Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019 Vill ekki raska ró mæðgnanna Minningarmörkin voru sann-arlega fjarlægð og grind-verkið utan um leiðið en það eru engar vísbendingar um að jarðneskar leifar Krüger-mæðgn- anna hafi nokkurn tíma komið. Fyrir vikið ber að stöðva framkvæmdirnar á Landssímareitnum meðan menn leita af sér allan grun. Ef að líkum lætur eru mæðg- urnar ekki einar þarna, hvar er til dæmis kista Geirs biskups góða? Hún vó 150 kg og biskup var ívið þyngri. Það þurfti tólf menn til að bera kistuna í og úr kirkju og skiptust þeir á. Mikið hefur gengið á í Víkurkirkjugarði – er nú ekki nóg komið?“ Þannig spyr Jón Hálfdanarson, eðlisfræðingur og ráðgjafi. Hann hef- ur kynnt sér sögu Víkurkirkjugarðs og segir brýnt að setja málið í sam- hengi; hugsa ekki bara um bein löngu látins fólks, heldur kynna sér söguna. Leitaði örþrifaráða Með eftirfarandi orðum var örlögum Marie Josephine Angelique Krüger, eiginkonu Krügers lyfsala í Reykja- vík, lýst í blaðinu Lögbergi árið 1930 en hún lést síðsumars 1882, aðeins 27 ára að aldri: „Frú María Josefine Angelique Kruger var eitt sinn, eftir því sem sagan segir, snemma dags á fótum í borðstofu Apóteksins. Var hún þann- ig klædd, að hún var í náttkjól með slegið hár. Maður hennar, Kruger apótekari, var og þar í stofunni og varð þeim hjónum sundurorða. Frúin hafði í hendinni meðalaglas með kar- bólsýru í; og er henni rann svo í skap við mann sinn, að hún var til búin að leita örþrifaráða, kallaði hún til hans, að ef hann léti eigi af orðum sínum, þá mundi hún súpa úr karbólsýru glas- inu. Apótekarinn lét eigi skipast við hótun konu sinnar, og sagði eitthvað á þá leið, að hún mundi gera svo sem henni bezt þóknaðist. Gekk hann því næst út úr stofunni og inn í lyfjabúð- ina; en hafði aðeins verið þar drukk- langa stund, er honum barst til eyrna, að frúin hefði drukkið karbólsýruna. Átti hún skammt eftir ólifað er að var komið. Hún var jörðuð í þeim hluta kirkjugarðsins gamla, er apótekið hafði þá fengið fyrir blómagarð.“ Um jarðarför frú Krüger fann Jón þetta í Þjóðólfi 11. september 1883: „Virðuleg jarðarför hennar fór fram 6. þ. m. í hinum gamla kirkjugarði fyrir vestan apótekið. Hafði maður hennar sótt um leyfi bæjarstjórnar- innar til að mega greptra hana þar, og leyfði bæjarstjórnin það í von um samþykki konungs.“ Þarna er kirkjugarðurinn við Suð- urgötu kominn í notkun en þar var fyrst jarðsett 1838. Frú Krüger dó frá kornungri dóttur sem sjálf lést nokkrum mánuðum síðar og var lögð til hinstu hvíldar við hlið móður sinn- ar í Víkurkirkjugarði. „Mun konan með slegna hárið fá að hvíla í friði við hlið dóttur sinnar?“ spyr Jón. Í grein hér í blaðinu 2017 sagði Vala Garðarsdóttir fornleifafræð- ingur, sem stjórnaði uppgreftinum á Landssímareitnum árið 2016, meðal annars: „Þessi gröf var síðasta gröfin sem tekin var í hinum forna Víkur- kirkjugarði, en var rutt í burtu árið 1967 er nýja Landssímahúsið reis, en engar heimildir eru fyrir því eða hvað um minninguna varð.