Morgunblaðið - 11.01.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019
✝ Eva Örnólfs-dóttir fæddist
23. desember 1948
á Húsavík. Hún lést
25. desember 2018
eftir skamma legu
á líknardeild LSH í
Kópavogi.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Stef-
anía Ósk Guð-
mundsdóttir frá
Ísafirði, f. 27. maí
1915, d. 23. ágúst 2010, og Örn-
ólfur M. Örnólfsson frá Suður-
eyri við Súgandafjörð, f. 23.
mars 1917, d. 2. maí 1987. Syst-
kini Evu eru Ingileif, f. 1940, d.
1999; Margrét, f. 1942; Örnólfur,
f. 1945; Sóley, f. 1946; Ólöf, f.
1950, og Aðalsteinn, f. 1953.
Hinn 12. október 1968 giftist
Eva Ragnari Jónassyni kennara,
f. 31. ágúst 1947. Börn þeirra
eru: 1) Jónas Ingi, f. 1972.
Barnsmóðir hans er Guðný
fræðslufulltrúi hjá Sambandi ís-
lenskra bankamanna í 11 ár, en
gerðist þá skrifstofustjóri hjá
Félagi íslenskra sjúkraþjálfara.
Jafnframt hóf hún nám við öld-
ungadeild Menntaskólans við
Hamrahlíð og lauk þaðan stúd-
entsprófi 2003. Eva útskrifaðist
með B.Ed.-gráðu frá KHÍ árið
2005, lauk diplómanámi úr ís-
lenskudeild 2007 og loks M.Ed.-
gráðu í fjölmenningu 2009. Sam-
hliða meistaranáminu kenndi
hún íslensku sem annað mál við
Austurbæjarskólann. Í fram-
haldi af því námi gerðist hún svo
kennari í íslensku sem öðru máli
við Iðnskólann í Reykjavík, síð-
ar Tækniskólann. Ragnar
kenndi einnig við Tækniskólann
og létu þau Eva bæði af störfum
við skólann í árslok 2015. Á ár-
unum 2006-2016 samdi Eva,
myndskreytti og gaf sjálf út
nokkur kennsluhefti og verk-
efnabækur í íslensku sem öðru
máli.
Útför Evu fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 11. janúar 2019,
klukkan 15.
Ólafsdóttir, f. 1976.
Synir þeirra eru
Pétur Kristján, f.
1998, stjúpsonur
Jónasar, Ragnar
Smári, f. 2006, og
Ólafur Andri, f.
2008. 2) Sigrún, f.
1975, gift Birni
Lúðvík Þórðarsyni,
f. 1973. Börn þeirra
eru Þórður, f. 2002,
Ingibjörg Eva, f.
2005, Katrín Bella, f. 2009, og
Sölvi, f. 2011. 3) Stefanía, f.
1979, gift Rúnari Sigurðssyni, f.
1974. Synir þeirra eru Svein-
björn, f. 1999, stjúpsonur Stef-
aníu, Markús Marteinn, f. 2005,
Ásgrímur, f. 2009, og Sveinn
Þorbergur, f. 2013.
Eva útskrifaðist frá í Sam-
vinnuskólanum á Bifröst vorið
1968 og vann eftir það hjá Sam-
vinnubankanum í um 20 ár. Síð-
an gegndi hún starfi sem
„Á meðan laufin sofa liggja
spaðarnir andvaka.“
(Áramótaskaup 1985)
Nú hefur setning sem oft var
gantast með öðlast aðra merk-
ingu. Á meðan mamma sefur
svefninum langa ligg ég andvaka
og leiði hugann að minningum
um mömmu sem ávallt var annt
um fjölskyldu sína og vini og
dugleg að rækta þau sambönd. Á
æskuárum mínum gilti einu
hvert við fórum eða hvað við
gerðum. Návist mömmu var ljúf,
hún var létt og kát, falleg, úr-
ræðagóð og hjálpsöm. Mamma
var einstök þegar kom að hann-
yrðum, teikningu og útfærslu
hugmynda. Mamma saumaði á
okkur dansbúninga, hanska og
fylgihluti á keppnisárunum. Ég
fór eigin slóðir í fatastíl og
mamma var tilbúin að sauma,
hekla og prjóna eftir þeim hug-
myndum sem ég setti fram og ég
var alltaf svo stolt af því að klæð-
ast fatnaði sem mamma lét eftir
mér að útbúa.
