Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 1. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  9. tölublað  107. árgangur  AÐ SETJAST NIÐUR OG SETJA Í HLUTLAUSAN EINS OG AÐ VINNA Í LOTTÓI SÉRLEGA VEL HUGSAÐ OG ÚTFÆRT VERK VERK UNGSKÁLDA SÝND 30 VISTARVERUR bbbbm 33KARLAKAKÓ 12 Morgunblaðið/Eggert Tækni Snertilaus greiðsluöpp verða sífellt algengari í verslun og viðskiptum.  Bæði Íslandsbanki og Landsbanki eru byrjaðir að bjóða viðskiptavinum að greiða snertilaust í posum í gegn- um sérstök kortaöpp. Arion banki hyggst bæta þeirri nýjung við fyrir vorið. Þá hyggst Síminn Pay gera viðskiptavinum kleift að greiða fyrir vörur með sama hætti á næstu vik- um. Enn er aðeins hægt að greiða með Símanum Pay með því að skanna QR-kóða. Nýtt app sem RB er að þróa, Kvitt, mun bjóða upp á tengingu við banka- reikninga um leið og sá möguleiki opnast. Landsbankinn segir að hámarks- úttektir séu þær sömu og þegar greiðslukort eru notuð snertilaust en sé fingrafar eða annað lífkenni notað sé ekkert hámark á úttekt. »16 Allir stóru bankarnir senn með snerti- lausar greiðslur Sýna á spilin » Rætt verður um launin í dag. » Samkvæmt heimildum blaðsins ætla atvinnurekendur að leggja eitthvað fram gagn- vart Eflingu, VR og Verkalýðs- félagi Akraness í næstu viku. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélag- anna hjá ASÍ í kjaraviðræðunum, segir stefnt að því að ljúka kjara- samningum í þessum mánuði. „Við gerum kröfu um að kjara- samningar gildi frá lokum þess síð- asta. Staðan getur hins vegar breyst hratt,“ segir Kristján Þórður sem telur skynsamlegt að semja til skemmri tíma. Hversu langs ráðist af innihaldi kjarasamninganna. Til stendur að ræða um launalið- inn í kjaraviðræðunum í dag. Aðalsteinn Á. Baldursson, formað- ur Framsýnar, segir stöðuna munu skýrast um helgina. Meiri kraftur sé í viðræðunum en verið hafi. Guðbrandur Einarsson, formaður Landssambands íslenskra verslun- armanna, segir sambandið, iðnaðar- menn og Starfsgreinasambandið (SGS) skoða samstarf í viðræðunum. SGS fundar með SA í dag. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir SGS, LÍV og iðnaðarmenn hafa rætt saman. Samstarfið sé óformlegt. Samið verði til styttri tíma  Talsmaður iðnaðarmanna bindur vonir við að samningar verði gerðir í janúar  Landssamband ísl. verslunarmanna, SGS og iðnaðarmenn ræða samstarf MVilja ljúka samningum … »4 Morgunblaðið/Ívar Benediktsson München Landsliðið fór vel yfir málin á síðustu æfingunni fyrir HM. „Króatar eru með eitt besta lið Evr- ópu og ég held að það henti okkur bara ágætlega að hefja keppnina gegn þeim. Ég er bara spenntur fyr- ir leiknum,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í hand- knattleik, við Morgunblaðið í gær eftir síðustu æfingu liðsins fyrir upp- hafsleikinn á heimsmeistaramótinu gegn Króötum í Ólympíuhöllinni í München. Flautað verður til leiks klukkan 17. Króatar mæta með allar sínar helstu kempur til leiks á heims- meistaramótið og ljóst að þeir munu hvergi draga af sér. Það er mikil- vægt fyrir Króata að byrja vel því þá kemur stemningin með þeim sem er þeim svo mikilvæg og drífur þá oft- ast áfram. Stuðningsmannafélagið Sérsveitin er mætt til München og ætlar að styðja handboltalandslið Íslands á heimsmeistaramótinu. „Við verðum á áhorfendasvæðinu og ætlum að koma fólkinu í gír svo það komi vel stemmt inn í leikinn,“ sagði Benja- mín Hallbjörnsson, betur þekktur sem Benni Bongó, sem er liðsmaður Sérsveitarinnar. » Íþróttir Ísland mætir Króatíu í dag  Aron Pálmarsson er í fyrsta sinn fyrirliði á stórmóti Borgarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Vigdís Hauksdóttir eru áheyrnarfulltrúar í borgarráði ásamt Sönnu Magdalenu Mörtudótt- ur. Það kom fram á fundi borgarráðs í gær að þær Vigdís og Kolbrún ætla sameiginlega að leggja fram tillögu til borgarstjórnar um að skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið verði vísað til frekari rannsóknar hjá héraðs- saksóknara. Sjálfstæðisflokkur styður það. »2 Vilja að héraðssaksóknari skoði braggaskýrsluna Morgunblaðið/Eggert Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið var rædd í borgarráði í gær  Kveðið er skýrt á um það í lögum um land- græðslu sem samþykkt voru á Alþingi í síðasta mánuði að nýting lands skuli vera sjálfbær. Gert er ráð fyrir að það verði skilgreint í reglugerð hvað teljist sjálfbær nýting. Land- græðslan er að hefja vinnu við und- irbúning þess og segir Árni Braga- son landgræðslustjóri að góður grunnur sé fyrir hendi. »18 Nýta verður landið á sjálfbæran hátt Áburður Unnið að uppgræðslu. „Það er augljóst að líðan unglinga er verri núna en hún hefur nokkurn tímann verið áður. Þróunin er ekki í rétta átt.“ Þetta segir Ársæll Már Arnarson, prófessor á Menntavís- indasviði HÍ, um niðurstöður nýrrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum grunnskólanemenda. Meðal þess sem þar kemur fram er að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar, 38% segjast stríða við svefn- örðugleika og um 17% þeirra segjast vera oft eða mjög oft einmana. Fyrir þessu séu líklega ýmsar ástæður, m.a. streita í samfélaginu. Hún brjótist út sem kulnun, kvíði og þunglyndi hjá fullorðnu fólki. Vanlíð- an barna og ungmenna sé oft af sömu ástæðu en birtingarmyndin sé önnur. Ársæll segir að ástæða sé til að gefa svefnmynstri barna og ung- menna gaum. Svefn skipti miklu máli og hafi áhrif á ýmsa þætti sem valdi vanlíðan. Hann segir niðurstöðurnar sýna að talsvert miklar kröfur séu gerðar til unglinga í dag og að þeir standi frammi fyrir miklum áskor- unum. »10 Unglingum líður verr en nokkru sinni áður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.