Morgunblaðið - 11.01.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019 Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is HVOLFARARKARA Handhægir ryðfríir karahvolfarar í ýmsum gerðum. Tjakkur vökvadrifinn með lyftigetu frá 900 kg. Halli að 110 gráðum. Vinsælt verkfæri í matvælavinnslum fiski – kjöti – grænmeti Veður víða um heim 10.1., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Hólar í Dýrafirði -4 skýjað Akureyri 2 heiðskírt Egilsstaðir 5 heiðskírt Vatnsskarðshólar 6 alskýjað Nuuk -8 léttskýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló -1 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -6 snjókoma Lúxemborg 0 léttskýjað Brussel 3 léttskýjað Dublin 9 skýjað Glasgow 7 alskýjað London 4 rigning París 4 súld Amsterdam 5 rigning Hamborg 2 léttskýjað Berlín 1 skýjað Vín 1 skýjað Moskva -9 snjókoma Algarve 15 heiðskírt Madríd 6 heiðskírt Barcelona 10 heiðskírt Mallorca 9 léttskýjað Róm 7 skúrir Aþena 14 skýjað Winnipeg -13 alskýjað Montreal -4 alskýjað New York 0 skúrir Chicago -7 alskýjað Orlando 10 heiðskírt  11. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:04 16:08 ÍSAFJÖRÐUR 11:39 15:43 SIGLUFJÖRÐUR 11:23 15:25 DJÚPIVOGUR 10:41 15:30 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Norðlæg átt, 5-13 m/s og él fyrir norð- an, vestan 5-13 sunnantil, rigning suðvestantil en úr- komulítið suðaustanlands. Hiti 0 til 6 stig, en kóln- andi og frystir víða fyrir norðan seinnipartinn. Suðaustan 8-15 m/s með rigningu sunnan- og vestantil, en úrkomulítið norðaustanlands. Snýst í suðvestan 5-10 seinnipartinn og úrkomuminna. Hiti víða 0-8 stig, en vægt frost norðaustantil. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og annar varaforseti ASÍ, er talsmaður iðnaðarmannafélaganna í kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. Þau eru Samiðn, Rafiðnaðarsambandið, MATVÍS, Grafía – stéttar- félag í prent- og miðlunar- greinum, VM – Félag vél- stjóra og málmtæknimanna – og Félag hársnyrtisveina. Hann segir SA hafa rætt málefnalega um nokkrar kröfur félaganna en lítið hafi hreyfst í viðræðunum. Félögin hafi kynnt áherslur varðandi ýmis ákvæði kjarasamninganna. Nú sé verið að ræða kröf- ur iðnaðarmannafélaganna sem lúta m.a. að veikindarétti, orlofi, tilfærslu starfsréttinda milli fyrirtækja, styttingu vinnuvikunnar og því að færa kauptaxtana nær markaðslaunum. „Við stefnum að sjálfsögðu að því að klára samninga í þessum mánuði og sem fyrst. Við gerum kröfu um að kjarasamningar gildi frá lokum þess síðasta. Staðan getur hins vegar breyst hratt. Við munum reyna til þrautar að semja,“ segir Kristján Þórður. Hafa dregist aftur úr í launum Spurður um kaupkröfurnar segir hann ótímabært að ræða tölur í því efni. Markmiðið sé að auka kaupmátt launa og byggja ofan á árangur síðustu ára. Iðnaðarmenn hafi dregist aftur úr öðrum hópum í launum og því sé nauð- synlegt að bæta úr því til að tryggja endur- nýjun í greinunum. Meðal markmiða sé að færa lágmarkslaun nær greiddum markaðslaunum. Bilið milli markaðslauna og lágmarkslauna hafi aukist undanfarin ár og lyfta þurfi gólfinu. Kristján Þórður segir aðspurður að verk- efnastaðan sé góð hjá hans félagsmönnum. At- vinnuleysi á Íslandi sé hverfandi og skortur á iðnaðarmönnum í mörgum greinum. Mikil uppbygging sé áformuð í samfélaginu. Brotin algeng í greininni Viðræðurnar snúist líka um að tryggja launakjör erlendra starfsmanna sem margir starfi á lágmarkslaunum. Brot á kjarasamn- ingum séu einna algengust í byggingariðnaði. Laun félagsmanna í þeim geira séu með þeim lægstu innan Rafiðnaðarsambandsins. Spurður um fyrirhugaða lengd kjarasamn- inga segir Kristján Þórður skynsamlegt að horfa til skemmri tíma. Þá jafnvel til skemmri tíma en tveggja ára. „Það fer allt eftir innihaldi samninganna og hversu mikið verður í pakkanum. Við erum ekki eins og önnur aðildarfélög ASÍ sem vilja semja til þriggja ára. Við teljum að skynsam- legt geti verið að horfa til styttri tíma,“ segir Kristján Þórður sem segir einnig horft til stjórnvalda í kjaraviðræðunum. Þá einkum varðandi húsnæðismálin. Tryggja þurfi öllum öruggt langtímahúsnæði og finna leiðir til að fjölga hagkvæmum íbúðum, m.a. á lands- byggðinni, og tryggja betur rétt leigjenda. „Við leggjum líka áherslu á breytingar á skattkerfinu sem auka jöfnuð. Við teljum að sá hópur sem er með hæstu tekjurnar í samfélag- inu eigi að leggja meira til samfélagsins, há- tekjufólkið. Þá þarf að taka á félagslegum undirboðum og koma í veg fyrir kennitölu- flakk,“ segir Kristján Þórður. Fer eftir gangi viðræðna um helgina Hilmar Harðarson, formaður Samiðnaðar, segir viðræðurnar komnar stutt á veg. Því sé ótímabært að ræða ganginn í viðræðum. Spurður hvort langt sé í samninga segir Hilmar það „fara svolítið eftir því hvernig gangi um helgina“. „Þótt viðræðurnar myndu ganga vel yrðu samningar í fyrsta lagi um mánaðamót. Það er mikil óvissa uppi og menn eru í viðræðum í sitthvoru lagi innan ASÍ.