Mamma reyndi að leiðbeina
mér gegnum lífið sem best hún
gat. Eitt sinn skildi hún eftir
skilaboð til mín á miða, sem við
gerðum gjarnan. „Elsku Stefa
mín, mundu að þú getur ekki
gleypt sólina!“ Þetta var leið
mömmu til að hvetja mig til þess
að velja og hafna. Hún var ekki
alltaf sátt við þær ákvarðanir
sem litli þrjóskupúkinn tók, en
sýndi mér þolinmæði og var sam-
mála um að vera ósammála ef svo
bar undir.
Ég naut þess að flakka um
með mömmu og pabba, enda köll-
uð „litla dekurrófan“ og fékk
m.a.s. að ferðast ein til útlanda
með þeim, bæði til Finnlands og
New York til Sigrúnar systur.
Við fórum tvær í mæðgnaferð til
Dublin stuttu eftir aldamót, þar
sem við nutum þess að rölta sam-
an og höfðum báðar unun af því
að fylgjast með og sjá hve fjöl-
breytt landslagið var í samferða-
fólki okkar.
Með barnabörnunum tók við
nýr kafli í lífi mömmu. Hún beið
lengi eftir að eignast barnabörn
og strákarnir okkar nutu sam-
vista við ömmu og afa. Þeir minn-
ast ömmu Evu af Hofteignum, úr
Lundi og ekki síst Evru, þar sem
mamma og pabbi lögðu sig sér-
staklega fram um að skapa þeim
ógleymanlegar hefðir s.s. að-
ventuferð, páskaeggjaleit og
réttarferð í Reyðarvatnsréttir.
Þá eigum við einnig áþreifanleg-
ar minningar í verkum hennar,
grímubúninga sem hún saumaði
af natni, rúmteppi, flíkur og
margt fleira.
Það var sárt að horfa upp á
mömmu í dansinum við krabb-
ann. Hann var versti dansfélagi
sem hugsast gat. Ruddalegur,
óvæginn og óvelkominn. En
mamma gat á undraverðan hátt
litið svo vel út, bæði með klæða-
burði og andlitsfarða. Mest af
öllu skein þó innri fegurð út, því
mömmu var alla tíð annt um að
fólkinu hennar liði vel og hefði
það gott. Við pabbi vöktum sam-
an yfir mömmu aðfaranótt jóla-
dags. Það var í senn svo erfitt en
svo fallegt. Að fylgjast með elsku
mömmu sem hafði átt svo erfiða
daga, vikur og mánuði á undan,
fá að draga andann hinsta sinn á
fallegum jólamorgni, vitandi að
nú væri öllum þjáningum lokið.
Ég mun alltaf sakna, alltaf
elska og um leið alltaf búa að því
sem mamma kenndi mér í lífinu.
Áður en við lögðum af stað í
ferðalög kvaddi mamma gjarnan
með eftirfarandi orðum, sem
urðu mín síðustu við mömmu:
„Guð veri með þér.“
Stefanía (Stefa).
Hugur minn fer í ferðalag þeg-
ar ég hugsa til fyrstu kynna okk-
ar Evu, tengdamóður minnar.
Stefanía, konan mín, bjó hjá syst-
ur sinni í Flórída í Bandaríkjun-
um þegar þetta var en ég var
heima með son minn, búinn að
skipuleggja ferð til Flórída. Ég
man eftir að hafa beðið á bíla-
planinu við Laugardalsvöllinn til
að mæta örugglega á réttum
tíma til verðandi tengdaforeldra.
Eftir að hafa beðið í bílnum
ásamt litla stráknum mínum lá
leiðin á Hofteiginn þar sem Eva
og Ragnar bjuggu. Ég, ferlega
stressaður, man eftir því að ég
stóð fyrir framan hurðina og
passaði að strákurinn væri vel til
hafður áður en ég bankaði. Það
er mjög margt eftirminnilegt við
þennan dag en eitt af því voru
Ora grænu baunirnar sem biðu í
ferðatösku því fjölskyldan í Flór-
ída var hrifin af íslenskum mat.
