Morgunblaðið - 11.01.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.01.2019, Blaðsíða 36
*Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. Tilboðið á aðeins við ef bókað er flug fram og til baka. SKÍÐINFLJÚGA FRÍTTMEÐ SALZBURG FRÁ 12.999kr.* Tímabil: janúar - febrúar 2019 Dreymir þig snævi þakta fjallstinda og skjannahvítan púðursnjó? Þá er Salzburg áfangastaðurinn fyrir þig, enda stutt í bestu brekkurnar. Skíðin, eða snjóbrettið, fljúga frítt með ef þú bókar fyrir miðnætti 13. janúar á wowair.is. Fáðu frí frá rigningunni og upplifðu ævintýralega Alpafegurð í vetur. Hljómsveitin Nýdönsk heldur tón- leika í kvöld og annað kvöld í Bæj- arbíói og eru tónleikarnir í kvöld aukatónleikar því miðar seldust upp á augabragði á tónleikana ann- að kvöld, að því er fram kemur á miðasöluvefnum midi.is. Á efnis- skránni verða mörg af þekktustu og vinsælustu lögum sveitarinnar, eins og segir þar. Nýdönsk blæs til auka- tónleika í Bæjarbíói FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 11. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Njarðvík og Tindastóll, tvö efstu liðin í Dominos-deild karla í körfu- knattleik, lentu í miklum vandræð- um á heimavöllum sínum í gær- kvöld en tókst báðum að knýja fram sigur að lokum. Njarðvík vann Þór frá Þorlákshöfn með sex stigum og Tindastóll lagði Valsmenn með þriggja stiga mun í framlengdum leik. »2-3 Toppliðin voru í basli á heimavöllum sínum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Félagarnir Eiríkur Orri Ólafsson, Ró- bert Reynisson og Magnús Trygva- son Eliassen koma saman í menn- ingarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld kl. 21 og leika af fingrum fram. Þeir hafa allir spilað með mörgum mjög lengi og þar með tal- ið hver með öðrum, eins og þeir lýsa því á Facebook. Hafa þeir starf- að saman sem tríó í tæpt ár og gert margt mjög skemmti- legt; á hverjum tónleikum má til að mynda heyra rafmagnshljóð, óhljóð og skrýtinn takt. Rafmagnshljóð, óhljóð og skrýtinn taktur Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Barnaspítali Hringsins er með viða- mikla rannsókn í gangi á veikindum barna fram að fjögurra ára aldri og hvaða áhrif sjúkdómarnir hafa á for- eldra og aðra aðstandendur. „Mjög mikilvægt er að flestir foreldrar ný- fæddra barna taki þátt í rannsókn- inni og hafi úthald til þess í langan tíma til þess að niðurstöðurnar verði sem áreiðanlegastar,“ segir Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir, prófessor í barnalækningum og forstöðumaður fræðasviðs Barnaspítala Hringsins. Rannsóknin kallast VOFFI, sem stendur fyrir „Veikindi og fjarvistir fjölskyldna á Íslandi“. Ásgeir og Valtýr Stefánsson Thors barna- læknir hafa umsjón með rannsókn- inni, en gagnasöfnun hófst fyrir um ári. „Fyrir okkur vakir að reyna að meta hvað veikindi ungra barna valda miklu álagi,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að hægt sé að nálg- ast tölur um til dæmis innlagnir á sjúkrahús, en í mörgum tilfellum séu veik börn heima og fólk missi úr vinnu og skóla þess vegna. Upplýs- ingar þar að lútandi séu ekki til. Mikilvægt samfélagsverkefni Allir foreldrar barna, sem hafa fæðst frá 1. janúar 2018, geta tekið þátt í rannsókninni, sem tekur fjög- ur ár. Þátttakendur fá sendan stutt- an spurningalista á rafrænu formi á þriggja mánaða fresti, þar sem spurt er um veikindi barnsins undanfarna þrjá mánuði Hafi ekki verið um nein veikindi að ræða er svarið nei við fyrstu spurningunni og þá þarf ekki að svara fleiri spurn- ingum í það skiptið. Hafi barnið ver- ið veikt er spurt nánar til þess að greina á milli sjúkdóma eins og til dæmis öndunarfærasjúkdóma og magapestar. Einu sinni á ári er lengri spurningalisti um almennt heilsufar og afstöðu til heilbrigðis- mála og bólusetninga. „Smátt og smátt byggist upp hjá okkur gagna- grunnur, þar sem við getum sagt með nokkuð góðri vissu hversu mik- il veikindin eru og hversu miklar fjarvistir foreldra frá skóla eða vinnu eru,“ segir Ásgeir. Rannsakendurnir hafa hvergi rekist á eins ýtarlega rannsókn á þessu sviði erlendis og þessa. Ásgeir segir að hérlendis séu góðir mögu- leikar á að fá nákvæm svör og sér- staklega vegna þess að foreldrar á Íslandi séu mjög jákvæðir fyrir verkefninu. Þátttakendur á fyrsta árinu nálgist 3.000 eða foreldrar um 60% nýfæddra barna á ári. „Við er- um sáttir með 50% þátttöku en því fleiri því betra,“ segir Ásgeir. Hann leggur áherslu á að niðurstöðurnar geti nýst foreldrum til þess að fá meiri skilning á veikindadögum, fjarvistum og því álagi sem veik- indum barna fylgir. Foreldrum á stærstu fæðingar- stöðum landsins er boðin þátttaka á fyrstu viku barnsins en á öðrum stöðum taka ljósmæður og hjúkr- unarfræðingar, sem sinna heima- þjónustu, við skráningu. Eins getur fólk skráð sig með því að senda tölvupóst á voffi@landspítali.is eða á VOFFI, Facebook-síðu verkefn- isins. Samtök atvinnulífsins styrkja verkefnið og segir Ásgeir það ánægjulegt. „Við höfum fundið fyrir því að beggja vegna borðsins á vinnumarkaði er jákvæður áhugi á rannsókninni og það er ánægjulegt að heyra af vilja til þess að fá sem gleggsta mynd af þessum þætti.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir mikil- vægt að átta sig á stöðunni. Veikindi barna geti valdið miklu álagi á fjöl- skyldur á viðkvæmum tíma, þegar fólk er að hefja starfsferil sinn á vinnumarkaði og koma sér þaki yfir höfuðið. „Þetta er brýnt samfélags- verkefni en Ísland stendur öðrum norrænum löndum langt að baki þegar kemur að því að halda töl- fræði yfir veikindi og fjarvistir frá vinnumarkaði. Þegar niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir er svo hægt að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera betur,“ segir hann. Hvetja foreldra til samstarfs við voffa Voffi Ásgeir Haraldsson og Valtýr Stefánsson Thors sjá um rannsóknina.  Viðamikil rannsókn á veikindum barna og fjarvistum þeirra vegna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.