Morgunblaðið - 11.01.2019, Page 21

Morgunblaðið - 11.01.2019, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019 Vinkona okkar, Eva Örnólfs- dóttir, lést á jóladagsmorgun, þegar hátíðaljósin skinu sem skærast. Mótsögnin virtist mikil þegar fréttin barst okkur að kvöldi þess dags, en við nánari umhugsun var Eva sjálf boðberi ljóss og birtu, gleði og elsku. Hún var einlæg og hláturmild, hrein- skilin, vel gerð og skemmtileg kona. Að auki var hún svo kank- vís og listfeng. Hún átti auðvelt með að laða að sér fólk með fram- komu sinni sem og Ragnar mað- ur hennar, enda þau hjónin vina- mörg. Við nutum þess að vera í þeim hópi. Við minnumst yndislegra sam- verustunda við nám, störf og leik. Ragnar og Skúli hafa þekkst frá því að þeir muna eftir sér í Laugarneshverfinu. Við Eva frá því að við féllum fyrir þeim, ungu mönnunum. Þannig myndi Eva trúlega hafa sagt frá þessu, enda hafði hún ríka kímnigáfu og fylgdi spaugsyrðum eftir með fal- legu brosi og léttum hlátri. Mikið var oft gaman, eins og í öll þau skipti sem við biðum, ástfangnar upp fyrir haus, hvor með sinn drenginn í fanginu eftir komu þeirra frá Surtsey, eftir allt að þriggja vikna veru þeirra þar. Á yngri árum hittumst við þegar tækifæri gáfust með börnum okkar, þá var spjallað, borðað, spilað og hlegið og jafnvel tekin dansspor. Eva töfraði fram alls kyns rétti og ekki síður hand- verk, eins og þegar hún hannaði, sneið og saumaði dansbúninga, sem litlu dætur okkar dönsuðu í, stundum jafnvel til sigurs í keppnum. Sjálf voru þau hjónin alltaf miklir dansunnendur, sóttu dansskóla til fjölda ára og hafa verið Laufsfélagar, þar sem dansinn hefur dunað af lífi og sál í áraraðir. Þar nutum við einnig góðs af vináttu þeirra, þar sem þau buðu okkur á sínum tíma að vera þátttakendur í Laufs- hópnum. Þar áttum við margar ánægjustundir með góðu fólki. Evu var vissulega margt til lista lagt. Hún átti afar gott með að setja saman texta og ógleym- anleg er ræðan sem hún samdi og flutti í 60 ára afmæli Ragnars. Hún þekkti sinn mann og hann sína konu. Þau voru samstíga og samrýnd hjón. Við fundum alltaf sterka taug á milli fjölskyldna okkar þó að mislangur tími liði milli endur- funda og erum afar þakklát fyrir áralanga hlýja og góða vináttu. Þó að vinir hverfi okkur úr þessu lífi, hverfa þeir ekki úr hjarta okkar né huga, heldur eiga þeir þar ævinlega sinn sess og svo er sannarlega um elsku Evu. Kæru vinir, Ragnar, Jónas Ingi, Sigrún og Stefanía. Við hjónin ásamt börnum okkar sendum ykkur og fjölskyldum ykkar innilegar samúðarkveðjur. Megi kærleikurinn umvefja ykk- ur og gefa ykkur öllum styrk. Guðrún Jóhannesdóttir og Skúli Þór Magnússon. Með söknuði kveðjum við kæra skólasystur, Evu Örnólfs- dóttur. Í huga og hjarta geymum við minningarnar um allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman í rúma hálfa öld. Við vorum ungar að árum og komum víða að af landinu þegar við hófum nám við Samvinnu- skólann Bifröst í byrjun október árið 1966. Í minningunni vorum við flestar óöruggar og upp- burðarlitlar þegar við sátum í rútunni á leiðinni upp eftir. Þeg- ar þangað var komið var okkur nýliðunum skipað saman í her- bergi á heimavistinni. Sú skipan leiddi oftar en ekki til mikillar og dýrmætrar vináttu fyrir lífstíð. Eva var trúlofuð þegar hún kom í skólann og fannst okkur hún því vera nokkuð lífsreyndari og þroskaðri en við hinar. Eva var búin góðum mann- kostum. Hún var vinsamleg og blátt áfram. Stundum alvörugef- in en stutt í hlátur og glaðværð. Hún var jafnframt félagslega sinnuð á sinn hógværa hátt. Í skrifum um Evu í Ecce Homo, minningabók við lok dvalar á Bif- röst, segir m.a.: „Eva er góður skólaþegn og hefur jafnan verið drifkraftur í hvers konar sprelli og hrókur alls fagnaðar í hópi fé- laga sinna.