“ Vilja ljúka samningum í janúar  Talsmaður iðnaðarfélaganna hjá ASÍ segir stefnt að því að ljúka við kjarasamninga í þessum mánuði  Byggt verði ofan á árangur síðustu ára og samið til skemmri tíma  Tekjuháir borgi hærri skatta Morgunblaðið/Hari Uppbygging við Hörpu Síðustu ár hafa verið uppgrip fyrir iðnaðarmenn á Íslandi. Félagsmenn í Framsýn samþykktu 28. desember að meta í lok þessarar viku hvort þeir vísa kjara- deilunni til ríkissátta- semjara. Höfðu Efling, VR og Verkalýðsfélag Akra- ness þá dregið samn- ingsumboðið til baka frá Starfsgreinasambandinu (SGS) og vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Hefur Verkalýðsfélag Grindavíkur nú einnig dregið samningsumboðið til baka. Framsýn stéttarfélag er eitt aðildar- félaga Starfsgreinasambandsins. Fulltrúar aðildarfélaganna skipta með sér verkum og tekur einn hópur fiskinn, annar er með fisk- eldið, sá þriðji með ræstingar og svo fram- vegis. Viðræðurnar lúta að sérmálum ann- ars vegar og hins vegar launahlið kjara- samninganna. Efling tekur þátt í viðræðum varðandi sérmálin en Verkalýðsfélag Akra- ness er sér á báti í þeim efnum. Meta hvort tilefni sé til framhalds Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, segir stöðuna geta skýrst um helgina. „Við ákváðum að ljúka viðræðum í þessari viku og meta fram- haldið um helgina. Það skyldi ráðast af því hvort alvara væri í viðræðum, eða hvort við ættum að taka aftur samningsboðið og vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Við erum ósátt við að Starfsgreinasambandið skuli ekki hafa vísað deilunni þangað.“ Aðalsteinn segir aðspurður að gangur sé í viðræðunum. „Það er gangur í sérmál- unum en á morgun [í dag] munu atvinnu- rekendur vonandi sýna á spilin varðandi launin,“ segir Aðalsteinn. Starfsgreina- sambandið hafi þegar vísað hugmyndum Samtaka atvinnulífsins varðandi styttingu vinnuvikunnar aftur til föðurhúsanna. „Nú er komið að því að atvinnurekendur sýni á spilin um hvað þeir treysta sér í raun til að leggja fram,“ segir Aðalsteinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lofa atvinnurekendur því jafnframt að leggja eitthvað fram gagnvart hinum félögunum, Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness, í næstu viku. Aðalsteinn er í forsvari samninganefndar hjá SGS gagnvart ferðaþjónustunni. Hann gagnrýnir aðspurður þau ummæli Jóhann- esar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, að mörg fyrir- tæki í greininni beri ekki miklar launahækk- anir. Þvert á móti „skrapi ferðaþjónustan botninn“ hvað varðar launin. Staðan skýrist um helgina LAUNAKRÖFUR FRAMSÝNAR Aðalsteinn Árni Baldursson Guðbrandur Einarsson, formaður Versl- unarmannafélags Suðurnesja og Lands- sambands verslunarmanna (LÍV), segir ým- islegt geta gerst í kjaraviðræðunum í dag. „Við sem ekki vísuðum viðræðunum til rík- issáttasemjara erum að taka stöðuna og átta okkur á snertiflötum milli okkar og atvinnu- rekenda. Við ætlum okkur að hittast á morg- un [í dag, föstudag] og fara yfir það. Varðandi snertifleti nefnir hann sem dæmi lagfæringu á launatöflum, til dæmis hjá af- greiðslufólki í búðum og verkafólki. Lægstu taxtar séu margir undir lágmarkstekjutrygg- ingu upp á 300 þúsund krónur. Lyfta þurfi lægstu töxtum upp fyrir þetta gólf. Þá sé horft til launakjara erlends verkafólks. Einnig sé horft til ríkisvaldsins, m.a. varð- andi breytingar á skatta- og bótakerfinu. „Staðan er auðvitað orðin svolítið sér- stök,“ segir Guðbrandur. Með því vísar hann til þess að Efling, VR Skoða samstarf í kjaraviðræðum LÍV, IÐNAÐARMENN OG SGS META STÖÐUNA og Verkalýðsfélag Akra- ness hafi vísað kjaradeil- unni til ríkissáttasemjara. Það sé rétt sem kom fram í Viðskiptablaðinu í gær að LÍV, Starfsgreina- sambandið og iðnaðar- menn séu að skoða sam- starf í kjaraviðræðunum. „Þetta er rétt. Við erum að skoða þessa möguleika. Ég er búinn að segja það í okkar hópi innan ASÍ að við þurfum auðvitað að endurmeta stöðu okkar í ljósi þess að hluti verslunarmanna og Starfsgreinasambandsins hefur tekið þá af- stöðu að vísa deilunni áfram. Hinir sem eftir sitja þurfa að skoða sína stöðu. Við teljum ekki fullreynt um viðræður við Samtök at- vinnulífsins og viljum láta reyna á það til hlítar áður en menn vísa deilunni til rík- issáttasemjara,“ segir hann. Guðbrandur Einarsson Kristján Þórður Snæbjarnarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.