Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 31

Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 ✝ Elín ÓlafíaÞorvaldsdóttir fæddist á Raufar- felli, Austur-Eyja- fjöllum, 19. maí 1926. Hún andaðist á hjúkrunarheimil- inu Eir 22. desem- ber 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðbjörg Sigurð- ardóttir, f. 24.5. 1885, d. 27.7. 1977, og Þorvald- ur Ingvarsson, f. 9.8. 1885, d. 10.2. 1966. Elín var yngst systk- ina og sú síðasta sem kveður. Systkini hennar voru Engilbert, f. 11.10. 1906, d. 26.9. 2004, Jó- hanna Ingileif, f. 9.10. 1907, d. 1.10. 1998, Þorsteina Margrét, f. 21.5. 1911, d. 15.3. 1976, Sig- urjón Óskar, f. 4.3. 1915, d. 16.7. 1916, Sigurjón Júlíus, f. var eingöngu lítinn hluta úr vetri, jafnvel aðeins í tvær vik- ur, og oft um langan veg að fara. Elín var dugleg til vinnu og fór ung til Reykjavíkur að vinna fyrir sér og vann meðal annars við matreiðslustörf. Hennar síðasti vinnustaður var Fossvogsskóli en þar sá hún um kennaraeldhúsið og útbjó mat og kaffi fyrir starfsfólk skólans. Elín og Ágúst hófu búskap í risíbúð hjá foreldrum Ágústar á Sogabletti 5 en byggðu sér síðar raðhús á Laugalæk 25 sem þau fluttu í árið 1956. Tveimur árum síðar fluttu for- eldrar hennar og bróðir í kjall- arann til þeirra. Síðar var haf- ist handa við að byggja einbýlishús í Haðalandi 19 en þangað flutti fjölskyldan 1972 ásamt aldraðri móður Elínar sem hún sá um til dauðadags. Elín var félagslynd og var í kvenfélagi Bústaðasóknar um árabil. Einnig sótti hún í félags- starf eldri borgara. Útför Elínar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 4. janúar 2019, klukkan 13. 1.7. 1918, d. 15.7. 1992. Elín giftist 11. apríl 1948 Ágústi Friðjóni Jósefssyni bifvélavirkjameist- ara úr Reykjavík, f. 11.11. 1926, d. 4.7. 2013. Synir þeirra eru: 1) Þor- valdur Guðbjörn, f. 1945, kvæntur Anne Ágústsson, f. 1949, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 2) Grétar Egg- ert, f. 1947, kvæntur Hafdísi Gísladóttur, f. 1950, og eiga þau eina dóttur. 3) Bárður Jós- ef, f. 1961, og á hann tvö börn. Elín fæddist í torfbæ og ólst upp við baðstofulíf og almenn sveitastörf þess tíma og átti góð bernskuár. Ekki varð skólaganga löng þar sem kennt Elsku móðir mín, Elín Ólafía, er nú látin og margs að minnast. Hún fæddist og var alin upp á Raufarfelli undir A-Eyjafjöllum hjá foreldrum sínum sem voru sannkristin, góð og samhent hjón. Eins og algengt var á þessum árum til sveita var skólaganga hennar stutt og stuðst við farand- kennslu. Oft voru vegalengdirn- ar, sem börnin þurftu að fara til skóla gangandi eða á hestum, óhóflega langar. Að hennar sögn gladdi það hana mest á ferming- ardaginn að eldri bróðir hennar, Engilbert, lánaði henni góðhest sinn, Brún, til kirkjuferðar. Að loknum unglingsárum leitaði hún til Reykjavíkur eftir atvinnu. Þar vann hún við ýmis störf og um tíma var hún vinnukona hjá Guð- mundi frá Miðdal og hans fólki. Hún vann einnig við matreiðslu, fiskvinnslu og verslunarstörf. Á þessum árum kynntist hún pabba og ég fæddist sem þeirra fyrsta barn að Raufarfelli klukk- an sex að morgni hinn 18. nóv- ember 1945. Fyrsta árið dvaldi móðir mín með mig í foreldra- húsum en fluttist síðan ásamt mér á efri hæð í húsi tengdafor- eldra sinna á Sogabletti 5 þar sem foreldrar mínir hófu búskap. Þaðan fluttu þau í leiguíbúð á Langholtsveginum og síðar í risí- búð í Karfavogi 27. Þaðan fluttu þau í eigið húsnæði á Laugalæk 25 þegar ég var 10 ára. Á þessum tíma vann mamma í fiskvinnslu hjá Keili við Elliðavog en skaust heim í hádeginu til að gefa okkur bræðrum, mér og Grétari, há- degismat. Ég sá um uppvaskið og gaf hún mér notað, lítið og vel með farið reiðhjól sem þakklæt- isvott. Reiðhjólið reyndist frá- bærlega og hlaut síðar nafnið Litla tíkin. Mamma var mjög handlagin og góð saumakona og saumaði hún flest föt sem við Grétar gengum í þegar við vorum börn. Hún var glæsileg kona, glað- leg, mjög góð í sér og heilsteypt persóna. Hún var hreinskiptin og sagði sína meiningu hvort sem fólki líkaði vel eða illa. Hún var sannkristin og kenndi okkur son- um sínum bænir og að greina á milli góðra verka og illra. Hún var mjög gestrisin og gladdist yf- ir velgengni þeirra sem hún þekkti. Hún átti marga vini og ræktaði þá vináttu. Árið 1958 hættu