Morgunblaðið - 11.01.2019, Side 2

Morgunblaðið - 11.01.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson Arnar Þór Ingólfsson Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Kolbrún Baldurs- dóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, ætla að flytja tillögu á næsta fundi borgarstjórnar um að skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar við Nauthóls- veg 100 verði vísað til héraðs- saksóknara til rannsóknar. „Við munum styðja þessa tillögu, við sjáum ekki hvernig er hægt að vera á móti því að þetta sé skoðað,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins. Málið kallar á umbætur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formað- ur borgarráðs og oddviti Viðreisnar, sagði að ekkert í skýrslunni benti til þess að glæpsamlegur ásetningur hefði verið til staðar. Minnihlutinn væri að nota braggamálið í pólitísku leikriti. Hún og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynntu yfirlit yfir ábendingar úr skýrslu innri endur- skoðunar í borgarráði í gær. „Ég get ekki séð það að þetta sé lögreglurannsókn. Mér fannst ein- mitt gott þegar ég sá skýrsluna í des- ember að það var mjög margt sem þarf að breyta og miklar umbætur sem þarf að gera, en það gladdi mig hins vegar, af því að við höfðum af því áhyggjur, að skýrslan er mjög skýr með það að það er ekki glæpsamleg- ur ásetningur inni í þessu,“ sagði Þórdís Lóa. Það að borgarfulltrúarn- ir ætli að leggja til að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara hafi komið henni á óvart. „En það kemur mér samt ekkert á óvart að það sé reynt að gera eins mikið úr þessu og hægt er, því það hefur verið vilji minnihlutans alveg frá byrjun. Málið er hins vegar grafalvarlegt, við þurf- um að fara í umbætur og ætlum að gera það.“ Í bókun Vigdísar á fundinum kom fram að tillagan væri rökstudd með vísan í 140. og 141. grein almennra hegningarlaga, sem fjalla um skyldur opinberra starfsmanna í störfum sín- um. Viku ekki af fundinum Vigdís lýsti í bókuninni furðu sinni á því að borgarstjóri, borgarritari og borgarlögmaður hefðu ekki vikið af fundi undir umræðu um skýrslu innri endurskoðunar. „Þessir aðilar eru persónur og leik- endur þegar kemur að braggamálinu. Kjörnir fulltrúar verða að hafa frelsi til beinna samskipta við skýrsluhöf- unda í svo alvarlegum málum án áheyrnar þeirra sem um er fjallað í skýrslunni. Það er mjög nauðsynlegt, ekki síst í ljósi þess að mikilvægt er að aðilar geti ekki samræmt fram- burð sinn eftir því hvernig spurning- um borgarfulltrúa og svörum innri endurskoðunar fram vindur,“ sagði m.a. í bókuninni. Í bókun Kolbrúnar sagði að skýrsl- an hefði mátt fara dýpra í „embættis- færslur og stjórnsýsluhætti borgar- stjóra og borgarritara í tengslum við braggaverkefnið“. Þá sagði hún að tölvupóstar hefðu ekki verið skoðaðir eins ítarlega við rannsókn innri end- urskoðunar og hægt hefði verið. „Sjá má af öllu þessu að þarna leika ákveðnir starfsmenn sér að vild og án eftirlits með fé borgaranna. Stór spurning er hvort hér sé ekki um misferli að ræða. Í það minnsta hafa lög verið brotin, sveitarstjórn- arlög og lög um skjalavörslu og spurning er með meintar blekking- ar,“ sagði í bókun Kolbrúnar. Hún kvaðst í viðtali vilja sjá innri endur- skoðun gera úttekt á enn fleiri verk- efnum sem heyrðu undir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar „til þess að sjá hvort sama stjórnleysið hafi verið alstaðar“. Vilja vísa braggamáli til saksóknara  Borgarfulltrúar Miðflokks og Flokks fólksins leggja til að héraðssaksóknari rannsaki skýrslu innri endurskoðunar  Sjálfstæðisflokkur styður tillöguna  Formaður borgarráðs segir málið grafalvarlegt Morgunblaðið/Eggert Oddvitar Eyþór Arnalds og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fyrir fundinn. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Samanlagður aldur fimmtán systk- ina frá Brúnastöðum í Flóa nær í dag sléttum þúsund árum. Geir Ágústsson, bóndi í Gerðum í Flóa, verður í dag, 11. janúar, 72 ára en hann er fimmti elsti af systkinunum sem voru alls sextán. Gísli, sem var fjórði í aldursröðinni, lést 2006 og er utan við framangreinda summu. Böndin eru sterk Foreldrar þessa stóra systkina- hóps voru Ágúst Þorvaldsson, bóndi og alþingismaður, og Ingveldur Ást- geirsdóttir, sem bæði eru látin. „Við systkinin erum öll við góða heilsu og í stórum dráttum má segja að lífið hafi leikið við okkur,“ segir Ásdís Ágústsdóttir sem er fædd árið 1942 og er elst systkinanna. „Nei, mér finnst ég aldrei hafa átt mörg systk- ini eða velt því mikið fyrir mér. Ég þekki ekki annað en að hafa verið í þessum stóra barnahópi. Já, við höldum vel hópinn, böndin milli okk- ar systkinanna eru sterk og alltaf talsverður samgangur milli fólks.“ Ásdís býr á Selfossi en fjórtán systkinanna búa á Suðurlandi. Í Reykjavík býr Guðni, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. „Við fengum kjarngóðan mat í foreldrahúsum, vorum starfandi og alltaf á hreyfingu. Það skýrir sjálf- sagt að einhverju leyti að okkur öll- um heilsast vel þótt árunum fjölgi,“ segir Guðni. „Við systkinin erum öll utan eitt fædd í hjónarúminu heima þar sem Arndís amma okkar var ljósmóðir, en því embætti gegndi hún í sinni sveit. Og á stóru heimili urðu allir að hjálpast að. Pabbi klippti okkur bræður á sunnudögum þegar hann kom heim af þinginu um helgar væri ekki messa í Hraun- gerði. Það hefði kostað drjúgan skildinginn að senda 16 börn tíu sinnum á ári til rakarans.“ 91 karl og 55 konur Systkinin frá Brúnastöðum eru í aldursröð: Ásdís, f. 1942; Þorvaldur, f. 1943; Ketill Guðlaugur, f. 1945; Gísli, f. 1946. d. 2006; Geir, f. 1947; Hjálmar, f. 1948; Guðni, f. 1949; Auður, f. 1950; Valdimar, f. 1951; Bragi, f. 1952; Guðrún, f. 1954; Tryggvi, f. 1955; Þorsteinn, f. 1956; Hrafnhildur, f. 1957; Sverrir, f. 1959; Jóhann, f. 1963. – Barnabörn Brúnastaðahjónanna eru alls 49; barnabarnabörn eru samtals 77 og fjögur eru komin í fimmta ættlið. Alls eru þetta 146 manns; 91 karl og 55 konur Þrír aðrir systkinahópar sem nú eru á lífi hafa náð þúsund ára aldri, elsti hópurinn er frá Kjóastöðum í Biskupstungum en heildaraldur hans er nú 1.070 ár. Sextán systkini frá Gunnlaugsstöðum í Stafholts- tungum í Borgarfirði eiga Íslands- metið, sem er frá 1991, 1.215 ár. Brúnastaðasystkinin eru 1.000 ára í dag  Sextán og fimmtán lifa  Fjölmennur hópur úr Flóanum  Fædd á árunum 1942-1963  Öll eru þau við góða heilsu  Lífið hefur leikið við okkur, segir Ásdís Ágústsdóttir sem er elst systkinanna Ágústsbörn Í fremri röð frá vinstri, Geir, sem er afmælisbarn dagsins, Bragi, Hjálmar, Gísli sem lést 2006, Tryggvi, Þorsteinn, Þorvaldur og Ketill. Í aftari röð eru, frá vinstri, Valdimar, Guðni, Auður, Hrafnhildur, Ásdís, Guðrún, Sverrir og Jóhann. Systkinin fimmtán búa öll, að Guðna frátöldum, á Suðurlandi. Mynd frá árinu 2005. Vigdísarholt ehf. mun annast rekst- ur nýja hjúkrunarheimilisins á Sel- tjarnarnesi, samkvæmt viljayfirlýs- ingu heilbrigðisráðherra og Vigdísarholts ehf. sem undirrituð var í gær, að því er segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Seltjarnarnesbær mun afhenda hjúkrunarheimilið fullfrágengið og fullinnréttað til rekstrar fyrir næstu mánaðamót. Samkvæmt viljayfirlýs- ingunni tryggir heilbrigðisráðuneytið greiðslur fyrir rekstri 40 hjúkrunar- rýma af hálfu Sjúkratrygginga Ís- lands frá 1. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir að það geti tekið allt að þrjá mánuði að koma heim- ilinu í fullan rekstur þannig að öll hjúkrunarrýmin verði fullnýtt. Vig- dísarholt, sem tekur að sér rekstur hjúkrunarheimilisins á Seltjarnar- nesi, er einkahlutafélag í eigu rík- isins. Félagið rekur einnig hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi undir stjórn Kristjáns Sigurðssonar sem er framkvæmdastjóri Vigdísar- holts og mun hann einnig stýra rekstri heimilisins á Seltjarnarnesi. Formaður stjórnar Vigdísarholts er Steingrímur Ari Arason. Horft er til samlegðaráhrifa í þessu sambandi með góða þjónustu og samnýtingu að leiðarljósi. Vigdísarholt mun einnig annast rekstur níu dagdvalarrýma sem Sel- tjarnarnesbær hefur rekið við Skóla- braut. Þau verða færð í húsnæði nýja hjúkrunarheimilisins 1. júlí nk. Stefnt er að því að fjölga dagdval- arrýmum í 25 þann 1. janúar 2020. Samkomulag gert um rekstur á hjúkrunarheimili  40 hjúkrunarrými á Seltjarnarnesi  Fullfrágengið 1. feb. Ljósmynd/Heilbrigðisráðuneytið Viljayfirlýsing Vigdísarholt ehf. mun reka hjúkrunarheimilið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.