Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019
Ljóðabók Hauks Ingvars-sonar, Vistarverur, hefst áljóði um hreindýr í þokusem sveima alltaf um í
höfði ljóðmælandans og „þefvís en
blind / í þöglum söfnuði“ sveima þau
jafnframt um í horfnum, sokknum
heimi:
þetta sokkna land
á samastað
djúpt
djúpt
í hugarfylgsnum mínum
Þetta er fyrsta ljóðið af 13 tölu-
settum í fyrri hluta bókarinnar sem
kallast „Allt sekkur“. Í seinni hlut-
anum, „Hrundar
borgir“, eru 17
tölusett ljóð. Og
upphafsljóðið og
heitið slá tóninn,
meginþema
verksins er váin
sem jörðinni og
mannkyninu staf-
ar af loftslags-
breytingum og
hlýnun jarðar, að heimurinn eins og
við þekkjum hann muni farast og að
hluta sökkva, eins og var raunin með
búsvæði hreindýranna norðan
Vatnajökuls sem þarna er ort um.
Vistarverur er sérlega vel hugsað
og útfært verk, og ljóðin og hönnun
bókarinar vinna afar vel saman.
Kápumyndin er samsett úr tveimur
ljósmyndum, sú efri er mynd eftir
Anton Brink af fyrrverandi banka-
byggingu við Lækjargöotu sem verið
er að mola niður – hún kemur fyrir í
einu ljóða bókarinnar, og rústin
speglast í einni af rómuðu ísjaka-
myndunum sem hinn þekkti þýski
ljósmyndari Olaf Otto Becker hefur
tekið við vesturströnd Grænlands,
form hús og jaka eru hin sömu og
það er athyglisvert að sjá hið mann-
gerða mölvað og speglast í ís sem er
að bráðna og hverfa, í ferli sem hlýn-
un jarðar hefur hert á.
Flæði ljóðanna í bókinni er síðan
brotið upp með sex verkum sem
skáldið hefur kallað myndljóð. Á
svartri hægrisíðu er heiti verks, það
fyrsta nefnist til að mynda „Um af-
stöðu“, svo kemur opna með hvítri
síðu hægra megin og svartri á móti
og á miðjum síðunum punktur, svart-
ur á vinstri síðu og hvítur í svertunni.
Á þessari fyrstu opnu er orðið Inn yf-
ir svarta blettinum en Út yfir þeim
hvíta. Þetta eru myndljóð í anda
þeirra sem Óskar Árni Óskarsson
hefur vakið athygli fyrir, og punkt-
arnir á hreinum flötunum minna líka
á pælingar Björns Th. Björnssonar
heitins listfræðings um hreyfingu á
fleti. Og þetta er vel lukkað hér og
vekur lesendann til umhugsunar um
margt, til að mynda um það hvernig
túlka megi myndir, leiðbeiningar eða
skilaboð – og má lesa það beint inn í
loftslagsumræðuna þar sem sumum
tekst sífellt að snúa upp á það sem
flestir vísindamenn segja þó graf-
alvarlegar staðreyndir. Í myndljóð-
inu „Saga tímans“ geta punktarnir
bæði verið upphaf og endir og í
„Hugleiðing um hlýnun jarðar“ geta
punktarnir á myndinni bæði verið
olía á ís og ísbjörn á Sprengisandi.
Í ljóðum bókarinnar er hinum
manngerða heimi og manninum
sjálfum ítrekað stillt upp gegn nátt-
úrunni á áhugaverðan hátt. Túrbínan
sem þungur beljandi straumur uppi-
stöðulónsins knýr í öðru ljóði bókar-
innar minnir á ammoníta og hugs-
anir ljóðmælandans um líkamann í
næstu ljóðum leiða hann á fallegan
hátt að öðrum löndum; lygnar tjarnir
innra eyrans kalla á mynd af álftum
að hefja sig til flugs og þegar hugsað
er um kokhlustina finnst honum að
hún hljóti að vera Danmörk, í róm-
antískri mynd sem ljóðmælandinn
spyr sig hvort sé minning eða mál-
verk.
Og í hinum manngerða heimi þar
sem náttúrunni er fórnað taka mann-
anna verk að vera viðmið fegurðar-
þrárinnar, eins og segir í fyrsta ljóði
seinni hlutans, „Hrundar borgir“,
þar sem kraftur eyðingaraflanna
ágerist:
er
nokkuð
fegurra en
yfirgefið mannvirki
úr steinsteypu?
svartir ferhyrningar
sem gapa upp í vindinn
þakið af
[…]
Ljóðmælandi bókarinar hefur
miklar áhyggjur af ástandinu þar
sem hann er á sófanum heima hjá
sér, „vaxandi áhyggjur / lamandi að-
gerðarleysi“ segir þar og hann hefur
áhyggjur af fiskunum í búrinu en
finnst hann lítið geta gert. Eitt af
bestu ljóðunum fjallar til að mynda
um það hvernig áhyggjurnar af
hækkandi yfirborði sjávar birtast í
því hvernig hann sér fyrir sér að
geymslan í kjallaranum muni fyllast
af söltum sjó, geymslan sem hann
segir hliðstæðu minnisins og geymi
fortíð sem hann vill varðveita fyrir
komandi kynslóðir.
Það er mikið undir í þessari bók,
undirtónninn er grafalvarlegur og
vel unnið úr þeim pælingum öllum,
enda er bókin sérlega vel lukkuð.
