Morgunblaðið - 11.01.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.01.2019, Blaðsíða 30
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þrjú verk eftir jafnmörg leikskáld verða frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld undir yfirskriftinni Núna 2019. Leikskáldin, þau Hildur Selma Sigbertsdóttir, Matthías Tryggvi Haraldsson og Þórdís Helgadóttir, feta með þessu í fótspor Tyrfings Tyrfingssonar, Kristínar Eiríks- dóttur og Sölku Guðmundsdóttur sem sömdu verk fyrir Núna 2013 og eru öll í dag þekkt leikskáld. Leitað var til sex ungra höfunda og þeir beðnir að koma með hug- myndir að 30 mínútna leikritum og urðu þrjár þeirra fyrir valinu. Verk- in þrjú, Sumó, Stóri Björn og Þensla, voru síðan þróuð áfram í samvinnu við dramatúrga Borgar- leikhússins og leikstjóra verkefn- isins, Kristínu Jóhannesdóttur. Leikarar í sýningunni eru Ebba Katrín Finnsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Vala Kristín Eiríks- dóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Hannes Óli Ágústsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Skotin í leikara frá 2008 Blaðamaður bar sömu spurningar undir höfundana þrjá og var sú fyrsta svohljóðandi: Hver er bak- grunnur þinn, hvernig kviknaði áhugi þinn á leikhúsi og hefurðu starfað áður í leikhúsi? Hildur Mamma fór með okkur systkinin á allar sýningar sem hún komst í þegar við vorum krakkar og þá hefur líklega einhverju fræi verið sáð. Ég vissi alltaf að ég hefði áhuga á fólki og mér hefur alltaf fundist gott að skrifa. Alveg frá því ég var barn hefur mér fundist gott að henda hugsunum mínum niður á blað og því sit ég uppi með tugi dag- bóka eftir sjálfa mig. Í þær skrifaði ég allt sem mér datt í hug; yfirlit yfir hvað gert var þann daginn, pæl- ingar, drauma, sögur og ljóð. Ég varð voða skotin í leikara árið 2008 og hef verið skotin í honum síð- an. Í gegnum hann fór ég að fara aft- ur í leikhús. Við höfum alltaf getað talað um listina og þau samtöl færðu mig nær því að skilja að þarna lægi áhugi minn. Mér var svo bent á, af góðum vini, að sækja um sviðshöfundabraut í Listaháskólanum. Hann hafði sjálf- ur útskrifast af sömu braut og hélt því fram að það ætti vel við mig. Ég fann svo í náminu að þar gat ég sam- einað þennan áhuga minn á fólki, þessa löngun til að skilja af hverju við högum okkur eins og við gerum og það að búa til sögur. Fyrsta reynsla mín af leikhúsi var þegar ég var starfsnemi í Þjóðleik- húsinu í Risaeðlunum, sýningu Ragnars Bragasonar sem var frum- sýnd í nóvember 2017. Sú reynsla var ótrúlega dýrmæt og markaði ákveðna byrjun hjá mér. Ég fann þarna að ég vildi starfa í leikhúsi. Mér þótti ótrúlega gott að vinna með Ragnari, leikurum sýningarinnar og aðstandendum. Samansafn af stór- kostlega frjóu fólki sem mér þótti al- gjör unun að fá að eyða dögunum með. Þórdís Ég er að ljúka meistara- námi í ritlist og gaf út fyrstu bókina mína, Keisaramörgæsir, fyrir jólin. Áður hef ég unnið við texta- og hug- myndasmíð og ritstjórn og svo var ég einhvern tíma í fyrra lífi doktors- nemi í heimspeki í Ameríku. Þetta er í fyrsta skipti sem ég starfa í leik- húsi, hingað til hef ég bara setið heilluð í salnum, svo þetta er alveg nýtt fyrir mér. Það er ótrúleg kreatíf innspýting að fá að vera í listrænu samstarfi við allt þetta stórkostlega