Eftirminnilegastar eru þó mót-
tökurnar. Þarna var ég kominn
til að kynna mig fyrir foreldrum
kærustunnar ásamt syni mínum
án þess að dóttir þeirra væri
með. Ég fann að ég var strax vel-
kominn og alveg einstök hlýja
mætti mér. Við feðgarnir urðum
fljótlega hluti af þessari yndis-
legu fjölskyldu og stundum
finnst mér eins og okkur hafi ver-
ið ætlað að hittast.
Ekkert okkar sleppur við að
ganga í gegnum erfileika í lífinu
og þá er mikilvægt að eiga góða
að. Við fráfall Evu er mér þakk-
læti efst í huga. Þakkir fyrir að
hafa verið boðinn velkominn með
opnum örmum og þakkir fyrir þá
hlýju sem fjölskylda mín hefur
svo sannarlega fengið bæði á erf-
iðum stundum og gleðistundum.
Börnin mín eru rík að hafa haft
átt Evu ömmu sem sinnti þeim
svo frábærlega. Passaði þau eftir
skóla eða leikskóla, saumaði föt
og bætti, gaf þeim að borða og
nærði þau á allan þann hátt sem
hugsast getur. Nú er hjarta mitt
enn stærra en áður en þó er líka
eins og þar sé tómarúm sem ekk-
ert nema góðar minningar geta
fyllt.
Um leið og ég þakka Evu,
tengdamóður minni, samfylgdina
sendi ég samúðarkveðjur til míns
kæra tengdaföður, barna hans og
fjölskyldna þeirra.
Rúnar Sigurðsson.
„Við fengum hana í jólagjöf,“
sagði pabbi stoltur þar sem hann
og eldri börn hans fjögur stóðu
bergnumin við lítið rúm á að-
fangadag árið 1948 og dáðust að
litlu stúlkunni, sem fæddist
kvöldið áður. Hún var með mikið
svart hár, eins og falleg dúkka.
Þessi jól urðu sérstök, nýju lífi
fagnað. Litla stúlkan dafnaði vel,
var rólynd og þægileg, aldrei há-
vær, eignaðist auðveldlega vini
og fór sínar eigin leiðir.
Eva kynntist Ragga sínum að-
eins fimmtán ára. Þau giftu sig
nokkrum árum seinna og eign-
uðust einn son og tvær dætur,
lifðu viðburðaríku lífi, enda bæði
miklar félagsverur og héldu gull-
brúðkaup í október sl. Við dáð-
umst að svo mörgu hjá Evu syst-
ur okkar, fallegu handavinnunni
hennar, blóma- og skógræktinni,
námi hennar og ekki síst mann-
rækt, sem var henni eðlislæg.
Hún tók landspróf, stundaði nám
í tvö ár að Bifröst og eignaðist
þar marga vini fyrir lífstíð. Eftir
tuttugu ára starf í Samvinnu-
bankanum var hún fræðslu-
fulltrúi hjá Sambandi banka-
manna og skipulagði námskeið
með trúnaðarmönnum innan
lands og utan. Á miðjum aldri
söðlaði hún um og lauk stúdents-
prófi frá MH, lauk kennaraprófi,
kenndi um tíma í Austurbæjar-
skóla, fékk starf við Tækniskól-
ann og um þær mundir lauk hún
MA í íslensku og fjölmenningu.
Skortur var á námsefni fyrir ný-
búa svo Eva samdi hentug rit til
notkunar.
Í marga áratugi hafa Eva og
Raggi verið félagar í Laufinu,
með fólki sem kemur saman til að
dansa og ferðast og nutu þess
mjög að vera í þeim hópi. Fyrir
um tuttugu árum fengu þau hjón
nokkra hektara af landi í Rang-
árþingi ytra til ræktunar þar sem
var lítill sem enginn jarðvegur,
en þeim tókst að ná undraverð-
um árangri í skógrækt með elju-
semi og dugnaði. Á svæðinu
dvöldu þau fyrst í tjaldvagni,
byggðu síðan lítið hús og seinna
stærra. Staðurinn heitir Evra
(Eva-Raggi) og þar dvöldu þau
eins mikið og mögulegt var, áttu
góða nágranna með það sameig-
inlega áhugamál að breyta ber-
angri í fallega skóga. Óvenjumik-
ið var um gestakomur í Evru,
sem þó er ekki í alfaraleið.
Við systur áttum oft ljúfar
samverustundir en notuðum svo
símann óspart fyrir samskipti.