Haukur er myndvíst skáld og mynd-
irnar vel undirbyggðar og tengjast
iðulega á snjallan hátt, innan hvers
ljóðs sem við þau næstu. Jafnframt
er textinn vel fágaður en þó lífrænn,
agaður en lipur. Þá búa ljóðin á
stundum bæði yfir fallegri fyndni
þegar bjástri ljóðmælandans og ann-
arra manna er lýst sem og gagnrýn-
inni íróníu yfir þeim heimi sem
mennirnir hafa skapað en keppast nú
við að eyðileggja. Og við hvern lestur
finnur lesandinn nýjar og forvitni-
legar hliðar á verkinu, eins og er ein-
kenni á góðum ljóðabókum.
Þetta sokkna land
í hugarfylgsnum mínum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skáldið Haukur Ingvarsson flutti ávarp er hann tók við Bókmenntaverð-
launum Tómasar Guðmundssonar fyrir Vistarverur, bók sem rýnir hrósar.
Ljóð
Vistarverur bbbbm
Eftir Hauk Ingvarsson.
Mál & menning, 2018. Kilja, 85 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
ICQC 2018-20
Sjálfsmynd með
augum annarra
er yfirskrift há-
degiserindis með
Brynhildi Björns-
dóttur sem fram
fer í Ljósmynda-
safninu í Reykja-
vík í dag kl.
12.10.
Erindið er flutt
í tengslum við nú-
verandi sýningu safnsins sem ber
heitið Fjölskyldumyndir. „Á sýning-
unni er að finna ljósmyndir hjón-
anna Guðbjarts Ásgeirssonar og
Herdísar Guðmundsdóttur ásamt
verkum nokkurra afkomenda þeirra
sem eru á meðal fremstu ljósmynd-
ara þjóðarinnar,“ segir í tilkynn-
ingu. Aðgangur að safninu er ókeyp-
is meðan á erindinu stendur. Síðasti
sýningardagur er 13. janúar.
Sjálfsmynd með
augum annarra
Brynhildur
Björnsdóttir
Dómari í Kali-
forníu hefur vís-
að frá dómi þeim
hluta málshöfð-
unar Ashley Judd
gegn Harvey
Weinstein sem
snýr að ásök-
unum hennar
þess efnis að
hann hafi beitt
hana kynferðislegu ofbeldi 1997.
Ástæðan er sú að atvikið átti sér stað
áður en lög sem fjalla um kynferð-
islega áreitni vinnufélaga náðu einn-
ig til leikstjóra og framleiðenda.
Dómarinn áréttaði hins vegar að
Judd gæti haldið máli sínu á hendur
Weinstein áfram sem snýr að ásökun
hennar um að hann hafi spillt starfs-
ferli hennar í kvikmyndabransanum
eftir fyrrgreindan fund þeirra.
Hluta málsins
vísað frá dómi
Ashley Judd
Á árinu 2018 úthlutaði stjórn Mið-
stöðvar íslenskra bókmennta (MÍB)
rúmlega 300 styrkjum í öllum
flokkum, sem er fjölgun frá fyrra
ári. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá MÍB. Í heild voru veittir 106
styrkir til þýðinga úr íslensku sam-
anborið 2018 við 96 árið 2017. Til
úthlutunar á árinu voru 16 milljónir
kr. auk tæpra fimm milljóna kr.
sem Norræna ráðherranefndin
leggur til þýðinga úr íslensku á
norræn tungumál.
Á síðasta ári bárust MÍB 93 um-
sóknir um styrki til þýðinga er-
lendra bókmennta á íslensku.
Heildarúthlutun á árinu var 20
milljónir kr. til 50 þýðingaverk-
efna. Til samanburðar var tæplega
18 milljónum kr. úthlutað til 44 þýð-
ingaverkefna 2017. Stjórn MÍB út-
hlutaði 30 milljónum kr. í útgáfu-
styrk til 55 verka. „Það er töluvert
hærri upphæð en áður en til sam-
anburðar var 2017 úthlutað 23,5
milljónum til 45 útgáfuverkefna.“
Alls 62 ferðastyrkir, fyrir sam-
tals 3,5 milljónir kr., voru veittir á
nýliðnu ári til íslenskra höfunda svo
þeir gætu fylgt þýðingum bóka
sinna eftir og tekið þátt í bók-
menntahátíðum, upplestrum, út-
gáfuhófum og öðrum viðburðum.
Á síðasta ári var 35 kynningar-
þýðingastyrkjum úthlutað, alls að
upphæð tæplega ein milljón króna,
en 39 umsóknir bárust.
Tveir höfundar hlutu Nýræktar-
styrkir á liðnu ári til útgáfu skáld-
sögu og ljóðabókar og var styrk-
upphæð hvors um sig 400 þús. kr.
Umsóknum um Nýræktarstyrki
hefur fjölgað árlega frá því þeim
var fyrst úthlutað hjá Bókmennta-
sjóði, forvera MÍB 2008, en þá bár-
ust níu umsóknir, en í fyrra 58.
Árlega veitir MÍB, í samstarfi við
Rithöfundasamband Íslands, þýð-
endum íslenskra bókmennta á er-
lend mál styrki til dvalar í Gunn-
arshúsi, auk ferðakostnaðar. Í
fyrra fengu fjórir þýðendur út-
hlutað dvalarstyrk fyrir árið 2019
en sjö umsóknir bárust. Þýðend-
urnir sem hlutu styrki að þessu
sinni eru frá Ungverjalandi, Pól-
landi, Þýskalandi og Tékklandi.
Rúmlega 300
styrkjum úthlutað
Bækur Nýjar þýðingar íslenskra rita.