Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2019 Þegar hin níu ára gamla Ava Tiedemann fékk það verkefni á aðventunni í skólanum sínum í Spring- field í Missouri í Bandaríkjunum að velja sér land og kynna sér jólahefðir þess þurfti hún ekki að hugsa sig um tvisvar; aðeins Ísland kom til greina enda fæddist afi hennar, George Valdimar Tiedemann, hérlendis árið 1944, sonur hjónanna Magnúsínu Brynjólf- ínu Valdimarsdóttur úr Aðalvík og Rob- erts L. Tiedemann, sem gegndi herþjón- ustu á Íslandi. Þau fluttu vestur um haf sama ár. Ava tók verkefnið föstum tökum og hannaði og saumaði, með góðri hjálp, íslenska þjóðbúninginn og mætti í honum í skólann, New Covenant Aca- demy. „Fyrirmyndin var ljósmynd af langalangömmu minni, Kristínu Jónu Friðriksdóttur, þar sem hún klæðist þjóðbún- ingnum. Mér fannst svalt að búa til og klæðast búningi sem langa- langamma mín var í líka,“ segir Ava. Annar liður í verkefninu var að koma með sýnishorn af mat frá viðkomandi landi og varð Ópal fyrir valinu. „Það er vegna þess að þegar afi kemur heim úr sinni árlegu ferð til Íslands er hann alltaf með Ópal í farteskinu handa okkur fjölskyldunni. Mér finnst Ópal mjög gott, sérstaklega þetta rauða, en ég er hins vegar ekki sannfærð um að bekkjarfélagar mínir deili þeim smekk með mér,“ segir Ava. Hún segir skólaverkefnið hafa verið áskorun og að hún hafi notið þess að deila með félögum sínum öllu því sem hún hafi lært um arfleifð sína og Ísland. „Vonandi fæ ég tækifæri til að heimsækja Ísland í sumar og jafnvel koma á slóðir langalangömmu minnar í Aðalvík.“ Ava Tiedemann, bandarísk stúlka af íslensku bergi brotin, hannaði og saumaði íslenska þjóðbúninginn fyrir verkefni í skólanum. Stolt af uppruna sínum Umræðan um falsfréttir er ekki ný af nálinni, enda þótt margir tengi hana við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þannig taldi Morgunblaðið sig hafa staðið Alþýðublaðið að slíkum frétta- burði í byrjun árs 1939. „Í Alþýðublaðinu í gær birtist frjettagrein frá verðlagsnefnd með dylgjum og aðdróttunum um heildsala bæjarins, sem öll er ósönn frá upphafi til enda.“ Í frétt Alþýðublaðsins kom fram að heildsalar hefðu neitað að gefa verðlagsnefnd skýrslu um álagningu sína og að þeir reyndu með öllu móti að þver- skallast gegn nefndinni, rétt eins og þeir hefðu sagt verð- lagsnefnd stríð á hendur. „Er þessi þrjóska heildsalanna útmáluð í blaðinu með hinum svakalegustu orðum og sagt, að verðlagsnefndin hafi nú orðið að grípa til þess úrræðis að leggja dagsektir á heildsala til þess að knýja þá til að afhenda skýrslur, sem kaupmenn og kaupfjelög hafi afhent.“ Þótti Morgunblaðinu furðu- legast, að svo virtist sem þessi upplogna frétt væri frá sjálfum formanni verðlagsnefndarinnar runnin, Guðjóni Teitssyni. Það fullyrti alltént einn nefndar- manna, Oddur Guðjónsson, í samtali við Morgunblaðið. „Hann vildi að vísu ekki kann- ast við það á fundinum [hjá verðlagsnefnd], að hann hefði skýrt Alþýðublaðinu frá mála- vöxtum, eins og þar var frá skýrt, því hann varð að viður- kenna það á fundinum, að það væri alt rangt, sem blaðið fór með. En jeg tel engan vafa á því, að heimildarmaður Alþýðu- laðsins sje sjálfur formaður verðlagsnefndar, Guðjón Teits- son, og enginn annar,“ sagði Oddur. Furðulegur fréttaburður GAMLA FRÉTTIN ÞRÍFARAR VIKUNNAR Ríkarður Ö. Pálsson tónlistargagnrýnandi Logi Már Einarsson alþingismaður Franz Gunnarsson tónlistarmaður Kristín Jóna Friðriks- dóttir, langalangamma Övu Tiedemann. Ava Tiede- mann í bún- ingnum góða. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 STILLANLEG RÚM • HEILSURÚMOG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL. 60%AFSLÁTTUR ALLT AÐ ÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.