Þegar við hringdum til Evu og
spurðum frétta var oftar en ekki
svarið „allt prýðilegt“ þó að lífið
hjá henni væri ekki alltaf dans á
rósum, hugprýði hennar var
aðdáunarverð. Samtöl við hana
voru mjög gefandi, hún hafði
ákveðnar skoðanir, var ráðagóð
og fyndin og oft gátum við hlegið.
Við ætluðum að gera svo margt
saman á næstu árum, vongóðar
um bata hjá Evu, það vantaði
ekki hugmyndir, en henni var
ekki ætlaður lengri tími með okk-
ur. Við erum þakklátar fyrir
hverja stund sem við áttum sam-
an og þær dýrmætu minningar.
Jólin nú urðu sérstök, líf kvatt.
Á jóladagsmorgun, eftir erfiða
baráttu við krabbamein, kvaddi
elskulega systir okkar, skýr í
hugsun til hins síðasta. Hennar
verður sárt saknað.
Þó að kali heitan hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Ólöf, Sóley og Margrét.
Þegar stysti dagur ársins var
um garð genginn og jólin á næsta
leiti lagðist vinkona mín, Eva
Örnólfsdóttir, inn á líknardeild-
ina til að hvíla sig og safna kröft-
um. Við hin hlupum á milli búða
og skipulögðum jólaboð. Á Þor-
láksmessu stóðum við enn í þeirri
trú að hún kæmi bráðum heim en
þann dag hélt dóttir hennar
Stefa, tengdadóttir mín, upp á
sjötugsafmæli móður sinnar með
fallegum hætti á heimili sínu. Á
aðfangadag var þó ljóst að ekki
yrði af heimkomu og á jóladags-
morgun lést Eva. Eftir sitjum við
með sorg í hjarta en jafnframt
þakklæti fyrir allt sem hún var
okkur. Hún bar með sér birtu,
hlýju og gleði sem hún gaf af sér
án nokkurrar fyrirhafnar. Við
áttum sameiginleg barnabörn og
deildum gleðinni yfir hverju því
sem þau áorkuðu í lífinu. Vinátta
okkar stækkaði með árunum en
við kynntumst þegar börnin okk-
ar ákváðu að deila saman lífinu.
Við Eva áttum fleira sameig-
inlegt en barnabörnin því báðar
kenndum við íslensku sem annað
mál í framhaldsskóla. Við höfðum
því alltaf um eitthvað að tala þeg-
ar við hittumst og er sárt til þess
að hugsa að samverustundirnar
verði ekki fleiri.
Um leið og ég sendi Ragnari,
börnum þeirra Evu, tengdabörn-
um og barnabörnum samúð mína
kveð ég hana með fallegu ljóði
eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur:
Þín augu mild mér brosa
á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn
þín minning björt.
Blessuð sé minning Evu
Örnólfsdóttur.
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir.
Elsku Eva mín, ég minnist þín
fyrst þegar ég kom til starfa 1990
hjá SÍB nú SSF. Þú tókst á móti
mér í starfið mitt á skrifstofunni,
en þá varst þú starfandi fræðslu-
fulltrúi. Mér fannst eitthvað
traustvekjandi við þig og kunni
strax vel við þig. Þú varst ná-
kvæm og skipulögð og það var
eitthvað sem ég lærði síðan af
þér. Þú kenndir mér margt, þú
varst alltaf svo yfirveguð, en ég
þessi öra týpa og alltaf með drasl
á skrifborðinu mínu og stundum
með læti. Þá hallaðir þú bara
hurðinni á skrifstofunni þinni.
Við höfum oft rifjað þetta upp og
hlegið mikið að þessu.
Ferðirnar þínar um Suður- og
Vesturland í rútu um hávetur
með trúnaðarmenn SÍB koma
margoft upp í hugann, oft marga
daga í senn. Þú miklaðir þetta
aldrei fyrir þér, enda þótti þér
alla tíð ofurvænt um trúnaðar-
mennina þína, enda gekk þetta
alltaf upp hjá þér. Einnig sást þú
um að fræða alla trúnaðarmenn á
landsvísu í gegnum starfið þitt á
skrifstofunni. Þú skrifaðir ótelj-
andi greinar í SÍB-blaðið um
kjaramál og túlkun kjarasamn-
inga og eru þær enn reglulega
notaðar sem fræðsluefni fyrir
trúnaðarmenn stéttarfélagsins.
