Morgunblaðið - 11.01.2019, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019
Á fáki fráum Knapi hleypir gæðagammi sínum á harða sprett fram um veg á mildum vetrardegi við Rauðavatn í Reykjavík og nýtur þess að finna fjörtök stinn þegar golan kyssir kinn.
Eggert
Umrót í alþjóða-
stjórnmálum er mikið
nú um áramótin. Ör-
yggismál eru í deigl-
unni og óvissa einkenn-
ir stjórnmál og við-
skiptamál. Heims-
búskapurinn er
viðkvæmur og horfur
taldar á samdrætti.
Bretar standa enn í
sömu óvissusporum og
þegar þeir höfnuðu að-
ild að Evrópusambandinu í þjóð-
aratkvæðagreiðslu sumarið 2016.
Theresa May forsætisráðherra gerði
samkomulag við ESB en hefur enga
tryggingu fyrir að breska þingið
samþykki það. Gerist það ekki segir
hún þjóð sína verða á „ókunnum
slóðum“.
Forseti Bandaríkjanna er jafn
óráðin stærð og þegar hann settist í
Hvíta húsið fyrir tveimur árum.
Fyrrverandi hershöfðingjar sem
lögðu sig fram um að aðstoða og leið-
beina Donald Trump hafa horfið úr
starfsliði hans. Spáð er að uppátækin
minnki ekki við það.
Í umrótinu öllu er að minnsta kosti
einn fastur punktur, óbreytt sam-
starf stjórnvalda Íslands og Banda-
ríkjanna megi marka yfirlýsingu
sem birt var í Washington mánudag-
inn 7. janúar eftir að utanríkis-
ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórð-
arson og Mike Pompeo funduðu þar.
Í yfirlýsingunni segir:
„Áratugum saman hefur verið
mjög náið samband milli Bandaríkj-
anna og Íslands, þar á meðal í örygg-
is- og varnarmálum, norðurslóða-
málum, viðskiptum, fjárfestingum,
menningu, menntun og almennum
samskiptum fólks. Þetta hefur stuðl-
að að stöðugleika og velsæld á Norð-
ur-Atlantshafssvæðinu.
Breytingar á strat-
egísku umhverfi á
Norður-Atlantshafi og
á Norðurskautssvæð-
inu staðfesta enn mikil-
vægi langvarandi sam-
starfs Bandaríkjanna
og Íslands í öryggis-
málum. Með vísan til
þessa munum við efla
samráð okkar og sam-
vinnu innan NATO og
við framkvæmd tví-
hliða varnarsamnings-
ins.
Bandaríkin eru orðin stærsta tví-
hliða viðskiptaríki Íslands og banda-
rískir ferðamenn eru stærsti ein-
staki hópur gesta á Íslandi. Engu að
síður eru enn fyrir hendi færi til
frekari umsvifa í verslunarsam-
skiptum okkar og Bandaríkin og Ís-
land munu kanna tækifæri til að
bæta aðstæður fyrir tvíhliða við-
skipti og fjárfestingu.
Ísland tekur innan skamms við
formennsku í Norðurskautsráðinu
og mun vinna náið með Bandaríkj-
unum og öðrum aðildarríkjum að því
að efla samstarf á svæðinu.“
Mikilvægt varnarsamstarf
Það heyrir til undantekninga að
forystumenn okkar árétti í ræðum
sínum mikilvægi þess að viðhalda
góðum, opnum tengslum við ná-
grannaþjóðirnar. Í ofangreindri yf-
irlýsingu er það þó gert á skýran og
réttmætan hátt.
Athygli vekur hve öryggis- og
varnarmálin ber þarna hátt. Hafa
þau ekki sett slíkan svip á sameig-
inlegar yfirlýsingar ríkisstjórna
landanna frá því að hópur ráðherra
með Geir H. Haarde forsætisráð-
herra í fararbroddi fór til Wash-
ington í október 2006 til að hnýta
pólitíska enda eftir brottför banda-
ríska varnarliðsins 30. september
2006.
Þá rituðu Geir og utanríkis-
ráðherrar landanna, Valgerður
Sverrisdóttir og Condoleezza Rice,
undir samkomulag sem gert var
„með hliðsjón af þeim breytingum
sem orðið hafa á öryggismálum í
heiminum“ eins og það var orðað svo
stuttaralega. Markmið þess var
meðal annars að „styrkja tvíhliða
varnarsamstarfið og leggja traustan
grundvöll að framtíðarsamstarfi
ríkjanna á sviði varnar- og öryggis-
mála.“
Í nýju yfirlýsingunni er allt annar
pólitískur tónn er var árið 2006.
Breytingarnar á öryggismálum í
heiminum hafa gengið í allt aðra átt
en ætlað var árið 2006. Þáttaskilin
urðu árið 2014 þegar hernaðarlegt
áreiti Rússa hófst í garð Úkraínu og
þeir innlimuðu Krímskaga.
Þá er það nýmæli í yfirlýsingum af
þessu tagi að vikið sé að Norð-
urskautssvæðinu á þennan hátt sam-
hliða því sem rætt er um öryggi á
Norður-Atlantshafi. Til þessa hefur
athyglin vegna öryggisgæslu mest
beinst að siglingaleiðunum yfir N-
Atlantshaf fyrir sunnan Ísland.