“ Hvenær snúa á við Jón furðar sig á því hvers vegna sum- ir séu sannfærðir um að öll bein séu komin upp á yfirborðið. „Þegar við- byggingin við Landssímahúsið var reist fyrir hálfri öld gættu menn þess að hafa engan kjallara enda vissu þeir að bein lægju þar undir. Ég skil ekki hvers vegna margir, svo sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, eru svona sannfærðir um að öll bein séu komin fram þegar allt bendir í aðra átt. Þetta ber að skoða áður en lengra er haldið. Jarðraskið hefur verið rétt- lætt með því að Víkurkirkjugarður hafi ekki náð svona langt í austur. Það er rangt. Fyrir liggur að garður- inn var ranglega teiknaður inn á kort á sínum tíma og nær sannarlega und- ir s. k. Landssímareit þar sem hótel- viðbyggingin á nú að rísa. Í raun ætti að friðlýsa allan hinn gamla Víkur- kirkjugarð.“ Spurður hvað sé til ráða og hvort ekki sé orðið of seint að stöðva fram- kvæmdirnar vitnar Jón í reglur fjalla- manna: „Allir fjallamenn þurfa að vita hvenær þeir eiga að snúa við. Og það sé engin skömm að því. Væri ég í stjórn Icelandair Group myndi ég aldrei halda áfram með þessa framkvæmd.“ Fornleifauppgröftur á Landssímalóðinni við Austurvöll árið 2016. Morgunblaðið/Golli Jón Hálfdanarson eðlisfræðingur er í hópi fólks sem vill stöðva framkvæmdir á Landssímareitnum enda sé ekki sannað að öll bein úr Víkurkirkjugarði séu komin upp á yfirborðið, þar á meðal jarðneskar leifar Krüger-mæðgnanna sem létust 1882 og 1883. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Jón Hálfdanarson Í Lögbergi 1930 er hermt af austurrískum tökudreng, sem kom til sumarvistar í Reykjavík- ur Apóteki 1922. Hann var þreyttur eftir sjóferðina, og var vísað til sængur uppi á lofti. Um miðnætti kom herbergisnautur hans inn til hans, og ætlaði að ganga til rekkju. En í því rís pilt- urinn á fætur. Sást á látbragði hans að hann gekk í svefni. Gekk hann út úr herberginu, niður stigann og út í eldhús, út um litlar bakdyr og út í blóma- garðinn. Gekk hann hægt og stillt sem kunnugur, þó aldrei hefði hann farið þessa leið. Er hann eigi þurfti að taka til hönd- um til þess að opna hurðir og þess háttar – hélt hann fórnandi höndum á brjósti sér. Þá hann kom út í blómgarðinn, gekk hann rakleitt að leiði frú Krüg- er, kraup þar á kné og fórnaði höndum stundarkorn. En síðan gekk hann sömu leið til hvílu sinnar, án þess að vakna og svaf til morguns. Um morguninn mundi hann ekkert og var aldr- ei sagt frá svefngöngunni. Gekk í svefni að leiðinu Ég var semsagt í jólafríi og notaði tímann til að vera ífríi. Algjörlega í fríi. Sat bara og las í stað þess aðhafa áhyggjur af því að ég ætti að vera að gera eitt- hvað. Og ég fór aðeins að hugsa um hvað þetta væri nota- legt og um leið pínu gamaldags. Ég las til dæmis gamlar glæpasögur. Meðal annars um Harry Bosch. Hann er lögga í Los Angeles og sögurnar ger- ast á tíunda áratugnum. Stór hluti af hverri sögu fer í lýs- ingar á því þegar hann rúntar um borgina að leita að síma- klefa til að hringja í einhvern sem sjaldnast er heima. Og þá verður hann bara að gera eitthvað annað. Eins og til dæmis að halda áfram að rúnta um og hlusta á jazz og svoleiðis. Í þá daga, svona rétt áður en farsímarnir komu til sög- unnar, þurfti fólk bara að vera