sviðslistafólk, það opnast heill heim- ur af nýjum möguleikum. Matthías Ég útskrifaðist nýverið af sviðshöfundabraut og hef starfað í leikhúsi síðan, setti einleik á fjal- irnar í Tjarnarbíói og hófst því næst handa við að leikstýra hressum leik- félagskrökkum í mínum gamla skóla, MR. Þar kviknaði áhuginn einmitt fyrst, innan leikfélags MR, en ég komst á bragðið árið sem Brynhildur Guðjónsdóttir annaðist sýninguna og aðstoðaði ég hana við að setja upp stórfurðulega óperu sem heitir Doctor Faustus Lights the Lights. Brynhildur er einmitt að leikstýra annarri sýningu hérna í Borgarleikhúsinu þannig að við er- um áfram nágrannar í leiklistinni. Flækjur, sektarkennd og tölvublinda – Um hvað fjallar verkið þitt? Hildur Verkið Sumó fjallar um par sem leigir sumarbústað í Ölfus- borgum og ætlar sér að slaka ræki- lega á. Þau eru nýlega búin að eign- ast barn og hafa ekki komist mikið frá tvö. Þau, eins og allir, eru þó að burðast með ákveðna fortíð og flækjur og þegar þau fá óvænta heimsókn í bústaðinn verða plönin um að hafa það rólegt og njóta að engu. Þórdís Þensla fjallar um tónlistar- myndband ársins, verstu gæludýr í heimi og sektarkenndina með stóru S-i. Þessa sem þjakar okkur öll að meira eða minna leyti en verður líka stundum bara að sjálfsdekri og af- sökun fyrir því að gera ekki neitt. Verkið fjallar um það hvernig óupp- gerð áföll eiga til að umbreytast, vaxa og eignast sjálfstætt líf, og um sturlaðan, ómótstæðilegan draum um afturhvarf til einfaldari tíma, svona 300 milljón ár til baka. Matthías Verkið fjallar um karl sem er gegnsýrður og hálfvegis blindaður af því að glápa á tölvuna sína. Einu sinni þegar ég var tólf ára og nýbyrjaður í nýjum skóla fór ég með nokkrum strákum að leika. Mér til furðu flettu þeir upp alls konar klámi sér til skemmtunar, dverga- klámi, ömmuklámi og blöðruklámi, en svoleiðis hafði ég aldrei séð. Ég held að klám og tölvuspil og alls kon- ar önnur della sem drengir alast upp við sé til þess fallin að búa til tog- streitu í sálarlífi drengjanna þegar þeir hætta svo að vera drengir en vita samt ekkert hvernig þeir eiga að vera. Sumarbústaðir, togstreita og Attenborough – Hver var kveikjan að verkinu? Hildur Þegar það var haft sam- band við mig í tengslum við þetta verkefni var ég enn að vinna að út- skriftarverkinu mínu við Lista- háskólann. Ég þurfti því að setjast niður og byrja að fókusera á nýja sögu. Það var lagt upp með að verkið ætti að innihalda fjórar persónur og það var minn fyrsti útgangspunktur. Ég vildi að verkið gerðist á hlut- lausum stað sem engin af persónun- um ætti og á endanum varð sumar- bústaður fyrir valinu. Ég sótti innblástur í þá fjölmörgu sumarbústaði sem ég hef dvalið í á vegum stéttarfélaga. Ég er í raun- inni algjör sökker fyrir sumar- bústöðum. Mér finnst hægjast á mér allri þegar ég flý borgarniðinn og lendi uppi í bústað og ég elska það. Í sumarbústað fær maður vanalega ekki óvæntar heimsóknir, maður er í friði. Þess vegna fannst mér líka áhugavert að fokka alveg upp þeirri sýn. Hvaða þýðingu hefur það að fá ókunnugt fólk inn á gafl til sín? Mörkin blörrast líka við að það ger- ist ekki inni á heimili manns heldur á hlutlausara svæði eins og sumar- bústað. Fólk sem vanalega er að- skilið rennur allt í einu saman á ein- hvern undarlegan hátt. Þú ert