foreldrar hennar búskap og fluttust, ásamt syni sínum Sigurjóni, í kjallara- íbúð sem var sérstaklega hönnuð fyrir þau á Laugalæk 25. Þar áttu þau heima þegar afi dó. Amma flutti með foreldrum mín- um að Haðalandi 19 í Fossvogi en þar höfðu þau reist sér glæsilegt einbýlishús 1972 og sá mamma um móður sína þar til yfir lauk. Í Haðalandi var oft gestkvæmt og gaman að vera. Þegar börnin mín, Lilja og Hjalti, fóru í framhaldsskóla í Reykjavík bjuggu þau í Haða- landi hjá foreldrum mínum og hafi þau bestu þakkir fyrir. Síð- ustu þrjú árin dvaldi mamma á Eir, Hlíðarhúsum 7. Kveð ég móður mína með söknuði og megi Guð vera henni náðugur. Þorvaldur Ágústsson. Oft er erfitt að tjá sig um dem- ant sem fæddi mann í heiminn og gaf allt af sér til að láta manni líða sem best. Móðir mín Elín var einstök að öllu leyti og hún gat alltaf komið manni í gott skap. Hún reyndi að kenna mér allt það góða um lífið og tilveruna. Hún var blíð, góð og gjafmild sérstaklega gagnvart þeim sem minna máttu sín. Alltaf voru dyrnar opnar hjá henni hvort sem það var létt spjall eða góðar veitingar. Móðir mín var ákveðin kona og sagði hlutina umbúðalaust og gat það stundum haft áhrif á þá sem tóku það til sín. Hún var mjög félagslynd og einstaklega góð í handavinnu. Móðir mín, nú er komið að endalokum þessa fallega lífs þíns hér á jörðu og vona ég að þú sért komin til pabba. Þú munt alltaf vera í mínu hjarta og Benóní ömmubarn þitt sagðist alltaf minnast og elska ömmu. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf. ók.) Sjáumst síðar og kveð ég þig með söknuði. Þinn sonur, Bárður. Þegar jólahátíðin var að ganga í garð með öllum sínum fallegu jólaljósum og ys og þys, kvaddi Elín tengdamóðir mín á sinn hægláta hátt. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una fyrir 35 árum bjuggu hún og Ágúst tengdapabbi í Haðaland- inu og var mér afskaplega vel tekið. Sá ég þá að þar fór hús- móðir af gamla skólanum, bráð- myndarleg kona sem bjó fjöl- skyldunni fallegt heimili. Elín var félagslynd og naut þess að hafa margt fólk í kringum sig og ég tala nú ekki um ef það tók hraustlega til matar síns, þá leið henni vel. Aldrei var komið svo í heim- sókn að ekki væri hlaðið veislu- borð og þótti henni aldrei nógu vel veitt. Elín var rólynd að eðl- isfari en vannst vel og var fljót- virk. Datt mér oft í hug málshátt- urinn „kemst þó hægt fari“ þegar ég var að fylgjast með henni gera eitthvað því að hún var svo snögg á sinn rólega hátt og lauk við hluti á örskotsstundu sem hefði tekið mig heilan dag að gera. Elín var fríð kona, dökk yfirlit- um og glaðsinna sem féll aldrei verk úr hendi svo lengi sem stætt var. Hún hafði gaman af handa- vinnu og var hún oftar en ekki með ýmislegt á prjónunum, einn- ig var hún ötul við postulínsmál- un og á ég fallega muni eftir hana sem setja svip á heimilið um hver jól. Hún var stálminnug á menn og málefni og ættfróð með eindæm- um og skildi ekkert í hvað unga fólkið virtist vera áhugalaust um allt slíkt. Saknaði hún þess alla tíð að hafa ekki getað notið lengri skólagöngu því hún var góðum gáfum gædd og hafði mikla fróð- leiksfýsn. Ekki er hægt að minnast El- ínar án þess að nefna Ágúst tengdapabba því aldrei var langt á milli þeirra enda samveran orð- in löng, eða 65 ár þegar hann féll frá 2013. Eftir það var eins og lífsneist- inn hyrfi, líkaminn orðinn þreytt- ur og byltur sem hún hlaut hjálp- uðu ekki til en minnið hélst áfram óbrigðult og mundi hún hlutina betur en þeir sem yngri voru. Rifjaði hún oft upp þær ótrúlegu breytingar sem hún hafði lifað og fannst henni fólk í dag vera alltof vanþakklátt sem hefði allt til alls og sagði oft „það hefði átt að fæð- ast í torfbæ eins og ég“ og hló við. Hún fylgdist vel með fólkinu sínu og vildi alltaf veg þess sem mestan og ófá voru símtölin sem fóru okkar á milli. Haustið 2015 gat hún ekki ver- ið lengur ein í Haðalandinu og flutti í öryggisíbúð á Eir þar sem henni leið nokkuð vel en saknaði þó ætíð mannmargs heimilis og þess að geta ekki gert alla hluti sjálf. Þegar hún varð níræð í maí 2016 komu fjölskylda og vinir og drukku með henni afmæliskaffi og þótti henni afskaplega vænt um þá stund. Árið 2017 fór hún á hjúkrunarheimilið Eir og leið vel þar til yfir lauk. Langri lífsgöngu Elínar er lokið og hefur