Það voru einnig fundir annars
staðar á Norðurlöndunum og
þangað fórstu með trúnaðar-
menn til að fræðast um málefni
bankamanna á hinum löndunum
á Norðurlöndunum. Þetta var
ekkert mál fyrir þig enda talaðir
þú sænsku eins og ekkert væri.
Ég dáðist alltaf að þér og þetta
átti við þig og þetta kunnir þú
best og leystir fullkomlega af
hendi.
Það var oft mikið að gera hjá
okkur, en okkur þótti þetta allt
mjög skemmtilegt og ekkert
erfitt. Norræna bankamanna-
sambandið NBU sóttist sérstak-
lega eftir því að halda fundi á Ís-
landi, við vorum vissar um að
þetta væri vegna þess að Vigdís
var forseti á þeim tíma og allir
vildu sækja landið okkar heim.
Við skipulögðum bæði fundi og
þing og kölluðum skrifstofuna oft
„Litlu ferðaskrifstofuna“ svona í
gamni.
Við vorum með frábæra fram-
kvæmdastjóra – Baldur, Vilhelm
og síðast Friðbert. Stjórnarmenn
SÍB og Friðbert vildu hafa okkur
með á þessa fundi og ráðstefnur
til að tryggja að við fylgdumst vel
með starfi stéttarfélagsins. Þá
skruppum við stundum í hádeg-
inu til skiptis að kaupa okkur skó
og dragtir, og okkur fannst þetta
nú ekkert leiðinlegt. Ég minnist
boðs á Bessastaði með Norræna
bankamannsambandinu NBU og
öðrum gestum. Við nutum þess
að fá að vera með en við höfðum
hvorugar komið þangað áður.
Seinna þegar þú fórst svo í
nám í Kennó saknaði ég þín mik-
ið enda höfðum við verið vinkon-
ur í 10 ár. Í mörg ár eftir að þú
hættir hjá SÍB voru bankamenn
að spyrjast fyrir um þig og
hvernig þér gengi, þú varst
greinilega mjög vinsæl meðal
þeirra og þeir vildu fylgjast með
þér.
Við slepptum þó aldrei hend-
inni hvor af annarri, hittumst og
töluðum um þessi vinnuár okkar
saman og við vorum sammála um
að þetta tímabil hefði verið það
besta og skemmtilegasta í lífi
okkar.
Ég kveð þig, kæra vinkona, og
sendi innilegar samúðarkveðjur
til Ragga, Jónasar, Sigrúnar,
Stefu og fjölskyldna þeirra.
Þín vinkona,
Anna Finnbogadóttir.
Með söknuð í huga setjumst
við niður til að skrifa fáein
kveðjuorð til minningar um Evu
vinkonu okkar og fyrrverandi
samkennara. Við höfum kveikt á
kerti til þess að reyna að laða
fram hógværa og hlýja nærveru
hennar sem við fundum svo vel
fyrir þegar við þrjár vorum van-
ar að hittast og spjalla saman yfir
kaffibolla, en það var fastur liður
á dagskránni hjá okkur undan-
farin ár.
Eva kenndi erlendum nem-
endum íslensku við Tækniskól-
ann, eins og við, sem hafði í för
með sér mikla samvinnu okkar í
milli. Óhætt er að segja að náms-
hópar erlendra nemenda í ís-
lenskum skólum séu yfirleitt
einkar fjölskrúðugir. Þar hittast
fyrir nemendur víðsvegar að úr
heiminum. Eðli málsins sam-
kvæmt er menning þeirra og
menntunarstig af margvíslegum
toga og því reynir mikið á kenn-
arann við að aðlaga námsefnið og
kennsluaðferðirnar sem best að
þörfum þeirra allra. Þar tókst
henni mjög vel upp. Hún lét sig
þó ekki aðeins varða námsfram-
vindu nemenda sinna heldur
einnig líðan þeirra og velferð.
Þeir mátu hana mikils því þeir
fundu að hún bar hag þeirra fyrir
brjósti.
Eva var skemmtileg kona sem
bjó yfir íbygginni kímni með fín-
legum blæbrigðum sem hún
laumaði inn í samræðurnar
þegar rætt var um menn og mál-
efni. Þetta næmi fyrir því fínlega
og einstaka í umhverfinu birtist
einnig í áhuga hennar á garð- og
trjárækt, fólki, hannyrðum, dansi
og svo mörgu öðru. Í öll þau
skipti sem við hittum hana und-
anfarin misseri geislaði af henni
sem fyrr og erfitt að gera sér
grein fyrir hversu veik hún var.