með fólk bara inni í stofu hjá þér. Hvað ætlarðu að gera í því? Þórdís Með köldu blóði eftir David Attenborough. Matthías Þessi togstreita sem ég nefni. Gasalega frábært – Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig sem ungt leikskáld að fá tæki- færi til að starfa í stóru atvinnuleik- húsi og njóta allrar þeirrar sérfræði- þekkingar og aðstoðar sem það hefur upp á að bjóða, t.d. drama- túrgískrar vinnu? Hildur Að fá að stíga sín fyrstu skref sem nýútskrifaður sviðshöf- undur í atvinnuleikhúsi er auðvitað stórkostlegt tækifæri. Sem lista- háskólanemi er ég vön því að þurfa að ganga í öll verk sjálf en í leikhús- inu eru reynsluboltar og fagfólk í öll- um hornum og það er þessi sam- vinna sem er svo dásamleg. Ég upplifi djúpt þakklæti yfir því að hafa verið treyst fyrir þessu verk- efni. Þórdís Þetta er bara eins og að vinna í lottóinu. Ég á ekki orð yfir það hvað ég er þakklát Borgarleik- húsinu, Hrafnhildi Hagalín, Kristínu „Eins og að vinna í lottóinu“  Núna 2019 frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld  Þrjú frumsamin verk eftir þrjú ung leikskáld  Lærdómsríkt og gefandi að starfa í Borgarleikhúsinu Ungskáldin Hildur Selma Sigbertsdóttir (í blárri skyrtu), Matthías Tryggvi Haraldsson og Þórdís Helgadóttir frumsýna verk sín á Litla sviði Borg- arleikhússins í kvöld. »Kristín er auðvitaðalgjör kanóna í íslensku listalífi og er með svo ótrúlega tæra og fallega sýn. 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Útskriftarsýning Ljósmyndaskól- ans verður opnuð í dag kl. 17 á Hólmaslóð 6, í sama húsi og skólinn er í og útskrifast að þessu sinni sex nemendur úr fimm anna námi í skapandi ljósmyndun en þeir eru Ásgeir Pétursson, Helga Laufey Ásgeirsdóttir, Hjördís Jónsdóttir, Kamil Grygo, Sonja Margrét Ólafs- dóttir og Þórsteinn Sigurðsson. „Öll nota útskriftarnemendurnir ljósmyndamiðilinn á persónulegan máta og takast á við ólík málefni í verkum sínum út frá mismunandi forsendum og fagurfræði. Kallast útskriftarverkefnin þannig á við gróskuna sem greina má í samtíma- ljósmyndun um þessar mundir,“ segir í tilkynningu um sýninguna. Skólastjóri Ljósmyndaskólans, ljósmyndarinn Sissa, segir að eins og alltaf taki nemendur fyrir mjög ólík verkefni. „Ásgeir er að taka fyrir bæ sem er farinn í eyði á Grænlandi. Það er mjög spennandi verkefni og hann hyggst gera bók úr því,“ nefnir hún sem dæmi. „Þegar hann byrjaði að mynda upp- götvaði hann að þetta hefði verið nokkurs konar Færeyingahöfn, margir Færeyingar sem höfðu unn- ið þarna og þá fór hann að fara til Færeyja og mynda þá sem höfðu verið þar.“ Sjálfsmynd í ólíkum myndum Lokaverkefni Sonju nefnist Ræt- ur. „Hún ólst upp á Flúðum og amma hennar er tómatabóndi og stór hluti af fjölskyldu hennar býr þar en hún flutti í bæinn. Hún er bæði að skoða sjálfa sig í því sam- bandi og fjalla svolítið um Flúðir. Þetta er líka byrjun á bókverki, ljósmyndabókin er orðin ansi sterk hjá okkur, sterkur miðill og í list- heiminum er hún að verða stærri og Ljósmyndabók- in vinsæll og sterkur miðill  Sýning á verkum sex útskriftarnema Ljósmyndaskólans verður opnuð í dag Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla TRATTO Model 2811 L 207 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 310.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.