Aukin hernaðarumsvif
Í hættumatsskýrslu leyniþjónustu
danska hersins árið 2018 sem birtist
skömmu fyrir jól segir að ríkin fimm
sem eiga land að Norður-Íshafi og
mynda Norðurskautsráðið auk Finn-
lands, Íslands og Svíþjóðar fylgi öll
samstarfsstefnu á svæðinu. Á hinn
bóginn verði vart við aukinn hern-
aðarlegan áhuga og umsvif þar.
Meiri líkur séu því á spennu milli
Norðurskautsríkjanna. Vaxandi
áhugi Kínverja, sem eiga áheyrn-
araðild að ráðinu, kalli á viðbrögð en
skapi Norður-Íshafsríkjunum einnig
tækifæri.
NATO-varnaræfingin mikla með
þátttöku Finna og Svía, Trident
Juncture, sem hófst hér um miðjan
október 2018 og færðist síðan norður
á bóginn sýndi andsvar ríkjanna við
Norður-Atlantshaf við hervæðingu
Rússa við Norður-Íshaf. Líklegt er
að NATO-ríkin reyni að draga línu
sína eins norðarlega og frekast er
kostur. Þetta hefur áhrif á hern-
aðarlegt gildi Íslands.
Danska leyniþjónustan telur að
samstarfsstefnan innan Norður-
skautsráðsins sé nægilega sveigj-
anleg til að þola hervæðingu og
spennu að einhverju marki. Verði
þrýstingurinn of mikill kunni að
reyna verulega á samstarfs-
rammann. Það verði þess vegna æ
brýnna fyrir ríkin við Norður-Íshaf
að skapa hæfilegt jafnvægi milli eig-
in hernaðarumsvifa og viljans til að
takast sameiginlega á við svæðis-
bundin verkefni.
Í formennsku Norðurskautsráðs-
ins frá maí 2019 til 2021 verða Ís-
lendingar að hafa auga á þessari þró-
un. Skynsamlegast er að þróa
samstarf innan ráðsins á þann veg að
þar verði lögð áhersla á traustvekj-
andi aðgerðir í öryggis- og varnar-
málum. Ólíklegt er að það takist því
að Rússar eru sérstaklega varir um
sig á þessum slóðum. Þar er aðsetur
langdrægu kjarnorku-kafbátanna,
lykilþáttarins í ógnarherstyrk
þeirra.
Sókn Kínverja
Kínverska stjórnin tilkynnti form-
lega í júní 2017 að siglingaleiðir í
Norður-Íshafi væru hluti samgöngu-
og viðskiptaáætlunarinnar miklu
sem kennd er við belti og braut.
Markmið hennar er að tryggja kín-
verska aðstöðu sem víðast í heim-
inum með fjárfestingu í innviðum og
hvers kyns viðskiptum. Þá hefur kín-
verska stjórnin mótað eigin norður-
slóðastefnu sem kynnt var fyrir ári.
Henni verður fylgt hvað sem tautar
og raular.
Langtímamarkmið Kínverja á
norðurslóðum er að auka áhrif sín á
svæðinu og aðgang að siglingaleiðum
á Norður-Íshafi og nágrenni þess.
Þá vilja þeir hafa hag af nýtingu auð-
linda þar.
Um þessar mundir hafa Kínverjar
mestan áhuga á siglingaleiðunum að
mati dönsku leyniþjónustunnar. Þær
sameini stefnuna um belti og braut
og norðurslóðastefnuna. Áhrifanna
gæti nú þegar í meiri fjárfestingum
kínverskra ríkisstofnana og opin-
berra sjóða.
Sé litið til Íslands í þessu ljósi hef-
ur norðausturhornið sérstakt að-
dráttarafl. Kínversk rannsóknastöð
hefur verið opnuð á Kárhóli í
Reykjadal í N-Þingeyjarsýslu. Hún
er liður í sókn Kínverja á norður-
slóðir. Upphaflegur tilgangur stöðv-
arinnar árið 2014 var að skapa að-
stöðu til norðurljósarannsókna. Árið
2017 var ákveðið að uppfæra stöðina
þannig að hægt væri að stunda fleiri
rannsóknir til dæmis í haffræði,
jarðeðlisfræði og líffræði.
Á sínum tíma völdu Bandaríkja-
menn Miðnesheiði á suðvesturhorni
landsins þegar þeir lögðu flugvöll
vegna ferða yfir Norður-Atlantshaf.
Sé litið á landsvæði vegna umsvifa í
og úr norðri er norðausturhornið
staðurinn. Landafræði og stjórnmál
tvinnast jafnan saman í herfræðilegu
tilliti, það er geopólitíkin.
Eftir Björn
Bjarnason » Öryggis- og varnar-
málin setja að nýju
sterkan svip á yfirlýs-
ingar um samstarf ríkis-
stjórna landanna.
Björn
Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Náið samstarf Bandaríkjanna og Íslands staðfest