á staðnum. Og ef sá sem átti að fá símtalið var ekki með símsvara var ekkert sem sagði honum að það hefði verið hringt í hann. Mjög djúp tilvistar- leg pæling fyrir kynslóðir sem hafa alist upp við „missed call“ sem eðlilegan hlut. Og þetta tengist nefnilega öðru sem ég sá á Twitter (ég var í jólafríi, en ekki í einangrun, þannig að ég fylgdist að- eins með samfélagsmiðlum). Salka Sól setur inn svohljóð- andi pælingu: „Fólk sem heldur að það sé réttur þeirra að ná í annað fólk, hefur ekki rétt fyrir sér. Ég þarf ekki að útskýra fyrir neinum af hverju ég svaraði ekki í símann, tölvupósti eða seenaði. Mér er sama þó það móðgist.“ Þetta er í alvöru heimspekileg pæling. Á ég rétt á að ná í þig? Ef ég þarf að tala við þig, get ég þá gert þá kröfu að þú svarir? Jafnvel innan ákveðins tíma? Ef ég sé að þú hefur séð skilaboðin frá mér, og ekki svarað þeim, get ég þá gert ráð fyrir því að þú sért að hunsa mig? Nú ætla ég ekki að stinga upp á að við komum okkur upp einhverskonar stöðluðum og vottuðum reglum um sam- skipti, viðunandi viðbragðstíma og hæfilegan frest til að bregðast við seen-i. Mér finnst bara, eins og um svo margt annað, að fólk eigi að fá að ráða þessu soltið sjálft. Á sama hátt og mér finnst ekki að fólk geti gert þá kröfu að maður kasti öllu frá sér til að svara því, þá eru líka í þessu einhverskonar mörk kurteisi og eðlilegra samskipta. Stundum getur það til dæmis verið hluti af starfi þínu að svara fólki og þá á það einhverskonar kröfu á að þú gefir því svar. Og ég viðurkenni að þegar ég er að reyna að fá fólk í viðtal get ég orðið pínu pirraður ef það svarar ekki (nei er iðulega betra en ekkert svar) því á meðan ég bíð eftir svari er ólíklegt að ég bóki einhvern annan. Sjálfur er ég sekur um að svara ekki skilaboðum sem ég sé á hlaupum eða í bílnum eða á fundi og ætla að svara seinna og gleymi, eins og svo mörgu öðru. Ég er sem sagt ekki með neina töfralausn, en eins og ég sagði, við ráðum okkur sjálf. Lífið er of stutt til að tala við leiðinlegt fólk. Við eigum að hafa frelsi til að ákveða hvernig við nýtum tíma okkar, í það minnsta utan vinnu og eigum örugglega að vera dug- legri að setja okkur sjálfum og öðrum ein- hver mörk. Sum fyrir- tæki hafa til dæmis bannað starfsfólki að senda vinnupósta eftir skrifstofutíma, nema í algjörum neyðar- tilfellum. Það er senni- lega ekkert svo galin regla. Og svo er heldur ekki svo galið að fara ekki á taugum ef þú nærð ekki í einhvern. Það þarf ekki að þýða að hann hati þig eða vilji ekki tala við þig. Kannski er hann bara upptek- inn eða í jógatíma eða að klappa kettinum sínum eða að laga til í bílskúrnum. Hvað veit ég? Andaðu bara rólega og mundu að á einhvern hátt kom- umst við af þegar það var ekki sjálfsögð krafa að allir svör- uðu alltaf öllum strax. Rétturinn til að nenna ekki að tala við þig ’Á ég rétt á að ná í þig? Ef égþarf að tala við þig, get ég þágert þá kröfu að þú svarir? Jafnvelinnan ákveðins tíma? Ef ég sé að þú hefur séð skilaboðin frá mér, og ekki svarað þeim, get ég þá gert ráð fyrir því að þú sért að hunsa mig? Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.