“ Eva hafði mjög sér- staka og fallega rithönd og var fengin til að skrifa upp texta í skólablaðið Vefarann og var hún jafnframt í ritstjórn blaðsins. Lífið á Bifröst endurspeglaði tíðarandann og tísku þess tíma. Á laugardagskvöldum voru haldnar kvöldvökur. Við skóla- systurnar vildum skarta okkar fegursta og vorum allan daginn að undirbúa okkur fyrir kvöldið, og gott betur, þar sem við töldum ekki eftir okkur að sofa með harðar og óþægilegar rúllur nótt- ina áður. Eva var einstaklega flink við að túbera og greiða hár skólasystranna og nutu margar góðs af. Dagleg útivist nemenda er líka eftirminnileg. Þá var gengið úti í fallegri náttúrunni í nágrenni skólans, m.a. niður að Hreða- vatni og að fossinum Glanna. Svipmynd af Evu með fallega hvíta loðhúfu og í köflóttri úlpu bregður fyrir á skjá minning- anna. Við útskrifuðumst frá Bifröst 1. maí 1968 og hefur hluti bekkj- arsystranna verið saman í saumaklúbbi alla tíð síðan, eða í rúm 50 ár. Ár hvert um Jóns- messuleytið höfum við, ásamt mökum, farið í skipulegar ferðir vítt og breitt um landið og eigum ótal dýrmætar minningar frá þeim ferðum. Hér má nefna að í lok ferðar um Suðurland var komið við í Evru þar sem Eva og Raggi gengu með okkur um svæðið og sýndu okkur glæstan afrakstur af áralangri vinnu við gróðursetningu og slógu upp myndarlegri vöffluveislu fyrir allan hópinn. Í byrjun desember ár hvert heldur saumaklúbburinn sam- eiginlegt jólaboð ásamt mökum. Þótt heilsu Evu færi mjög hrak- andi mætti hún ásamt Ragga sín- um með bros á vör klædd fal- legum rauðum kjól sem fór henni einkar vel. Spurð um kjólinn sagðist hún hafa ákveðið að láta loksins draum sinn um rauðan jólakjól rætast. Þannig munum við sjá Evu fyrir okkur, fallega og sterka með æðruleysi og bjartsýni að leiðarljósi og með Ragga sem klett sér við hlið. Við sendum Ragga og föl- skyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Minningin um yndis- lega skólasystur lifir með okkur. Saumaklúbbur bekkjar- systra frá Bifröst; Dagbjört, Elín Ágústa, Eyrún, Guð- rún, Jakobína, Katrín Ólöf, Unnur og Vigdís. Það var mikið lán að eiga Evu Örnólfsdóttur að samstarfs- manni. Vandaðri manneskja en hún var vandfundin. Við áttum farsælt samstarf um nokkurra ára skeið á kontór niðri í bæ. Þótt annan dyntinn blésu sval- ir vindar um starfsmenn og verk þeirra sló það engan út af laginu. Allir reyndu að gera sitt besta og Eva fremst, þar sem heiðarleiki, fagmennska, samviskusemi, hreinskilni og hlutvendni ein- kenndu starf hennar og fram- göngu alla. Þegar við bættust góðar gáfur, geðprýði, glæsileiki og græskulaus, fáguð kímnigáfa mátti ljóst vera að af betri starfs- manni gat ekkert kompaní hrós- að sér. Með þessum fátæklegu línum kveð ég kæra vinkonu og fyrrum vinnufélaga. Eiginmanni Evu, öðlingnum Ragnari Jónassyni, votta ég samúð mína og virðingu, svo og börnum þeirra hjóna og barnabörnum. Góðar