Því var okkur mjög brugðið við
fráfall hennar. Ragnari kynnt-
umst við einnig vel sem sam-
kennara okkar og greinilegt að
hjónaband þeirra var mjög fal-
legt og farsælt.
Eva var góður vinur og hafði
rólega og íhugula nærveru. Við
munum því sakna hennar sárt.
Mikilsvert er að í veikindunum
var hún umvafin hlýju og um-
hyggju fjölskyldu og ástvina.
Hugur okkar er hjá þeim og
sendum við þeim einlægar sam-
úðarkveðjur.
Guðlaug Kjartansdóttir,
Þórunn Halla Guðlaugs-
dóttir.
Yndisleg vinkona okkar hefur
fengið hvíld frá erfiðum veikind-
um þar sem hún barðist hetju-
lega. Hún varð 70 ára á Þorláks-
messu og náði að hlusta á
heillaóskir frá vinum og ættingj-
um í lok þessa jarðlífs. Eva var
mikilhæf kona sem afkastaði
miklu til heilla fyrir land og þjóð.
Á síðasta fjórðungi 20. aldar tók
hún virkan þátt í uppgræðslu ör-
foka lands í útjaðri Galtalækjar-
skógar, vor eftir vor tók fjöl-
skylda Evu þátt í skógrækt þar
sem eiginmaður hennar og börn-
in gróðursettu litlar trjáplöntur í
sand og hraun og fylgdust með
því hvernig þessar litlu plöntur
náðu að lifa með áburðargjöf og
umhyggju. Í dag er þarna stór og
fallegur skógur.
En Eva hélt áfram að græða
landið. Þau hjónin tóku að sér
landsvæði við Heklurætur sem
var eins og landið við Galtalæk.
Það sást varla stingandi strá. Nú
er þetta land vaxið ýmsum trjá-
tegundum og blómum með
göngustígum um stórt svæði og
grasflötum við fallegt hús sem
þau byggðu á svæðinu. Ár eftir
ár bograði Eva við að gróður-
setja plöntur og þar sem hraun-
holurnar litu sumar út fyrir að
vera botnlausar mátti hún bera
mold og áburð til að festa plönt-
una. Hún sigraði auðnina og ör-
foka landið er nú falleg gróðurvin
sem heitir Evra.
En hún Eva kenndi ungu fólki
sem kom frá fjarlægum löndum
og þurfti að læra íslensku.
Kennslubækur voru fáar svo að
Eva samdi allmargar kennslu-
bækur sjálf til að nota við nýbúa-
kennsluna. Þessar bækur munu
áfram verða til að auðvelda ís-
lenskukennslu í skólum landsins.
Um árabil stunduðu Eva og
Ragnar dans og tóku þátt í dans-
keppnum ásamt því að sýna sam-
kvæmisdans á ýmsum stöðum á
landinu. Eva átti afar fallegan
ballkjól sem hún klæddist í
keppnum og sýningum og hjónin
voru glæsileg á dansgólfinu.
Meðal annars voru þau virkir
þátttakendur í Hjónaklúbbnum
Laufinu þar sem Ragnar var um
tíma formaður og Eva vann mik-
ið við undirbúning dans-
skemmtananna. Hún lét sig ekki
muna um að setja saman vísur og
koma fram í gamanatriðum.
Eva var afskaplega fjölhæf,
skilningsrík og hógvær, ljúf og
traustur vinur. Hún var gestrisin
og hélt vel utan um fjölskylduna.
Tengdamóðir hennar sagði mér
oft hve þakklát hún var fyrir um-
hyggju og samveru með Evu.
Ógleymanlegar eru heimsóknir
okkar í Evruna þar sem við nut-
um gestrisni og dvalar í fallegri
gróðurvin og við þökkum einnig
allar samverustundirnar í dansi
og margvíslegu samstarfi.
Blessuð sé minning okkar
góðu vinkonu.
Við sendum Ragnari og allri
fjölskyldunni okkar bestu sam-
úðarkveðjur.
Matthildur og Jón Freyr.
Eva Örnólfsdóttir