Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 36
Það er ekki að ástæðulaususem dánardagur BuddyHolly hefur gjarnan verið kallaður „dagurinn sem tónlistin dó“. Þrátt fyrir að tónlistarmaðurinn hafi aðeins verið 22 ára þegar hann lést, og aðeins eitt og hálft ár liðið frá því hann sló í gegn, er hann tal- inn óumdeilanlegur frumkvöðull rokktónlistarinnar. Eftir nokkrar vikur eru 60 ár liðin frá þessum sorgardegi en með honum í vélinni voru fleiri rokkstjörnur; 17 ára gamall Ritchie Valens og J.P. „Big Bopper“ Richardson. Nú um helgina, 6. janúar, eru liðin 60 ár frá því að lagið „It Doesn’t Matter“ kom út sem varð jafnframt síðasta lag Buddy Holly en 29 dögum síðar var hann allur. Þegar tónlistin dó Lög Buddy Holly sem slógu í gegn eru fjölmörg; Peggy Sue, That’ll be the Day, Everyday, Rave On, True Love Ways og Oh Boy! eru þeirra á meðal. „Rokk og ról eins og við þekkjum það í dag væri ekki til án Buddy Holly“ er tilvitnun sem finna má í Frægðarhöll rokksins, Rock and Roll Hall of Fame, og þeir eru ófáir sem eru sammála þessu. Roll- ing Stone valdi Buddy Holly sem einn af mestu listamönnum allra tíma sem er mikið afrek í ljósi þess að Holly hafði skamman tíma til að sanna sig þar sem hann lést svo ungur. Buddy Holly, Charles Hardin Holley, fæddist í Texas 1936. Gælu- nafn hans frá unga aldri var Buddy og þegar hann skrifaði undir fyrsta plötusamning sinn var nafn hans rangskrifað Holly og honum fannst það svo fínt að hann ákvað að nota það nafn eftirleiðis; Buddy Holly. Fjölskylda hans var tónelsk, systkini hans þrjú og móðir spiluðu öll á hljóðfæri eða sungu og fyrsta gítarinn sinn fékk Buddy Holly að gjöf frá eldri bróður sínum. Gítar- inn hafði bróðirinn eignast meðan hann gegndi herþjónustu í síðari heimsstyrjöld og annar eldri bróðir hans kenndi honum svo á hljóð- færið. Raunar hafði Buddy Holly sótt píanótíma en gítarinn var hljóðfærið sem heillaði hann eftir að hann sá leikið á það í skólarút- unni. Að loknum menntaskóla ákvað Buddy Holly að leggja tónlist fyrir sig og þar hafði Elvis Presley ekki síst áhrif, sem Buddy Holly sá spila í Lubbock. Stuttu síðar átti hann eftir að hita upp fyrir Presley. Buddy Holly sló í gegn með hljómsveit sinni The Crickets og skapaði sér strax sérstöðu. Frum- leg spilamennska hans og söngstíll eru þekkt fyrir hans sérstöku „hiksta“, slagverkskenndan gítar- leik, beygðar nótur og hljómagang blúshljómanna. Þá samdi hann og hljómsveit hans eigið efni sem var þá nýtt, þar sem hljómsveitir sömdu sjaldnast sitt efni sjálfar. Bítlar án Buddy? Buddy Holly hafði ótvíræð áhrif á tónlist framtíðarinnar og það er ekki djúpt í árinni tekið að segja að Bítlarnir séu afsprengi hans, bæði tónlistin og nafn sveitarinnar. Stuttu eftir að John Lennon og Buddy Holly lést aðeins 22 ára gamall en þrátt fyrir það er hann talinn einn merkasti listamað- ur sem rokkið hefur átt. Ljósmynd/Brunswick Records Maðurinn sem setti rokkið á dagskrá Um helgina eru 60 ár liðin frá því að Buddy Holly söng sitt síðasta lag á plötu en 29 dögum síðar lést hann, aðeins 22 ára gamall, í flugslysi. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Í flugslysinu sem Buddy Holly lést í, létust einnig tónlistarmennirnir Ritchie Valens, sem þá var aðeins 17 ára gamall, og J.P. „Big Bopper“ Richardson. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019 LESBÓK KVIKMYNDIR Saoirse Ronan, sem aðeins 13 ára gömul hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik í auka- hlutverki, segir í ítarlegu viðtali í breska tímaritinu Harper’s Bazaar frá því hvernig hún slapp við kynferð- islega áreitni og ofbeldi í Hollywood. Leikkonan, sem er 24 ára í dag og hefur slegið í gegn í myndum eins og Atonement og Lady Bird, hefur frá unga aldri verið við- loðandi Hollywood og þakkar móður sinni að hafa slopp- ið ósködduð í gegnum árin en hún hafi fylgt henni eftir í allar upptökur og verið til staðar. „Ég veit ekki hvað hefði gerst hefði hún ekki verið til staðar,“ segir Ronan í viðtalinu. „Ég gerði mér grein fyrir að það var fólk í kvikmyndaiðaðinum sem misnotaði vald sitt. En vegna hennar varð ég aldrei fórnarlamb.“ Naut verndar móður Saoirse Ron- an er þakklát móður sinni. AFP KVIKMYNDIR Og meira af Saiorse Ronan því kunngjört hefur verið að hún og Gary Oldman muni saman afhenda verðlaun á Gol- den Globe-verðlaunahátíðinni. Oldman var á síðasta ári valinn besti leikarinn á hátíðinni, fyrir hlutverk sitt sem Winston Churchill í Darkest Hour, en leikkonan vann til verð- launa sem besta leikkonan í Lady Bird. Það er alltaf mikill spenningur fyrir því hverjir afhenda verðlaun á hátíðinni sem haldin er í kvöld, sunnudagskvöld. Að vonum eru Íslend- ingar einnig spenntir en Jónsi í Sigur Rós er tilnefndur fyrir lag sitt Revelation í kvik- myndinni Boy Erased. Golden Globe-spenningur Gary Oldman er annar kynna í ár. Taylor Swift Loka öppunum TÓNLIST Taylor Swift hefur tilkynnt að samskipta- appinu The Swift Life verði lokað innan mán- aðar. Smáfor- ritið var kynnt til sög- unnar 2017 í framhaldi af sjöttu breið- skífu tónlistarkonunnar en þar eiga aðdáendur Swift í samskiptum sín á milli og fá fréttir af söngkonunni og nota sérstaka Taylor Swift- broskarla. Kim Kardashian, sem opnaði ekki ósvipað app með systrum sínum á sama tíma og Swift, tilkynnti einnig nýlega að þeirra smáforriti yrði einnig lokað. Ástæðan sem Swift gefur er að nú sé allri eftirfylgni við sjöttu breiðskífu hennar lokið og hún hyggist ekki koma með ný öpp í tengslum við aðrar breiðskífur. Kim Kardashian UPPISTAND Skoski grínistinn Billy Connolly hefur tilkynnt að komið sé að lokum ferilsins en Con- nolly greindist með parkinsons- sjúkdóm fyrir fimm árum og hefur hrakað stöðugt síðan. Nú er sjúk- dómurinn kominn á þann stað að hann getur ekki lengur komið fram að því er fram kemur í nýrri heim- ildamynd BBC um uppistandarann. „Líf mitt er að fjara út, ég finn það,“ segir Connolly í myndinni en hann hefur allt þar til í síðasta mán- uði túrað um Bretland með uppi- stand sitt. Billy Connolly Á endastöð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.