minningar um Evu Örn- ólfsdóttur munu lifa með öllum þeim sem henni kynntust. Vilhelm G. Kristinsson. ✝ Fjóla Steins-dóttir Mileris fæddist í torfbæn- um á Spena í Mið- firði í Vestur- Húnavatnssýslu 27. maí 1923. Hún lést 25. desember 2018 á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Foreldrar henn- ar voru hjónin Steinn Ásmundsson, f. í Snartar- tungu í Strandasýslu 1883, d. 1968, og Valgerður Jónasdóttir, f. á Þóroddsstöðum í V. Hún. 1884, d. 1928. Fjóla var næst- yngst þrettán systkina. Systkini hennar voru: Friðjón, f. 1904, Ás- laug Aðalheiður, f. 1907, Vil- helm, f. 1909, Kristín Guðrún, f. 1910, Eyjólfur Kolbeins, f. 1911, Ágúst Georg, f. 1912, Herdís, f. 1914, Stefanía Sigrún, f. 1916, Jónas, f. 1918, Gunnhildur Birna, f. 1919, Halldór Gunnar, f. 1920 og Skúli Arnór, f. 1924. Fjóla lifði þau öll. Fjóla og Vladimir Knopf- f. 1947, fyrrverandi eiginkona Maria del Carmen Rivas-Iglesias, þeirra börn a) Ana Maria Mileris, f. 1968, og b) George David Mileris f. 1970. 4) André Henry David Mileris, f. 1949, d.1973. Langömmubörnin eru nú sam- tals sjö ásamt tveimur langalang- ömmubörnum. Fjóla missti móður sína þegar hún var fimm ára. 10 ára flutti hún til Reykjavíkur með föður sínum og Skúla bróður. Hún gekk í Austurbæjarskóla og vann sem kaupakona þegar hún hafði aldur til, fyrst hjá elstu systur sinni Áslaugu á Úlfsstöðum í Borgarfirði og svo á Þingvöllum hjá þjóðgarðsverðinum og konu hans. Hún kynnist tilvonandi eig- inmanni sínum veturinn 1939 og bjuggu þau saman á Bergstaða- stræti til að byrja með. Síðan keyptu þau sér hús í Blesugróf og bjuggu þar til 1945. Sama ár fluttu þau til Bretlands og bjuggu þar í tvö ár. Árið 1947 sigldu þau frá Bretlandi á leið til Ástralíu en skip þeirra strandaði í Afríkuríkinu Síerra Leóne. Þar settust þau að og bjuggu næstu 45 árin. Árið 1993 ákváðu þau að flytja til Íslands og verja ævi- kvöldinu í friðsæld og ró. Útför Fjólu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 11. janúar 2018, klukkan 13. Mileris skipstjóri gengu í hjónaband í Reykjavík árið 1942. Hann var sonur hjónanna Alexander Majevski, sem var höfuðsmaður og herlæknir við rúss- nesku hirðina, og Augustina (Nina) Knopf-Mileris lyfja- fræðings. Vladimir fæddist árið 1916 í Kiev, sem var þá hluti af rúss- neska keisaradæminu, og lést á Íslandi í maí 1999. Hann tók seinna upp ættarnafn móður sinnar, eftir að faðir hans var tek- inn af lífi í rússnesku byltingunni, og móðir hans flúði til ættmenna sinna í Litháen. Þau eignuðust fjóra syni; 1) Oleg Ninni Mileris, f. 1941 d. 2007, sambýliskona Nina Bang- ura. 2) Alexander Mileris, f. 1943 d. 2001, maki Nadia Courban, f. 1943. Þeirra börn: a) Vladimir Christo Mileris, f. 1971, og b) Angelika Tanya Mileris-Dawes, f. 1975 3) George Theodore Mileris, Elsku amma mín, okkur systur mína langar að þakka þér fyrir svo margt. Við þessa kveðjustund rifj- ast upp margar minningar, t.d. þegar við barnabörnin fluttum fyrst til Íslands sem lítil börn. Ég man hvað þú varst okkur mikið skjól og styrkur í aðlögun og byrj- unarörðugleikum. Það var erfitt að byrja í nýjum skóla og skilja ekki neitt í tungumálinu, þótt við vendumst með tímanum nýjum aðstæðum og eignuðumst vini. Mikið urðum við systir mín sorgmædd þegar þú fluttir aftur út en mörg ár liðu þar til við sáum þig aftur. Við vorum