hún orðið fegin að hverfa í faðm ástvina sinna en eftir sitja minningar um góða konu, mömmu og ömmu. Ég þakka tengdamóður minni samfylgdina og bið henni guðs blessunar. Einnig bið ég guð að gefa sonum hennar og fjölskyld- um styrk á þessum erfiða tíma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Hafdís. Kveðja Elsku amma mín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman og um- hyggjuna og hlýjuna sem þú veittir mér. Guð blessi minningu þína. Áslaug Elín. Elsku Elín, nú er að leiðarlok- um komið árið 2018 eða um 32 ár- um eftir að við systur kynntumst ykkur hjónum. Við kynntumst í Fossvogi eftir að kynni tókust við yngsta son ykkar Bárð. Margt var brallað, allt frá útilegum við Þingvallavatn, heimsóknum í hjólhýsi í Grímsnesi og að partí- um og matarveislum í White Pla- ins, New York, þar sem stundað var nám í háskóla. Þið Ágúst voruð alltaf til stað- ar þegar heim var komið. Vin- skapur þinn við móður okkar Kornelíu var bæði henni og okk- ur mjög mikilvægur. Þegar hún féll frá alltof snemma, einungis 51 árs, aðeins nokkrum dögum fyrir jól, voruð þið hjónin fyrst á staðinn til að hugga okkur systur og vera til staðar og til aðstoðar. Fyrir það verðum við ykkur ávallt þakklátar. Með innilegustu kærleik- skveðjum kveðjum við þig, elsku Elín. Þökk fyrir yndislega sam- fylgd gegnum lífið. Innilegustu samúðarkveðjur sendum við Bárði, Grétari, Þor- valdi og fjölskyldum. Kærleikskveðja, Hanna Sigriður Magnús- dóttir og María Hrönn Magnúsdóttir. Elín Ólafía Þorvaldsdóttir Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ANNA PÁLA GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést að morgni 24. desember, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 5. janúar klukkan 14. Leifur Ragnarsson Páll Ragnarsson Margrét Steingrímsdóttir Árni Ragnarsson Ásdís Hermannsdóttir Hólmfríður Ragnarsdóttir Ólöf Sigríður Ragnarsdóttir Pétur Heimisson Örn Ragnarsson Margrét Aðalsteinsdóttir Úlfar Ragnarsson Auðbjörg Friðgeirsdóttir Bróðir okkar, HRAFN HJARTARSON, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 5. janúar klukkan 14. Steinþór Tryggvason Hjörtur Hjartarson og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hagaseli 38, Reykjavík, sem lést 15. desember, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 7. janúar klukkan 13. Stefán Baldvinsson Guðjón Örn Stefánsson Sigrún Gröndal Baldvin Trausti Stefánsson Hilma Einarsdóttir Hrafnhildur G. Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegi sonur minn, bróðir, mágur og barnabarn, KOLBEINN ARON ARNARSON frá Vestmannaeyjum, varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 24. desember. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 12. janúar klukkan 14. Innilegar þakkir fyrir allan samhug á þessum erfiðu tímum. Ingibjörg Sigríður Kolbeinsdóttir Einar Birgir Baldursson Íris Sif Hermannsdóttir Einar Birgir Sigurjónsson Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi, ÓSKAR BREIÐFJÖRÐ, Æsufelli 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 7. janúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Innilegar þakkir til starfsfólks blóðlækningadeildar Landspítala við Hringbraut fyrir einstaka umönnun. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð. Kristín Breiðfjörð Jón Emil Hermannsson Kolbrún Jónsdóttir Jörgen Tómasson Ævar Breiðfjörð Ásta Guðjónsdóttir Ragnar Breiðfjörð Jóna Sigríður Kristinsdóttir Sigfríð Maggý Breiðfjörð Dorothy Mary Breiðfjörð Daníel Guðmundsson og frændsystkinin Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Brekkugötu 36, Akureyri, lést á öldrunarheimilinu Hlíð 25. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. janúar klukkan 13.30. Sigþrúður Tobíasdóttir Lúðvík Freyr Jóhannsson Sigurlaug Anna Tobíasdóttir Páll E. Þorkelsson Gísli Sigurðsson ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn Ástkær sonur minn, bróðir okkar og frændi, JÓN TRAUSTI SÖLVASON, lést á heimili sínu laugardaginn 22. desember. Útför hans fer fram fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. janúar kl. 15. Blóm og kransar eru afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á FSMA-samtökin á Íslandi. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Bragadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.