um helgar. Ekki hafði hún mikið fé á milli handanna en gerði allt sem hún gat til þess að veita mér og bróður mínum það sem hugur okkar stóð til. Amma elskaði að fá vinkonur sínar í heimsókn, borða osta og drekka rauðvín. Alltaf var hreint og fínt á heimilinu. Amma var bráðskörp og mik- ill húmoristi. Hún gat sagt hina ótrúlegustu brandara og sögur. Hún var dugmikil kona, vann mikið alla tíð. Enda þekkti hún sjálf ekki annað frá eigin bernsku. Hún hafði misst móður sína aðeins tólf ára gömul. Ömmu og hluta af systkinum hennar var komið fyrir hjá hin- um ýmsu fjölskyldum, þá aðal- lega til að vinna. Hún gekk í barnaskóla og fór í húsmæðraskóla. Þegar talið barst að barnæskunni kom glöggt fram að hún hefði viljað fá tækifæri til að læra meira. Amma var einstaklega barn- góð. Það gaf henni mikið að hafa langömmubörnin í kringum sig. Þegar þú ert nú farin, amma mín, skil ég betur tengslin á milli okkar. Mamma mín var í mér og þér. Hún hélt okkur saman. Við höfðum þörf fyrir að vera nálægt hvor annarri enda bjuggum við meira og minna saman á Langholtsveginum. Mér hlýnar um hjartarætur við tilhugsunina um að þú sért nú komin til barnanna þinna Ellu og Binna sem þú misstir allt of fljótt. Það hefði verið svo auðvelt að gefast upp eftir veikindi og áföll en það gerðir þú aldrei.Alltaf reistu upp aftur. Þú sterka fal- lega kona hafðir ótrúlegan lífs- neista þrátt fyrir allt sem á und- an var gengið og ég dáist að því. Ég er óendanlega þakklát fyrir að þú varst svona lengi hjá okkur. Elsku amma, það tók meira á en ég hafði búist við að kveðja þig. Minningarnar eru margar og dýrmætar. Megi ljós- ið og kærleikurinn fylgja þér ávallt og vernda. Takk fyrir allt, amma Gögg. Ég elska þig. Ingibjörg Stefánsdóttir. Tengdó mín fyrrum, eða amma Gögg eins og hún var allt- af kölluð, var yndisleg, einstak- lega skemmtileg, orðheppin, vel lesin, víðsýn og stórbrotin kona fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum. Hún giftist Ólafi Thorarensen tannlækni 1947 og eignuðust þau tvö börn Elínu, f. 1948, d. 1982, og Brynjúlf, f. 1951, d. 1999. Það var tengdó mjög þung- bært að sjá á eftir dóttur sinni frá tveimur börnum og því voru það þung spor fyrir mig og strákana mína að fara á Lang- holtsveginn og tilkynna henni andlát sonar hennar nokkrum árum síðar. Það reyndi mikið á hana að lifa bæði börnin sín en hún fór einstaklega vel með þá sorg er hún bar í hjarta sínu. Seinni maður Ingibjargar var Ingimundur Ólafsson kennari, þau giftust árið 1967 en hann lést 2005. Við kynntumst í ágúst ’69 þegar ég og sonur hennar Binni byrjuðum saman, ég 16 ára og hann 18 ára. Mér er alltaf minnisstætt þegar ég kom í heimsókn í fyrsta sinn, það var svo mikill léttleiki og öðruvísi talað á þessu heimili en ég hafði vanist, mér fannst þau vera frek- ar kjaftfor og töluðu tæpitungu- laust og allir máttu hafa skoðun á því málefni sem líðandi stund bauð upp á. Það var glatt á hjalla á Lang- holtsveginum og mjög gest- kvæmt og alltaf eitthvað að ger- ast. Við fórum í mörg ferðalög saman og þau minnisstæðustu eru ferðirnar á Hallormsstað. Þar bjó Elín dóttir hennar með fjölskyldu sinni og í einni slíkri ferð fékk hún viðurnafnið amma glögg, hún var frekar lofthrædd og þegar við vorum að keyra á fjallvegum átti hún það til að fá sér smá sopa af koníaki til að fela lofthræðsluna og strákarnir mínir höfðu það hlutverk að vara ömmu sína við og segja henni að halla sér fjær brúninni á fjall- vegum þar sem lofthæð var mikil. Þetta þótti okkur öllum ótrúlega fyndið og kannski ekki mikið tekið tillit til lofthræðslu hennar. Við fórum tvær saman í Norðurlandaferð,við tókum bíla- leigubíl í Danmörku og keyrðum til Svíþjóðar og heimsóttum barnabörn hennar svo til syst- kina minna og vina sem búa í Svíþjóð og Noregi. Þetta var ein- stök ferð hjá okkur. Hún var hafsjór af fróðleik og sagði sögur eins og henni var einni lagið og hændi að sér börn og fullorðna. Ég flutti í nágrenni við Lang- holtsveginn árið 2000 og þá var stutt fyrir okkur að lalla yfir hvor til annarrar og mikill gæða- tími á milli okkar á þessum ár- um. Hún var einstök og mikil amma. Henni þótti óhemju vænt um afkomendur sína og vildi allt fyrir þá gera. Hún dekraði og þjónaði þeim endalaust og veit að drengjunum mínum þótti það ekkert leiðinlegt. Árið 2010 kynntist ég Gunna, þau urðu strax mestu mátar. Hún spurði mig hvað hún ætti að kalla hann og ákvað sjálf að hann væri bara tengdasonur. Fannst það flott afgreitt hjá henni. Elsku hjartans tengdó mín, ég gæti ég skrifað endalaust um þig og uppátæki þín frá því við kynntumst fyrir um það bil 50 árum en einhversstaðar verður að láta staðar numið. Ég hef stiklað á stóru og farið um víðan völl í þessari grein og læt staðar numið hér. Ég óska þér gleði og fagnaðar við endurfundi þína og barnanna þinna svo og annarra ástvina og bið guð að gefa ykkur endalaus- an gæðatíma. Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir. Ingibjörg Guðlaugsdóttir Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, PÉTURS VILBERGSSONAR, Árnastíg 7, Grindavík. Bjarnfríður J. Jónsdóttir Fanney Pétursdóttir Sigurður Jónsson Elías Þór Pétursson Jóhanna María Gylfadóttir Hulda Pétursdóttir Thomas Vance Pollock Eygló Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.