líka svo óend- anlega glöð þegar þú fluttir til baka með afa árið 1993 og þið ákváðuð að eyða ævikvöldinu í heimalandi þínu. Þú óskaðir þess alltaf að eyða efri árum á Íslandi og vera grafin í íslenskri mold. Ég gleymi aldrei þessum tveimur vetrum þegar ég bjó hjá ykkur meðan ég var í háskóla- námi. Margar sögur fékk ég að heyra um öll ævintýrin ykkar afa og um siglingu ykkar frá Englandi út í óvissuna sem endaði í Vestur- Afríkuríkinu Síerra Leóne. Þar strandaði skipið ykkar og þið urð- uð að hefja nýtt líf í fjarlægu landi, sem þið gerðuð með dugnaði og glæsibrag. Þar rákuð þið saman frægt veitingahús í fjölda ára og efnuðust vel. Í 45 ár dvaldir þú fjarri heimalandinu og oft leitaði hugur þinn þangað með söknuði. En þessar sögur voru aðeins byrjunin á lengra og viðburðarík- ara lífi. Fleiri sögur fékk ég að heyra um líf þitt, sem var svo sannarlega litríkt og uppfullt af ævintýrum. Hin varfærna og eilít- ið dula amma mín hafði svo enda- lausa þolinmæði fyrir spurning- arnar mínar og svaraði þeim alltaf með mikilli ánægju og eftir bestu getu. Samvera okkar var dýrmæt þegar ég var á Íslandi að safna fjársjóði minninganna með henni. Lauk því með bók sem var gefin út um jólin með fjölda ljósmynda og lýsingum sem vöktu athygli. Blíðlynda, fallega, hugrakka amma mín með ljósa hárið var líka sjálfstæð kona, sá alveg um sig sjálf nær alveg fram til síðustu stundar. Hún fór sjálf út í búð meðan hún gat og vildi elda mat- inn sinn sjálf á meðan hún hafði heilsu til. Fékk að vísu sendan mat síðasta árið en ósköp fannst henni maturinn bragðlaus. Hafandi búið lengi í Afríku vildi hún útbúa mat- inn með sterku kryddi og hvítlauk. Hún útbjó oft marga af sínum sér- stökum réttum fyrir okkur, oftast íslenska rétti með afrískum áhrif- um. Íslenska ýsan hennar steikt í kókosolíu og kjúklingarétturinn hennar með hnetusmjörsósu voru í sérstöku uppáhaldi. Allir undruðust hvað hún leit vel út þrátt fyrir háan aldur og hversu hraust hún var. Mikið fannst henni ömmu gaman þegar synirnir, barnabörnin og lang- ömmubörnin komu til Íslands að heimsækja hana. Sum hafði hún stundum ekki séð í nokkur ár, enda bjuggu sum enn í Síerra Leóne eða öðrum fjarlægum löndum. En heimili hennar prýddu myndir af ættingjum og munir frá Afríku og með þeim var söknuðurinn ekki eins sár. Hvíl í friði, elsku amma mín. Ég veit að þú ert á friðsælum og fal- legum stað, umvafin ást og hlýju foreldra þinna, afa og þriggja sona sem þú misstir allt of snemma. Minning þín mun aldrei gleymast. George David Mileris. Margt hefur breyst síðan Fjóla fæddist fyrir rúmum 95 árum. Móðir hennar Valgerður Jónas- dóttir saumaði sauðskinnsskó á börnin, kjóla, blússur og aðrar flíkur. Nærfatnaður var heima- prjónaður. Þvottur af 15 manna fjölskyldu var þveginn í þvotta- bala og skolaður í bæjarlæknum. Steinn faðir hennar átti vefstól og óf klæði til heimilisnota. Hann vann hörðum höndum til að brauð- fæða þrettán börn. Lífsbaráttan var hörð á bænum Spena í Vestur- Húnavatnssýslu. Þegar Fjóla var fimm ára að aldri lést móðir henn- ar. Steinn átti ekki annarra kosta völ en að bregða búi og koma börnunum fyrir. Elstu börnin þurftu að sjá fyrir sér, en yngri börnum var komið fyrir á bæjum í sveitinni. Steinn fór suður til Reykjavík- ur og gat sent eftir tveimur yngstu börnunum, Fjólu og Skúla. Það gekk illa að fá vinnu á kreppu- árunum, mikið atvinnuleysi og stopul vinna. Með komu hersins fékk hann vinnu við að gera flug- völlinn í Vatnsmýrinni. Steini tókst með sparsemi og nýtni að sjá fyrir litlu fjölskyldunni. Fjóla gekk í Austurbæjarskóla. Á sumrin gætti hún barna og vann sem kaupakona er hún hafði aldur til. Þegar Fjóla var 17 ára brá hún sér á dansleik á Borginni. Þar kynntist hún ungum flóttamanni frá Litháen, Vladimir að nafni, sem hreifst af þessari ungu ljós- hærðu stúlku. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband. Þau eignuðust snemma tvo syni, Oleg Ninna, f. 1941, og Alexander, f. 1943. Vlad- imir lauk prófi úr Stýrimannaskól- anum en festi ekki yndi á Íslandi. Þau fóru til Englands og þar fæddist George sonur þeirra 1947. Vladimir keypti seglskútu í félagi við annan mann og stefndi til Ástr- alíu. Fyrir utan strönd Síerra Leóne bilaði skrúfa skipsins en ekki var almennileg slippaðstaða í Freetown. Þau komust því ekki lengra. Þau settust að í Freetown og þarna var heimili þeirra næstu 45 árin. Þar fæddist Henry André árið 1949. Hann lést af slysförum 1973. Hjónin ráku veitingasölu og var hún opin bæði svörtu fólki og hvítu. Þau Vladimir og Fjóla fluttu til Íslands árið 1997. Vladimir and- aðist árið 1999. Alexander og Oleg létust báðir langt fyrir aldur fram í Freetown. Fráfall þeirra var Fjólu þungbært en hún brotnaði ekki heldur tókst á við sorgina. Hún bjó áfram ein í Skálagerðinu og sá um sig sjálf að mestu leyti þrátt fyrir að vera lögblind. Hún sótti Opið hús í Blindrafélaginu síðastliðin fimm ár. Þar blandaði hún geði við jafnaldra sína og hlustaði á söng og upplestur og naut þess. Fjóla var hógvær kona, hlé- dræg og hæversk. Líf hennar var ekki alltaf sigling á sléttum sjó allsnægta og öryggis. Með þraut- seigju og æðruleysi tókst hún á við sonamissi og mótlæti í lífinu. Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi með amboðin hjá þér sem forðum, og titrandi hjarta mæla í hljóði fram þakkir til lækjar og ljóss, til lífsins á þessu hnattkorni voru í geimnum til gátunnar miklu til höfundar alls sem er. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Lóa Gerður Baldursdóttir. Mín kæra frænka Fjóla sem hefur lifað viðburðaríku lífi og verið svo dugleg er nú farin frá okkur. Hún fór ung í siglingu á vit ævintýranna með manni sínum og bjó í Afríku í 45 ár, fjarri heima- högum. Þar byggðu þau heimili og fyrirtæki og ólu upp fjóra syni. Um þessa viðburðaríku ævi var skrifuð bókin „Skip mitt braut við Afríkuströnd“ sem er sérlega vel skrifuð og áhugaverð. Þegar talað var um Fjólu frænku í Afríku vissi ég ekki að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman og binda okkur vináttu- böndum. Þegar hún var flutt heim og orðin ekkja kynntist ég henni vel og gat aðstoðað á ýmsan hátt um leið. Það var alltaf gott að setjast í hlýja eldhúsinu hennar og fá okk- ur kaffi. Gott kaffi og helst köku með jarðarberjum og rjóma sem var það besta. Við fórum á ýmsa staði og kaffihús og það var mikið spjallað. Hún var ein eftir til frá- sagnar um föðurfjölskylduna mína og sagði margar skemmtilegar sögur af ættingjunum. Hún var einstök manneskja, svo heilsteypt og dugleg með óbilandi kjark til að bjarga sér á allan hátt. Hennar verður saknað um ókomin ár og eftir stendur minningin um hlýju og alúð og einlæga vináttu. Hvíl í friði, kæra frænka. Eygló. Fjóla ömmusystir mín var eftir- minnileg kona. Hún fór óvenjuleg- ar leiðir í lífinu. Fjóla kynntist ung Vladimir Knopf Mileris, eða Valdimar eins og við kölluðum hann, og varð hann lífsförunautur hennar. Valdi- mar var einn sjö skipverja sem komust lífs af þegar þýski kafbát- urinn U-564 sökkti Heklu suður fyrir Grænlandi sumarið 1941. Valdimar lýsti því hvernig hann var að sogast niður með Heklu þegar honum tókst að grípa spýtur og spyrna sér upp úr sjónum. Fyr- ir áeggjan Valdimars reru skip- verjarnir sem komumst lífs af suð- ur að siglingaleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna og varð það þeim sennilega til lífs. Fjóla fékk fregnir af skipskaðanum og var Valdimar talinn af. Hún gekk með frumburðinn og felldi gleðitár þeg- ar fregnir bárust af björguninni. Valdimar var frumkvöðull í eðli sínu. Þau hjón fluttu til Bretlands og undirbjó Valdimar að sigla skipi til Ástralíu, þar sem þeirra beið nýtt líf. Vegna bilana lauk sigling- unni í Síerra Leóne. Þar stofnuðu hjónin veitingastað við ströndina í Freetown, hinn fyrsta í landinu þar sem allir fengu afgreiðslu óháð litarhætti. Fjóla bjargaði syni vinnumanns þeirra frá drukknun og kostaði til mennta. Varð pilturinn læknir. Byltingar settu mark sitt á líf þeirra hjóna. Faðir Valdimars var læknir við keisarahirðina í Rúss- landi og tók m.a. þátt í að kryfja lík Raspútíns. Hann hvarf í í byltingu rauðliða. Móðir Valdimars flúði land með litla drenginn. Um þetta er fjallað í ævisögu Fjólu, Skip mitt braut við Afríkuströnd. Síðar upplifðu þau hjónin umrót á sjálfstæðistímabilinu í Afríku fyrir tæpum 60 árum. Lýsti Fjóla því hvernig þau umskipti hefðu ekki að öllu leyti verið til góðs. Bresku nýlenduherrunum fylgdi röð og regla. Fjóla og Valdimar fluttu heim frá Afríku á tíunda áratugnum og komu sér fyrir í næsta nágrenni við Herdísi ömmu. Heilsu hans var þá tekið að hraka. Þegar ég flutti til ömmu árið 2008 hittumst við Fjóla reglulega. Hún slóst í för með okkur ömmu á kaffihús og í bíltúra um bæinn. Ólíkt systur sinni var Fjóla ekki mikið fyrir útivist. Eflaust þótti henni kuldalegt eftir áratuga bú- setu undir Ljónafjöllum. Fjólu þótti skemmtilegra að heimsækja veitingahúsin. Kom þá eitt af sérkennum hennar vel í ljós. Fáar manneskjur hef ég hitt sem hafa látið skoðun sína jafn um- búðalaust í ljós. Væru veitingarnar ekki nógu góðar lét hún það heyr- ast um allan salinn. Áttu þær þetta sameiginlegt, Fjóla og amma mín, en Herdís amma var kona hrein- skilin. Mér fannst það oft þreyt- andi en hugsa nú til þess með hlýju þegar þær töluðu um hvernig tert- urnar hefðu verið betri á Hress- ingarskálanum og á Borginni forð- um daga. Það var fyrir seinna stríð og áður en Fjóla hélt á vit ævintýr- anna. Þegar Fjóla var komin á spítala undir lokin sagði hún mér sögur frá því í gamla daga. Hún talaði um lífsbaráttuna og hvernig Steinn langafi gladdi börnin með rjómatertu um helgar. Hafði hann úr litlu að spila. Kannski var hún að hugsa um þá tertu þegar við sátum kaffihúsin. Þegar Fjóla hafði skoðað heim- inn og lifað næstum heila öld kall- aði hún á föður sinn í veikindunum. Ef trú ömmu minnar er rétt eru þau nú saman á betri stað. Baldur Arnarson. Fjóla Steinsdóttir Mileris

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.